Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 PROWLER frá ARCTIC CAT, nýr frá grunni. Nýtt framfjöðrunarkerfi, svipað og í kappakstursbílum (Double-Wishbone). Einnig er nýtt, þróað fjöðrunarkefi að aftan með mestu slaglengd sem til er. Ný, léttbyggð, vökvakæld vél 440 c.c. (ca 62 hö). Nú er stýri, mælar og vindhlíf sambyggð og hreyf- ist með stýri. Hér er ó ferð- inni ný kynslóð af ARCTIC CAT vélsleðum. Verð frá 596.027 WILOCAT Verð frá 697.016 ELTIGREEXT COUGAR Verðfrá 541.902 CHEETAH TOUR Verðfrá 661.870 JAGA.F.S. Verð frá 472.349 PANTHERA Verð frá 650.308 PANTHER Verðfrá 518.996 Sjónvarpið; Stundin okkar ■■■■ Stundin okkar, sem er á dagskrá Sjónvarpsins síðdegis í n50 dag, hefst á Póstkassanum. Mikill fjöldi bréfa frá krökkun- um hefur borist og verður lesið úr þeim. Sungnar verða vísur Stefáns Jónssonar um Aumingja Sigga. Myndskreyting er eft- ir Önnu Þ. Guðjónsdóttur. Ljónið og Kústur mæta til leiks og dansar- ar úr íslenska ballettflokknum dansa tvo dansa. Þá taka krakkarnir í söngflokknum Ekkert mál lagið. Að lokum sjáum við leikritið ís- björninn sem tekið var á Húsavík. Umsjónarmaður er Helga Steffens- en. Brtlamir ■^■H Bítlarnir eru án efa vinsælasta popphljómsveit sögunnar 1 Q 00 °S áhugi á verkum þeirra er enn gífurlegur þó 20 ár séu lo Hðin frá því hljómsveitin hætti störfum. í þeirri þáttaröð sem hefst á Rás 2 í dag og Skúli Helgason hefur umsjón með, er að finna hljóðritanir frá breska útvarpinu BBC með Bítlunum, þar sem þeir flytja jafnt eigin lög og verk sem nutu vinsælda á 7. ára- tugnum eftir aðra listamenn. Hér er um að ræða perlur sem aldrei hafa komið út á hljómplöt- um, auk brota úr þeim fjölmörgu útvarpsþáttum sem Bítlarnir tóku þátt í á fyrri hluta 7. áratugarins, en þar nýtur annáluð kímnigáfa þeirra sín til fullnustu. í fyrsta þættinum verða fluttar hljóðritanir frá árunum 1962 og 1963, þar á meðal nokkur lög sem Bítlarnir gáfu aldrei út á plötum. ÚTVARP RAS1 FM 92,4/93,5 8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt. Séra Baldur Vil- helmsson prófastur í Vatnsfirði við Djúp flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Veðurfregnir. Dagskrá. 8.30 Á sunnudagsmorgni með Júliusi Sól- nes ráðherra. Bernharður Guðmundsson ræðir við hann um guðspjall dagsins Lúkas 17, 5-10. 9.00 Fréttir. 9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni. — Fiðlukonsert í E-dúr eftir Johann Sebast- ian Bach. Anne-Sophie Mutter leikur með Ensku kammersveitinni; Salvatore Ac- cardo stjórnar. — Óbósónata í B-dúr eftir Georg Philipp Telemann. Michael Scheck og Christiane Wuyus leika á óbó og sembal. — Sinfónía concertante í C-dúr fyrir fiðlu, óbó, selló, fagott og hljómsveit eftir Jos- eph Flaydn. Verner Neuhaus, Hans Plummacher, Helmut Hulcke og Werner Maurnschat 'leika með Concertium musicum-kammersveitinni; Fritz Lehan stjórnar. 10.00 Fréttir. 10.03 Á dagskrá. Litið yfir dagskrá sunnu- dagsins í Útvarpinu. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 i fjarlægð. Jónas Jónasson hittir að máli íslendinga sem hafa búið lengi á Norðurlöndum, að þessu sinni Flóru Zi- emsen í Kaupmannahöfn. (Einnig útvarp- að á þriðjudag kl. 15.03.) 11.00 Messa í Fíladelfíu í Reykjavík. Prest- ur: Sr. Sam Glad. 12.10 Á dagskrá. Litið yfir dagskrá sunnu- dagsins í Útvarpinu. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.Tónlist. 13.00 Hádegisstund i Útvarpshúsinu. Ævar Kjartansson tekur á móti sunnudags- gestum. 14.00 Faðir Hafnarfjarðar. Dagskrá um Bjarna riddara Sívertsen. Sigurlaug Björnsdóttir tók saman. Lesari: Amar Jónsson. (Áður á dagskrá á jólum árið 1985.) 14.50 Með sunnudagskaffinu. Sígild tónlist af léttara taginu. 15.10 í góðu tómi með Hönnu G. Sigurðar- dóttur. 16.00 Fréttir. 16.05 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Bræðurnir frá Brekku" eftir Kristian Elst- er yngri Þriðji þáttur. Reidar Antonsen bjó til flutnings i útvarpi. Þýðandi: Sigurð- ur Gunnarsson. Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. Leikendur: Borgar Garðarsson, Arn- ar Jónsson, Þórdís Gunnlaugsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Flosi Ólafsson, Karl Guðmundsson, Þórunn Magnús- dóttir, Þorgrímur Einarsson, Lárus Ing- ólfsson, Bessi Bjarnason og Valdemar Helgason. (Áður útvarpað 1964.) 17.00 Tónlist á sunnudagssíðdegi. — „Ricordanza" eftir Franz Liszt. Claudio Arrau leikur á píanó. — Píanókonsert nr. 2 eftir Johannes Brahms. Vladimir Ashkenazy leikur á pianó með Sinfóníuhljómsveit Lundúna; Zubin Mehta stjórnar. 18.00 Rimsírams. GuðmundurAndriThors- son rabbarvið hlustendur. (Einnig útvarp- að daginn eftir kl. 15.03.) Rás 1; Hádegisstund ■■■■ Á sunnudögum 19 00 kemur margt lista- " fólk saman^ í leik- stúdiói Útvarpsins í Útvarps- húsinu við Efstaleiti í Reykjavík. Þessi vikulega samkoma gengur undir nafn- inu Hádegisstund og er klukkustundarlöng samvera tónlistar- og bókmenntafólks með hlustendum. Áhersla er lögð á tónleikahald og upplest- ur í beinni útsendingu, en óformlegt rabb við listafólkið er á milli atriða. Gestgjafi há- degisstundar er Ævar Kjart- ansson en Bergþóra Jónsdóttir á tónlistardeild Útvarpsins er til ráðuneytis um gestalistann. Þ. ÞOBBBÍMSSOH &C0 EaHrabBEa. gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.