Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 34
34 361 HAIJMAl, .IS HI MQRGUNBLAÐIÐ MiNninI&Í^SM cnnA.iawjoflOM SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1990 t Ástkær eiginkona og móðir, SIGRÚN HELGA LANGE, lést í Landspítalanum föstudaginn 19. janúar. Fyrir hönd vandamanna, Sveinn Jonsson, Jóhann Ólafur Sveinsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN ARNAR, andaðist í Landspítalanum 10. janúar 1990. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gústaf Arnar, Birgir Arnar, Eleanor Arnar, María Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN KRISTINN HALLDÓRSSON, Borg í Garði, lést á heimili sínu að morgni 19. janúar. Anna Sumarliðadóttir, börn, tendabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURLAUGUR SIGURÐSSON, lést miðvikudaginn 17. janúar í Landspítalanum. Anna Thorlacius, Emil Þór Sigurlaugsson, Árni Freyr Sigurlaugsson. t Systir okkar og mágkona, SOFFÍA KRISTINSDÓTTIR, Flókagötu 16A, verður jarðsett frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. janúarkl. 13.30. Vilhelm Kristinsson, Ólína Guðbjörnsdóttír, Sigríður Kr. Johnson. t Ástkær sonur okkar og dóttursonur, SVERRIR GARÐARSSON, Ránargötu 45, Reykjavik, sem lést 16. janúar sl. verður jarðsunginn þriðjudaginn 23. janú- ár kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Svava Jósteinsdóttir, Garðar Vilbergsson, Jónína Davíðsdóttir, Jósteinn Konráðsson. t Sonur minn og bróðir okkar, BALDUR KARLSSON frá Skálateigi, Hávegi 5, Kópavogi, sem varð bráðkvaddur 13. janúar verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 10.30. Dagmar Óskarsdóttir og systkini. t Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÞORGERÐAR JÓNSDÓTTUR FJALLDAL, Hringbraut 51, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minn- ast hennar er bent á Styrktarsjóð Landakotsspítala. Ása K. Oddsdóttir, Þorkell Bjarnason, Oddur Þ. Þorkelsson, Berglind Guðmundsdóttir, Elísabet G. Þorkelsdóttir. Sigurbjörg Páls- dóttir - Minning Fædd 28. nóvember 1906 Dáin 10. janúár 1990 Elskuleg föðursystir. mín, Sigur- björg Pálsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Ég á eftir að sakna hennar mikið því að við höfðum svo náið og gott samband í mörg ár. Mín nánasta fjölskylda var fá- menn og því var ómetanlegt að eiga góðan og samhentan frændgarð í báðar ættir. Föðursystkini mín voru 12 sem komust til fullorðinsára og fjögur fóstursystkini. Mér finnst Sigurbjörg hafa verið miðpunktur þessarar stóru fjölskyldu eins lengi og ég man. Hún átti heimili hér í Reykjavík eftir að hún giftist sínum ágæta eiginmanni, Kjartani Ólafs- syni rakarameistara, árið 1927. Þau hjón voru einstaklega gest- risin og samhent um að taka vel á móti frændfólki, sem margt bjó úti á landi, og greiða götu þess á marg- an hátt. Þau byggðu sér fallegt og vandað hús á Hólavallagötu 11 sem þau fluttu í árið 1935. Kjartan lést árið 1962, en Sigurbjörg bjó áfram á fallega heimilinu sínu þangað til hún flutti á Litlu-Grund árið 1984. Þar bjó hún líka vel um sig í her- bergi með smá eldunaraðstöðu og alltaf var sama gestrisnin og gott að þiggja kaffisopa hjá henni. Sigurbjörg varð fyrir ýmsum heilsufarslegum áföllum sem hún tók með ótrúlegu jafnaðargeði og æðruleysi. Eftir að hún flutti á Grund hafði hún oft á orði hvað hún væri heppin að búa þar við góða þjónustu og öryggi á þessum aldri. Heilsa hennar á þessum árum var nokkuð góð þar tií sl. vor. Hún átti marga góða vini á Grund sem hún hafði ánægju af að umgang- ast. Hún var vel sjálfbjarga og sinnti gjaman erindum fyrir aðra. Þá var og stutt að fara á Hólavalla- götuna þar sem Ólafur sonur henn- ar og eiginkona hans búa áfram og starfrækja einnig eigið fyrirtæki í húsinu. Þangað var hún alltaf velkomin og eins til Þorvaldar yngri sonar síns og fjölskyldu hans. Þá hafði hún ekki síður gott samband við yngra fólkið. Tveir sonarsynir hennar eru kvæntir og eiga börn. Þetta unga fólk sinnti henni af ein- stakri alúð og elskusemi. Ég fann hvað hún fylgdist vel með öllu þessu fólki og naut samvista við það. En hún hélt líka áfram að hafa gott samband við annað frændfólk og vini og vissi hvað því leið. Hún var alltaf hinn trausti tengill í fjölskyld- unni. Sigurbjörg var ein af þeim sem hafa efni á að gefa án þess að ætlast til endurgjalds. Hún var ein- stök frænka. Svo var hún líka fyrir- mynd okkar yngri um allt heimilis- hald. Hjá henni var allt í stakri röð og reglu og þegar von var á gestum var allt tilbúið á réttum tíma og að því er virtist án nokkurrar áreynslu og því leið öllum svo vel á góðvinafundum hjá þeim hjónum, sem bæði frændur og vinir minn- ast. Hógværð og æðruleysi virtist Sigurbjörgu í blóð borið, en um leið var hún virt og elskuð. Það er erfitt að koma orðum að öllu því sem segja mætti um slíka sómakonu sem Sigurbjörg var, en það eiga áreiðan- lega margir góðar minningar um hana og senda henni hlýjar hugsan- •ir að leiðarlokum. Ég sendi öllum ástvinum Sigur- þjargar einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi hana um alla eilífð. Elínborg Stefánsdóttir Á morgun, mánudaginn 22. janú- ar, fer fram frá Fossvogskapellu útför móðursystur minnar, Sigur- bjargar Pálsdóttur frá Tungu, sem lést 10. janúar. Langar mig að kveðja frænku mína elskulega með nokkrum orðum. Sigurbjörg fædd- ist í Tungu í Fáskrúðsfírði 28. nóv- ember 1906, dóttir sæmdarhjóri- anna Elínborgar og Páls sem þar bjuggu og jafnan voru kennd við þann stað. Var Sigurbjörg næst- yngsta bam þeirra hjóna en þau eignuðust fjórtán böm og komust tólf á legg, sex dætur og sex syn- ir. Nú em níu Tungusystkina látin, bræðurnir Þorsteinn, Halldór og Stefán sem létust fyrir 1980, Gunn- ar sem lést 1987 og Jón sem lést í árslok 1988. Kristín, sem var elst systranna, lést réttum tíu ámm á undan Sigurbjörgu, hinn 9. janúar 1980, Valgerður 1983 og Lára 1985. Flest vom systkinin komin á níræðisaldur og Jón raunar farinn að nálgast tírætt er þau létust. Eftirlifandi em Ingibjörg húsfreyja í Reykjavík, Sigsteinn á Blikastöð- um og Unnur húsfreyja á Fróða- stöðum í Hvítársíðu. Páll í Tungu fæddist 1863, aust- Minning: Guðrún Árnadóttir hjúkrunarkona Fædd 7. september 1911 Dáin 3. janúar 1990 Hinn 3. janúar 1990 lést í Reykjavík Guðrún Árnadóttir hjúkmnarkona á 79. aldursári. Fyr- ir hönd samstarfsfólks hennar á fæðingardeild Landspítalans vil ég minnast hennar nokkrum orðum. Guðrún Ámadóttir fæddist 7. september 1911 á Húsavík. Faðir hennar var Árni Steindór Bjarna- son, sjómaður þar, fæddur 6. mars 1883, dáinn 13. ágúst 1956, sonur B. Jóhannessonar afgreiðslumanns á Sauðárkróki og Guðrúnar Eld- járnsdóttur ljósmóður. Móðir henn- ar var Sigríður Jósefsdóttir, fædd 8. júní 1881, dáin 17. desember 1955, dóttir J. Kristjánssonar verkamanns á Húsavík og Baldínu Hallgrímsdóttur. Guðrún stundaði nám á Héraðsskólanum að Laugum 1929-30. Lauk námi við HSÍ í maí 1938. Var hjúkrunarkona við Sind- sygehosp. Nyköbing, Sjálandi, októ- ber 1938 til júlí 1944, Bispebjerg Hosp., Kaupmannahöfn, 1. október 1944 til júní 1945, Sjúkrahús Húsavíkur september 1945 til ágúst 1948, deildarhjúkmnarkona við Landspítalann, fæðingardeild, frá nóvember 1948 til desember 1975. Kvennadeild Landspítalans, áður alltaf kölluð fæðingardeild Land- spítalans, hélt upp á 40 ára afmæli sitt á sl. ári. Fyrsta fæðingardeild Landspítalans hóf þó starf sitt í gamla Landspítalahúsnæðinu og var sem hluti af handlækningadeild Landspítalans allt þar til nýja húsið var reist 1949. - Fjörutíu ár er ekki langur tími í sögu stofnunar, en þó nægilega langur fyrir stofnun sem fæðingar- deild Landspítalans að skapa sér sögu. Stofnun deildarinnar er minn- isstæð þeim sem vom að ljúka læknanámi í síðasta hluta árið 1949. Það fólk sem veitti forstöðu einstökum deildum er okkur minnis- stætt. Pétur H.J. Jakobsson, síðar prófessor, var fyrsti deildarlæknir fæðingardeildarinnar og átti hann veg og vanda af því að skapa deild- inni orðstír allt frá byijun. Áuk ljós- fírskur, af Melaætt, sonur hjónanna Sigurbjargar Hinriksdóttur frá Ey- vindarstöðum og Þorsteins Jónssön- ar frá Víðvallagerði. Elínborg fædd- ist 1867, af húnvetnskum ættum. Var hún dóttir hjónanna Gróu Sveinsdóttur frá Grímstungu og Stefáns sonar Jóns prófasts í Stein- nesi Péturssonar og konu hans, Elísabetar Björnsdóttur prests í Bólstaðarhlíð Jónssonar. Elínborg amma var ungbarn tekin í fóstur af föðurbróður sínum sr. Halldóri Jónssyni á Hofí í Vopnafírði og konu hans, Valgerði Olafsdóttur, og síðar fór hún til sonar hans sr. Lárusar og konu hans, Kristínar Guðjohnsen. Þótti ömmu afar vænt um hvom tveggja fósturforeldra sína og bám fjögur elstu böm henn- ar nöfn þeirra, elsti sonurinn og þijár elstur dætumar. í Tungu var rómað menningar- og myndarheimili jafnt utan húss sem innan. Ólst Sigurbjörg þar upp í stómm og glaðværum hópi systk- ina og fóstursystkina því að fjögur systurböm afa ólust þar upp eftir að faðir þeirra dmkknaði. Gefur að skilja að til þurfti kjark, dugnað og útsjónarsemi til að afkoma svo fjölmenns heimilis yrði bærileg en afi og amma voru mjög samhent og mun aldrei hafa verið svo þröngt í búi hjá þeim að ekki væri hægt að víkja einhveiju að þeim sem minna máttu sín. Systkinunum mun snemma hafa verið innrætt sú lífssýn sem kennd er við fomar dyggðir og veit ég af eigin reynd að þær dyggðir hafa þau alla tíð haft í heiðri og innrætt sínum böm- um. Sigurbjörg var snemma snör í snúningum og lét ekki sitt eftir liggja, ötul og viljug bæði utan húss og innan og sérlega hjálpfús. Menntun hlaut hún að mestu í heimahúsum en afí og amma leituð- ust jafnan við að hafa heimiliskenn- mæðranna, sem önnuðust móttöku nýju þjóðfélagsþegnanna, fékk hann til samstarfs frá byijun tvær hjúkrunarkonur, sem áttu ríkan þátt í að móta starf legudeildanna. Ónnur þeirra var Þórunn Þorsteins- dóttir hjúkrunarkona, sem stjómaði efsta gangi af alkunnri röggsemi og mildi. Hin var Guðrún Ámadótt- ir sem stjórnaði sængurkvenna- gangi á miðgangi deildarinnar. Hún var ráðin hjúkrunardeildarstjóri þar frá 1. október 1948 þar til 31. des- ember 1975 er hún lét af störfum að eigin ósk. Hún átti við sjúkdóm að stríða og var fremur heilsulítil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.