Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 A HVAÐABARMÐ Morgunblaðið/Sverrir eftir Pál Lúðvík Einarsson NAFNIÐ ER eitt það fyrsta sem okkur er gefið á lífsleið- inni, na&iið er nánast óaf- máanlegur förunautur. Og að leiðarlokum skiljum við það eftir á legsteininum. Nafiiið er hluti af ímynd okkar. Málshátturinn segir flesta hafa fjórðung af nafiii. Og löggjafinn segir: „Hver mað- ur skal heita einu íslensku nafiii eða tveim.“ Þegar for- eldrar velja barni sínu nafii er oft horft til fjölskyldu- hefða, forfeðra og for- mæðra, gjarnan afa og ömmu. En þegar grannt er skoðað verður ljóst að nafiia- siðirnir eru næsta breytileg- ir. Þau lög sem nú gilda á íslandi um manna- nöfn voru settárið 1925 og þau eru af flestum talin úrelt. Sérstaklega hafa þær lagagreinar sem tak- marka eða banna notkun ætt- arnafna valdið úlfúð og ágrein- ingi. í haust var skipuð nefnd til að endurskoða nafnalögin og er formaður nefndarinnar dr. Guðrún Kvaran deildar- stjóri við jOrðabók Háskólans en auk hennar eru í nefndinni dr. Ármann Snævarr, Hall- grímur Snorrason hagstofu- stjóri og Svavar Sigmundsson dósent. Nú í janúarmánuði vildi formaður nefndarinnar ekki segja frá starfi eða tillög- um því fjallað væri um við- kvæm og vandmeðfarin mál. Óstaðfestar fregnir herma að stefnt verði að meira samræmi í nafnagjöfum og nefndin muni leggja til að gerður verði nafnalisti yfir góð og gild íslensk nöfn og úrskurðir um GUÐRÚN KVARAN MALFRÆÐINGUR TISIiA OG IIDAKAAOI GUÐRÚN KVARAN deildarsljóri hjá Orðabók Háskóla íslands er þjóðkunn fyrir rannsóknir sínar á nöfnum og nafhasiðum íslend- inga. Athuganir Guðrúnar benda til að á síðustu öldum hafi hug- myndaflug og frumleiki Islendinga í nafnagiftum aukist stórum. íslands nafiiafjöldi Guðrún Kvaran Morgunblaðið/Emilía Nafnafjöldi hefur aukist undan- farnar aldir. Fyrsta íslenska niannta- lið árið 1703, sem er reyndar eitt fyrsta heilstæða manntal í veröldinni á síðari tímum, getur um 387 karl- mannsnöfn og 338 kvenmannsnöfn. í manntali frá 1855 er getið um 530 karlmannsnöfn og konurnar skarta 529 nöfnum. Árið 1910 ber karlpen- ingurinn 1.071 nafn en þeirra betri helmingur 1.279. Og áfram fjölgar nöfnunum. Árið 1950 deiia synir þessa iands með sér 1.234 nöfnum og dæturnar bera 1.463 nöfn. Árið 1982 er svo komið að Adamssynimir ganga undir 1.994 nöfnum og Evu- dætur 2.538. Fyrrgreindar tölur eiga við fyrsta skírnarnafn. Ef millinöfn væru talin með yrðu þessar tölur eitthvað hærri. Sá siður að gefa hvítvoðungunum tvínefni, millinafn, virðist orðinn ríkjandi hefð. í manntalinu 1703 skörtuðu aðeins tveir íslendingar tvínefnum, þau systkinin Axel Frið- rik Jónsson og Sesselja Kristín Jóns- dóttir. Þau voru fædd í Danmörku og móðirin var Dani. Það var fyrir áhrif fyrrum sambandsþjóðar okkar að tvínefnum fjölgaði. Árið 1801 báru 43 konur tvínefni og 21 karl. 1855 hétu 5% kvenna tveimur nöfn- um og 3% karla. 1910 eru 22% karla kennd til tveggja nafna og um 26% kvenna. 1982 upplýsir þjóðskráin að 40% íslenskra karla og kvenna beri tvö nöfn og af nýlegum skýrslum má ráða að þijú af hveijum fimm skímarbörnum hljóta tvö nöfn. Það má einnig hafa til marks um aukna hugmyndaauðgi íslendinga í nafnagiftum að árið 1703 hétu 25,4% íslenskra karlmanna algeng- asta nafninu, Jón, 19,7% kvennanna hétu Guðrún. Árið 1982 hétu 4,81% íslenskra karlmanna Jón að fyrsta nafni, ef millinafn er meðtalið, hétu 5,42% íslenskra karla Jón. Sambæri- legar tölur fyrir Guðrúnu em 4,6% og 5,7% Ættjarðarást og bókmenntir Steingrímur hefur ekki haft áhrif í nafnagjöfum. Guðrún Kvaran telur að þrátt fyr- ir fjölskylduhefðir og nöfn ættingja og eldri kynslóða ráði miklu, sé ekki laust við að nafngiftir landsmanna endurspegli tíðarandann, jafnvel nálgist það að vera tískufyrirbrigði. Hún færir umtalsverð rök (eða nöfn) fyrir þeirri skoðun. Þjóðerniskennd og sjálfstæðis- barátta íslendinga hafði umtalsverð áhrif á nöfn landsins barna. Enginn Ingólfur fyrirfannst hérlendis 1703, einn 1801, tveir 1855, en 1910 stát- aði þjóðin af 166 Ingólfum og vom f lestir þeirra ungir menn, fæddir eft- Adolf, dvínandi vinsældir fimmta áratugnum. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.