Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 6
6' FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAlGURBl. JANÚAR IS'IO Þjóðhagslega hagkvæmt að byggja landið allt - segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastoftiunar VEGNA tapaðra útlána, samtals að fjárhæð 267 milljónir kr., sem Byggðastofiiun afskrifar í reikningum síðasta árs rýrnar eigið fé hennar á milli ára. Þá hefur hlutfall eigin fjár af heildareignum minnkað verulega undanfarin ár, er núna aðeins helmingur af því sem það var 1985 þegar Byggðastofhun var stofhuð, eða 15-16% í stað 33%. Guðmundur Malmquist forsljóri Byggðastofnunar segir að þetta sé bæði vegna tapaðra útlána og ekki síður vegna auk- inna umsvifa, sem því miður hafi öll þurft að fjármagna með erlend- um lánum. atvinnulíf á landsbyggðinni eins og hún getur og hefur efni á. Við höfum líka alltaf bent á mikilvægi samgangna. Við segjum jafnframt að um leið og samgöngumar batna stækka þjónustusvæðin og þá má haga opinberri þjónustu og upp- byggingu, til dæmis samgöngu- mannvirkja, með öðrum hætti en gert hefur verið. Við höfum til dæmis ekki efni á að' vera með stórskipahöfn í hveijum firði ef þeir hafa verið tengdir saman með jarðgöngum. Meðal annars þess vegna höfum við verið að ýta á eftir endurmati á byggðastefnunni og er nú verið að vinna að því. En við breytum ekki ýmsum stað- reyndum, til dæmis mati fólksins á þjónustunni og einhæfu atvinn- ulífi og fólkið ræður því sjálft hvar það býr.“ Við vinnum allt of mikið með lánsfé,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. „Hlið- stæðar stofnanir erlendis vinna yfirleitt úr beinum fjárframlögum frá ríkinu en ekki erlendum lánum. Þetta er áhættusamt og Ijóst eng- inn að árangur myndi nást ef aldr- ei væri tekin áhætta. En það mun segja til sín í starfseminni þegar svona mikið tapast." Guðmundur sagði að stærstu upphæðirnar sem nú væri verið að afskrifa væru vegna erfiðleika atvinnulífsins á Patreksfirði og vegna þess að kúfiskvinnslutil- raunin á Suðureyri misheppnaðist. Búferlaflutningar áfram „Hlutverk Byggðastofnunar er að stuðla að þjóðhagslega hag- kvæmri byggð í landinu. Síðan má deila um hvernig það er skil- greint. Við teljum að það sé þjóð- hagslega hagkvæmt að byggja landið allt. Það er svo annað mál að við myndum setja okkur eitt- hvað öðruvísi niður ef við værum að koma til landsins nú sem land- nemar, myndum til dæmis ekki byggja öll annes. En hver ætlar að taka að sér að segja að við hættum að hlúa að þessum stað en ekki öðrum? Fólksf lótti af landsbyggðinni er nokkuð umtalaður núna. Búast má við að búferlaflutningarnir haldi áfram og er fátt til ráða. Byggðastofnun reynir að styðja Fiskvinnslan úr landi „Atvinnumálin eru eilífðarmál hjá okkur. Sem betur fer er efna- hagsstefnan nú þannig að útflutn- ingsatvinnuvegirnir eiga að geta gengið og þar með fiskvinnslan sem er stóriðja landsbyggðarinnar. En við vinnum að fjölda annarra mála, ýmist einir eða í samvinnu við aðra. Við erum að vinna að áætlun fyrir Suðurfirði á Aust- fjörðum, könnum áhrif stóriðju á búsetu og atvinnulíf, tökum þátt í endurmati byggðastefnunnar, er- um að vinna með Vestfirðingum að sameiningu hafna með stofnun hafnasamlags og erum að byija að skoða með heimamönnum kosti og galla sameiningar Reyðarfjarð- ar og Eskifjarðar. Við erum með nokkur verkefni í landbúnaði, með- al annars við að meta mikilvægi sauðfjárræktar, og erum með sér- staka athugun á Norðausturlandi þar sem byggð fer mjög hrakandi. Við erum að byija á könnun á mismunandi aðstæðum til fisk- vinnslu á íslandi og í Evrópu og höfum hugsað okkur að iíta sér- staklega á Humbersvæðið í Bret- landi í því sambandi. Fiskvinnslan er í auknum mæli að flytjast úr landinu og við viljum reyna að gera samanburðarúttekt til að skýra af hveiju þetta gerist. Meðal ^nnarra verkefna get ég nefnt að Byggðastofnun er hluthafi í fjölda hlutafélaga og mun á næstunni fara aukinn tími- í að fylgjast með og ýta undir þessi fyrirtæki." Þriðjungur eigin fjár í tveimur fískeldis- fyrirtækjum Byggðastofnun var um áramót- in með einn milljarð í útlánum til fiskeldis, þar af 500 milljónir hjá tveimur fyrirtækjum, Mikialaxi í Fljótum og Silfurstjörnunni í Öxar- f irði. Nýlega ákvað stjórn stofnun- arinnar að lána þessum tveimur fyrirtækjum 85 milljóna króna rekstrarlán til að koma í veg fyrir stöðvun þeirra. Með þessari viðbót hefur Silfurstjarnan fengið 170 milljóna kr. lán hjá Byggðastofnun og Miklilax 415 milljónir kr. Eigið fé Byggðastofnunar var um 1,8 milljarðar kr. um áramót og eru útlán til þessarra tveggja fiskeld- isfyrirtækja því um þriðjungur af eigin fé hennar. — Getur Byggðastofnun ekki hætt að lána þessum fyrirtækjum Guðmundur Malmquist af því að hún hefur lánað þeim svo mikið? „Það er töluvert til í þessu. Við byijuðum á að lána fiskeldinu fyr- ir þremur árum með því að lána einni stórri seiðaeldisstöð, Mikla- laxi í Fljótum, og lögðum einnig fram hlutafé. Þetta átti að vera og er aukabúgrein Fljótamanna. Svo lokaðist markaður fyrir seiði. Þá var annað hvort að gefast upp og loka með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyir byggðina eða fara út í matfiskeldi. Þáverandi ríkis- stjórn beitti sér fyrir sérstöku átaki í uppbyggingu matfiskeldis með erlendri lánsfjárútvegun og tók Byggðastofnun að sér að deila hluta af því fé út til fiskeldisfyrir- tækja á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Tvær stærstu stöðvarnar eru Miklilax og Silfur- stjaman. Þessar stöðvar hafa ekki fullnægjandi afurðalánaviðskipti og hefðu getað komist í greiðslu- þrot og í framhaldi af því orðið gjaldþrota ef við hefðum ekki kom- ið til skjalanna. Því er ekki að leyna að við höfum miklar áhyggjur af þessum fyrirtækjum, sérstaklega Miklalaxi. En þetta er neyðarlán- veiting, vonandi til bráðabirgða, þar til stjórnvöld láta verða af því að koma upp viðunandi afurðal- ánakerfi fyrir fiskeldið,“ sagði Guðmundur. Laxveiðibátarnir líklega teknir við löndun aflans Þriðji báturinn, skráður í Póllandi, á leið á miðin BÁTARNIR, sem taldir eru vera að ólöglegum laxveiðum utan land- helgi íslands, verða að öllum líkindum ekki færðir til hafhar, heldur verður fylgzt með því þegar þeir fara inn til löndunar og þeir þá gripn- ir. Tvö síðastliðin ár hefiir þetta gerzt og voru viðkomandi bátar tekn- ir við löndun í Hollandi og Bélgíu og útgerðir þeirra sektaðar. Skrán- ing þessara báta er nokkuð óviss, en vitað er að þeir voru báðir í eigu útgerða á Borgundarhólmi í Danmörku og skráðir þar. Líkast til eru þeir skráðir í Panama. Þriðji báturinn kom inn til Þórshafnar í Færeyj- um í gær vegna slæms veður og vélarbilunar. Hann er búinn til lax- veiða og er á leið á miðin. Hann ætlaði að halda áíram í gær, ef veður leyfði, en yfirvöld þar töldu sig ekki hafa heimild til að stöðva hann. Mikið illviðri var á slóðum bát- anna í gær og hvorki fært að þeim á legi né í lofti. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort eitthvað verður hafzt að af hálfu stjómvalda, en þau hafa tilkynnt yfirmanni dönsku landhelgisgæzl- unnar í Færeyjum um veiðar bá- tanna. Hjá lögreglunni í Þórshöfn fengust þær upplýsingar, að þriðji báturinn, Minna, hefði á föstudag leitað vars á höfninni með bilaða vél. Þetta hefði verið danskur bátur þar til í desember, en þá hefði hann verið skráður í Gdynia í Póllandi. Um borð væru tveir Danir og þrír Pólveijar og allur búnaður til lax- veiða, meðal annars 200 kassar af brislingi til að nota í beitu. Áhöfnin gerði heldur ekkert til þess að leyna fyrirætlunum sínum og teldi sig í fullum rétti. Pólland er hvorki aðili að samkomulagi þjóðanna við Norð- ur-Atlantshafið né EB, sem bannar allar veiðar á laxi innan lögsögu sinnar, siglingu með hann innan hennar, löndun og sérhveija með- höndlun þessa fisks. Svo vill til að af Norðurlöndunum er aðeins Dan- mörk aðili að EB og því telur útgerð bátsins sig geta veitt laxinn utan allrar lögsögu og komizt með hann til Póllands án þess að koma nokkru sinni inn í lögsögu EB-ríkja. Lögregl- an í Þórshöfn vinnur að skýrslugerð um þetta mál, sem síðan verður send Landstýrinu, sem tekur ákvörðum um framhaldið. í skipaskrá Lloyds 1988 til 1989 eru bæði skipin, Brodal og Sea Gull skráð á Borgundarhólmi, en þau eru ekki lengur á skrá hjá dönsku Sigl- ingamálastofnuninni. Brodal er hjá Lloyds skráður fiskiskip með síðutog, byggt 1962 og 133 brúttótonn að stærð. Eigandi er skráður K. B. Jens- en. Á heimili hans fengust þær upp- lýsingar að hann væri að veiðum við Grænland, og báturinn Brodal væri ekki á vegum hans lengur. Hann hefði verið seldur en ekki væri vitað hver kaupandinn væri. Sea Gull I er skráður sem fiskiskip með síðutog, byggt 1966 og 148 brúttótonn. Eig- andi er skráður Sea Ocean Trading Corp. við Skolevej í Gudhjem á Borg- undarhólmi. Ekkert fyrirtæki með þessu nafni eða á þessu heimilisfangi er skráð með síraa. Á skrifstofu sjó- mannafélagsins á Borgundarhólmi var ekki vitað hveijir þessir bátar væru. Reynt var að ná sambandi við bátana gegn um Nesradíó, en þeir svöruðu ekki kalli. Líkleg skýring alls þessa er sú, að bátarnir hafi verið skráðir í Panama til að geta stundað laxveiðar á þessum slóðum. í gildi er sam- komulag allra þjóðanna við Norður- Atlantshafið að skip frá þeim stundi ekki laxveiðar utan lögsögu sinnar. Því hafi útgerðirnar talið sig öðlast leyfi til veiðanna með því að skrá bátana í landi, sem ekki er aðili að AHöfn í Hornafirði eru þrír eða fjórir bátar byrjaðir að sögn Jóns Gunnars Gunnarssonar frétta- ritara Morgunblaðsins. Afli hefur ekki verið mikill og á fimmtudag var fólk sent heim úr frystihúsunum. Örlítið hefur borist af síld og togari hefur landað einu sinni frá áramót- um. Veður hefur verið sæmilegt, en ekki góð sjótíð. Jón Gunnar sagði að fáir bátar færu á línu og menn færu ekki á net fyrr en seinna í mánuðinum. í Vestmannaeyjum fer vertíðin rólega af stað. Grímur Gíslason fréttaritari sagði að tveir netabátar, Styrmir og Valdimar, væru byijaðir samkomulaginu. Þeim hafi því ekki verið kunnugt um, á hve afdráttar- lausan hátt hafréttarsáttmálinn sker úr um það, að laxveiðar utan lögsögu eru bannaðar. Samtök þau, sem hyggjast kaupa laxakvóta Færeyinga í sjó, fylgjast grannt með gangi mála. Orri Vigfús- son, einn forystumanna þeirra, segir að þeir séu með nöfn 8 báta, sem veiðar sem þessar hafi stundað. Þar af hafi 5 farið frá Danmörku í jan- úar. Samtökin íhugi nú að fara form- lega fram á það við ríkisstjómir Pa- nama og Póllands, að þær staðfesti bann við laxveiðum á þessum slóðum. á veiðum. Styrmir var með fimm tonn á miðvikudag og á fimmtudag var tregur afli hjá Valdimar. Troll- bátarnir eru flestir byijaðir og togar- arnir eru að komast í gang. Einhver vinna er í landi, aðallega dagvinna. Jón H. Sigurmundsson fréttaritari í Þorlákshöfn sagði að frá áramótum hefði verið ótíð, en afli hafi verið sæmilegur þegar hægt hefur verið að róa. Búið er að selja eitthvað af bátum úr plássinu og þar hefur at- vinnuleysi verið mikið. Margir bátar fara á snurvoð en fáir eru byijaðir. Lítið hefur verið unnið í frystihúsun- um og hefur aflinn aðallega farið á markað eða verið seldur erlendis. Reiðskólinn hf. vill taka Reiðhöllina áleigu NÝSTOFNAÐ hlutafélag, Reið- skólinn hf., hefur farið þess á leit við eigendur Reiðhallarinn- ar í Víðidal að það fái hana Ieigða. Verður málið væntan- lega tekið fyrir á fundi Stofiil- ánadeildar landbúnaðarins á mánudaginn. Hlutafélagið Reiðskólinn hf. var stofnað fyrir skömmu af Landsambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda, Hesta- íþróttasambandi íslands, Félagi tamningamanna og hestamanna- félögum á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Kára Arnórssonar for- manns Landsambands hesta- mannafélaga er tilgangur félags- ins að reka reiðskóla, sérstaklega fyrir þá nemendur grunnskólanna sem hafa hestamennsku sem val- grein. Auk þess hefur félagið í hyggju að bjóða upp á almenn reiðnám- skeið og hestasýningar fái það Reiðhöllina leigða. Kári sagði að nú væri unnið að því að setja á stofn vinnuhóp með fulltrúum frá landbúnaðarráðu- neytinu, menntamálaráðuneytinu, Landsambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Hestaí- þróttasambandi íslands. Verkefni vinnuhópsins verður að fjalla um framtíð Reiðhallarinnar og hvern- ig hugsanlega væri hægt að nýta hana í þágii hestamennskunnar. Strandasýsla: Ófært á öll- um veg-um Laugarhóli, Bjarnarfírði. VONSKUVEÐUR gekk yfir Strandasýslu síðastliðinn fóstu- daginn. Samkvæmt símsvara Vegargerðar rikisins var ófært á öllum vegum sýslunnar og þar sagt að ekki yrði reynt að moka fyrr en veður lægði. Skóli á Hólmavík var lokaður vegna veðurs, sama .var um aðra skóla sýslunnar að segja, nema þar sem börn vorií í heimavist. Þá var rafmagn óstöðugt og var rafmagnslaust í tvo tíma um morg- uninn, svo hús sem rafhitun hafa náðu að kólna. Aðeins þrír bæir í Bjarnarfirði hafa hitaveitu og hélst hiti þar í góðu lagi. Afli er rýr hjá Grindavíkurbátum og hafa þeir ekki farið nema tvo til þijá róðra að sögn Frímanns Ólafs- sonar fréttaritara. Þar hefur viðrað illa. Fimm bátar eru á netaveiðum og eiga fleiri eftir að bætast við. Annars staðar á Suðurnesjum hafa bátar farið í fleiri róðra en þar hefur afli einnig verið rýr. Helgi Kristjánsson í Ólafsvík sagði að allt væri komið í gang og nokkrir bátar byijaðir á línuveiðum. Afli hefur verið sæmilegur hjá þeim. Menn eru aðeins byijaðir að leggja net og var afli þokkalegur til að byija með, en hefur tregðast aftur. Helgi sagði að öll vinnsla væri kom- - in í gang og menn bjartsýnir. Þeir gætu alltaf þegið meiri afla, en veð- ur hefur verið sæmilegt og af li skap- legur. S.H.Þ. Yertíðin fer rólega af stað VERTÍÐ fer rólega af stað víðast hvar og afli hefur verið heldur treg- ur. Morgunblaðið leitaði upplýsinga um vertíðina hjá frédaritui um á Höfn, í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Grindavík og Ólafsvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.