Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 13
MÖRGUNBÍAblÐ Í'uMÖDACÍIJR 2Í! 3'AnUÁR íéö'ó £3 Ómar? Árið 1910 fyrirfannst eng- inn íslenskur Ómar. 1982 var elsti þálifandi einstaklingur með þetta nafn fæddur á þriðja áratugnum. Næsta ártug fjölgaði þeim í 21. Eft- ir 1940 má segja að vegur Ómars fari vaxandi; 1950 eru þeir 139, 1960 242 og 1970 412, árið 1982 töldust Ómarar vera 471 og árið 1988 571. í fljótu bragði er ekkert að sjá sem skýrir vinsældir nafnsins á fimmta áratugnum en það má velta því fyrir sér að síðari áratugi hafa vinsældir nafnsins verið nokkuð sam- stiga vaxandi vinsældum skemmti- kraftsins og síðar fjölmiðlamannsins Ómars Ragnarssonar. Vigdís? Því hefur heyrst fleygt að Vigdísum hafi fjölgað mjög síðasta áratuginn. Gögn Guðrúnar Kvaran sýna að svo er ekki. Árið 1988 báru 373 konur þetta nafn. Þar af var 51 skírður eða nefndur á árunum 1980-88. Á árunum 1970-79 hlutu 64 meyjar nafnið. Áhrif forsetakjörs- ins 1980 sýnast ekki umtalsverð. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hét önnur alþekkt baráttukona. Bríet markaði djúp spor í réttindabaráttu kvenna en síður í nafngiftum. Árið 1910 voru 7 íslenskar konur svo nefndar, 1950 voru þær 8. En 1980 töldust þær 20 og í fyrra 24. Þess má þó geta að hún og Knud Zimsen bæjar- verkfræðingur sáu til þess að Reykjavíkurbær eignaðist sinn fyrsta götuvaltara. Þetta tæki var nefnt Bríet Knútsdóttir. HÝ Í$LEI\8K NAFNALÖGí IIADIRBIMAGI PRE8TIM HEFIJR REYAST ERFITT AÐ FRAMFYLG JA NÍIGILDANDI LÖGLM FJÖLDIÍ8- LEA8KRA MAAAAAAFAA HEFLR ALKI8T HM ÞRJL ÞLSLAD OGÁTTAHLADR- LÐÁTÆPLM ÞREMLR ÖLDLM AAFAGIFTIR hAðartískl- SVEIFLLMEN JÖA OG GLÐRÍIA ENN VINSÆLLST óæskileg nöfn verði betur kynntir. Tillögur nefndarinnar munu væntanlega taka mið af jafnrétti kynjanna, m.a. í með- ferð ættarnafna og því hvort kennt er til föður eða móður. Líkur eru taldar á því að nefnd- in taki mið af lagafrumvarpi til nafnalaga frá árinu 1971 um stofnun sérstakrar nafna- nefndar. Tilfinningamál Þótt ættarnöfn séu deiluefni verður það einnig að segjast að framkvæmd núgildandi lagagreina sem kveða á um skírnarnöfn hefur ekki heldur reynst auðveld. „Ekki mega menn bera önnur nöfn en þau, sem rétt eru að lögum íslenskr- ar tungu. Prestar skulu hafa eftiríit með, að þessum ákvæð- um sé fylgt. Rísi ágreiningur um, sker heimspekideild Há- skólans úr . . . Stjórnarráðið gefur út skrá, eftir tillögum heimspekideildar Háskólans, yfir þau mannanöfn, er nú eru uppi, sem bönnuð skulu sam- kvæmt lögum þessum. Skrá þessi skal send öllum prestum landsins." Prestum þessa lands hefur reynst eftirlit með réttum nöfnum og röngum erfitt — og enn hafa þeir enga nafna- skrá fengið til leiðsagnar. Á kirkjuþingi 1986 sagði t.d. sr. Jón Einarsson að ósamræmis gæti hjá prestum: „Ræður þar oft smekkur hvers og eins, og svo hitt, hér er oft um tilfinn- ingamál að ræða sem eru vandmeðfarin og erfið úr- lausnar." Hér drepur sálusorg- arinn á það vandmál, að sam- þykki prestur ekki það nafn sem foreldrarnir hafa valið, eru viðbrögðin einatt þau, að leitað er til annars klerks í þeirri von að sá kynni að reyn- ast viðræðubetri. MORÐUR MERlilLEG PERSÓNA Mörður Árnason upplýsingafulltrúi. „HANN VAR slægur maður í skapferðum og illgjarn í ráð- um.“ Svo er Merði nokkrum Valgarðssyni lýst í perlu íslenskra bókmennta, Njálu. Efalítið er það fyrir frásagnir Njálu af þessum manni að eng- inn íslendingur hefur borið þetta nafn síðustu aldirnar. — Þangað til 1953; maður er nefiidur Mörður Árnason. Arni Björnsson þjóðháttafræð- ingur og Vilborg Harðardótt- ir blaðamaður vildu gefa frum- burði sínum fallegt nafn sem eng- inn annar bæri. Árni stakk upp á Merði og þótti Vilborgu nafnið hljómfagurt og áheyrilegt. En það voru ekki allir hrifnir: „Fjölskylda mín hét því að hún myndi aldrei kalla, „elsku litla barnið þessu nafni“.“ Kannski var það vegna þessarar andstöðu að: „Þótt við værum ekki sérlega trúuð ákváð- um við að fá blessun bæði guðs og manna; séra Jakob Jónsson skírði og fannst nafnið ágætt.“ Vilborg sagði að þeim Árna hefði verið ljóst að nafnið gæti valdið Merði einhveijum erfiðleikum og aðkasti og því gert honum grein fyrir nafninu: Það er líka talað um Mörð gígju í Njálu og þótti hann mannkostamaður. Mörður minn var líka harður að svara fyrir sig ef þess þurfti.“ Vilborg lét að lokum í ljós ánægju með þær upplýsingar að samkvæmt þjóðskrá á sonur hennar nú tvo nafna og frést hefur um lítinn snáða í vesturbænum'. Nú um stundir er Mörður Áma- son upplýsingafulltrúi fjármála- Ljósmynd/Sig. Guðmundsson Arni Björnsson og Vilborg Haröardóttir meÖ Merði. ráðherra, Mörður er einnig kunn- ur af skrifum sínum í Þjóðviljann. Aðspurður sagðist Mörður vera ánægður með sitt nafn og aldrei hafa óskað þess að heita t.d. Gunnar eða'Kári. „Óalgeng nöfn verða kannski sterkari hluti af persónuleika 'og sjálfsímynd en hjá þeim sem heita vanalegri nöfnum. Þetta nafn hefur alltaf verið óijúfanlegur þáttur í minni tilveru. Jú, ég vissi fljótt að nafnið var óvanalegt. En það voru fyrst og fremst þeir eldri sem þótti nafnið undarlegt. Ég man eftir eldra fólki sem krossaði sig og jesúsaði og vorkenndi mér óskaplega. Aftur á móti tóku jafnaldrarnir þessu eins Morgunblaoið/Bjarm Bríet Knútsdóttir götuvaltari. og hveiju öðru nafni, í það minnsta þangað til þau kynntust bókmenntaarfinum." — Telurðu að nafnið hafi örvað kynni þín og áhuga á bókmennta- arfinum? „Það held ég. Njála hefur alltaf heillað mig. Á tímabili íhugaði ég töluvert gerðir og persónuleika Marðar Valgarðssonar sem er merkileg persóna og einn af burð- arásunum í sögunni. Frá ákveðnu sjónarhomi er hægt að skilja veik- leika Marðar og bresti en Njálu- höfundi hefur í honum tekist að skapa heilstæða persónu. Mörður Valgarðsson hefur haft á mig þau óbeinu áhrif að að ég verð að taka honum fram í heiðarieika og sannsögli vegna þess að þótt nafn hans sé gott þá ætla ég ekki að erfa viðurnefni hans (Lyga-Mörð- ur).“ Bríet kvennalistakona. ir Alþingishátíðina 1874. Nöfn úr goðafræðinni, s.s. Baldur, Bragi, Þór, Freyja og Laufey, urðu og vin- sæl á sama tímabili. Nafnið Þór er e.t.v. besta dæmið um auknar vinsældir þjóðlegra goða- heita. Fyrir 1920 var nafnið óalgengt en 1982 voru á lífi 36 einstaklingar sem höfðu verið nefndir þessu nafni á þriðja áratugnum. Og 1982 taldist Þór vera fjórða algengasta karl- mannsnafn á íslandi, alls 4.111 karl- menn voru kenndir við þrumuguðinn. Þess verður þó að geta að einungis 328 einstaklingar hétu Þór að fyrsta nafni en aftur á móti 3.776 í því síðara og er það því nú algengasta millinafn á íslandi. Aftur á móti fóru að tíðkast erlend nöfn eins og Allan, Arthúr, Dan og Marvín, Alice, Annetta, Bessý með vaxandi enskum og amerískum áhrif- um — einkum eftir maímánuð 1940. Löngum hafa Islendingar talið sig þjóð hneigða til bóka. Niðurstöður Guðrúnar Kvaran renna stoðum und- ir þá fullyrðingu. Árið 1918 birti Stefán frá Hvítadal vögguvísuna al- kunnu: „Erla, góða, Erla ...“ Engin kona bar þetta nafn í manntalinu 1910 en á fjórða ártugnum voru Erlurnar 808 og trúlega hafa þær flestar fengið að heyra ljóðið í vögg- unni. Vinsældir þessa nafns dvínuðu nokkuð eftir 1940 en virðast hafa vaxið á síðari árum; árið 1982 voru Erlumar 1.601 en sex árum síðar töldust þær 1.797. Stjórnmál? Landsmenn virðast ekki nefna böm sín í miklum mæli eftir stjórn- málaleiðtogum. Samkvæmt skoðana- könnunum heitir einn vinsælasti stjómmálamaður níunda áratugarins Steingrímur. En árið 1982 vom Steingrímar 320 og sex árum síðar töldust þeir vera 321. Einn stjórnmálamaður virðist þó hafa haft nokkur áhrif á nafngiftir íslendinga. Árið 1988 hétu 58 ein- staklingar nafninu Adolf, þar af vom 8 fæddir á ámnum 1930-39, aftur á móti em einungis 4 nafnberar fædd- ir á næstu 10 árum þar á eftir. Adolf nær sér aftur á strik og á árunum 1950-59 hlutu 9 sveinar þetta nafn. Það er nokkur ástæða til að ætla að heldur vaxandi orðspor og frekar neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um sam- nefndan stjórnmálaleiðtoga í Þýska- landi ráði mestu um að ekki hlutu fleiri þetta nafn á fimmta áratugn- um. Ef einnig er litið til þeirra sem em nefndir Adolf að millinafni er tæpast hægt að tala um neikvæð eða jákvæð áhrif frá foringa þjóð- emisjafnaðarmanna (nasista). Tvínefnið Gústaf Adolf sækir trúlega sinn styrk og upphaflega fyrirmynd til sænskra konunga og er sívinsælt; árið 1988 bám 20 íslendingar þessa nafnasamstæðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.