Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT INNLENT Nýr meiri- hluti í Stöð 2 Eignarhaldsfélag Vérslunarbank- ans seldi 100 milljón króna hlutafé í Stöð 2 sömu aðilum og keyptu 150 milljóna hiutafé í stöðinni í síðustu viku. Þessir aðilar ráða því 250 milljóna hlutafé af 505,5 millj- óna hlutafé og mynda þar með meirihluta í stjórn Stöðvar 2, fá 3 menn af 5 í stjórn fyrirtækisins. Tryggingamiðstöðin hf. hefur bæst í hóp hluthafa Stöðvar 2. Áfengisneysla jókst um 23% Áfengisneysla jókst hér á landi um 23% á-síðasta ári miðað við 1988. Tæpir sjö milljón lítrar seldust af bjór en samdráttur varð í sölu léttra og sterkra vína. Einnig varð sam- dráttur í sölu á tóbaki. Heildarsala ÁTVR nam á síðasta ári 6464 millj- ónum króna. Víðtæk leit að ungum Breta Víðtæk leit var gerð að ungum Breta sem lagði af stað fótgang- andi á Hvannadalshnúk á mánu- dag. 130-150 manns voru við leit- arstörf í þegar mest var og auk þess tvær þyrlur og sporhundar við leitina. Erfiðar aðstæður voru tii leitar er hún hófst á fimmtudag. Kristín hættir Kristín Sigurðardóttir, sem kosin var fulltrúi Samtaka um kvenna- lista í bankaráð Landsbankans, sagði á þriðjudag upp störfum hjá Kaupþingi hf. vegna gagnrýni sem fram hefur komið á kosningu henn- ar í ráðið. Þá sagði Davíð Björns- son af sér varamennsku í banka- ráði Seðlabanka íslands. ERLEIMT Stríðsástand milli sovét- lýðvelda Heita má, að tvö sovétlýðveld- anna, Azerbajdzhan og Armenía, eigi í styrjöld sn í milli en ríkin deila um yfirráðin yfir Nagorno- Karabak, sem er byggt Armenum en hefur tilheyrt Ázerbajdzhan. í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhans, hafa Armenar verið ofsóttir og margir tugir þeirra drepnir á grimmilegan hátt. Vel vopnaðar skæruliða- sveitir Az- era hafa komið sér fyrir í fjall- lendinu í Nagorno- Karabak en Armenar hafa sent á vettvang sjálfboða- liðssveitir til að verja íbúana. Sl. þriðjudag ákvað sovét- stjórnina að láta herinn skakka leikinn og var tilkynningin sú harðorðasta síðan í borgarastyrj- öldinni __ eftir byltingu bolsévika 1917. Á föstudag virtist stefna í uppgjör milli hersins og azerísku uppreisnarmannanna og í ræðu, sem Míkhaíl Gorbatsjov forseti flutti þann dag, sakaði hann óþjóðalýð og öfgafulla múslima um að bera ábyrgð á ástandinu. Kommúnistar úr banni Þjóðarráðið í Rúmeníu ákvað í vikunni að nema úr gildi bann við starfsemi kommúnistaflokksins en það hafði verið sett eftir að tugþúsundir manna efndu til mót- mæla á minningardegi um þá, sem féllu í byltingunni. Var einnig ákveðið að hætta við fyrirhugaða MORUUNBLADIÐ SUNNUIIAGUR 24; JANÚAR; 1990 ERLENT Leiðtogi Kommúnistaflokks Eistlands í Finnlandi: Vilja eigin utanríkisstefiiu Helsinki. Frá Lars Lundsten, íréttaritara Morgunblaðsins. Verkföll símsmiða og langferðabílstjóra Verkfall símsmiða lauk á föstudag og hafa 75 menn ákveðið að snúa aftur til starfa hjá Pósti og síma. Póstur og sími, samgöngu- og fjármálaráðuneyti hafa talið verk- fallið ólöglegt og að Félag íslenskra símamanna hafi samningsréttinn fyrir þeirra hönd. Þá lauk þriggja daga verkfalli bílstjóra í Bifreiða- stjórafélaginu Sleipni á miðnætti á miðvikudag. Til mikilla átaka kom á milli verkfallsmanna og ófélags- bundinna bílstjóra. Vinnuveitenda- samband íslands kærði verkfallsað- gerðimar til Rannsóknarlögreglu rikisins en rannsóknarlögreglu- stjóri hefur vísað málinu frá sér þar sem ekki hafi borist fullnægj- andi skýrsla vegna kærunnar. Mál Andra I enn óleyst Fiskveiðiráð Norður-Kyrrahafsins í Alaska hefur vísað frá beiðni full- trúa bandaríska utanríkisráðuneyt- isins um sérstakan þorskvinnsluk- vóta fyrir Andra I. Viðræður emb- ættismanna íslands og Banda- ríkjanna hafa enn ekki skilað ár- angri en þeim verður haldið áfram eftir helgina. Skipið hefur legið í höfninni í Anchorage frá því fyrir áramót. / þjóðaratkvæðagreiðslu um bann við starfsemi kommúnista og um það hvort dauðarefsing skyldi aft- ur upp tekin. Sagði Silviu Bruc- an, talsmaður ráðsins, að það væri ólýðræðislegt að banna ein- hvern f lokk auk þess sem Nicolae Ceausescu hefði gengið af kommúnistaflokknum dauðum á 24 ára valdaferli. Rauði herinn fari brott Stjómvöld í Tékkóslóvakíu, Ungveijalandi og Póllandi hafa krafist þess, að sovéskt herlið verði á brott frá ríkjunum á þessu ári helst og ekki síðar en á því næsta. Sagði talsmaður ung- verska utanríkisráðuneytisins, að engin rök, hvorki pólitísk né her- fræðileg, réttlættu vem erlends herliðs í landinu. Njósnastofnun hertekin Síðastliðinn þriðjudag réðust tugþúsundir Austur-Þjóðveija inn í aðalstöðvar öryggislögreglunn- ar, Stasi, brutu rúður og rifu skjöl í tætlur. Nokkru áður hafði verið skýrt frá því, að á annað hundrað þúsunda manna hefði haft þá atvinnu eina að njósna um samborg- ara sína. Fyrirætl- anir stjórn- valda um að endurreisa öryggislögregluna hafa vakið mikla reiði í Austur- Þýskalandi og virðast hafa aukið kröfuna um sameiningu þýsku ríkjanna. Ýmis samtök óbreyttra félaga í kommúnistaflokknum kröfðust þess á þriðjudag, að flokkurinn yrði lagður niður vegna þess, að hann væri orðinn ógnun við stöðugleika í landinu. LEIÐTOGI Kommúnistaflokks Eistlands, Vaino Valjas, er þessa dagana í Finnlandi. Heimsókn hans er ekki síst merkileg fyrir þær sakir að þetta er fyrsta til- raun Eistlendinga til að móta eig- in utanríkisstefnu frá því að Sovét- menn hernámu landið fyrir tæpri hálfri öld. Váljas heimsótti Finnland í októ- ber er hann var í fylgdarliði Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta en nú er hann á eigin vegum og segir beinum orðum að hann vilji rækta stjómmálasamband Finna og Eistlendinga en ekki Finna og Sovét- manna. í ræðu sem Valjas flutti á fundi Paasikivi-félagsins sagði hann að sjálfsstjórn Eistlendinga innan Sov- étríkjanna væri forsenda þess að lýð- veldið tæki upp milliliðalaust stjórn- málasamband við erlend ríki. Eðlilegt væri að Eistlendingar sneru sér fyrst til Finna því Finnar væru þeim ná- skyldir að tungu og menningu. Marg- ir telja að frumkvæði Eistlendinga nú stafi einkum af því að þeir geta horft á finnskar sjónvarpssendingar en finnskukunnátta er mjög almenn í Eistlandi. Fréttaritari spurði Váljas á blaða- mannafundi í Helsinki hvort hann gæti metið stöðu Eystrasaltsríkjanna þriggja eftir heimsókn Gorbatsjovs til Litháen fyrir skömmu. Taldi hann heimsóknina hafa skýrt stöðu Hermt er að frá því skæruliðar létu til skarar skríða gegn stjórn Doe fyrir þremur vikum haf i hundruð manna týnt lífi. Talið er að um 25.000 manns hafi flúið frá Líberíu vegna sóknar skæruliða. Nokkrir tugir skæruliða ruddust inn í tvö ríkjanna verulega og að umbóta- stefnunni yrði haldið áfram. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um áframhaldandi hersetu Sovétmanna. Váljas er náinn samstarfsmaður Gor- batsjovs og hefur Eistlendingum ver- ið tryggð efnahagsleg sjálfsstjórn frá byrjun þessa • árs fyrir milligöngu hans. þorp um síðustu helgi. Voru þeir vopnaðir hríðskotarifflum og íbúar flúðu inn í frumskóginn. Skæruliðar veittu þeim eftirför og skutu a.m.k. 70 þorpsbúa. Sfðan lögðu þeir eld að öllum húsum þorpanna. Austur-Evrópa: • • Orðugt að losna undan arfleifð kommúnismans FURÐU hefúr sætt hversu auðveldlega gekk að velta kommúnistastj órnum Austur-Evrópu úr sessi, en það kann hins vegar að reynast þrautin þyngri að losna við valdakerfið sem þær skildu eftir sig. Nýju leiðtogarnir sem tóku við eftir uppreisnir almennings í þessum lönd- um eiga í rauninni ekki nema um tvennt að velja í erfiðri stöðu: Að byggja framhaldið á valdakerfi sem hefur óorð á sér eða leysa það upp án þess að hafa nokkuð tiltækt í þess stað. Um alla Áustur-Evrópu sitja umbótasinnarnir nú inni á firnastórum skrifstofum for- vera sinna og brjóta heilann um hvernig unnt sé að losna undan arfleifð kommúnismans. Og þeir verða jafn- framt að spyija sig hveijum undirmanna sinna þeir geta treyst. Vestrænn fréttamaður spurði Jiri Dienstbier, utanríkisráð herra Tékkóslóvakíu og fyrrum andófsmann, nýlega að því hvers vegna hann hefði styttu af Lenín enn uppi á bókahillu í skrifstofu sinni. „Ég var ekki einu sinni búinn að taka eftir henni,“ svar- aði hann. Aðalvandamálið hjá Dienstbier og öðrum í sömu aðstöðu er „nom- enklaturan", valdastéttin sem kommúnistaf lokkarnir komu fyrir í öllum lykil- fólk varð að gangast undir ef það ætlaði sér starfsframa á einhveiju sviði. Þessi skýring hefur þó ekki nægt til að kveða niður raddir um að gamla yfirstéttin sé nú að seilast til yalda undir merkjum Þjóð- arráðsins. í Póllandi þar sem kommúnistum var fyrst ýtt til hliðar í Aust- Síðastliðinn mánudag gerðu ævareiðir íbúar Austur-Berlínar innrás í aðalstöðv- ar hinnar illræmdu öryggislögreglu, Stasi, og settu allt á annan endann. stöðum í stjóm- sýslunni og atvinnulífinu. Reynir hún að gera að engu viðleitni um- BAIiSVID eftir Hiltnar Þormódsson bótasinnanna eða snýst hún á sveif með nýjum húsbændum á þeim grundvelli að kommúnism- inn sé fyrir bí? Það á sennilega eftir að renna upp fyrir ráðherrun- um, hvor kosturinn sem fyrir valinu verður, að erfitt getur reynst að stjórna án þessa fólks, að minnsta koeti fyrst í stað. Rúmenía er skýrasta dæmið um þetta. Þar voru félagar kommún- istaflokksins 3,8 milljónir talsins, eða þriðji hver fullorðinn einstakl- ingur í landinu. í ungheijaliðinu voru fjórar milljónir til viðbótar. Hvergi í Austur-Evrópu var fall kommúnistaflokksins meira en í Rúmeníu. Samt skipa fyrrum félagar í f lokknum öll veigamestu embætti í landinu og margir af leiðtogum Þjóðarráðsins, sem nú heldur um stjórnvölinn, eru fyrr- um kommúnistar. Þeir segja að það hafi fyrir löngu verið búið að glata öllu hugsjónalegu innihaldi að vera í flokknum. Innganga í hann hafi aðeins verið orðin skyldukvöð sem ur-Evrópu hef- ur Samstaða nú ákveðið að snú- ast gegn gömlu valdastéttinni sem hún sakar um að standa I vegi fyrir umbót- um. „Uppbygging valdakerfisins hefur sáralítið breyst,“ segir Bronislaw Geremek, þingflokks- formaður Samstöðu, í gi-ein sem hann skrifaði í þessari viku. „Það verður ekki lengur undan því vikist að höggva á þann hnút.“ Öryggislögregla landanna er annar þáttur þeirrar arfleifðar sem nýju leiðtogarnir sitja uppi með. Það var öryggislögreglan sem ofsótti andófsmenn og njósn- aði um almenna borgara í fjóra áratugi í því skyni að uppræta hvers konar andspyrnu gegn stjórn kommúnista. Þetta sagði til sín í Austur- Berlín síðastliðinn mánudag. Þegar það fréttist að Hans Modrow forsætisráðherra ynni að endurreisn hinnar marghötuðu öryggislögreglu landsins, Stasi, hnykkti fólki við. Þúsundir manria sóttu mótmælafund fýrir framan höfuðstöðvamar, réðust síðan til inngöngu og settu allt á annan endann. Modrow lét í minni pok- ann og hætti við; að minnsta kosti í bili. En harðsóttast verður þó að losna undan 40 ára arfleifð kommúnismans í efnahagsmálum. Öll stunda Austur-Evrópu-ríkin óarðbæran þungaiðnað í stóram stíl, en mikill skortur er á neyslu- vörum og þjónustu. Flest búa þessi ríki við afkastalítinn sam- yrkjubúskap og nokkur þeirra eru að sligast undan erlendum skuld- um. Nýju leiðtogarnir eru yfirleitt fylgjandi fijálsu markaðskerfi, en vantar bæði einkafjármagn og stjórnunarþekkingu til að hefja uppbyggingarstarfið. „Við erum að vinna að því að koma á fót Iitlum einkafyrirtækjum, en telj- um að stór iðnfyrirtæki verði að vera áfram í eigu ríkisins,“ segir Ivan Kopernicky, varaformaður skipulagsnefndar tékkneska ríkis- ins. Þó að íbúum Austur-Evrópu finnist þeir eiga samleið með Vesturlandabúum á margan hátt eru þeir enn sem komið er háðir Sovétmönnum í efnahagslegu til- liti. Efnahagsbandalagið Comec- on, sem lýtur forystu Sovétríkj- anna, ákvað fyrr í þessum mánuði að þoka sér i áttina til markaðs- búskapar, en sú þróun hlýtur að taka sinn tíma. Uppreisn gegn forseta Líberíu: Jafna tvö þorp við jörðu Toulepleu, Fílabeinsströndinni. Reuter. SKÆRULIÐAR sem reyna að steypa sljórn Samuels Doe Líberíufor- seta hafa jafhað tvö þorp við jörðu og myrt fjölda óbreyttra á slóðum ættflokks Doe, að sögn fólks sem flúið hefúr til Fílabeinsstrandarinnar undan átökum í Líberíu. \ > i i í I H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.