Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 44
ip, TELF.X 2127, PÓSTFAX 681811, <LF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Byggðaverk vill byggja á svæði Rafha Byggðaverk í Hafiiarfirði hefur boðist til að kaupa öll föl hluta- bréf í Rafha. Boðið stendur út jan- úar og var kynnt hluthöfum Rafha á aðalfundi á lostudag. Oskar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Byggðaverks, segir fyrirtækið vilja kaupa fasteignir Rafha til niðurrifs og byggja íbúðir fyrir aldraða í samvinnu við Hafnar- fjarðarbæ. I tilboðinu felst að verslunarhús Rafha verði ekki rif- ið, heldur leigt út til fimm ára. Ingvi I. Ingason, fyrrum fram- kvæmdastjóri Rafha, hefur gert -Lilboð í' rekstur fyrirtækisins. Þar yrðu vörur fyrirtækisins seldar, en framleiðslu hefur verið hætt. Byggðaverk hefur í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ látið skipuleggja nýja byggð þar sem fasteignir Rafha standa nú. Oskar Valdimarsson segir ætlunina að byggja þarna um 100 íbúðir, Búst má við að hluthafafundur taki afstöðu til tilboðs Byggðaverks fyrir mánaðamót. Einstaklingar eiga 70% í Rafha en ríkið 30%. Nafnverð hlutabréfa er um 35 millj. Kratar vilja samstarf um framboð SAMEIGINLEGUR firndur Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík samþykkti í gær að heimila stjórn fulltrúaráðs flokksins að vinna að samkomulagi við Alþýðubandalag, Borgaraflokk, Birtingu og óháða kjósendur um sameiginlegt fram- boð til borgarstjórnarkosninga. *■ * Afundinum voru um 70 manns og greiddi þorri þeirra atkvæði með samþykktinni, en 5 voru á móti. í samþykktinni er gengið út frá því að opið prófkjör verði og að fram- boðslistinn verði samþykktur á fé- lagsfundi fulltrúaráðs Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. Nýnafiialög væntanleg Frumvarp að nýjum íslenskum nafnalögum er væntanlegt í næsta mánuði. Núgildandi Iög frá árinu 1925 hafa sætt gagn- rýni meðal annars á kirkjuþing- Ihaust var skipuð nefnd fjögurra manna til að endurskoða nafna- lögin. Formaður nefndarinnar er Guðrún Kvaran málfræðingur en aðrir nefndarmenn eru: Dr. Ár- mann Snævarr, Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri og Svav- ar Sigmundsson dósent. Mikil ./>-~4eynd hefur hvílt yfir starfi nefnd- arinnar en fregnir herma að í framtíðinni muni meira samræmi verða í nafngiftum íslendinga, gerður verði nafnalisti yfir góð og gild íslensk nöfn og almenningi betur kynnt hvaða nöfn eru talin óæskileg. Talið er að stofnun sér- stakrar nafnanefndar njóti nokk- ''TKirs fylgis innan nefndarinnar. Sjá grein á bls. 12-14 íblaðinu. Snædrottningar Morgunblaðið/ Rax VETUR konungur og þorri minna okkur alla jafna á það hve riorðarlega á jarðkringlunni við búum. Sú staðreynd fellur landsmönnum misvel. Þegar faratæki hinna fullorðnu sitja föst í sköflum og ruðn- ingum, þeim til mikils ama, dregur yngri kynslóðin fram hentugri farartæki og nýtur þess að veltast um í snjónum. Farartálmi fullorðna fólksins verður að þjóðbraut ungra snædrottninga. Erfðarannsóknir á brj óstakrabbameini TVÆR erfðatæknilegar rannsóknir fara nú firam hér á landi, annars vegar á bijóstakrabbameini og hins vegar á geðklofa. Hjá Krabba- meinsfélaginu stjórnar Dr. Jórunn Eyfjörð erfðafræðingur, rannsókn á brjóstakrabbameini, og á Geðdeild Borgarspítalans hafa þeir Hann- es Pétursson yfirlæknir Geðdeildarinnar, og Jón Brynjólfsson lækn- ir, unnið að rannsókn á geðklofa síðustu sex árin. R annsóknin á bijóstakrabba- meini er unnin í samvinnu við Rann- sóknarstofu Háskól- ans og hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hún er tvíþætt, í fyrsta lagi er leitiað að erfðabreyti- leika sem gæti valdið bijósta- krabbameini, og sýnum verið safn- að úr fjölskyldum þar sem btjósta- krabbamein er algengt. í öðru lagi er leitað að breytingum á kjarnasýr- um í krabbameinsæxlum. Þessi rannsókn er talin hafa mikla þýðingu fyrir konur í framtíð- inni, því sjúkdómsgreining gæti orðið nákvæmari og meðferð árang- ursríkari. Rannsóknin á geðklofa eða „schizophrenia", er unnin í sam- vinnu við breska lækna við Midd- lesex sjúkrahúsið og Lundúnahá- skóla, og birtu þeir Hannes og Jón niðurstöður sínar fyrir tveimur árum, þar sem fram kom að geð- klofi er arfgengur sjúkdómur. Sú rannsókn hefur vakið mikla athygli erlendis, og er enn í fullum gangi. Sjá nánar greinina „Með allt í genunum" á bls. Cl. Lítil nýting á hótelrými í Reykjavík Sumarið lítur vel út NÝTING á hótelrými á stærstu hótelum í Reykjavík virðist vera svipuð eða heldur lakari en var í fyrra um þetta leyti. Aftur á móti lítur vel út með sumarið og virðast hótelin vera svo til fiill- bókuð í júní, sem að venju er besti mánuðurinn. Verst er nýting hótelanna í des- ember og janúar ár hvert og er misjafnt eftir hótelum hvernig hún hefur verið að þessu sinni. Á Holiday Inn hefur nýtingin verið heldur skárri en í fyrra, og mjög svipuð á Hótel Sögu. Aftur á móti hefur orðið vart við samdrátt bæði á Hótel Loftleiðum og á Hótel Esju.! Samkvæmt upplýsingum frá hót- elunum eykst nýting á hótelrými jafnt og þétt frá janúarlokum og fram á vor og er mikið bókað frá og með mars/apríl og fram á haust. Þing Norðurlandaráðs verður haldið hér á landi í lok febrúar og eru öll hótelin fullbókuð á þeim tíma. Mest vaxta- lækkun hjá Búnaðarbanka VEXTIR af inn- og útlánum lækka frá og með deginum í dag, 21. janúar, hjá Landsbanka og Búnaðarbanka um 1-2% að jafh- aði. Islandsbanki og Samvinnu- banki lækka vexti af almennum skuldabréfum um 2%. Eftir lækk- unina verður munur á útláns- vöxtum milli banka orðinn óvenjulega mikill og svo virðist sem Búnaðarbankinn hafi tekið forystuna í lækkun vaxta. Þar verða t.d. vextir af■ yfirdráttar- lánum 27% samanborið við 33% hjá Islandsbanka og sparisjóðum. Landsbankinn lækkar vexti af víxlum úr 25,5% í 24%, vexti af yfir- dráttarlánum úr 30,5% í 29% og al- gengir vextir af skuldabréfum lækka úr 29,5% í 28%. Búnaðar- bankinn lækkar vexti af víxlum úr 24,5% í 22,5%, vexti af yfirdráttar- lánum úr 29% í 27% og algengir vextir af skuldabréfum Iækka úr 28,5% í 26,5%. Hjá íslandsbanka voru algengir vextir af skuldabréf- um 31,75% en verða 29,75% og hjá Samvinnubankanum er lækkunin úr 32% í 30%. Lítilsháttar hækkun verður aftur á móti á vöxtum yfir- dráttarlána hjá íslandsbanka, úr 32% í 33%, en á móti lækka grunn- vextir úr 16% í 15%. Hvað snertir vexti af innlánum verður lækkun á vöxtum sparisjóðs- bóka og sértékkareikninga hjá Landsbankanum úr 8% í 7% en Búnaðarbankinn lækkar sömu vexti úr 10% í 9%. Loks verður lækkun á nafnvöxtum Kjörbókar og Gull- bókar í 16% en verðtryggð kjör Gullbókar hækka úr 2,75% í 3%. Vextir af Metbók Búnaðarbankans lækka ennfremur úr 20% í 18%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.