Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 25
 ATVINNURAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Tölvusérfræðingar Einar J. Skúlason hf. auglýsir eftir deildarstjóra þjónustu- deildar, sérfræðingi í þjónustudeild og loks tölvunarfræð- ingi í hugbúnaðardeild. Verkefni þjónustudeildar eru á sviði tölvutækni og spanna vélbúnað, kerfishugbúnað og notendahugbúnað. Verkefni hugbúnaðardeildar eru fjöl- breytt og fela m. a. í sér störf við fjórðukynslóðarmál, gagnagrunna og netkerfi. Fengist er við kerfisforritun, notendaforritun og ráðgjöf. Hjúkrunarfræðingar Heilsuhæli N.L.F.í í Hveragerði óskar eftir hjúkrunar- fræðingi með faglegan metnað. Starfsreynsla og fram- haldsmenntun æskileg. Boðið er upp á heilsufæði og notalegt húsnæði á staðnum. Útgáfustarfsemi Öflug samtök með skrifstofur í Reykjavík auglýsa eftir útgáfu eða upplýsingafulltrúa. Starfsviðið er útgáfa fréttablaðs, gerð fréttatilkynninga, undirbúningur og framkvæmd blaðamannafunda, framkvæmd og úrvinnsla kannana, upplýsingaöflun og kynning. Óskað er eftir viðskiptafræðingi eða manni með aðra haldgóða sér- menntun á framangreindu starfsviði. Svíþjóð Byggingarfýrirtæki á Malmösvæðinu í Svíþjóð auglýsir eftir einum múrara og tveimur smiðum. Húsnæði er fyr- ir hendi, en upplýsingar veittar frá kl. 14-16 nk. þriðju- dag í þar til greindu símamúmeri eða telefaxnúmeri. ís- lendingur svarar. Dagvistarfólk Dagvist bama, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gef- andi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hluta- störf bæði fyrir og eftir hádegi. Deildarstjórar hjá SÍS Sambandið auglýsir eftir mönnum í stöðu deildarstjóra bifreiðadeildar, deildarstjóra búvéladeildar og deildar- stjóra þjónustu- og varahlutadeildar. Deildarstjórarnir annast daglega stjómun og rekstur viðkomandi deildar, gerð .rekstrar- og markaðsáætlana í samráði við fram- kvæmdastjóra og hafa eftirlit með og stuðla að góðri þjónustu við viðskiptavini. Skálavörður Skíðadeild Armanns auglýsir eftir skálaverði til starfa í skíðaskála félagsins í Bláfjöllum mánuðina febrúar til apríl nk. Vinnutími mánudag til föstudags. Meðferðarstörf Meðferðarheimili einhverfra óskar eftir að ráða þroska- þjálfa (deildarþroskaþjálfa) eða fóstrur. Einnig kemur til greina að ráða fólk með menntun á sviði uppeldis- eða sálarfræði eða með starfsreynslu á þessu sviði. Um er að ræða 90-100% störf í vaktavinnu (þó ekki næturvakt- ir). Ráðið verður í eina stöðu sem fyrst, einnig í febrúar og byijun marz. I ; smáauglýsíngar\ Sunnudagsferðir Ferðafélag íslands auglýsir ái-stíðarferð í Heiðmörk kl. 13.00. Um er að ræða gönguferð eða skíðagöngu eftir vali. Útivist auglýsir ferð á slóðir Bauka-Jóns, þar sem gengið er eftir gamalli þjóðleið frá Leirárlaug yfir í Öl- ver. Fróðir heimamenn verða með í förinni. Ferð með Akraborginni upp á Skaga kl. 12,30 frá Grófarbryggju. Frá tölvunámskeiði i Tölvuskóla íslands, þar sem mikill áhugi ríkti á náminu. Endurmenntun eldra fólks: Platón, Kjalnesinga- saga o g tölvunám Námskeið sem BHM, endurmenntunarnefiid HI og Tölvuskóli íslands bjóða upp á ÖLDUNGARÁÐ BHM og endurmenntun- arnefnd Háskóla íslands hafa ákveðið að bjóða á vormisseri tvö námskeið fyrir eldri félaga í Bandalagi háskólamanna. Fjallar annað námskeiðið um heimspeki Piatóns en á hinu verður farið í gegnum Kjalnes- ingasögu. Að sögn Margrétar S. Björns- dóttur endurmenntunarstjóra HÍ er hér um að ræða fyrirmynd frá Bandaríkjunum um fullorðinsfræðslu. Hugmyndaríkur eld- hugi, Marthy Knowlton kennari við háskól- ann í New-Hampshire, taldi nóg komið af því að meðhöndla fólk á efiri árum sem þroskahefta, sem gætu ekki eytt tíma sínum í neitt flóknara en bingó og fondur. Þijár meginreglur gilda um við: fangsefni námskeiðanna. í fyrsta lagi skulu þau ekki vera um efni sem tengjast því að eld- ast. í öðru lagi eru öll viðfangs- efni heimil, svo fremi að þau finn- ist í kennsluskrám skóla á háskóla- stigi og í þriðja lagi skulu kennar: ar helst vera háskólakennarar. í Bandaríkjun'um hefur sá háttur reyndar verið hafður á, að nám- skeiðin eru vikulöng og haldin í heimavistarskólum. Margrét segir að til að byrja með verði námskeið- in haldin einu sinni í viku, en ef áhugi verði fyrir hendi komi vel til greina að halda vikulöng nám- skeið, t.d. í Brekkuskógi eða í Munaðarnesi. Félagar eldri en 60 ára ganga fyrir, en námskeiðin eru opin öðr- um ef rými leyfir. Fyrra námskeið- ið verður haldið 6. feb. til 27. mars og fjallar um heimspeki Plat- óns. Leiðbeinandi verður Þorsteinn Hilmarsson MA. Auk þess að fjalla um heimspeki Platóns verður bók- in Síðustu dagar Sókratesar lesin og rædd og kynning verður á heimspeki Fom-Grikkja, en einnig má vænta þess að umræður skap- ist um efni sem flestum era hug- stæð. Námskeiðið verður á þriðju- dögum kl. 17-19 og kostar 3.800 kr. I apríl mun Jón Böðvarsson cand.mag. fara í gegnum Kjalnes- ingasögu á sams konar nám- skeiði. Verður sagan lesin og mun Jón flytja fyrirlestra, stjórna um- ræðum og loks fara með þátttak- endur í vettvangsferðir á slóðir sögunnar. Verða fyrirlestrarnir á þriðjudögum kl. 17-19, en vett- vangsferðir á laugardegi í lok námskeiðsins. Almenn námskeið Tölvunámskeið i samvinnu við Félag eldri borgara hjá Tölvuskóla íslands hefst 7. febrúar nk. og er opið öllu eldra fólki. Friðjón Sæ- mundsson hjá Tölvuskólanum sagði að fyrri námskeiðin hefðu verið vel sótt og greinilegur áhugi væri hjá þessum aldurshópi. Kennd væri ritvinnsla og þyrfti fólk ekki að hafa aðgang að tölvu utan skólatíma. Námskeiðið kostar 5.000 kr. og er kennt tvisvar í viku, 16 tíma alls. Auk þessara endurmenntunar- námskeiða gengst Félag eldri borgara fyrir ýmiss konar nám- skeiðum, s.s. skáldakynningu og hefst næsta kynning 30. janúar, þar sem Helgi Sæmundsson mun fjalla um Davíð Stefánsson. Og þá má nefna, að í gær var haldinn stofnfundur Leiklistarklúbbs Fé- lags eldri borgara. Stykkishólmur: Góður afli línubáta Stykkishólmi. BÁTAR fóru á sjó strax efltir ára- mót, bæði á skelfiskveiðar og eins á línu. Gæfltir hafa verið ágætar og hefir verið góður afli á línuna. Niðurlagningarverk- smiðja Bjargar hf. er í fullum gangi, fiskverkunin og skel- vinnslan. Nú er að miklu leyti búið að ganga frá höfninni til að taka á móti Baldri, sem seinkar af eðli- legum ástæðum. Þessi hafnargerð hefir tekist vel og nú hættar að heyrast þær raddir sem óttuðust að hér væri meira um skemmdir að ræða en hitt og þegar horft er yfir höfnina held ég að menn megi vera ánægðir og fagna. Vonandi að stjórnvöld standi við sitt bæði hvað viðkemur höfninni og íþrótta- höllinni. - Árni Þorlákshöfti: * Otryggt at- vinnuástand SAMKVÆMT upplýsingum sem fengust á skrifstofu Ölfushrepps eru nú 133 á atvinnuleysisskrá í Þorlákshöfn. Þar af eru 52 sem eru i vinnu hjá Meitlinum, en þeir fá vinnu strax og eithvað verður þar að gera. órður Ólafsson formaður verkalýðsfélagsins Boðans sagði að mikil óvissa væri í atvinnu- málum nú. Eitthvað hefði verið selt burt af bátum og kvóta og óvíst hvort því væri lokið og eins hvort eitthvað kemur í staðinn. Ástandið nú í byijun janúar er óvenju slæmt, en það má að nokkra kenna ótíð og slæmum gæftum. Einnig hafa staðið yfír breytingar , hjá Meitlinum, en nú er hins vegar allt að fara í fullan gang þar. Þórð- ur reiknaði með að .eitthvað minna yrði að gera hér á vertíðinni í vetur og kæmi það trúlega fram í því að hér yrði færra aðkomufólk og minni næturvinna. J.H.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.