Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 38
KONIIR Með besef- ann að vopni Eg las um daginn í grein um bókmenntir „að sú upp- götvun karlmannsins að hann geti notað kynfæri sin sem vopn til að vekja ótta verði að ’gmmmm—mmm teljast ein af merkustu upp- götvunum for- sögulegs tíma. Nauðgun hafi síðan gegnt þýðingarmiklu hlutverki til að kúga konur til hlýðni.“ Vitnað eftir Sigurð G. Tómosson er i erlenda bók um nauðgun og það notað sem inngangur að samanburðarbókmennta- fræði á verkum kvenna og karla. Ekki er þess getið hvar þessi uppgötvun er í röðinni ef litið er til annars sem talið er marka tímamót í sögu mannkynsins á frumskeiði þess. Er hún til dæmis frá því áður eða eftir að menn lærðu að hagnýta sér eldinn? ' Enn er haft eftir hinum er- lenda fræðimanni að: „Þegar karlmenn hafi uppgötvað að þeir gætu nauðgað byijuðu þeir að nauðga." Og „niðurstaða Brownmill- ers (en svo heitir hinn erlendi höfundur sem vitnað er í, innsk. sgt) er sú að nauðgun sé hvorki meira né minna en - >aðferð sem vísvitandi er notuð til að niðurlægja konur og gefi öllum körlum vald til að halda öllum konum í stöðugum ótta.“ En það læðast líka að manni efasemdir, þótt það sé auðvitað dirfska, þegar um virta út- lenda fræðimenn er að ræða. Þá hef ég í huga þau atvik þeg- ar þetta vopn, sem á að sögn að hafa verið undirstaða ógn- aijafnvægis í kynferðismálum um þúsundir ára, lafir, lúpu- legra en nokkurt tófuskott, eiganda sínum til sárrar raun- ar og armæðu. Við nefnum auðvitað engin nöfn. En sá her ^þætti víst varla vel vígur, sem í vopnabúnaði væri háður þeim ótrúlegu duttlungum sem þetta líffæri leyfir sér einatt að sýna vongóðum eigenda sínum á örlagastundu. Eins og fyrr segir eru þessar tilvitnanir notaðar sem inn- gangur að samanburði á verk- um tveggja íslenskra rithöf- unda, karls og konu. Bók- menntafræðingurinn kemst að þeirri niðurstöðu að karlin- um hafi „þrátt fyrir góðan ásetning, mistekist að setja sig j í spor konu sem er nauðgað og lýsa upplifun hennar“. Höf- undur varpar síðan fram þeirri spurningu hvort nokkur karl- maður geti það. Af eðlislægri blygðunarsemi leiði ég hjá mér að ræða það nánar. En þessi spurning er í beinu framhaldi af mikilli umræðu síðari ár um kynhneigð í ritverkum karla, beina og óbeina, dulda og ljósa. Og á endanum hlýtur sú spurning að vakna hvort karl- ar geti yfirleitt, vegna þessarar fötlunar sem þeim er ásköpuð og sést til að mynda ljóslega í sturtuböðum, lýst nokkru því sem hendir konur eða snertir líf þeirra. Og þá í því framhaldi hvort karlkyns rithöfundar eigi þá að vera fást við það sem þeir eru augljóslega svo ófærir um frá náttúrunnar hendi. Kannski ættu karlar að ein- beita sér að skrifum um kyn- bræður sína, veröld þeirra og áhugamál, en konur að skrifa um konur fyrir konur. Og þá er þessi blekberi hér víst greinilega á rangri hillu. . MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRETTUM sunnudagur 21. janúar 1990 KNATTSPYRNA íslendingur slær í gegn í bandarísku knattspymunni Vestur í Bandaríkjunum hefur það gerst í fyrsta skipti, að íslendingur hefur verið valinn í úrvalslið háskóla yfir gervöll Bandaríkin og er það ekkert lítil- ræði, því þótt Bandaríkjamenn hafi lengst af verið fremur lágt skrifaðir sem knattspyrnuþjóð, þá hafa háskólaliðin verið styrkt með úrvalsleikmönnum frá Evrópu. Umræddur íslendingur er Georg Rögnvaldsson, eða „Goggi“ eins og Kanarnir uppnefna hann eins og þeim einum er lagið. Goggi leik- ur með University of South Alab- ama, hann er miðhetji og marka- skorari mikill. Svo mikill, að hann var markhæsti leikmaður í há- skóladeildum Bandaríkjanna á síðasta ári. Roy Patton, norður írskur þjálfari USA-liðsins segir Gogga svo slyngan að hann gæti hæft húsflugu á þverslánni með skoti af 20 metra færi. Georg hefur verið hælt á hvert reipi og meðal annars var hann Goggi Rögnvaldsson. tilnefndur sem leikmaður ársins. í tengslum við það var það tíundað að hann hefði leitt lið sitt til 50 sigra í 60 leikjum, 7 jafntefli og aðeins þtjú töp á þremur keppn- istímabilum og allan tímann var hann markhæsti leikmaður liðsins og markhæstur yfirleitt síðasta árið. Þá hafði hann skorað 23 mörk í 17 leikjum og auk þess átt 11 sendingar sem gáfu mörk, en Bandaríkjamenn eru ólmir í alla staistík og telja slíkt með og kalla „assist“, eða aðstoð. Það þykir tiltökumál vestra hversu sterkur evrópskur keimur er af liði USA og þess getið í einni af mörgum úrklippum sem Morg- unblaðinu hefur borist, að hinn írski þjálfari hafa Ínnan vébanda sinna 19 leikmenn sem eru ýmist frá íslandi, Skotlandi eða írlandi. Auk Gogga eru nefndir Stefán Steinsen og Sigfús Kárason, sem báðir hafa leikið með liðinu og skorað töluvert af mörkum, eink- um Stefán sem var meðal mark- hæstu leikmanna háskóladeildar- innar með 11 mörk. Sagt er að Sigfús sé „lunkinn" og Stefán vinni eins og „vitfirringur" á vallarmiðj- unni. Bandaríkjamenn hafa aldrei verið í vandræðum með lýsingar- orðin. í einni úrklippu er Kristján Pálsson og nefndur. En mesta athygli hefur Goggi Rögnvalds vakið. í úrklippunum er vitnað í hina og þessa þjálfara og er það samdóma álit þeirra að það sé voðalegt að leika gegn liði með slíkan leikmann innanborðs. Þjálfari USA, Roy Patton segir um Georg: Goggi er jafnvigur marka- skorari á báða fætur. Ég hef sömu unun að þjálfa hann og að fylgjast með honum í leik. Jay Miller, þjálf- ari South Florida, segir Gogga hörkuleikmann, „menn raða ekki inn svona aragrúa marka fyrir til- viljun," segir hann, og David Hol- mes þjálfari Western Kentucky segir Gogga seigan leikmann, óeigingjaman og með ríka tilfinn- ingu fyrir staðsetningum. Hann sé frábær markaskorari og að sínu viti eins fullkominn leikmaður og hægt er að hugsa sér. Já, sól Gogga Rögnvalds skín skært og hátt á himni vestur í Bandaríkjun- um. Verður fróðlegt að sjá til hans ef hann kemur heim og tekur til við að leika í íslensku deildar- keppninni...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.