Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 19 Leka I: undirbýr uppreisn. „algerlega útrýmt“, þegar hann reyndi að stíga á land. Dularfull innrás Albönsk stjómvöld sögðu að inn- rásarliðið hefði verið undir stjórn „stigamannsins" Xhevdet Mustafa", sem þau sögðu að hefði farið frá Albaníu eftir valdatöku kommúnista, búið í Bandaríkjunum og á Ítalíu og starfað með albönskum útlögum. Hörð valdabarátta geisaði í Alb- aníu og nokkrir valdamenn voru settir af eftir „innrásina". Mehmet Shehu, annar valdamesti maður landsins, var nýlátinn og hafði ann- aðhvort svipt sig lífi eða fallið fyrir kúlu úr byssu Envers Hoxha. Júgóslavneska blaðið Start sagði að Xhevdet Mustafa hefði starfað fyrir albönsku stjórnina og leitt landa sína út í opinn dauðann. Að sögn blaðsins réð Mustafa albanska útlaga á Ítalíu og í Belgíu og Banda- ríkjunum í sína þjónustu. Hann sýndi þeim bréf frá Leka, þar sem „kon- ungurinn" kvaðst styðja tilraun til '• landgöngu í því skyni að efna til uppreisnar. Hinn 26. september 1982 sigldu 29 útlagar í fiskibáti frá Brindisi á Ítalíu til Albaníu og höfðu sex gúm- báta meðferðis. Mustafa fór í land á fyrsta bátnum ásamt sex mönnum. Þeir sem á eftir komu sáu ekkert til Mustafa og félaga hans, en 2.300 albanskir hermenn lágu í leyni. Al- bönsku útiagarnir féllu í bardaga, sem stóð frá kl. 3 um nóttina til 10 um morguninn og skothríðin heyrð- ist til Korfu. Þremur dögum síðar neitaði Leka því í yfirlýsingu að hann hefði borið ábyrgð á landgöngutilrauninni. Þó kvaðst hann hafa vitað að hún stæði til og sagði að menn úr strand- höggssveitum „Konunglega þjóð- frelsishersins" hefðu staðið fyrir henni. Um leið hyllti hann Xhevdet Mustafa og sagði að landgöngutil- raunin „yrði honum til ævarandi sóma“. Daginn eftir birti Leka aðra yfir- lýsingu, þar sem hann minntist ekki á Xhevdet Mustafa. Þá höfðu alb- anskir útlagar sannfært hann umað- „hinn raunverulegi Xhevdet Must- afa“ hefði látizt nokkrum árum áður og að maðurinn, sem stjórnaði land- göngutilrauninni, hefði líklega verið leynilegur erindreki albönsku leyni- þjónustunnar. Leka sagði í yfirlýs- ingunni að hann hefði verið mót- fallinn aðgerðinni, því að hann hefði ekki viljað senda mennina út í opinn dauðann. Sex banatilræði Á síðari árum hafa sex tilraunir verið gerðar til að ráða Leka I af dögum að hans sögn. Hann telur að Júgóslavar hafi skipulagt banatil- ræðin vegna þess að hann hefur krafizt þess að héraðið Kosovo verði sameinað Albaníu. Leka hefur farið á hveiju ári til Ástralíu, Norður- Ameríku og Evrópu til að skipu- leggja andspyrnu gegn stjórninni í Tirana. í þessum löndum búa 370.000 albanskir útlagar. Alb- anskir íbúar Kosovo eru 1,7 milljón- ir og tugir þúsunda búa í Tyrk- landi, en íbúar Albaníu eru tæpar þrjár milljónir, þar af 80% múha- meðstrúarmenn. í desember sagði Leka að hann hefði gefið starfsfólki sínu frí til að hvíla sig fyrir mikið annríki, sem væri í vændum. „Við ætlum að fara hægt í sakirnar, því að við viljum ekki blóðbað," sagði hann í nýárs- ávarpinu, þegar hann hvatti til upp- reisnarinnar. Nokkrum dögum síðar sagði hann: „Ef til vill er nauðsyn- legt að til átaka komi milli þjóðarinn- ar og hersins annars vegar og stuðn- ingsmanna stjórnarinnar hins vegar, þótt þeir séu fáliðaðir.“ Hann bætti við: „Albanska þjóðin gerir sér grein fyrir því að þegar breytingar verða hefst dagur reikningsskila. Margir þurfa að hefna harma sinna og ein- hvern verður að skipa í dómarasæti til að hafa eftirlit með ástandinu.“ Ríkisreknir fjölmiðlar Albaníu brugðust ókvæða við yfirlýsingum Leka I. Kommúnistamálgagnið Zeri i Popullit sagði í grein undir fyrir- sögninni „Enginn má hafa sósíalista- ríkið Albaníu að leiksoppi": „Útlag- arnir vilja koma syni Zogs konungs í hásætið . . . Vegna breytinganna í Austur-Evrópu halda hægriöflin og grískir kirkjuhöfðingjar að nú sé rétti tíminn til að skerast í leik- inn . . . Þeir vilja koma aftur á grimmilegum yfirráðum landeig- enda og kapítalista frá dögum Zog-stjórn- arinnar alls staðar í Albaníu . . .“ Mótmæli í Skútarí Breytingarnar annars staðar í Austur-Evrópu virðast lítil áhrif hafa haft í Albaníu. Ramiz Alia forseti hefur fordæmt þær og sagt að þær skipti Albana engu máli, því að þeir hafi fyrir löngu komið á nauðsynleg- um umbótum og „mannúðlegum sósíalisma" í anda Envers Hoxha. Hins vegar hefur ólgá ríkt í norð- urhéruðunum síðan hitna tók í kol- unum í Austur-Þýzkalandi og Búlg- aríu í nóvember. Mannfjöldi hefur farið út á götumar í Shkodúr og krafizt bættra lífskjara samkvæmt fréttum, sem hafa borizt þaðan — þótt stjórnin í Tirana kalli þær „ræt- inn uppspuna". Herinn og leynilög- reglan Sigurimi hafa látið til skarar skríða og margir munu hafa verið sendir í vinnubúðir. Ólgan magnaðist þegar Ramiz Alia strengdi þess heit í einu af daglegum útvarpsávörpum að „láta ekki undan byltingar-þrýstingi frá grannríkjunum". Hann fagnaði því hins vegar að Rúmenar hefðu „tekið stjórn eigin mála í sínar hendur". Albönsk blöð sögðu ítarlega frá ástandinu í Rúmeníu þrátt fyrir rit- skoðun og sjónvarpsáhorfendur í Albaníu fylgdust vel með gangi mála. Þar sem hinn pólitíski þrýstingur jókst var leyfð útgáfa skáldsögu, sem hefur að geyma hvassa gagn- rýni á Sigurimi. Bókin heitir Thikat — Hnífurinn — og er eftir fv. starfs- mann innanríkisráðuneytisins, Neshat Tozaj. Bókin seldist upp á örfáum dögum fyrir jól og Ismail Kaldare og fleiri menntamenn hrós- uðu henni. Kaldare fordæmdi mann- réttindabrot í umsögn sinni um bók- ina, en gaf i skyn að flokkúrinn mundi verja alþýðuna gegrt ódæðum Sigurimi. Áður hafði verið tilkynnt að fangelsi- hefðu verið tæmd, en ekkert var minnzt á náðun pólitískra fanga. Adil Carcani forsætisráðherra sagði rithöfundum og listamönnum að þeir þyrftu ekki að vera hræddir við að gagnrýna. Þar með bergmál- aði hann opnunarstefnuna glasnost og hann talaði einnig um persitjii eða perestrojku. Ramiz Alia forseti sagði hins veg- ar verkalýðsforingjum að Albanar mundu ekki sveigja inn á braut lýð- ræðis. En hann gagnrýndi þá sem stæðu í vegi fyrir umbótum og hvatti til að laun yrðu tengd fram- leiðni. Þar með boðaði hann nokkurs konar „markaðssósíalisma“, en í nýársávarpi sínu sagði hann að sú stefna, sem hefði verið fylgt hingað til, hefði reynzt landinu vel. Á þjóð- hátíðardegi Albaníu 11 dögum síðar var því lýst yfir að engin þörf væri á perestrojku og að fréttir um ókyrrð væru þvættingur. . Albanskir harðlínumenn sitja við sinn keip, en þrýstingurinn eykst í síðasta virki stalínismans. Ókyrrð í norðurhéruðunum: Skólabörn í Skútarí (fyrir neðan mynd af Hoxha á turninum). þjóðf lokksins í Burma og kallaði sig Wong prins. Rekinn frá Spáni Þegar flugskeyti var skotið á al- banska sendiráðið í París beindist grunur lögreglunnar að Leka. Engan sakaði í árásinni. Þegar síma- og telex-samband Albaníu var rofið bárust böndin einnig að honum, en hann neitaði öllum ásökunum. í janúar 1979 — þremur árum eftir dauða Francos — var ákveðið að vísa Leka frá Spáni, þar sem mikið vopnabúr hafði fundizt við húsleit í bústað hans. Hann fór til Gabon í Vestur-Afríku í flugvél, sem hann var neyddur til að taka á leigu, ásamt konu sinni, lífvörðum og þjón- ustuliði. Þegar stjórnin í Gabon neit- aði honum um dvalarleyfi hélt hann ferðinni áfram til Rhódesíu (Zimb- abwe). Þar dvaldist hann í boði vinar síns, Pieter van der Byl, utanríkisráðherra í stjórn hvíta minnihlutans. Það virt- ist staðfesta að Leka væri fulltrúi samtaka, sem seldu vopn til Rhód- esíu. Síðan f luttist hann ásamt konu sinni og fylgdarliði til Suður-Afríku og settist að í Randburg í útjaðri Jóhannesarborgar. Þar býr hann enn á velvörðu býli ásamt „drottning- unni“ og 10 ára syni þeirra, Leka „krónprinsi". Seinna sagði Leka að hann hefði orðið að leggja aðgerðir sínar í Alb- aníu á hilluna eftir brottvísunina frá Spáni. En í október 1982 lýsti hann því yfir að hann hefði staðið á bak við sérstæða landgöngutilraun í Alb- aníu. Þá hafði albanska innanríkis- ráðuneytið tilkynnt að „hópi alb- anskra glæpamanna" hefði verið Ramiz Alia: vill enga per- estrojku. Albanskar valkyrjur: ungar konur á hersýningu í Tirana. _________________—1:--------------— Missið ekki af athyglisverðum atburðum: sjónvarpstæki flutt heim til kaupanda í Tirana. en fáir tóku mark á honum. Hann sagði að skæruliðunum hefði verið „tiltölulega vel tekið“ og að enginn hefði verið tekinn til fanga. „Konungurinn" kvaðst hafa kom- ið á fót herþjálfunarbúðum, en vildi ekki segja hvar þær væru. Hann kallaði hreyfingu sína „Konunglega þjóðfrelsisherinn“ og kvað hana óháða öllum ríkisstjórnum. Hreyf- ingin mundi einbeita sér að því fyrst um sinn að dreifa áróðri og upplýs- ingum samkvæmt áætlun til fimm ára. Tito marskálkur, leiðtogi Júgó- slava, yrði líklega látinn að fimm árum liðnum og hætta á Balkan- styrjöld mundi þá blasa við. Því kvaðst Leka hafa komið á fót skæruliðasamtökum til að ná völd- unum í Albaníu. Upplausn mundi taka við í Júgóslavíu eftir daga Tit- os og Rússar mundu ýta undir hana. Albanía gæti orðið næsti skotspónn Rússa vegna legu landsins við Adría- haf. Þeir mundu reyna að gera gaml- an draum um aðgang að Miðjarðar- hafi að veruleika. í marz 1977 var Leka I hand- tekinn fyrir hergagnasmygl í Bang- kok. Talsvert magn vopna hafði fundizt í hótelherbergi og böndin borizt að honum. Hann sat sex daga í fangelsi og neitaði öllum sakargift- um. Um leið handtók lögreglan „hernaðarráðunaut" og lífvörð Leka, sem kvaðst vera höfðingi Shan-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.