Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 27 ÆmmtmtiKKm^uGLYsiNGAR SKÓGRÆ(<JARFÉLAG ££tJ REYKJAVIKUR FOSSVOGSBL£TTI ISIMI40313 Skógræktarfélag Reykjavíkur vill ráða fólk til sumarstarfa: 1. Flokksstjóra, ekki yngri en 20 ára, til að leiðbeina við gróðursetningu. Reynsla í verkstjórn og/eða ræktunarstörfum æski- leg. Ráðningartími 1. júní - 3. ágúst. 2. Verkafólk, 16 ára og eldra, til almennra garðyrkjustarfa. Ráðningartími frá maí- byrjun og fram í ágúst. Upplýsingar í síma 641770. Umsóknir skal útfylla á skrifstofu félagsins á Fossvogs- bletti 1 fyrir 15. mars. Skógræktarfélag Reykjavíkur. Skrifstofustarf Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofu- mann til almennra skrifstofustarfa. Laun samkvæmt launasamningi ríkisstarfsmanna. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. jan. nk., merktar: „Skrifstofustarf- 7614“. BORGARSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar í mars verða lausar stöður hjúkrunarfræð- inga á lyflækningadeild A-6. Á deildinni eru 30 rúm en henni er skipt í 2 einingar, 14 og 16 rúm. Þar fer fram hjúkrun sjúklinga með heila- og taugasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, meltingar- og innkirtlasjúkdóma o.fl. Vinnutími og vaktafyrirkomulag er sveigjan- legt. Skipulagður aðlögunartími er einstakl- ingsbundinn. Nánari upplýsingar veita Margrét Björns- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 656354 og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri starfsmannaþjónustu, í síma 696356, Sölustarf Fyrirtæki, sem selur vélar til iðnaðar og fisk- vinnslu, óskar eftir að ráða duglegan sölu- mann til starfa sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á sölu- og mark- aðsmálum, góða enskukunnáttu og hæfni til að vinna sjálfstætt og skipulega. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist á auglýsinga- deild Mbl. merktar: „M - 310“. Sjúkraþjálfarar athugið Erum að hefja sjúkraþjálfun. Óskum eftir að fá 1-2 reynda sjúkraþjálfara til að starfa við mjög góðar aðstæður. Listhafendur leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Sjúkraþjálfun - 7199“ fyrir 26. janúar. Blómaskreytingar og afgreiðslustarf Óskum eftir að ráða einn starfskraft í blóma- búð. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af afgreiðslustörfum og blómaskreytingum. Upplýsingar á staðnum Blómabúðin Dögg, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. FRJÁLS MARKAÐUR HF. Sölufólk (kvöldvinna) Vilt þú starfa hjá ört vaxandi útgáfufyrir- tæki. Við leitum eftir: Auglýsingasölufólki 1/2 eða allan daginn. Sölufólki til starfa á kvöldin og um helgar, upplagt fyrir skólafólk eða heimavinnandi fólk og þá sem vilja auka tekjur sínar. Afkastahvetjandi launakerfi (möguleiki á góðunh tekjum.) Aðeins duglegt og sjálfsagað fólk kemur til greina. Starfskraftur í móttöku Við leitum eftir starfsmanni í fast starf. a) Tölvu og vélritunarkunnátta skilyrði. b) Gott vald á íslensku og ensku. c) Snyrtimennska og þægileg framkoma áskilin. Aldur skiptir ekki máli. Umsóknir sendist skrifstofu okkar fyrir 26. janúar. Frjáls markaður hf., Skeifan 19, 3. hæð, 108 Reykjavík, sími 681720. Meðferðarheimili einhverfra, Sæbraut 2, Seltjarnarnesi Uppeldis- og meðferðarstörf Meðferðarheimili einhverfra óskar eftir að ráða þroskaþjálfa (deildarþroskaþjálfa) eða fóstrur; einnig kemur til greina að ráða fólk með menntun á sviði uppeldis- eða sálar- fræði eða með starfsreynslu á þessu sviði. Um er að ræða 90 - 100% störf í vaktavinnu (þó ekki næturvaktir). Ráðið verður í eina stöðu sem fyrst, einnig í febrúar og byrjun mars. Þeir sem hefðu hug á að sækja um afleys- ingastörf í sumar eru beðnir um að hafa samband í lok apríl. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður eða deildarstjóri í síma 611180 kl. 9.00 til 16.00 virka daga. Heilsuhæli N.L.F.Í. íHveragerði Hjúkrunarfræðingar Heilsuhæli, sem er í örri framþróun, þarf á að halda hjúkrunarfræðingi með faglegan metnað. Starfsreynsla og framhaldsmenntun æskileg. Heilsufæði og notalegt húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur Hrönn Jónsdóttir, hjúkrun- arforstjóri, í síma 98-30300 frá þriðjudegi til föstudags. Hjúkrunarfræðingar Dvalarheimilið Garðvangur í Garði óskar eft- ir hjúkrunarfræðingum á hjúkrunardeild til staría strax. Bjóðum upp á notalegan vinnu- stað með 43 vistmönnum. Allar vaktir í boði nema næturvaktir. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Guðrún B. Hauksdóttir, í síma 92-27151 frá kl. 8.00-16.00. „Au pair“ Þýskaland Um það bil 18 ára stúlka, vön hestum, óskast strax til þýskrar fjölskyldu í nágrenni Hannover í 10-12 mánuði. Helstu störf: Gæsla 2ja barna og störf tengd Polo-hestum. Mikið um ferða- lög. íslenskir hestar í nágrenninu. Ensku- eða þýskukunnátta áskilin. Bflpróf æskilegt. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 9049-5043-5312 milli kl. 20.00 og 22.00. Atvinna óskast Maður á miðjum aldri óskar eftir atvinnu. Margt kemurtil greina. Er vanurýmsum stjórn- unarstörfum. Eignaraðild kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. janúar merkt: „Atvinna - 1234“. Tækniteiknari 21 árs finnsk stúlka sem er búsett hér á landi og hefur lokið prófi í tækniteiknun frá Iðnskóla ísl. óskar eftir starfi á tækniteiknistofu í Rvk. Talar og skrifar finnsku, ensku og ísl. Tilboð merkt „FÍ - 234“ sendist augld. Mbl. Útgáfu-/ upplýsingafulltrúi Óskum að ráða útgáfu-/upplýsingafulltrúa til starfa hjá öflugum samtökum. Skrifstofur samtakanna eru í Reykjavík. Starfsvið: Útgáfa fréttablaðs. Gerð fréttatil- kynninga. Undirbúningur og framkvæmd blaðamannafunda. Framkvæmd og úrvinnsla kannana. Upplýsingaöflun og kynning. • Við leitum að: Viðskiptafræðingi eða manni með aðra haldgóða sérmenntun á framan- greindu starfssviði. Viðkomandi þarf að vera töluglöggur og nákvæmur. Góð og vönduð framsetning á töluðu og rituðu máli nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Fulltrúi 38“ fyrir 1. febrúar nk. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir ||| PAGV18T BARMA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277: VESTURBÆR Vesturborg Hagamel 55 s. 22438 HEIMAR Sunnuborg, Sólheimum 19, s. 36385. Kvistaborg Kvistalandi s. 30311

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.