Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1990 Lækningar og líkn eftir HERRA OLAF SKÚLASON Enn fjallar guðspjall sunnu- dagsins, þess þriðja eftir þrett- ánda, um opinberun Jesú. Nú eru leiddir fram fyrir hann einstakling- ar, sem þjást af margs konar sjúk- dómum og leita ásjár hjá honum. Og hann rétti út hönd sína og varð sá heill, sem sjúkdómar höfðu fyrr haldið í helgreipum. En ekki átti atburðurinn þó að verða til þess að fleiri löðuðust til fylgdar við hann, heldur skyldi líkþrái maðurinn einn njóta. Opinberun Jesú var fyrir þennan einstakling og til þess að bæta úr böli hans. (Sjá guðspjall dagsins í 8. kafla Matteusarguðspjalls.) Þegar slíkar frásagnir koma fyrir augu eða eyru fólks, má oft greina andvarp þess og byggt á vonbrigðum vegna þess, að einhver kær eða sjálfur sá sem andvarpar, getur ekki náð fundi Jesú til að þiggja lækningu af honum. Og svo sannarlega voru kraftaverkin líknarverk flest hver og unnin vegna samúðar Jesú og kærleika. En ekki hiutu heldur allir lækn- ingu, sem voru þjáðir á jarðvistar- dögum Jesú, aðeins örfáir þess mikla fjölda. Og geta því andvörp mannsins í dag vegna þess Jesú gengur ekki lengur um og líknar, átt samsvörun líka hjá samtíma- mönnum Jesú endur fyrir löngu, sem ekki náðu fundi hans, enda þótt þá daga gengi hann um kring og gjörði gott. En öðrum er illa við þá opin- berun, sem við rekjum til krafta- verka og segja, að með þeim sé verið að ijúfa lögmál, sem Guð hafi sett sköpun sinni í öndverðu og ætti sonur hans síst að standa að slíku. Það er því hollt fyrir okk- ur að huga að því, hver muni vilji Guðs. Vill hann sjúkdóma og þján- ingar, sorg og ótímabæran ást- vinamissi? Mun honum það nær skapi að ekkert raskist í einhverju kerfi, sem rakið er til sköpunar en að tár þorni og þjáning þverri? Væri Guði það ekki að skapi, að Jesús rétti út hönd sína og lækn- aði og líknaði? í árdaga leit Guð verk sín og kallaði þau haria góð. Hann vill enn hið góða. Það semi spillir er honum ekki að skapi. Guð vill heil- brigði en ekki sjúkdóma, hann vill líf en ekki dauða. Það sjáum við í gjöf sonarins, sem var fulltrúi hins fagra og veitti líf, en spillti því ekki. Hann líknaði en meiddi ekki. En af hveiju er heimurinn þá fullur af því, sem færir enga gleði og spillir því, sem ætti að vera heilt? Enginn mun þess umkominn að veita svar við þeirri spurningu, svo að algilt sé. Hitt vitum við undur vel og þurfum ekki annað en vísa til verka Jesú, að margt hlýtur að gerast í veröldinni, sem er ekki geðfellt skapara hennar. Hið illa gengur stöðugt á hólm við hið góða og fáir urðu á vegi Jesú til að hljóta líkn af þeim fundi. En nú hljóta margir lækningu án þess við rekjum til kraftaverka. Mér þykir fögur sagan um skurð- lækninn þekkta, sem aldrei hóf störf í skurðstofu án þess fyrst að beygja höfuð í bæn og ætlast til virðingar allra, sem nærstaddir voru vegna þessarar iðju. Og ég sé ekki hönd Guðs að verki aðeins í því, sem við getum ekki skýrt og rakið eftir leiðum, sem allir hljóta að viðurkenna. Eg sé hann veita lækninum lið og leggja þeim orð í munn, sem leitast við að færa huggun og styrk. Og það þykist ég hafa sannreynt, að tími kraftaverkanna er ekki liðinn. Jes- ús er enn að verki, enda þótt við sjáum hann ekki ganga frá einum bæ til annars Og á við brunn eða í báti vinar. Þannig talar Jesús tii okkar í guðspjalli dagsins og í hvert skipti, sem við tökum okkur bók hans í hönd til þess að kynnast honum betur og megnum fyrir kraft hug- ljómunar að greina hann enn að verki, enda þótt nú kjósi hann frek- ar en fyrr var þörf fyrir, að opin- bera vilja sinn í verkum þeirra, sem fúslega fylgja honum og líkja þar eftir,. sem hanrt hefur gefið for- dæmi. En hvers vegna allir þiggja ekki lækningu vitum við auðvitað ekki, en finnum hliðstæðu í því, að hið sama gilti á tímum Jesú. Og hljóta þó miklu fleiri líkn, heldur en við gerum okkur grein fyrir. Eða munu þeir margir, sem geta litið yfir líf sitt og staðhæft, að aldrei hafi þeir fundið til krafts, sem þeir gátu ekki rakið til annarrar upp- sprettu en þeirrar, að Guð hafi snert þá? Og eru þeir ekki fjöl- margir, sem í einlægni hljóta að verða að viðurkenna, að Jesús hafi gengið í veg fýrir þá og rétt út hönd sína þeim til líknar, rétt eins og hann gerði forðum? Og hlýtur þá ekki sú spurning að gerast áleit- in, hvort ekki muni líka einhver sök finnast hjá okkur sjálfum, þegar við kvörtum undan því, að Jesús hafi ekki numið staðar, þar sem við þörfnuðumst hjálpar. Jesús líknar enn og hann læknar enn, þótt ekki hljóti öll þau verk einkenni kraftaverka. Og hann ætlast til þess, að við göngum í veg fyrir hann eða þiggjum það, að hann staðnæmist hjá okkur og rétti út hönd sína í átt til okkar, svo að við tökum í hana okkur til styrktar, líknar og hjálpar. Hann er að verki og náð hans nægir okkur, af því þar greinum við Guð sjálfan, sem enn vill veröld sína góða og börn sín sinna því einu, sem fjöldann bætir. Þetta er opin- berunin, sem Jesús f lytur, rétt eins og þetta er opinberunin um Jesúm. VEÐURHORFUR I DAG, 21. JANUAR Snjókoma nyrðra YFIRLIT kl. 10:10 í GÆR: Milli íslands og Noregs er minnkandi 970 mb lægð á leið norðaustur, en um 500 km suðaustur af Hvarfi er 995 mb lægð á hægri hreyfingu norður. HORFUR á SUNNUDAG: A og SA 5-6 vindstig og snjókoma um norðanvert landið en sunnan átt og éljagangur sunnanlands. Hiti um frostmark suðaustanlands en 1 til 6 stiga hiti víðast annars staðar. HORFUR á MÁNUDAG: S- og SV átt og hiti nálægt frostmarki. Snjó- eða slydduél sunnan- og vestanlands, en þurrt á NA- landi. HORFUR á ÞRIÐJUDAG: V- og NV átt og kólnandi veður. É1 um norðan- og vestanvert landið, en úrkomulaust á suðausturlandi. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6:00 í aær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri -5 snjóél Glasgow 6 skúr Reykjavík -5 skýjað Hamborg 5 hálfskýjað Bergen 5 skúr London 4 skýjað Helsinki -3 snjókoma LosAngeles 11 léttskýjað Kaupmannah. 4 skýjað Lúxemborg 2 rigning Narssarssuaq -3 léttskýjað Madrid -3 léttskýjað Nuuk -12 heiðskírt Malaga 7 heiðskírt Osló 3 léttskýjað Mallorca 4 lágþokublettir Stokkhólmur 2 léttskýjað Montreal -10 léttskýjað Þórshöfn 4 haglél NewYork Orlando -1 21 léttskýjað skýjað Algarve 6 heiðskírt Amsterdam 6 skýjað Paris 4 rigning Barcelona 3' heiðskírt Róm -1 heiðskírt Chicago 1 alskýjað Vin 0 skýjað Feneyjar Frankfurt -2 4 þokumóða rigning Washington Winnipeg 4 -16 rigning alskýjað O A Norðan, 4 vindstig: Heiðskírt / / / / Rignlng V Skúrir [ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar 4 Léttskýjað * / * Slydda * Slydduél I vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig. / * / * V Halfskýjað / * / 10 Hitastig: Skýjað * * * * * * * «► * * * Snjókoma V Él 10 gráður á Celsíus Þoka m Alskýjað 5 5 5 Súld oo Mistur = Þokumóða Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 19. janúar til 25. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Breiðholts Apóteki Auk þess er Breiðholts Apótek opið til kl. 22 alla daga vaktvikunn- ar nema sunnudag. Læknastofur eru lokaðar laugardaga og helgidaga. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami simi. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Tannlæknafél. Símsvari 18888 gefur upplýsingar. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími fram- vegis á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkr- unarfræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og fimmtud. 11-12 s. 621414. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam- taka '78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíö 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó- tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga ogalmenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa Ármúla 5. Opin miðvikudaga og föstudaga 13.00-17.00. s. 82833. Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúkiinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21260. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Norðurlanda, Betlands og meginlands Evr- ópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15767, 15790, 13855 og 11418 kHz. kl. 18.55-19.30 á 15767, 13855, 11418, 9268, 7870 og 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum er bent á 15790, 11418 og 7870 kHz og á 15767 kHz kl. 14.10, 13855 kHz kl. 19.35 og 9268 kHz kl. 23.00. Kanada og Bandarikin: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 13855, 13830, 15767,og kHz. Kl. 19.35-20.10 á 15767, 15780 og 13855 kHz. 23.00-23.35 á 13855, 11418 og 9268 kHz. Hlustendur geta einnig oft nýtt sé sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55 og hlustendum í mið- og vesturríkjum Banda- ríkjanna og Kanada er bent á 15780, 13830 og 11418 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu- dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. kvennadeildin. kl. 19.30-20. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Landakotsspít- ali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19. Barna- deild : Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16-17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardög- um og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúk- runarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensás- deild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Kl. 14 til kl. 19. — Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flóka- deild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstað- aspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavik - sjúkrahúsið: Heimsókn- artími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíð- um: Kl. 15.00—16.00 og 19.00-19.30. Akureyri — sjúkra- húsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00- 8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. / SÖFN Landsbókasafn Islands: Aðal lestrarsalur opinn mánud. — föstudags kl. 9-19. Laugardaga kl. 9—12. Útlánssalur (vegna heimlána) mánud. — föstudags 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aðalsafni, s. 694326. Árnagarður: handritasýning Stofnunar Árna Magnússon- ar, þriðjud., fimmtud.- og laugardögum kl. 14-16. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi s. 671280. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafn Akureyrar: Opið sunnudaga kl. 13-15. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122 og 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. - fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsal- ur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Hof- svallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud. — föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. — Sýningarsajir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuveg. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Sýningin Islensk myndlist 1945-’89 stendur yfir. Safn Ásgríms Jónssonar: Opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.30-16.00. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er opið alla daga kl. 10-16. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn dag- lega kl. 11-17. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17 og á þriðjudagskvöldum kl. 20-22. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Aðra eftir samkomulagi. Heimasími safnvarðar 52656. Sjóminjasafn íslands: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000. Akureyri s. 96-21840. Siglufjörfiur 96-71777. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað í laug kl. 13.30-16.10. Opið í böð og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laug- ard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Varmárlaug i Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu- daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar- daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16. Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga —■ fimmtudaga. 7-9, 12-21. Föstudaga kl. 7-9 og 12-19. Laugardaga 8-10 og 13-18. Sunnudaga 9-12. Kvennatímar þriðjudaga og fimmtudaga 19.30-21. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-12. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20-21. Siminn er 41299. Sundlaug Hafnarfjarðar er opin mánud. — föstud. kl. 7-21. Laugard. frá kl. 8-16 og sunnud. frá kl. 9-11.30. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Simi 23260. Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30. Jm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.