Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1990 4^ ur óskalög. (Einnig útvarpað kl. 03.00 næstu nótt á nýrri vakt.) 20.30 Útvarp unga fólksins - Spurninga- keppni framhaldsskólanna. Lið Mennta- skólans á Egilsstöðum og Menntaskól- ans að Laugarvatni keppa. Spyrill er Steinunn Sigurðardóttir. Magdalena Schram og Sonja B. Jónsdóttir semja spurningarnar og skiptast á dómgæslu. Bjarni Felixson sémur íþróttaspurningar. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djáss og blús. (Úrvali útvarpað aðfara- nótt laugardags að loknum fréttum kl. 5.00.) 00.10 I háttinn. ' 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kf. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00,16.00,17.00,18.00,19.00,22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram ísland. (slenskir tónlistarmenn flytja dægurlög. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobs- dóttir spjallar við Hermann Gunnarsson sem velur eftirlaetislögin sin. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudegi á Rás 1.) 3.00 „Blitt og létt. . ." Endurtekinn sjó- mannaþáttur Gyðu Drafnar T ryggvadóttur frá liðnu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánu- dagsins. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endur- tekinn þátturfré deginumáðurá Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Lísa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur ftónlist. (Endurtekið úr- val frá miðvikudagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmiskóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.03-19.00 Útvarp Norður- land. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Sigursteinn Másson kíkir i blöðin. 9.00 Mánudagur á þorranum. Páll Þor- steinsson spjallar við hlustendur. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Uppskrift dagsins valin rétt fyrir 12. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Valdís Gunnarsdóttir. Getraunir, opin lína og tónlist. Afmæliskveðjur milli 13.30 og 14. 15.00 Ágúst Héðinsson og það nýjasta í tónlistinni. Farið yfir stöðu vinsældalista, brugðið á leik með hlustendum, boðið i keilu. 17.00 Afslappað síðdegi með Haraldi Gísla- syní. Flug, samgöngur og veður. Kvöld- fréttir kl. 18. 19.00 Snjólfur TeitssOn. 20.00 Ólafur Már Björnsson á kvöldvakt- inni. 22.00 Stjörnuspeki. Gunnlaugur Guð- mundsson og Pétur Steinn fara yfir stjörnumerkin. Stjörnumerki mánaðarins tekið fyrir, góður gestur kemur i heim- sókn. Oll merkin tekin fyrir, bréfum sem hafa borist þættinum svarað. 24.00 Freymóður T. Sigurðsson á nætur- vaktinni. Ath. Fréttir á klukkutímafresti frá 8-18. STJARNAN FM102 7.00 Snorri Sturluson. Tónlist, fréttir af fólki og málefnum. 10.00 Bjarni Haukur Þórsson. 13.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Meiri tónlist. 17.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir. 19.00 Richard Scobie. Rokk og rói á Stjörn- unni. 22.00 Kristófer Helgason. Seinni helmingur kvölddagskrár. Litur uppáhalds poppar- inn þinn inn og velur óskalögin? 1.00 Björn Sigurðsson og næturvaktin. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 7.00 Nýr dagur. Eiríkur Jónsson. Morgun- maður Aðalstöðvarinnar með fréttir, viðtöl og fróðleik í bland við tónlist. 9.00 Árdegi Aðalstöðvarinnar. Anna Björk Birgisdóttir. Ljúfir tónar í dagsins önn með fróðleiksmolum um færð veður og flug. 12.00 Hádegisútvarp Aðalstöðvarinnar. Dagbók dagsins. Umsjónarmenn Ásgeir Tómasson, Þorgeir Ástvaldsson og Eirík- ur Jónsson. Ljúfir tónar. Dagskrárgerð annast Margrét Hrafnsdóttir. 13.00 Lögin við vinnuna. Fróðleikur i bland við Ijúfa tóna og allt sem þú þarft að vita um i dagsins önn. Umsjón Þprgeir Ást- 'valdsson. 16.00 f dag i kvöld með Ásgeiri Tómas- syni. Fréttir og fréttatengt efni um mál- efni líðandi stundar. 18.00 Á rökstólum. Flest allt I mannlegu samfélagi látum við okkur varða. Flest allt er rætt um og það gerum við á röt stólum. Síminn er 626060. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson,- 19.00 Ljúfir ókynntirtónar i anda Aðalstöðv- arinnar. 22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda ráðnir i beinni útsendingu. Allt sem við- kemur tjraumum getur þú fræðst um á Aðalstöðinni. Síminn 626060. Stöð 2: Óvænt endalok 22 - Framh aldsmynda- 50 flokkurinn Óvænt endalok er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þegar hin auðugi óðalsbóndi George De- von finnst stunginn til bana fell- ur grunur á tvíburafrændur hans, Donald og David. Annar tvíburanna sást yfirgefá húsið rétt áður en hinn látni fannst og tvíburarnir eiga tilkall til arfs eftir hann. En vandamál Milt Singleton lögreglustjóra er að tvíburarnir eru svo líkir að enginn þekkir þá hvor frá öðrum og báðir hafa traustar fjarvistarsannanir. Sjónvarpið: Leðurtrföku- maðurinn ■■■■■ Unglingamyndin Leðurblökumaðurinn er á dagskrá sjón- 1Q 20 varps í kvöld. Með sanni má segja að kapparnir Hrói og Leðurblökumaðurinn séu búnir að slíta barnskónum, því þeir voru upp á sitt allra besta á sjöunda áratugnum og ýmsir þeir, sem nú eru orðnir virðulegir uppalendur, minnast sjálfsagt þeirra tíma er „Batman bubble gum“ var tuggið upp á kraft, í því skyni helst að safna myndasyrpum um Leðurblökumanninn er földust í hverjum pakka. Nú sýnir sjónvarpið rúmlega tuttugu ára gamla syrpu um ofurmen- nið og hans trygga förunaut. Þrátt fyrir aldurinn hefur þessi mynda- flokkur, sem bandaríska Twentieth Century Fox-fyrirtækið fram- leiddi á sínum tíma, gengið í sannkallaða endurnýjun lífdaganna, a.m.k. hjá frændum okkar Dönum þar sem Leðurblökumaðurinn var með allra vinsælasta sjónvarpsefni nýliðins árs. Arthúr Björgvin Bollason spjallar við Þórunni Valdemarsdóttur. Sjónvarpið: Litróf HHBB í kvöld hefur Arthúr Björgvin Bollason krossferð sína í qa 40 Þjóðleikhúsinu, sem enn stendur þrátt fýrir allt. Hann lítur 4—iV-f — inn á sýningu á Húsi Vernhörðu Ölbu eftir Garcia Lorca en snýr sér síðan að kvikmyndum og fjallar um starfsemi Kvikmynda- klúbbs íslands. Að svo búnu spjallar Arthúr við Þórunni Valdemars- dóttur rithöfund um nýútkomna bók hennar um þann fræga Snorra á Húsafelli. Einnig mun Sigfús Bjartmarsson flytja frumort ljóð. Þá kynnir Arthúr tvo upprennandi listamenn, hvorn á sínu sviði. Þar fer fyrstur ungur kvikmyndagerðarmaður, Óskar Jónasson, er gerði kikmyndina Sérsveitina Laugarásvegi 25. Valdir kafiap út myndinni verða sýndir. Að lokum mun efnilegur óperusöngvari, Ólaf- ur Árni Bjarnason syngja aríu. Gárur eflir Elínu Pálmadóttur Sælla er að kveina eftirá en fyrirfram Eg er að velta því fyrir mér hvort ég sé ekki búin að éta yfir mig af fréttum. Þær eru farn- ar að fara eitthvað öfugt ofan í mig. Fréttagleypirinn ríkur fyrir allar aldir til að ná í fjögur dag- blöð, lítur ýfir sídegisblaðið og er sífellt að flýta sér.til að ná fréttun- um í útvörpum og sjónvarpsrásun- um báðum. T.d. var ég alveg orðin miður mín af öllu þessu voðalega böli út af fiskinum okkar, lifi- brauði okkar, sem var orðinn svo takmarkaður. Kemur svo ekki bara í ljós — í frétt- um — eftir áramótin, að fiskútflutn- ingurinn hjá SH og SIS hefur vaxið stórlega og orðið mikil verðmæta- aukning, semsagt fisk- urinn okkar aldrei selst betur í útlönd- um en á har- magrátsárinu sem var að líða. Ósköp varð maður glaður! Nútíminn á íslandi hlýtur að móta nýjan málshátt f stíl við þann gamla góða um að setjast á steininn: „ Sælla er að kveina eftir á en fyrirfram" eða „Tvisvar grætur sá sem kvein- ar fyrirfram". Hann tekur á sig ólukkuna einu sinni of oft. Tvisvar sinnum ef tilefnið reynist rétt, þ.e. bæði fyrirfram og eftirá. En skelli ólukkan alls ekki yfir, hefur hann þó kveinað einu sinni að óþörfu. í öllu þessu harmafári í sundur- slitnum fréttum ruglast maður í ríminu. Ekki svo að skilja að ekki sé notalegt að þurrka af sér tárin og gleðjast yfir því að ósköpin reyndust ekki jafn yfirvofandi. Þessvegna er ég svo himinglöð um þessar mundir. Það er nefnilega komið í ljós að Þjóðleikhúsið er ekkert að hrynja. Fyrr á árinu lá þessi mikilvæga gamla menningar- bygging þjóðarinnar undir þvílíkum skemmdum af viðhaldsleysi að yrði að bregðast skjótt við — dugði ekki minna en að breyta lögum, svo að hægt yrði að klípa af vesæl- um bókhlöðuskattinum til að gera snarlega við Þjóðleikhúsbygging- una og Þjóðminjasafnið. Gáruhöf- undur tók undir hneykslunarkórinn eftir að hafa séð myndir af sprung- um og brotinni múrhúðun á veggj- um. Nú mætti engan tíma missa til að bjarga þessari sögulegu, merkilegu byggingu. Svo komu gleðifréttirnar. Það sem er nauð- synlegt eru ekki viðgerðir á steypu og múrhúðun, leku þaki eða öðru því sem við höfum lært að skemm- ir byggingar. Nei, eitt er nauðsyn- legt. Að breyta áhorfendasalnum — til þess að fá „gott leikhús“. Það voru þá eftir allt saman við áhorf- endurnir, sem setið höfum úti í þessum sal í áratugi, sem höfum valdið því að þarnaerekki„gott leik- hús“. Og ekki var einu sinni búið að segja okkur að gólfin væru úr tré, sem gæti brunnið. Höfum það ekki til afsökunar fyrir að eyði- leggja fyrir leikhúsinu. Brunakerf- ið er víst búið að vera bilað svo árum skiptir og brunavörður látinn duga. Ég held meira að segja að við áhorfendur höfum ekki verið búnir að uppgötva að þarna væri svona lélegt leikhús. Ekki ég að minnsta kosti. Ekki að furða þótt eitt sé nauð- synlegt, að breyta salnum í Þjóð- leikhúsinu fyrir 540 milljónir. Ann- að má bíða, illa farnir veggir, bak- sviðsbúnaðurinn gamli, aðbúnaður leikaranna o.s.frv. Enda er það ekki það eða þeir sem gera „gott leikhús". Það er salurinn. Skiljan- legt, þegar búið er að útskýra það fyrir manni hvað þarf til að fá gott leikhús: — Að fækka sætunum í salnum um 164, úr 659 í 495. — Að breyta gryfjunni og setja í hana lyftur. Burt séð frá óperu- flutningi með hljómsveit. Hann fellur heldur ekki undir „gott leik- hús“. - Að fjarlægja öll ódýr sæti og gera öll sætin dýr. Auralítið fólk með stórar fjölskyldur og sérvitr- ingar, sem kjósa að fara tvisvar sinnum á óperur og söngleiki á besta staðnum í húsinu á efri svöl- um fyrir sama verð, veita þá til leikhússins meira rekstrarfé — ef þeir eiga þá aura. Margir þeirra hafa hvort eð er verið óvitandi uffi þennan kost, þar sem leikhúsið hefur árum saman alltaf auglýst uppselt á sýningar með þau sæti laus og þeir sem kunnu á það get- að gengið fyrii’varalaust inn á „út- seldar sýningar". Enda hittir mað- ur þarna einkum áhugafólk um leiklist. Hvað varðar íslenskan al- menning líka um ódýr sæti, eins og eitthvert fólk í útlöndum sem kaupir fyrst ódýru sætin uppi í galleríum — svo íslenski ferðamað- urinn verður að kaupa rándýra miða. — Að breyta hljómburðinum með því að hækka gólfið um nærri metra, breikka salinn. — Að tryggja aðstæður fyrir „nútímauppfærslur" ársins 1990, sem ku vera með allt öðrum hætti en klassískar, sem þá væntanlega verða víkjandi. Við erum nútíma- fólk, íslendingar. Merkilegt hversu miklu mikil- vægari er áhorfendasalurinn til „að fá gott leikhús“ en leikararnir og tæknin á og bak við sviðið. Úr því ekki bráðliggur á áð gera við Þjóð- leikhúsið mætti kannski bara halda áfram með Þjóðarbókhlöðuna sígildu. Mér hefur alltaf þótt svo skynsamlegt svar flugfreyjunem- ans á prófi. Spurningin: Hvorri mundirðu hjálpa ef samtímis kæmi að flugvélinni kona með ungt barn á handleggjum og gömul hrum kona? Stúlkurnar völdu aðra hvora og færðu rök fyrir því. En þessi flugfreyja svaraði: Hjálpa annarri fyrst og svo hinni og vera f Ijót að því. En hún var heldur ekki nefnd. ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.