Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 32
88 Oe<M HAÚHAl JS HU0AQUM'/U3 nADi/m/iMiM QIQAJ8MU0H0M 82 " --------------------------------- ------- -MORGUNBLA-ÐIÐ- SUNNUBAGUR- 21: -JANUAR 1990 -. DRAUML'RINN RÆTnST Þrjátíu ár lióu áóur en Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir lét eftir sér aógefa útplötu eftir Árna Matthíasson DRAUMURINN UM að verða Éræg söngkona eða frægur söngvari blundar í mörgum, en fæstir láta þann draum rætast. Fyrir stuttu kom út geisladisk- ur i Danmörku með íslenskri söngkonu, Gunnlaugu Hönnu Ragnarsdóttur, sem gekk með söngkonudrauminn í þrjátíu ár áður en hann varð að veru- leika. Gunnlaug, sem kölluð er Gullí, fæddist 1949 á Akureyri, en foreldrar hennar voru Ragnar Sig- urðsson frá Syðrihól í Eyjafirði og Kristín Mikaelsdóttir, sem nú er látin. Tónlistaráhugi var mikill á heimilinu, móðir hennar lék á píanó og faðir hennar söng. „Allt- af þegar fjölskyldan kom saman var sungið og ég var í kór frá því ég var smástelpa og fór að dreyma um að verða söngkona." Gullí ólst upp á Akureyri og gekk þar í gagnfræðaskóla. 1969 fór hún á lýðháskóla í Noregi og vann þar stuttan tíma. „í Noregi kom ég mér strax í kór á staðnum og myndaði sönghóp með íslensk- um stúlkum sem voru í skólan- um.“ Hún kom heim til Akureyrar aftur 1970 og fór þá um haustið í húsmæðraskóla á ísafirði. Þar kom hún sér í kór á fyrsta degi, en í mars 1971 réðst hún sem þema á Gullfoss og var þar fram á haust. Á Gullfossi kynntist Gullí manni sínum tilvonandi, Gísla Guðjónssyni, sem þar var háseti. Hanp fór í Stýrimannaskólann um haustið, þau settust að í Reykjavík og Gullí fór að vinna, fyrst hjá Gefjun og síðar hjá Skipadeild SÍS. „Mér leiddist í Reykjavík, ég þoldi ekki rigninguna; hún fór svo í taugamar á mér að ég var við það að fara yfirum. Eg var vön því á Akureyri að á vetuma væri snjór og fallegt veður og svo væri sól á sumrin, en í Reykjavík var rigning allt árið.“ Fyrsta barnið fæddist í maí 1972 og Gísli lauk við skólann og réðst sem stýrimaður hjá Eimskip. Móðir Gísla er dönsk og hann hafði lengi langað að reyna fyrir sér í Danmörku. Veðrið í Reykjavík og kynni af Danmörku í siglingum á Gullfossrefldu með Gullí áhuga á að flytja út og haus- tið 1975 létu þau verða af því. „Við byijuðum í Óðinsvéum, en þar þekktum við engan. Gísli réð sig á skip og einum og hálfum mánuði eftir að við komum út fór hann á sjóinn og ég var ein eftir í tvo mánuði. Eg var þarna ein með fjögurra ára barn, símalaus, bíllaus og vinalaus og ég man hve ég var hrædd. í því hverfi sem við bjuggum var mikið af innflytj- endum og atvinnulausu fólki. í janúarlok kom skipið sem Gísli var stýrimaður á til Eng- lands og ég fór yfir með strákinn til að hitta hann. Svo fékk ég leyfi til að fara með í þriggja mánaða 45 dagar á sjó Þegar hann var eins og hálfs árs fór ég aftur með í þriggja mánaða siglingu, nú til S- Ameríku. Fyrstu dagamir voru erfiðir, ég gat ekki litið af strák- unum, en sá yngri var mest í leik- grind. Eftir því sem þeir vöndust við var þetta ekkert öðruvísi en að vera með þá heima. Þriðja langsiglingin sem ég fór með Gísla var 1980 og þá til Astr- alíu. Sú sigling tók sex mánuði og við fengum frí í skólanum fyr- ir eldri strákinn, en pabbi hans sá um að kenna hbnum á leiðinni til að hann myndi ekki dragast aftur úr. Við sigldum frá Svend- borg og í 45 daga án þess að koma í höfn. Við vorum á stóru gamaldags skipi, þar sem innrétt- ingarnar vom úr mahoní og lát- úni. Gísli var skipstjóri og íbúðin hans var stór með baði og stórri stofu og eldhúskrók og drengirnir höfðu hvor sitt herbergi. Það var sól og renniblíða alla leiðina og engum leiddist, en mér hefur reyndar aldrei leiðst á sjó. Við spiluðum mikið og horfðum á kvikmyndir og ég var með gítar- inn með og söng fyrir börnin. Við komum til Melbourne um áramótin og það var einkennileg Morgunblaðið/Þorkell Gullí með útgefandanum danska og Pétri Kristjáns- syni frá Skífiinni, en Skífan dreifir piötu Gullíar hér á landi. borgar hringdi ég í kór sem ég fann í símaskránni. Ur kafinu kom að það var karlakór, en sá sem varð fyrir svömm var svo al- mennilegur að hann gaf mér upp nafn á kvennakór sem ég gekk í og er enn í. Það var erfitt að syngja á dönsku og er enn, en það gengur. í framhaldi af kórstarfinu gekk ég í vísnafélag og byrjaði þar að syngja ein og leika á gítar. Ég fékk systur mína, sem bjó hjá okkur þá, til að syngja með mér og fór að semja lög, en það var líka búið að blunda í mér allt frá barnæsku. Andinn er allt annar í dag. Ég hefði aldrei getað farið til einhverra stráka og spurt þá hvort ég mætti syngja með þeim. Það er ekki fyrr erv ég er orðin þrítug sem ég fer að syngja ein þó mig hafi Iangað allt frá því ég var átta ára. Með tímanum fór ég að syngja með tveimur strákum og Olafur Laufdal bauð okkur heim til ís- Iands í viku fyrir nokkmm ámm til að syngja á Borginni og í Holly- wood. Það var mjög gaman. Hljóðverstímar í afinælisgjöf Lögin velta upp úr mér og eft- ir því sem ég samdi fleiri lög lang- aði mig meira og meira til að gefa út plötu. Ég tók þátt i dægur- lagakeppni í Rodkobing á Langa- landi og sendi inn tvö lög. Þau komust í úrslit og tíu efstu lögin voru gefin út á kassettu sem seld- ist í nokkur þúsund eintökum. Þegar ég varð fertug í vor ák- vað maðurinn minn að tími væri til kominn að ég léti drauminn rætast og í afmælisgjöf fékk ég bankalán til að ég gæti nú farið í hljóðver og tekið upp lög til að leggja fyrir útgefendur. Strákarn- ir voru líka harðir í að rekja á eftir mér og í vor lét ég verða af því. Ég leitaði mér síðan að útgef- Morgunblaðið/Sverrir anda með upptökurnar og allir sem ég talaði við vildu gefa þetta út, en einn bauð áberandi best, ótakmarkaðan tíma í hljóðveri og að gefa plötuna út á geisladisk. Platan kom síðan út seint í nóvem- ber og hefur selst mjög vel úti á þessum stutta tíma og verið spiluð í danska útvarpinu. Sjónvarpið í Svendborg hringdi í mig og gerði með mér klukkutíma þátt og sjón- varpið í Óðinsvéum hringdi líka og vildi fá mig í beina útsendingu. Utgefandinn hefur reynst mér mjög vel og hann bauð mér með- al annars til íslands til að kynna plötuna. Hann vill svo að ég geri aðra plötu á næsta ári, þannig að þetta er bara byijunin, þó seint sé af stað farið. Það er stórkostlegt að koma heim með plötu í farteskinu, geta sýnt hana og fengið viðurkenn- ingu fyrir það sem ég er að gera. Ég er orðin of gömul fyrir draum- inn um að slá í gegn og þarf ekki meira.“ siglingu til Afríku. Sem stýrimað- ur hafði Gísli mjög lítið herbergi með þröngri snyrtingu, en strák- urinn undi sér vel, enda var veður gott og þegar sunnar var komið var blankalogn og steikjandi hiti alla daga. Þessi ferð var ævintýra- leg. Meðal annars komum við til Lagos í Nígeríu og þurftum að biða á ytrihöfninni í 10 daga orð- in nær matarlaus. Þá var útlitið ekki gott. Þegar við komum heim átti Gísli inni þriggja mánaða frí og við notuðum það til að kaupa okkur hús í Svendborg og flytja þangað. Svendborg er sjómanna- bær og það var alltaf draumurinn að búa þar. Þar fæddist svo næsta bam okkar, strákur, 10. janúar 1977. tilfinning að koma í land eftir að hafa verið á sjó samfellt í hálfan annan mánuð. Það var afar heitt o g nýársdegi eyddum við á strönd- inni. Gísli þurfti að flytja vísinda- menn og búnað á Suðurskautsl- andið og við máttum ekki fara með af því það þótti of áhættu- samt. Við biðum því í fimm vikur í Melbourne og höfðum nóg við að vera, því við vorum í stöðugum heimsóknum hjá umboðsmönnum skipafélagsins og konum þeirra. Frá Melboume sigldum við svo til Nýja-Sjálands og þaðan sem leið lá um Panamaskurðinn til Evrópu. Söngáhuginn var enn til staðar og þegar við vorum flutt til Svend-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.