Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 'SUNNUDAGUR 21. JANÚAR1'990 ið jafnvægi hjá okkur. Við vorum nokkuð sammála um markmiðin, en fórum öðruvísi að til að nálgast þau. Hann Gunnar var óbeinn skóli fyrir mig í fílósófíu hagfræðinnar," segir Haraldur. Greiðslukortin íslendingar gátu fyrst notað sér svokölluð greiðslukort fyrir tíu árum síðan og var það einmitt Haraldur Haraldsson sem barðist fyrir því að koma þeim í umferð hérlendis. „Það voru allir á móti honum, en hann gafst ekki upp. Mönnum fannst það bara vitleysa að taka hér upp greiðslukort. Þau hafa hinsvegar fengið að sanna sig,“ segir Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri Kreditkorta hf. Kort hf. var stofnað fyrir tíu árum í kringum hlut einstaklinga í Kredit- kortum hf. þegar bankarnir komu inn í reksturinn. Það félag átti 25% í Kreditkortum þar til fyrir fáeinum vikum að það seldi sinn hlut. Sölu- verðið vildi Haraldur ekki gefa upp, en sagði söluna hafa verið mjög góða. Hluthafar í Korti hf. eru auk Haraldar og Gunnars Þórs, Þor- valdur Jónsson skipamiðlari, Gunn- ar Bæringsson og Róbert Árni Hreiðarsson lögfræðingur. Stöð 2 Hlutafélagið Kort hf., sem reynd- ar er til húsa í einu pósthólfi, keypti fyrir skömmu 50 milljóna króna hlut í Stöð 2, en alls hafa kaup- mennJceypt 250 milljóna króna hlut í Stöð 2 og þannig hafa þeir tryggt sér meirihlutaeign fyrirtækisins. „Við höfum mikla trú á þessu fyrir- tæki og erum fyrst og fremst að fjárfesta í búnaði og fólki. Þegar Stöð 2 rak á fjörurnar, ákváð ég ásamt Jóhanni J. Ólafssyni form- anni Verslunarráðsins og Guðjóni Oddssyni formanni Kauþmanna- samtakanna, að kanna hvort þetta væri fysilegur fjárfestingarkostur. í annan stað þurftum við að finna ungan og duglegan mann, fullan af orku, sem vildi helga sig þessu starfi. Eg var svo heppinn að fara út að borða á Hótel Holt á nýárs- dagskvöld og við næsta borð sat einmitt Jón Ólafsson í Skífunni. Hann hefur þessa jákvæðu strauma, sem mér finnst svo mikil- vægir, og þá fór allt í gang og við hrifum menn með okkur. Ég spurði hann hvort hann hefði eitthvað kíkt á Stöð 2. Jón svaraði neitandi, en spurði mig að hinu sama. „Já, svona aðeins byrjaður, hefurðu áhuga,“ sagði ég. „Heyrðu, mjög mikinn," sagði Jón og hlutimir héldu áfram. Síðan hafa margir aðilar verið að vinna saman að því að leysa þetta mál. Við munum halda áfram að vinna saman að því að gera þennan fjöl- miðil sem hæfastan. Ef maður ber Stöð 2 saman við sjónvarpsstöðvar erlendis, er hún topp sjónvarpsstöð með fyrsta flokks efni þrátt fyrir misjafnan smekk manna. Ný stjórn mun taka á þeim verkefnum, sem fyrir liggja. Við ætlum okkur alls ekki að tapa á þessu. Helst viljum við sjá hagnað, hvort sem hann fer svo inn í reksturinn eða ekki. Okk- ar hugmyndir gera einnig ráð fyrir því að hlutafélagið verði gert að almenningshlutafélagi. Þaðnig mun öllum þeim, sem vilja stuðla að auknum framgangi boðið upp á hlutabréfakaup í Stöð 2. Aðalfund- ur nýrrar stjórnar sem væntanlega verður haldinn í febrúar eða mars tekur ákvörðun um hversu mikið hlutafé verður aukið og hvenær af því verður að ný hlutabréf verði boðin á frjálsum markaði, en sam- kvæmt hluthafafundi frá 31. des- ember 1989, er nú heimild fyrir 500 milljóna króna hlutafé í fyrirtæk- inu,“ segir Haraldur. íslenska úthafsútgerðin Haraldur á stærstan hlut, 25%, í íslenska úthafsútgerðarfélaginu, sem gerir út verksmiðjuskipið Andra I. Auk hans eru í útgerðinni strákarnir í Kort hf., eins og hann orðar það, Tryggingamiðstöðin, Hraðfrystistöðvarnar í Reykjavík og Vestmannaeyjum og Jón Búi Guðlaugsson, stjórnarformaður Alpan. j,Þ að er augljóst að í málefn- um ÍSÚF hefur gætt einhvers mis- skilnings. Ef það kemur á daginn að íslendingar hafi aldrei haft þess- ar kvótaheimildir við Alaska sem borgað var stórfé fyrir á sínum tíma, til hvers og hvers virði eru þá milliríkjasamningar? Ef samn- ingar eru einskis virði, á ekki að vera að eyða tíma í að endurnýja þá árlega. Menn eru að tala um að þetta verði gjaldþrot aldarinnar. Ef þetta mál fer á versta veg, þá tek- ur norski bankinn einfaldlega skip- ið. Skuldbindingar okkar eru þannig að það mun enginn tapa beinlínis á okkur ef til greiðsluþrots kemur. Ég reyni yfirleitt að lifa eftir því mottói að vera ekkert að ergja mig á því sem ég fæ ekki breytt. Mér er sama um mína peninga, en mér líður ekki vel ef þeir, sem komnir eru í þetta með mér, tapa pening- um. Ef maður fer út í eitthvað, þá hlýtur maður að vera að því til að sigra og gefast ekki upp þó á móti blási. Öll él birtir upp um síðir. Segja má að vandamál séu yfirleitt fjármálalegs eðlis. Starfsorkan er yfirleitt óþijótandi ef menn yfirbug- ast ekki af peningaskorti. Hitt er annað mál að ég hef gengið til hvflu á hveiju kvöldi þess fullviss að málið leysist." Álkílóið fjórfaldað Haraldur segir að íslendingum sé það ekki nóg að draga aðeins fisk úr sjó. Þar hlyti að koma að mettun og þá yrði eitthvað annað að vera til. Hann segir að pening- arnir séu einskis nýtir liggjandi í banka þannig að haim kjósi að vera skapandi í atvinnulífinu. Árið 1984 var Haraldur einn aðalstofnandi Alpan á Eyrarbakka, en það fyrir- tæki framleiðir potta og pönnur úr áli. Útflutningsverðmæti fram- Ieiðslunnar nam á síðasta ári yfir 200 milljónum króna og er flutt út til 17 landa. Iðnaðarráðherra sagði á þingi í vetur að álkílóið væri sam- virði þorskkílós. Alpan fjórfaldar aftur á móti verðmæti álkílósins með því að búa til potta og pönnur. Öll forsjárhyggja er af hinu slæma, segir Haraldur. „Menn verða að fá að lifa sínu lífi innan rúmra laga. Það á alls ekki að sam- þykkja lög frá Alþingi og láta við- komandi ráðherrum það eftir að útfæra reglugerðir nánar. Ég er sannfærður um að hlutunum sé best borgið í einkaframtakinu. Ég er fyrst og fremst fijálshyggjumað- ur og ég tel að mínir fjármunir séu betur komnir í höndunum á mér heldur en einhveijum embættis- manni. Fólk er ekki látið í friði með peningana sína nú á dögum og ef það af dugnaði hefur komist yfir að eignast eitthvað, er heimtaður margfaldur skattur af því. Mér fannst svo sem í lagi að hafa skatt- ana 35%. Nú eru þeir komnir í 40% og virðisaukinn er 24,5%. Verst er þegar fólk fer að finna það að stór hluti tekna þess fer í sameiginlega þeytivindu, sem útdeilt er til ein- hverra verkefna, sem manni kemur ekkert við og vill ekkert vita af.“ Mikil félagsvera Rjúpnaveiði, hestamennska, lax- veiði og skíðaíþróttin er á meðal þess sem Haraldur leggur rækt við í frístundum. Þó segist hann engan áhuga hafa á þessu nema í góðum félagsskap. Félagsskapurinn skipti öllu máli. „Ég hef komist upp í það að vera 210 daga í útlöndum á einu ári og þú getur nú rétt ímyndað þér hvort ég hafi gaman af utan- landsferðum. Á íslandi vil ég vera,“ segir hann. Haraldur er þekktur í kunningjahópi fyrir að taka Iagið og er franska lagið Aluette sagt vera í miklu uppáhaldi hjá honum, hvort sem er í Þórsmerkurferðum eða í hundleiðinlegum rútuferðum erlendis á vegum alþjóðasamtaka I fiskimjölsframleiðenda. „Já, þetta eru yfirleitt með afbrigðum leiðin- legar rútuferðir. Menn eru kannski á leið í kvöldverð í boði einhverra samtaka. Menn hafa ef til vill feng- ið sér einn léttan og eru bókstaf lega að drepast úr fýlu. Nú, maður vill svona fá stuð í mannskapinn og bregst söngurinn sjaldan. Það er svo stutt f glaðværðina með söngn- um. Hann býr nefnilega í öllum,“ segir Haraldur. Löndunarstöð í Póllandi Hann hefur verið mjög framar- lega í flokki mjölframleiðenda og hefur selt fiskimjöl í stórum stfl, aðallega í Póllandi. Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri Sfldarverksmiðja ríkisins, segir: „Á sínum tíma voru Póllandsviðskiptin dottin út ogtókst honum með sínum dugnaði og atorku að koma því í gegn að þau héldu áfram með hjálp íslenskra banka. Þessi viðskipti hafa síðan verið okkur mjög hag- kvæm og hafa þeir keypt þetta 20 til 30 þúsund tonn af fiskimjöli á ári og allt upp í 50 þúsund tonn eitt árið. Bakslag er nú aftur kom- ið í viðskiptin vegna aflaleysis hjá okkur í byijun vertíðar og mikilla breytinga heima fyrir hjá Pólveij- um. „Mjölið hefur verið uppistaðan í mínum störfum síðan 1973, en þá tók ég við útflutningnum hjá Andra hf. Mér hefur alltaf þótt skemmti- legra að starfa við útf lutning heldur en innf lutning. Ef til vill þess vegna varð innflutningurinn undir í starf- semi Andra hf.“ Aðalútflutnings- greinar fyrirtækisins eru mjöl og fiskur. í hitteðfyrra var útflutn- ings- verðmæti Andra hf. 1,7 milljarður kr. Fyrirhuguð er bygging löndun- arstöðvar í Póllandi á næstunni í samvinnu íslendinga og Pólveija. Verkþættir hafa allir verið boðnir út og gerir Haraldur ráð fyrir að steypuvinna geti hafist í vor. Áætl- að er að löndunarstöðin tengist járnbrautakerfi Evrópu sem gera mun alla flutninga mun auðveldari en nú er. Kostnaður við byggingu löndunarstöðvarinnar er talin nema um hálfri milljón króna. Hliðstæðir straumar „Það er svo merkilegt að mér hefur alltaf gengið vel að vinna með öllum mönnum. Kannski er það vegna þess að ég hef reynt að velja menn með hliðstæða strauma og koma frá mér. Ég hef ekki gaman af því að vera með uppisteit við menn. Ég held að ég ætti ákaflega erfitt með að sætta mig við Alþingi því þar eru svo margir með ólíkar skoðanir. Ég vil geta rætt málin og notið þess að vera á fundum, þó þeir séu yfir höfuð leiðinlegir. Ég reyni alltaf að sneiða fram hjá vandamálum. Það er í sjálfu sér hægt að búa til vandamál úr öllum hlutum og ég reyni í lengstu lög að skilja aðalatriðin frá aukaatrið- unum. Sumir álíta að ég hljóti að vera óskaplega ríkur. Menn mega alveg halda það. Ég á góða fjölskyldu og að því leyti er ég ríkur. Hvað er annars ríkidæmi? Maður getur tap- að öllu þessu ríkidæmi af því að maður er alltaf að reyna að finna upp á einhveiju nýju - maður er alltaf að reyna að skapa eitthvað nýtt. Til dæmis er ekki séð fyrir endann á þessu Alaskaævintýri. Ég er fyrst og fremst talsmaður hóps, sem er að vinna að verkefnum sam- an og ósjálfrátt halda menn að ég eigi alla þessa peninga. Það er mesti misskilningur. Eg hef ekki haft neitt á móti því að vera mál- svari. Ég lærði tjáningu í skáta- starfinu og til að fullkomna glæpinn fór ég á Dale Carnegie námskeið. Ef menn standa saman að fjár- munamyndum, skilar það miklu árangursríkara starfi heldur en ef menn eru að bjástra hver í sínu horni. Hinsvegar kvarta ég ekki fjárhagslega. Eg á svo sem til hnífs og skeiðar." 011 Austurlenskt nudd Námskeið í austurlenskri sjúkdómsgreiningu og þrýsti- nuddi eftir meðferð Namikoshi. Námskeiðið stendur yfir 8 mánudaga og hefst 29/1 '90. Upplýsingar og innritun hjá Lone Svargo í síma 18128. Hef opnaó sálfræðistofu í Lágmúla 5 Viðtalsbeiðnir í síma 680696 föstudaga frá kl. 9-10 og í símsvara 31543 mánudaga frá kl. 17-20. Einstaklingsmeðferð og ráðgjöf fyrir börn og fullorðna. Svanhvít Björgvinsdóttir, sálfræðingur. MÁLMIÐIMAÐARFYRIRTÆKI - MÁLMIÐIVIAÐARMEIMIM (febrúar er ákveðið að halda eftirfarandi endurmennt- unarnámskeið á höfuðborgarsvæðinu: Enska1 ....5. feb. Enska II ....5. feb. Kælitækni 1 ....12.-24. feb. Gerð útflatninga 1 ....9.-24. feb. Tölvunámskeið: Grunnnámskeið um tölvunotkun (PC) ....10.-18. feb. Ritvinnsla WP ....12.-22. feb. Ritvinnsla WP ....24. feb.-4. mars. Námskeið utan höfuðborgarsvæðisins og fyrirhuguð sérnámskeið verða auglýst fréttabréfum. sérstaklega í útsendum Upplýsingar og skráning: Fræðsluráð málmiðnaðarins, sími 91-864716 og skrif- stofa MSÍ í síma 91-83011. Ráðstefna um ÞÝÐINGAR Á TÖLVUÖLD Reykjavík, miðvikudaginn 24. janúar 1990 IBM á íslandi og Orðabók Háskólans efna til ráðstefnu undir yfirskriftinni „Þýðingar á tölvuöld“ hinn 24. janúar nk. kl. 10:00-16:45. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 5 ára samstarfsafmæli Orðabókarinnar og IBM á sl. ári. Vandaðár þýðingar skipta miklu fyrir framvindu og rækt íslensks máls. Vel fer á því að ráðstefna um þetta efni skuli haldin nú í framhaldi af málræktarátaki því sem staðið hefur yfir að undanfömu að fmmkvæði menntamálaráð- herra. Undanfarin ár hefur Orðabók Háskólans unnið að um- fangsmiklum þýðingum tölvuforrita og tölvubóka fyrir IBM á Islandi. Því þótti vel til fundið að samstarfsafmælisins yrði minnst með ráðstefnu þar sem fjallað yrði um þýðing- ar frá sem flestum sjónarhomum, mismunandi þýðingar- svið og notkun tölvutækninnar við þýðingar. Alls verða fluttir níu fyrirlestrar á ráðstefnunni þar sem fjallað verður um bókmenntaþýðingar, biblíuþýðingar, orðabókaþýðing- ar, íðorðaþýðingar, þýðingar forrita, vélrænar þýðingar, leiðbeiningar um þýðingar og þýðingarstarf IBM í alþjóð- legu samhengi. Ræðumenn verða: Kristján Árnason, bók- menntafræðingur, Guðrún Kvaran, orðabókarritstjóri, Jón Hilmar Jónsson, orðabókarritstjóri, Sigrún Helgadóttir, tölfræðingur, Njörður P. Njarðvík, dósent, Stefán Briem, eðlisfræðingur, Helga Jónsdóttir, deildarstjóri, Höskuldur Þráinsson, prófessor, Heimir Pálsson, cand.mag. og örn Kaldalóns, deildarstjóri. Ráðstefnustjóri verður dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðla- fræðingur. Ráðstefnan fer fram í AKOGES-salnum í Sigtúni 3, en í því húsi er þýðingastöð Orðabókar Háskólans. Þátttakend- um verður einnig kynnt starfsemi þýðingastöðvarinnar. Þátttöku skal tilkynna til IBM í síma 91-697790 eða til þýðingadeildar OH í síma 91-68 60 15 fyrir 22. janúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.