Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 Þorgerður Jónsdóttir Fjalldal — Minning Fædd 15. maí 1913 Dáin 11. janúar 1990 Þegar ég frétti lát vinkonu minnar, Þorgerðar Jónsdóttur Fjalldal,, komu mér í hug orðin, hvenær fæðist aftur slík kona af mannkærleika og hlýju sem hún var? Orð mín eru ákaflega fátækleg þá er ég vil minnast jafn óvanalegr- ar konu. Henni var meðfædd svo mikil hjartagæska og hógværð, sem hún ræktaði með sér allan sinn ald- ur. Mesta gleði Þorgerðar var að gleðja aðra. Þau spor hennar eru ótalin sem hún hljóp, því að létt var hún í spori, inn á sjúkrahúsin til að vitja sjúkra skjólstæðinga sinna þar, til þess að gleðja þá og gefa þeim eitthvað sem hún hafði með- ferðis og styrkja þá í baráttunni. Einnig lá leið hennar inn á elliheim- ili, þar var hún fundvís á þá, sem voru einmana og gleymdir, þeir réttu fram titrandi hendur sínar þegar þeir sáu hana koma. Gerður var öllum góð, hún fór ekki»«í manngreinarálit, allir, sem til hennar leituðu áttu athvarf hjá henni, ekki síst börnin. Hverjum gesti, sem að garði hennar bar, var fagnað með slíkum innileik að af bar. Gerður kappkost- aði að láta gesti sínum líða sem allra best og ekkert til sparað, henn- ar umbun var að gesturinn færi glaður á braut og margur gesturinn fór frá hennar dyrum með meiri styrk og gleði en þegar hann kom. Smáfuglarnir létu heldur ekki á sér stand’a í garðinum hennar Gerð- ar þegar hart var á ári, þeir fengu sitt kom þar. Um blómin í gluggum sínum fór hún móðurlegum höndum svo og um allt sem hún snerti á í umhverfi sínu. Mér fmnst hún Þor- gerður Jónsdóttir Fjalldal. hafa Blómastofa Friðfmm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Símí 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ræktað garðinn sinn vel, eins og best er á kosið. Ég kveð nú mína kæru vinkonu, Þorgerði Jónsdóttur Fjalldal, með þökk fyrir alla sína mikilvægu vin- áttu og Þorkeli Bjarnasyni og börn- um þeirra og öðrum vandamönnum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Elsa Tómasdóttir Mér varð ónotalega við, er fregn- in af andláti Gerðar barst að kvöldi 11. janúar. Raunar hafði mér verið ljóst, að tvísýnt hefði verið um líf hennar um hríð, en hún gekkst undir mjög erfiða aðgerð skömmu fyrir jólin. Þegar tilkynning berst um andlát fjölskylduvinar og velgjörðarmanns vill hugurinn reíka til fyrri tíma. Sterk vináttubönd tengdu fjöl- skyldur okkar saman. Foreldrar mínir leigðu íbúð af Gerði og manni hennar, Oddi, um árabil, og voru samskiptin mikil þá og síðar. Gerður var einstök að mannkost- um. Viðmót hennar einkenndist af tillitssemi og hlýju, sem hún miðl- aði af örlæti. Hún var ákaflega til- finningarík kona og hjálpsöm, jafn- an boðin og búin að rétta hjálpar- hönd. Hún var mjög trúuð og efað- ist ekKi um æðra tilverustig. Gerður mun hafa kennt sjúkdóms síns um langan tíma, en hún var fámál um eigin mein og gerði lítið úr. Um síðustu páska fermdist dóttir mín. Var Gerður glöð og hress að vanda, þegar hún fagnaði þeim áfanga með okkur ásamt fjölskyldu sinni. Grunaði mig ekki þá, að svo mjög væri Iiðið á samferðatíma okkar. Gestrisni var Gerði eðlislæg. Lauk símtölum okkar jafnan þannig að Gerður færði heimsókn í tal og kvað ávallt heitt á könnunni. Af Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan megin við Kaupstað, sími 670760 Kransar, krossar, kistuskreytingar, samúöarvendir Sendingarþjónusta Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 mWABMA PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 því varð þó alltof sjaldan, sem mér þykir miður nú. Gerður öðlaðist mikla hamingju í lífinu. Hún giftist Oddi Ólafssyni framkvæmdastjóra. Eignuðust þau eina dóttur, Ásu Kristínu, fædda 14. apríl 1945. Oddur lést árið 1956 eftir erfið veikindi. Annaðist Gerður hann heima af mikilli alúð svo lengi sem henni reyndist unnt. Mjög kært var með þeim mæðg- um, Gerði og Ásu, og dvaldist Gerð- ur oft á heimili Ásu og eiginmanns hennar, Þorkels Bjarnasonar lækn- is, einkum í seinni tíð. Barnabörn Gerðar eru tvö, Oddur Þór og Elísa- bet Gerður, sem enn dvelst í föður- húsum. Ása mín, á þessari sorgarstund langar mig til þess að vitna í orð K. Gibran, en hann segir svo um sorgina í bók sinni Spámaðurinn: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Öll él birtir upp um síðir. Gerður er nú horfin til starfa á æðra tilverustigi og víst er, að margir munu fagna komu hennar þar, Ég vil að lokum þakka Gerði órofa vináttu og tryggð og ekki síst þá ræktarsemi, sem hún sýndi móður minni, þegar líða tók á ævi- kvöld hennar. Blessuð sé minning Þorgerðar J. Fjalldal. Helga Þorkelsdóttir Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar, er Iést í Landspítalanum 11. janúar síðastliðinn. Hún fór í aðgerð fyrir þremur vikum, sem reyndist meiri en búist hafði verið við og eftirleik- urinn var erfiður. Þegar kallið kom var það ekki óvænt. Þorgerður eða Gerður eins og hún var alltaf kölluð fæddist að Melgraseyri við ísafjarðardjúp 15. maí 1913 og voru foreldrar hennar hjónin Jóna Kristjánsdóttir og Jón Halldórsson Fjalldal bóndi og hreppstjóri. Hún átti einn albróður, Halldór, kaupmann í Keflavík, sem nú er látinn og hálfbróður, Magn- ús, menntaskólakennara í Reykjavík. Auk þess mörg fóstur- systkini. Jóhann Jóhannsson kenn- ara á Seyðisfirði, Hallgrím Kristj- ánsson pípulagningameistara í Reykjavík, Ingva Jónsson starfs- mann hjá varnarliðinu og Mark- úsínu G. Jónsdóttur kennara, sem dvelur nú á vistheimilinu Blesastöð- um. Tvö fóstursystkini eru látin, þ.e. Fanney Jónsdóttir og Signý Kristjánsdóttir bóndakona að Botni í Eyjafirði. Gerður ólst upp á Melgraseyri, sem var mikið myndarheimili. Þar var oft gestkvæmt, og sat gesturinn ávallt í fyrirrúmi. Hún sagði frá því hvernig stjanað var við gesti á æskuheimili hennar og sjálf gerði hún það fram á síðasta dag. Á Hringbraut voru alltaf til kökur og ijómi, ef einhver kynni að líta inn, og þegar hún bauð í kaffi stríddi ég henni oft á því, að það væri terta á mann. Á síðustu árum þegar fjöl- skyldan var hjá henni í mat eða kaffi var erfitt að fá hana til þess að setjast sjálfa og fá sér að borða, þvi hún var á þönum við að sinna öðrum. „Þetta er starf húsmóður- innar,“ sagði hún alltaf, en hún vissi fátt skemmtilegra en að stjana í kringum fólk og veita því vel. Eins og algengt var á þessum tímum var skólaganga Gerðar ekki löng. Á Melgraseyri var farskóli, þar sem hún nam almennt barna- skólanám, en gagnfræðápróf tók hún frá Menntaskólanum á Akur- eyri. Auk þess var hún einn vetur í hússtjórnarskólanum á ísafirði. Upp úr 1940 flutti hún til Reykjavíkur og var starfsstúlka hjá Ingólfskaffi og Iðnó. Þar kynntist hún manni sínum, Oddi Ólafssyni, sem var framkvæmdastjóri þessara fyrirtækja. Hún var seinni kona hans. Þau eignuðust eina dóttur, Ásu Kristínu. Fljótlega tók að bera á veikindum hjá Oddi, sem leiddu hann loks til dauða 1956. Gerður hjúkraði honum heima af einstakri alúð fram á síðustu mánuði. Eftir lát Odds fór hún að vinna, fyrst í fiskvinnu en síðar sem símastúlka hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur ásamt ýmsum ritarastörfum sem til féllu með símanum. Sem símastúlka hafði hún aðsetur í afgreiðslu skrif- stofunnar og kynntist hún mörgu fólki, sem þangað kom. Henni þótti ákaflega vænt um sjómennina, „mínir menn“ sagði hún um þá. Henni líkaði starfið mjög vel og var vel liðin af samstarfsfólki og yfir- mönnum, enda samviskusöm og ósérhlífin. Á þessum tímum átti BÚR oft í fjárhagserfiðleikurn en ekki töpuðu þeir á tímaskrifum Gerðar. Þegar klukkan var komin síðdegis fór hún oftast og stimplaði sig út, en fór síðan aftur inn að vinna. Þegar ég spurði hana af hveiju hún væri að þessari vitleysu svaraði hún, „Æ, ég vinn svo hægtÁ Framkvæmdastjórinn vissi af þessu og einhveiju sinni bætti hann 10 yfirvinnutímum á spjald Gerðar. Spjaldið kom svo til hennar Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðg jöf um gerð og val legsteina. 1 S.HELGASOH HF STEINSMJÐJA SKEMMUVB3I 48SIMI 76677 LEGSTEINAR Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför SELMU ANTONfUSARDÓTTUR. Ólafur Stefánsson og börn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐBJARGAR KRISTJÖNU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Arnarnúpi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Hrafnistu í Reykjavík. Guðjón Kristjánsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Elís Kristjánsson, Bjarni Kristjánsson, Björgvin Kristjánsson, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabarn og aðrir aðstandendur. til yfirlits og svona til öryggis strok- aði hún núllið út. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir tæpum 30 árum þegar ég kynntist einkadóttur hennar og þau hafa verið náin síðan. Við vorum henni allt í öllu og barnabörnin Oddur Þór og Elísabet Gerður voru sem hennar eigin. Fyrstu árin bjuggum við á efri hæðinni á Hring- braut 51. Meðan við bjuggum í Ameríku kom hún nánast árlega í heimsókn. Þegar við komum aftur fórum við fyrst í íbúðina á Hring- braut sem var ansi lítil, fyrir fjög- urra manna fjölskyldu. Oddur fékk þá svefnherbergi ömmu sinnar niðri en hún svaf sjálf í stofunni. Sam- gangur milli hæða var því mjög náinn og Oddur kallaði ömmu sína iðulega mömmu. Hún var alltaf boðin og búin til að hjálpa og keyrði það jafnvel úr hófi. Okkar einu misklíðar voru, þegar mér blöskraði hvað hún fórnaði sér fyrir fjölskyld- una. Hun var henni allt og fyrir barnabörnin var ekkert of gott. Hún átti mjög gott með að umgangast fólk og aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkrum manni. Það versta sem hún gat sagt um einhvern, var að hrósa honum ekki. Gerður var trúuð kona og and- lega sinnuð og las mikið um andleg _ efni og þráði að þroskast andlega. Hún var vel ritfær og átti auðvelt með að koma saman tækifærisvísu og á öllum afmælum fengum við, í tilefni dagsins, vísu með gjöfunum. Sýndu þær væntumþykju hennar til viðkomandi. Að lokum vil ég þakka henni fyrir samfylgdina. Það er erfitt að hugsa sér lífið án hennar, en örlög- in haga því þannig. Allt sitt líf var hún að hjálpa og gefa öðrum, hún sjálf þurfti aldrei neitt. Hennar er sárt saknað, en minningin mun lifa í bijóstum okkar. Þorkell Bjarnason Með örfáum orðum viljum við minnast fyrrum samstarfskonu okkar, Þorgerðar Jónsdóttur Fjall- dal í nærfellt 30 ár annaðist hún símavörslu á skrifstofu BÚR, ásamt því að sjá um margvísleg önnur störf. Má þar nefna áhafnaskrán- ingar, en það krafðist mikillar ná- kvæmni og samviskusemi þegar skipin voru mörg og mannaskipti tíð eins og oft var. Gerða, eins og hún var ávallt kölluð, lagði mikla alúð við alla vinnu sem hún innti af hendii Eng- in stimpilklukka gat fengið hana til að yfirgefa sinn vinnustað, ef samviskan bauð að verkefnum þyrfti að ljúka. Oft sat hún við skriftir fram á kvöld, þegar erli og ónæði skiptiborðsins þnnti. Margur minnist án efa hjálpsemi Gerðu frá þeim tíma, sem fjarskipti við skipin voru með öðrum hætti en nú er. Þá bauð Gerða fjölskyldum sjómannanna að hringja á heimili sitt utan venjulegs vinnutíma, virka daga sem helga, og lét þeim í té allar upplýsingar, sem fyrir hendi voru um skipin. Gerða bar hag sjó- manna mjög fyrir brjósti, enda létú þeir oft í ljós hlýhug sinn til hennar. Sjálf bar Gerða einlæga um- hyggju fyrir sínum vinnustað og samstarfsfólki öllu. Jafnvel blómin á skrifstofunni báru umhyggjusemi hennar fagurt vitni. Gerða var vel gefin kona, sem las mikið og átti sér fjölmörg áhugamál. Enda hugði hún gott til efri áranna, að hafa betri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Ekki fór það leynt, þeim sem unnu með Gerðu, að samband henrt- ar við dótturina Ásu og fjölskyldu hennar var með eindæmum gott. Átti sú gagnkvæma ástúð að sjálf- sögðu sinn stóra þátt í jákvæðu viðhorfi hennar til starfslokanna. Viljum við votta Ásu og fjölskyldu hennar sem og aðstandendum öllum einlæga samúð okkar. Við minnumst með hlýhug og þakklæti nettrar og kvikrar konu, sem mannkærleikurinn og hlýjan blátt áfram streymdi frá. Minning hennar mun lifa. Fyrrum starfsfólk Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.