Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 21 Það má kallast tímanna tákn, að þegar mig bar að garði voru verð- irnir í óþrifalegu kvennafangelsinu í Santo Domingo-stræti að lesa eitt róttækasta stjórnarandstöðublaðið í Santiago. Það var þó ekki við það komandi að hleypa mér inn. „Því miður, herra minn. Við höfum okkar fyrirmæli. Engir útlendir gestir.“ Síðan var mér vísað burt með kurteisum en ákveðnum hætti. Ifangelsinu eru eingöngu konur, sem hafa verið dæmdar fyrir pólitískar sakir, og ég var kominn þangað til að heimsækja Ledy Castro. Hún hefur verið í haldi síðan 1984 en eftir byltinguna 1973 var hún í nokkur ár í pólitískri útlegð í Bretlandi. Eiginmaður hennar og 15 ára gamall sonur búa enn í Exeter. Árið 1982 sneri Ledy aftur heim ásamt syni sínum en tveimur árum síðar, þegar hún var í þann veginn að 'fara aftur til Bretlands, réðust starfsmenn leyniþjónustunnar, CNI, inn á heimili hennar og sök- uðu um samstarf við kommúnísk byltingarsamtök, Manuel Rodrigu- ez-þjóðfylkinguna. Ledy og hennar mál komust í fréttirnar fyrir skömmu þegar breska sendiráðið gaf út yfirlýsingu þar sem dómstólar í Chile voru harðlega gagnrýndir og er það í fyrsta sinn, sem erlent sendiráð í landinu tekur opinberlega upp hanskann fyrir chílenskan þegn. Þá var yfirlýsingin ekki síður merkileg í ljósi þess hvað bresk sendiráð eru vön að fara varlega í málum sem þessum. Yfirlýsingin var gefin eftir að Ledy hafði verið dæmd fyrir her- dómstóli í fimm ára fangelsi fyrir „ólöglegt samstarf". Þá var hún einmitt búin að sitja inni í þennan tíma en henni var samt ekki sleppt vegna þess, að borgaralegur dóm- stóll átti eftir að fjalla um svipaðar sakargiftir. Þetta mál sýnir vel hvað Patricio Aylwin, nýr forseti í Chile, hefur við að glíma þegar sem mannrétt- indabrot hersins eru annars vegar. í landinu eru 540 pólitískir fangar og eru sakirnar allt frá því að hafa komið til landsins með ólöglegum hætti til grunsemda um aðild að samsæri gegn Pinochet hershöfð- ingja. Segja lögfræðingar mann- réttindasamtaka, að undantekn- ingalaust hafi fangarnir verið pynt- aðir. „Þegar ég var fangi CNI var ég barin, pyntuð með rafmagni um allan líkamann, neydd til að undir- rita falsaðar játningar og það logið að mér um örlög sonar míns,“ seg- ir Ledy Castro í bréfi, sem henni tókst að koma út úr fangelsinu. öllu illu verði það reynt. „Ef hróflað verður við einhverj- um minna manna er úti um lögin,“ sagði Pinochet nýlega og andstæð- ingar líta á þau orð sem hótun um annað valdarán. ? I$ Ifc Ik & líj) Ií)) li?) lí) liji 5) Iíj\ lí) lí) Ií^i Ifr lí) lij) & IíSi \!j\ lí) lij) l/$) l& li$) lí) % Pinochet heitir böðl unum vernd sinni Aylwin forseti hefur lofað að sleppa öllum pólitískum föngum, sem ekki eru sakaðir um ofbeldis- verk, og önnur mál á að taka upp aftur fyrir borgaralegum dómstól- um. Fangarnir hafa hins vegar illan bifur á borgaralegu dómstólunum líka og margir halda því fram, að réttlætanlegt sé að beita ofbeldi gegn ofbeldisstjórn. Hægriflokk- arnir á þingi vilja auk þess ekki beita sér fyrir neinum breytingum í þessum málum. Annað mál og erfiðara eru svo aftökumar í stjórnartíð Pinochets og þeir mörgu fangar, sem horfið hafa sporlaust. Gustavo Villalobos, yfirmaður lagadeildar mannrétt- indastofnunar kaþólsku kirkjunnar, segir, að kirkjan hafi í sínum skrám nöfn 900 manna, sem háfi horfið, og 1.500 manna, sem hafi verið teknir af lífi án dóms og laga. Mörg þessara mála hafa verið tekin upp fyrir rétti og Villalobos telur, að þau verði komin eitthvað á þriðja þúsundið innan skamms. Mesti þröskuldurinn eru hins vegar lögin um uppgjöf saka, sem her- stjórnin setti árið 1978, og tóku til fyrstu áranna eftir byltingu hers- ins. Var tilgangurinn með þeim fyrst og fremst sá að fría herinn við lögsókn síðar meir. Stjórnarand- staðan hefur heitið að breyta eða afnema þessi lög en herinn hótar _|2>. 7 y? o A/ XN Ættingjar þeirra mörg hundruð manna, sem hurfu á valdatíma Pinochet, vonast nú til, að nýr forseti beiti sér fyrir rannsókn á örlögum þeirra. ÖLL LAUGARDAGSKVÖLD FRÁ OG MEÐ 27. JAN. TIL VORS Þeim sem vilja skemmta sér ærlega er nú boöiö í ógleymanlega „sjóferð" meö MS Sögu. Landgangurinn er opnaður kl. 19. Kvöldsiglingin hefst meö þríréttaöri veislumáltíð (vai á réttum). Síö- an er stefnan tekin á stanslaust fjör og haldið suöur til Horrimol- inos. Skipstjórinn er grínfræöingurinn Halli og skemmtilegustu menn landsins, Laddi og Ómar, bregöa sér í allra sjókvikinda líki. Meöal farþega eru gleðimennirnir Eddi og Elli, Leifur óheþþni, hin þokkafulla Elsa Lund, Marteinn Mosdal,, pokapresturinn fjöl- þreifni, Magnús og Mundi, HLÓ-flokkurinn og magadansmær sem iðar í yndislegu skinninu. Stígum ölduna - stígum í vænginn á MS Sögu laugardagskvöld! Einsdæmi og Ragnar Bjarnason leika fyrir dansi frá kl. 23.30 til 03. Miðaverð eftir kl. 23.30 750 kr. Miöaverö (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr. Tilboð á gistingu. Nánari upplýsingar í síma 91-29900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.