Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 155. tbl. 79. árg.____________________________________FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins DC-8 þota kanadísks leigu- flugfélags ferst við JeddaTv og 261 maður með henni. Kúveit 0 ^>Mekka Riyadh Saúdí ■ Arabía A d e n f I á i Reuter Mannskæður bardagi í Króatíu Tveir menn biðu bana í hörðum skotbardaga milli Króata og Serba í króatíska bænum Osijek í gær, skammt frá landamærun- um að Serbíu. Króatískir þjóð- varðliðar skutu með vélbyssum á hús í bænum og þjóðernissinn- ar frá Serbíu, sem í því voru, börðust með handsprengjum og rifflum. Bardaginn stóð í átta klukkustundir og annar þeirra sem lést var króatískur lögreglu- maður en hinn Serbi. Á mynd- inni sjást Króatar skýla sér á bak við vörubíl meðan á bardag- anum stóð. Annar króatískur lögreglumaður beið bana nokkru síðar í vesturhluta lýðveldisins er skotið var á hann úr laun- sátri. Stjórnarerindrekar í Belgrad segja að átökin í Kró- atíu stefni friðaráætlun leiðtoga Slóveníu, Króatíu og Júgóslavíu í hættu. Forsætisráð Júgóslavíu, æðsta valdastofnun landsins, kemur saman í dag til að ræða áætlunina. Irak: Vestrænt hraðlið sent til Tyrklands Wcoshingfton, Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. Bandaríkjamenn og nokkur Vestur-Evrópuríki hyggjast senda mjög bráðlega 5.000 manna hraðlið til Tyrklands til að fæla Saddam Hussein Íraks- forseta frá því að grípa til hern- aðaraðgerða að nýju gegn Kúrdum í norðurhluta íraks. Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu skýrðu frá þessu í gær og sögðu að í lið- inu yrðu 1.500 hermenn frá Bandaríkjunum og hermenn frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og hugsanlega Hollandi og Spáni. I hraðliðinu verða um 3.300 her- menn bandamanna í stríðinu fyrir botni Persaflóa, sem eru enn í norðurhluta Iraks. Þeir verða fluttir til Tyrklands mjög bráð- lega, að sögn embættismannanna. Bandaríska dagblaðið Was- hington Post hafði eftir háttsett- um embættismönnum í Hvíta hús- inu að hraðliðið væri „augljós við- vörun“ til Saddams um að ráðast ekki á Kúrda í norðurhluta íraks. Leiðtogar Kúrda komu í gær til Bagdad til að biðja um breytingar á samningi sem þeir gerðu við írösk stjórnvöld um kúrdískt sjálf- stjórnarsvæði. Háttsettur embættismaður í Lundúnum skýrðu einnig frá því að George Bush Bandaríkjaforseti hefði hringt í John Major, forsæt- isráðherra Bretlands, í því skyni að ræða til hvaða aðgerða hægt væri að grípa til að koma í veg fyrir að írakar gætu framleitt kjarnorkuvopn. Major hefði sagt að afstýra þyrfti slíku „hvað sem það kostaði“. Breska dagblaðið The Daily Telegraph segir að Bush og Major hafi verið sam- mála um að grípa bæri til hern- aðaraðgerða ef ekkert annað dygði. New York. The Daily Telegraph. BERKLUM var því sem næst útrýmt á Vesturlöndum á sjötta ára- tugnum en nú er svo komið að þessi veiki er farin að valda heil- brigðisyfirvöldum í New York miklum áhyggjum. Yfirvöld í borginni leita nú allra leiða til að stöðva útbreiðslu sjúk- dómsins. Þau íhuga meðal annars möguleikann á því að stofna hæli fyrir berklasjúklinga þar sem ekki hefur tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar innan sjúkra- húsa þótt stofnaðar hafi verið sér- stakar berkladeildir með háþróað- an loftræstibúnað. Berklasjúklingum fjölgaði um 40% í fyrra og ástandið hefur versnað mjög það sem af er árinu. Fjölgun innflytjenda frá þriðja heiminum og útigangsmanna, auk vaxandi útbreiðslu alnæmis, eru helstu ástæður faraldursins. liouter Sólmyrkvi Þúsundir manna komu saman á Hawaii síðdegis í gær til að verða vitni að almyrkva á sólu. Sást hann þar í fjórar mínútur og einnig í Kaliforníu, Mexíkó og suður álfuna til Brasilíu. Á stærri myndinni er Norðmaður að fylgjast með al- myrkvanum, sem sést á myndinni fyrir ofan. Sjá „Milljónir manna . ..“ á bls. 20. 261 maður ferst er DC-8 þota hrapar í Saudi-Arabíu Berklafaraldur í New York Dubai. Reuter. 261 MAÐUR fórst er kanadísk þota af gerðinni DC-8 hrapaði skammt frá flugvellinum í Jeddah í Saudi-Arabíu í gærmorgun. Þotan var á leiðinni til Nígeríu með múslimska pílagríma og flugmennirnir reyndu að ilauðlenda henni á flugvellinum. Eldur hafði komið upp í einum af fjórum hreyflum þotunnar, sem varð alelda er hún hrap- aði og enginn um borð komst lífs af. Saudi-arabíska fréttastofan SPA ferðarstjórunum að hann hefði sagði að 247 farþegar hefðu verið í þotunni og 14 í áhöfninni. Flestir farþeganna voru frá Nígeríu en áhöfnin var kanadísk. „Flugmaðurinn sagði flugum- misst stjórn á vélinni, eldur brotist út og hann bað um leyfi til að snúa aftur til flugvallarins," sagði frétta- stofan. Fiugmaðurinn tilkynnti um eldinn sjö mínútum eftir flugtak frá flugvellinum klukkan hálf sex að íslenskum tíma í gærmorgun. Vélin hrapaði fjórum mínútum síðar um kílómetra frá flugbrautinni. Heimildarmenn í Jeddah sögðu að kviknað hefði í einum af fjórum hreyflum þotunnar skömmu eftir flugtak. Brak hennar dreifðist yfir stórt svæði en ekki á flugbrautirnar þannig að engar tafir urðu á frek- ara flugi. Hartnær milljón pflagríma fer um flugvöllinn í Jeddah á ári hveiju til að heimsækja helgasta stað músl- ima, Mekka. Á mestu annatímum fer flugvél á loft eða lendir þar með tíu mínútna millibili. Nígerískt fyrirtæki leigði flugvél- ina af kanadíska flugfélaginu Nat- ionair.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.