Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 19 Tónleikar í Viðey; Leikið á hljóðfæri sem til voru í Viðeyjarstofu TONLEIKAR verða haldnir í Viðey næstkomandi sunnudag, 14. júlí. Leikin verður tónlist frá síðustu öld á langspil, flautu og orgel. Þessi hljóðfæri voru öll til í Viðey í upphafi síðustu aldar, á tíma er hljóðfæraeign landsmanna var fábreytt. Þá mun Dómkórinn synga við Viðeyjarstofu ef veður leyfir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Marteinn H. Friðriksson dómorganisti, Magnea Árnadóttir flautuleik- ari og Ólafur Kjartan Sigurðsson, sem leikur á langspil, munu flylja tónlist frá tímum Magnúsar Stephensen í Viðeyjarkirkju. Dómkórinn mun hefja söng sinn við Stofuna kl. 13.30. Kóriníi er á leið á kóramót á Spáni og eru þetta síðustu tónleikar hans áður en hann heldur utan. Sungin verða íslenzk og erlend þjóðlög. Kl. 14.15 hefjast tónleikar í Við- eyjarkirkju, þar sem þau Marteinn Hunger Friðriksson, Magnea Árna- dóttir og Ólafur Kjartan Sigurðsson munu leika tónlist frá síðustu öld á Rafmagnsveita Reykjavíkur: 30 millj. króna hagnaður í fyrra Afgjald til borgarinnar 226,2 milljónir króna RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur var rekin með 29,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Er þar um að ræða bætta afkomu frá árinu 1989 en þá var tap á rekstri fyrirtækisins upp á 99,4 milljónir króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi var á árinu 255,7 milljónir, en frá þeirri upphæð er dregið afgjald til borgarsjóðs að upphæð 226,2 milljónir króna, sem er 2% af hreinni eign fyrirtækisins. Guðjón, að meðalverð á raforku hafi farið lækkandi á undanförnum árum og hafi það til dæmis lækkað um 3,75% að raungildi frá 1984. orgel, flautu og langspil. Þetta eru hljóðfærin, sem til voru á heimili Magnúsar Stephensen, konferenz- ráðs, sem bjó í Viðey á nítjándu öld. Mikið var leikið á hljóðfærin í Viðeyjarstofu, en hljóðfæraeign landsmanna þótti fábreytt i þá daga. Á undan tónleikunum í kirkj- unni verður hugleiðing um tón- listarflutning á heimili Magnúsar Stephensen. Á eftir tónleikunum í kirkjunni mun Dómkórinn syngja aftur við Stofuna. Að söngnum loknum verð- ur boðið upp á staðarskoðun, sagt frá sögu eyjarinnar og náttúru og gengið um hlaðið við Viðeyjarstofu. Gestum og gangandi verður einnig boðið far með léttikerru frá síðustu öld eftir því sem aðstæður leyfa. Veitingar er hægt að fá í Viðeyjar- stofu frá fimmtudegi til sunnudags og í Viðeyjarnausti frá mánudegi til miðvikudags. Samkvæmt ársreikningi Raf- magnsveitunnar voru rekstrartekj- ur á árinu 1990 samtals 2.721,2 milljónir króna en rekstrargjöld 2.516,2 milljónir. Tekjur fyrirtækis- ins vegna vaxta og verðbóta voru 111,9 milljónir, fenginn arður 31,2 milljónir en reiknuð áhrif verðlags- breytinga leiddu til gjaldfærslu upp á 92,4 milljónir. Hagnaður af reglu- legri starfsemi Rafmagnsveitunnar var því 255,7 milljónir króna, en frá þeirri upphæð er dregið 2% af- gjald til borgarsjóðs að upphæð krónur 226,2 milljónir þannig að hagnaður ársins var 29,5 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi Raf- magnsveitunnar skiptust útgjöld þannig í meginatriðum að orkukaup voru rúmlega 50% útgjaldanna, launakostnaður tæp 15%, eigna- breytingar rúm 14%, afgjaldið til borgarinnar 8% og ýmis rekstrar- kostnaður tæp 13%. Skuldir fyrir- tækisins námu í árslok 366,3 millj- ónum króna en eigið fé var 16.485 milljónir króna. Að sögn Guðjóns Ó. Sigurbjarts- sonar, fjármálastjóra Rafmagn- sveitunnar, var afkoman í fyrra betri en árið þar á undan, en þá hefði tap af rekstri fyrirtækisins numið 99,4 milljónum. Hann segir nauðsynlegt fyrir það að skila hagn- aði til að unnt sé að stækka dreifi- kerfi þess. Nú sé unnið að því end- urnýja kerfið og auka öryggi þess og á síðasta ári hafi verið varið til slíkra fjárfestinga 398 milljónum króna á verðlagi í árslok. Miðað sé við að veija sambærilegri upphæð í þessu skyni á árinu, sem nú er að líða, en til samanburðar megi geta þess, að á árinu 1986 hafi þessi upphæð verið 120 milljónir á verðlagi í árslok í fyrra. Guðjón segir að bætt staða Raf- magnsveitunnar á síðasta ári skýr- ist ekki síst af því, að reiknuð áhrif verðlagsbreytinga komi betur út en talið hafi verið og að gjaldskrá fyrir- tækisins til neytenda hafi hækkað meira en sem nam hækkun á orku- verði Landsvirkjunar. Munurinn á þessum gjaldskrám hafi verið orð- inn helst til of lítill á síðasta ári en í ár sé ekki ætlunin að hækka gjald- skrá Rafmagnsveitunnar umfram hækkanir hjá Landsvirkjun. Segir Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Dagskrá með Kar- ólínu og Kolbeini ONNUR helgi Sumartónleika í Skálholtskirkju verður dagana 13. og 14. júlí. Flutt verða einleiks- og kammerverk eftir Karólínu Eiríksdóttur ásamt einleiksverkum fyrir flautu eftir I. Yun, Atla Heimi Sveinsson og M. Lavista. Á tónleikum helgarinnar verður frumflutt sembalverk eftir Karólínu Eiríksdóttur er nefnist Vorvlsa. Þetta verk er sérstaklega samið fyrir Helgu Ingólfsdóttur semballeik- ara og Sumartónleika í Skálholtskirkju. Einnig verður flutt í fyrsta sinni hér á landi verkið Hringhenda fyrir klarinett. Verkið var sam- ið fyrir Einar Jóhannesson 1989 og flutt í Svíþjóð sama ár. Að venju verða tónleikar kl. 15 og 17 á laugardag og kl. 15 á sunnudag. Fluttar verða tvær ólíkar dagskrár. Á tónleikunum á laugar- dag kl. 15 verða flutt einleiks- og kammerverk eftir Karólínu Eiríks- dóttur: Hringhenda fyrir klarinett, Hvaðan kemur lognið? fyrir gítar, Vorvísa fyrir sembal og Sumir dag- ar fyrir sópran, flautu, klarinett, selló, gítar og sembal. Sumir dagar hafa verið umskrifaðir fyrir Sumar- tónleika í Skálholtskirkju, þ.e. í stað Aðalskipulag Flateyjar: Sættir takast í deilum TILLAGA að aðalskipulagi Flat- eyjar á Breiðafirði hefur verið auglýst að nýju en miklar deilur urðu um skipulagstillögu, sem auglýst var á síðasta ári, á milli hreppsnefndar Reykhólahrepps og Framfarafélags Flateyjar, en það er félagsskapur nokkurra eigenda og forráðamanna hús- eigna og lóða í Flatey. Ólafur Jónsson stjórnarmaðuf í Framf- arafélaginu, segir að sæmilegar sættir hafi náðst í málinu þó fé- lagsmenn séu ekki ánægðir við allar breytingar sem gerðar hafa verið á skipulaginu. Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti tillögu að nýju aðal- skipulagi fyrir Flatey á síðasta ári en gerði síðar breytingar á tillög- unni, sem Framfarafélagið taldi að væru ekki byggðar á innsendum athugasemdum, heldur óskum ábú- enda í eynni og fulltrúa þeirra á hreppsnefnarfundum. Mótmælti fé- lagið því harðlega. Athugasemdir félagsins beindust m.a. að því að göngustígar um ríkislandið hefðu verið aflagðir að mestu, almenning- ur skertur og byggðasafn aflagt i almenningi. Vegna þessa ágreinings um af- greiðslu tillögunnar tókst ekki að staðfesta tillöguna í Skipulags- stjórn ríkisins. Einnig var deilt um fyrirhugaðar byggingar Reykhóla- hrepps í Flatey og úthlutun sumar- bústaðalóða og byggingarsvæða fyrir samþykkt og staðfestingu að- alskipulagsins. í síðasta mánuði fór stjórn Framfarafélagsins sérstaka sátta- ferð út í Flatey ásamt öðrum sátta- nefndarmönnum, sem til voru nefndir, til að ræða vtö ábúendurna tvo í eynni, að sögn Ólafs. Annar ábúandinn bauðst þar til að leyfa lagningu göngustíga um land sitt. „Þá var talið að sættir hefðu náðst um að beina athyglinni að því sem menn gætu verið sammála um og láta annað liggja á milli hluta,“ sagði Ólafur. I kjölfar þessa hefur skipulags- stjóri ríkisins ákveðið að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi upp á nýtt og er þar tekið tillit til sjónarm- iða beggja aðila. „Almenningurinn er þó ennþá skertur og það er mið- ur. Það varðar hagsmuni ferða- manna, Ferðamálaráðs, Náttúru- verndarráðs og fleiri aðila. En ef þessir aðilar hafa ekki áhuga á verndun hagsmuna hins almenna borgara mun Framfarafélagið ekki gera það að deiluefni við ábúendur í eynni. Við munum einbeita okkur að verndun og lagfæringum í gamla þorpinu í Flatey og aðeins andmæla tillögum sem víkja frá því skipulagi sem skipulagsarkitekt lagði fyrir á sínum tíma,“ sagði Ólafur. Athugasemdum við auglýsta skipulagstillögu ber að skila til sveitarstjóra Reykhólahrepps fyrir 6. september. píanós áður er sembal og gítar nú. Flytjendur einleiks- og kammer- verkanna eru Signý Sæmundsdótt- ir, sópran, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Einar Jóhannesson, klarin- ett, Einar Kristján Einarsson, gítar, Sigurður Halldórsson, selló, og Helga Ingólfsdóttir, sembal. A tónleikunum á laugardag kl. 17 eru einleiksverk fyrir flautu leik- in af Kolbeini Bjarnasyni. Verkin sem flutt verða eru Sori og Etýða nr. 1 og 4 eftir I. Yun, Lethe eftir Atla Heimi Sveinsson og Canto del Alba eftir M. Lavista. Úrval úr efn- isskrám laugardags verður flutt á sunnudagstónleikum kl. 15. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Messað verður í Skálholtskirkju á sunnudaginn kl. 17. Séra Guð- mundur Óli Ólafsson predikar en organisti er Hilmar Öm Agnarsson. Flutt verða tónverk úr dagskrám helgarinnar við guðsþjónustuna. Sætaferðir eru frá Umferðarmið- stöðinni. Tvö imgmenni ákærð fyrir rán og manndráp RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað mál fyrir sakadómi Hafnarfjarð- ar á hendur tveimur ungmennum, sautján ára pilti og fimmtán ára stúlku, fyrir að hafa orðið Úlfari Úlfarssyni að bana í húsasundi við Bankastræti aðfaranótt 3. marz síðastliðins. Ákæran hefur verið birt sakborningum og verður málið væntanlega þingfest næstkom- andi þriðjudag. Pilturinn er ákærður fyrir mann- ’dráp, samkvæmt 211. grein al- mennra hegningarlaga, en til vara fyrir alvarlega líkamsárás, sam- kvæmt 218. grein laganna. Brot, sem telst varða við fyrri greinina, getur varðað allt að ævilöngu fang- elsi, en brot á þeirri síðarnefndu allt að 16 ára fangelsi. Vegna ungs aldurs piltsins má þó ekki dæma hann í lengra fangelsi en til átta ára. Stúlkan er ákærð fyrir sama brot, en ekki talin beinn þátttak- andi í verknaðinum, heldur hlut- deildarmaður piltsins. Það getur því komið til léttingar refsingunni, samkvæmt 22. grein hegningarlag- anna. Bæði ungmennin eru einnig ákærð fyrir rán, en þau hafa játað að hafa stolið veski Úlfars heitins og tekið úr því peninga. Einnig ját- uðu þau að hafa ráðizt á annan mann skammt frá þeim stað, sem Úlfari var ráðinn bani, og rænt af honum peningum. Pilturinn situr nú í gæzluvarð- haldi. Stúlkunni hefur hins vegar verið komið í forsjá austur í sveit- Tlutcuicv Hcílsuvörur nútímafólks francrtal REGNFATNABUR VATNSHELDUR OG ANDAR JAKKI FRÁ KR. 8.980 BUXUR FRÁ KR. 6.990 VELJIÐ AÐEINS ÞAÐ BESTA. ALLT ANNAÐ ER MÁLAMIÐLUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.