Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 15 fyrst og fremst lögð áhersla á keppnisíþróttir. Þetta á bæði við umfjöllun fjölmiðla, fjárveitingar og áherslur flestra íþróttasam- banda. Keppnin er aðalatriðið, það að stunda íþróttir sér til ánægju og heilsubótar er sjaldnar nefnt. íþróttaiðkun kvenna heyrir oft- ast til hins síðarnefnda. Konur eru að byggja upp líkama og sál með því að skokka, ganga, hjóla, synda, fara í eróbikk eða aðra leikfimi. Þær eru ekki að keppast við að setja met og njóta ekki sama áhuga og skilnings og keppnis- menn. Þar af leiðandi vantar þær oft hvatningu til að halda áfram hollri hreyfmgu. Greinilegt er á undirtektunum við kvennahlaupið í Garðabæ að þegar byggð er upp stemmning í kringum jafn hvers- dagslega iðju og að fara út að hlaupa, ganga eða skokka eflir það þær sem þegar eru komnar af stað og hvetur aðrar til að tileinka sér holla hreyfingu. Þess vegna er brýnt að við sem njótum þess framtaks sem kvennahlaupið í Garðabæ er, kom- um því á framfæri við það ágæta fólk sem undirbjó hlaupið og þá sem ráða ferðinni í íþróttaumfjöll- un hér á landi. Höfundur er þingmaður Kvennalistans ogþátttakandi í kvennahlaupi í Garðabæ 1991. Að loknu kvennahlaupi • draumurinn gæti orðið að veruleika! Ingólfur Finnbogason bygging- ameistari og fyrrverandi forseti Landssambands iðnaðarmanna er 80 ára í dag. Ég get ekki látið hjá líða að senda honum á þessum merka degi í lífi hans kveðjur og árnaðaróskir frá stjórn Landssam- bandsins og jafnframt þakka hon- um fyrir allt sem hann hefur unn- ið Landssambandinu. Ingólfur sat í stjórn Landssam- bandsins á árunum 1964 itl 1973 og þar af síðasta árið sem forseti. Eins og Ingólfur ber með sér er hann stórskorinn maður, fastur fyrir og traustur, eins og íslensku fjöllin, en þó um leið víðsýnn, næmur og skilningsríkur á mann- lega eiginleika. Gamansamur er hann með afbrigðum og sér ávallt spaugsamar hliðar hvers máls. Mælsku hans er við brugðið og eru fjömargar ræður hans frá Iðn- þingum mörgum minnisstæðar. Ósjaldan er kímni hans orðsins brandur, en oftast fylgir sannfær- ingarkraftur alvörunnar ákveðni og áhersluþungi. Þótt Ingólfur sé mikill málafylgjumaður lætur hann sig gjarnan fyrir traustum rökum, ef þau á annað borð eru boðleg að hans mati. Allt eru þetta þættir, sem eru ómetanlegir þeim, sem vinna að félagsmálum. Enda var hann að öðrum ólöstuðum meðal þeirra sem mest áhrif höfðu a stefnumótun og starfsemi Landssambandsins á meðan hann sat þar í stjóm. Á þeim stutta tíma, sem Ingólf- ur var forseti Landssambandsins var skipulagi gjörbreytt og lagður gvunnur að traustum fjárhag þess. Það kom síðan í hlut forvera míns á forsetastóli, Sigurðar Kristins- sonar, að fylgja eftir og koma endanlega til framkvæmda þeim breytingum sem Ingólfur hafði fært okkur upp í hendurnar. Ingólfur Finnbogason var á sín- um tíma einn af umsvifamestu byggingameisturum hér í borg- inni, en réðst á sínum tíma í það stórvirki ásamt fjölmörgum öðrum að stofna Sameinaða verktaka, sem eru nú hluti íslenskra aðal- verlctaka á Keflavíkurflugvelli. Hjá því fyrirtæki vinnur hann enn þann dag í dag þrátt fyrir „háan“ aldur, enda býður mér í grun að vinna og athafnasemi sé hans „fijóa lífsnautn". Ingólfur hefur alla tíð frá því að hann hóf afskipti af félagsmál- um notið mikils trausts. Um það mætti skrifa langa ritgerð. Áuk ómetanlegra starfa fyrir Lands- samband iðnaðarmanna má nefna, að hann var formaður Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík um Friðrik Sturluson bassaleikari. ■ SÁLIN HANS JÓNS MÍNS heldur norður um helgina, skjóta þeir upp kollinum á Norðurlandi eystra í fyrsta sinn á þessu sumri. Í kvöld kom þeir fram í fyrsta sinn á skemmtistaðnum 1929, sem stað- settur er á Akureyri. Á morgun, laugardag, jiggur leiðin aðeins aust- ar eða að Ydölum í Aðaldal. Eins og frá var greint fyrir réttri viku, notaðist gítarleikarinn Guðmundur Jónsson við nýja tegund af gítar- nögl. Nöglin reyndist afburðavel, svo vel að framleiðendur hennar hafa farið þess á leit við bassaleik- ara sveitarinnar, Friðrik Sturlu- son, að hann þolreyni um þessa helgi nýja tegund bassastrengja sem þeir hafa þróað undanfarin misseri. árabil, formaður Meistarafélags húsasmiða í Reykjavík og í sam- bandsstjórn Vinnuveitendasam- bands íslands, svo eitthvað sé tal- ið. Þótt það teljist varla til félags- málastarfa í þess orðs fyllstu merkingu má nefna að hann er stjórnarformaður trésmíðadeildar Sameinaðra verktaka, sem sýnir að hann nýtur ekki síður trausts innan fyrirtækis síns en utan. Þá er mér mikil ánægja að nefna, að Ingólfur hefur til fjölda ára verið fulltrúi Landssambands iðnaðar- manna í stjórn Húsfélags iðnaðar- ins. Hefur hann nánast verið til þess sjálfkjörinn. Húsfélagið er eigandi húseignarinnar að Hall- veigarstíg 1. Saga þess húss, og þeirrar baráttu, sem frumkvöðl- arnir að byggingu þess gengu í gegnum, verður sjálfsagt einhvern tíma skráð af færari mönnum en mér. Og víst er um það, að engan veginn verða henni gerð viðunandi skil í stuttri afmælisgrein. Hún verður altént ekki sögð án þess að nafn Ingólfs Finnbogasonar skipi þar sérstakan sess. Svo eru saga húsfélagsins og ævi Ingólfs samofin. Mér þykir hlýða að þakka Ingólfi sérstaklega fyrir þá ótrú- Iegu eljusemi og þrautseigju, sem hann og samstjórnarmenn hans fyrr og síðar hafa sýnt við að búa samtökum iðnaðarins verðugan samastað. Ég vil á þessum merku tíma- mótum færa Ingólfi og Soffíu svo og fjölskyldunni allri innilegar hamingjuóskir og þakka þeim ómetanlegar samverustundir bæði í starfi og leik. Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna. eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson Kvennahlaup fór fram í Garðabæ laugardaginn 22. júní. Þátttakan var stórkostleg, 3.000 konur hlupu, skokkuðu, gengu, ýttu á undan sér kerrum og vögn- um og allar gátu verið með. Smá- stelpur jafnt sem harðfullorðnar konur. Allir nutu útivistar og hreyfingar, hver eftir sínum hent- ugleikum. Á eftir var strax farið að hlakka til næsta hlaups og leggja á ráðin um æfingar og markmið sem ná mætti fyrir þann tíma. Konur eru sem sagt farnar að reikna með því að geta hlaupið með á hveiju ári. En er það sjálfsagt mál að við getum gengið að kvennahlaupi vísu í Garðabæ að ári? Vonandi verður það svo. En til þess að svo megi verða þurfa konurnar sem „En er það sjálfsagt mál að við getum gengið að kvennahlaupi vísu í Garðabæ að ári? Von- andi verður það svo.“ heyra; Láta í ljós að þetta framtak í Garðabæ er mikils metið. Þátt- takan sýnir það auðvitað best, en hvers vegna viljum við konur fá að hlaupa aftur saman að ári? Getur ekki bara hver fyrir sig far- ið út að hlaupa áfram? Því verður hver að svara fyrir sig. Vinsældir kvennahlaupsins benda þó til þess að konur vilji að þessi leið sé farin til að efla áhugann. Tölur úr nýlegri lífskjarakönnun Félagsvísindastofnunar sýna að helmingur kvenna skokkar eða tekur þátt í íþróttum af. og til eða reglubundið, og álíka hátt hlutfall kvenna fer á skíði eða í gönguferð- ir. Meira en fjórðungur kvenna og karla stunda skokk eða aðrar íþróttir a.m.k. einu sinni til tvisvar í viku. Þessi almenna þátttaka í íþrótt- um endurspeglast hins vegar ekki í umfjöllun um íþróttir. Þar er Anna Ólafsdóttir Björnsson tóku þátt í hlaupinu í ár og kannski líka í fyrsta kvennahlaupinu í fyrra, að segja hug sinn, láta í sér Afmæliskveðja: Ingólfur Finnbogason húsasmíðameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.