Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 21 þjóðvegunum verður líka mikið um að vera. Þar munu hundruð lög- reglumanna á mörg hundruð bílum og þyrlum fylgjast með því, að allir ökumenn stöðvi bílana í hálftímá, eða meðan á myrkvanum stendur, til að koma í veg fyrir öngþveiti. Raunar hafði verið skorað á Mexík- ana að skilja bílana eftir heima og þá átti flugið að liggja niðri í nokkr- ar stundir. Á svokölluðu Stjörnufjalli, Mauna Kea á Hawaii, 14.000 feta háu, biðu vísindamenn spenntir eft- ir sólmyrkvanum og það, sem þeir ætluðu að rannsaka, var krónan, sem umlykur sólina. Svo vill til, að hún er tíu sinnum heitari en sólin sjálf við yfirborðið og það hefur lengi verið vísindamönnum mikil ráðgáta. Fyrir ferðamannaiðnaðinn á Hawaii-eyjum gat sólmyrkvinn ekki komið á betri tíma. Vegna sam- dráttarins í bandarísku efnahagslífi og Persaflóastríðsins hefur þetta ár verið afar dapurt, sem af er, en nú hefur skyndilega færst fjör í leikinn. í gær voru næstum öll hót- elherbergi á eyjunum upppöntuð og sumir hinna innfæddu höfðu leigt húsin sín fyrir stórfé. í fomum sög- um segir frá því, að árið 585 fyrir Krists burð hafi Lydar og Medar, sem bjuggu í Litlu Asíu, lagt niður vopn og hætt að beijast þegar sólin myrkvaðist skyndilega en slíkt hvarflar ekki að hawæskum kaup- mönnum. Þeir hafa á boðstólunum sólmyrkvagolfkúlur (svartar og hvítar), sólmyrkvaklippingu (hárkragi kringum krúnurakaðan hvirfil) og alls konar sólmyrkvasjár, hlífðargler, sem augnlæknar hafa raunar hinar mestu áhyggjur af. Bandaríkin: Fulltrúadeildin bindur við- skiptakjör Kínverja skilyrðum Peking, Washington. Reuter. FULLTRÚADEILD bandaríska þingsins ákvað á miðvikudag að taka Kínverja af lista yfir þjóðir sem njóta hagstæðustu kjara í viðskiptum við Bandaríkin. Voru 223 þingmenn því fylgjandi að taka Kínverja af listanum en 204 andvígir. Þetta er mikill ósigur fyrir George Bush, Bandaríkjaforseta, sem skömmu áður hafði framlengt veru Kínverja á listanum fram á næsta ár. Kínverjar hafa notið bestu viðskiptakjara síðan 1980 og hefur vera þeirra á listanum verið endurnýjuð árlega. Þessi ákvörðun Fulltrúadeildarinn- ar er þó ekki líkleg til að hafa mikil áhrif. Öldungadeild þingsins er ekki talin eiga eftir að fylgja í kjölfarið og einnig getur Bandaríkjaforseti beitt neitunarvaldi sínu gegn ákvörð- unum þingsins og þarf þá 2/3 at- kvæða Bandaríkjaþings til að breyta breyta ákvörðun forsetans. Kínveijar njóta því að öllum líkindum hagstæð- ustu kjara fram á næsta ár. Fulltrúadeildin ákvað hins vegar einnig að binda í lög skilyrði fyrir því að Kínveijar geti verið áfram á listanum þegar hann verður endur- skoðaður árið 1992. Þau skilyrði voru samþykkt með 313 atkvæðum gegn 112 sem þýðir að vel rúmlega 2/3 hluti þingmanna Bandaríkja- þings greiddi þeim atkvæði. Meðal þeirra skilyrða sem fulltrúa- deildin samþykkti er að Kínvetjar standi við samkomulag sitt við Breta varðandi Hong Kong og að úrbætur verði gerðar í mannréttindamálum í Kína strax á næsta ári. Þá er þess krafist að Kínveijar tryggi að ekki séu fluttar út vörur frá Kína til Bandaríkjanna sem framleiddar hafa verið í fangelsum og að þeir aðstoði ekki önnur ríki við að koma sér upp kjarnorkuvopnum eða eldflaugum. Duan Jin, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði þessa ákvörðun Bandaríkjaþings vera grófa íhlutun í kínversk innanríkis- málefni sem stjórnin í Kína mót- mælti harðlega. „Við viljum koma þeim skilaboðum til bandarísku full- trúadeildarinnar að hún hætti að blanda sér í kínversk málefni á þenn- an hátt og særa þannig tilfinningar kínversku þjóðarinnar," sagði Jin. Hann sagði að ef raunin yrði sú að Kínveijar nytu óhagstæðari við- skiptakjara hefði það í för með sér mikið bakslag í samskiptum þjóð- anna. Það yrði vissulega mikið áfall fyr- ir Kínveija ef þeir yrðu teknir af list- anum. Bandaríkin eru þeirra mikil- vægasti útflutningsmarkaður og er mikill hagnaður af þeim viðskiptum. Ef þeir nytu ekki lengur bestu við- skiptakjara er það mat manna að hætt sé við að lítið yrði úr áframhald- andi útflutningi til Bandaríkjanna. Viðskiptabanni gegn Suður-Afríku aflétt: Viðbrögð manna víða um heim skiptast í tvö horn Addis Ababa, Bern, Harare, Jóhannesarborg, Madríd, Tókýó, Washingfton. Reuter, Daiiy Telegraph. SÚ ákvörðun Bandaríkjastjórnar að aflétta viðskiptabanni gegn Suður-Afríku hefur mælst mis- jafnlega fyrir víðs vegar um heim. Sum bandarísk stórfyrirtæki eru þegar farin að þreifa fyrir sér um viðskipti við Suður-Afríku. Demókratar í Bandaríkjunum með öldungadeildarþingmanninn Edward Kennedy í broddi fylkingar hafa gagnrýnt ákvörðunina. Kennedy sagði eftir að hún var tilkynnt að George Bush Bandaríkjaforseti hefði Lúxemborgarsamkomulagið: Reynt að greiða úr flækjunni Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. TAKMARKAÐUR árangur náðist á sameiginlegum fundi yfirsamninga- nefnda Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) í Brussel í gær. Það var ítrekað af beggja hálfu að Ijúka samning- unum fyrir lok þessa mánaðar þrátt fyrir að ekkert hafi miðað í sam- komulagsátt frá ráðherrafundinum í Lúxemborg. Talsmenn EFTA og EB sögðu eftir fundinn að hann hefði verið mjög gagnlegur þrátt fyr- ir takmarkaðan árangur, ljósara væri nú en áður hvaða mál hefðu verið afgreidd og hvaða atriði væru enn ófrágengin. Svo virðist sem samninganefnd- Að loknum fundinum í gær eru irnar séu að ná áttum eftir þá gjörn- samninganefndir sammála um að ingaþoku sem lagðist yfír samning- enn hafí ekkert samkomulag náðst ana eftir fundinn í Lúxemborg. Ljóst virðist að ekki náðist samkomulag á fundi EFTA-ráðherra með fulltrúum EB í Salzburg um hveijar sameigin- legu niðurstöður fundarins í Lúxem- borg hefðu verið. sjávarafurðir og að sögn tals- mannanna eru hugmyndirnar frá Lúxemborg um þau efni enn til um- ræðu. Heimildir í Brussel herma hins vegar að EB hafi hafnað allri um- ræðu um veiðiheimildir við Svalbarða á þeirri forsendu að málið snerti al- þjóðlegar deilur um yfirráðarétt Norðmanna yfír auðlindum í kringum eyjuna. Að sögn embættismanna verður að leysa viðræðurnar um sjáv- arafurðir með pólitískri ákvörðun ráðherra. Aðeins ijórtán vinnudagar eru eft- ir af júlímánuði og mörg viðamikil og flókin mál eru enn óafgreidd í samningaviðræðunum. Tíminn sem liðinn er frá fundinum í Lúxemborg hefur nýst mjög illa, báðir samnings- aðilar verða því að leggja sig fram ef takast á að ljúka viðræðunum fyrir 1. ágúst þó svo að efasemdir séu uppi um að það takist. Afríska þjóðarráðið hefur barist ötullega gcgn aðskilnaðarstefnunni í gegnum árin. Hér eru blökkumenn í einni af fjölmörgum mótmæla- göngum sínum. in hafa á árangursríkan hátt lagt eina baráttuaðferð af, þ.e.a.s. vald- beitingu. Og önnur er að fara sömu leið, þar sem alþjóðlegum refsiað- gerðum gegn Pretoríustjórninni er nú óðum að linna. Afríska þjóðar- ráðið hefur tekið því sem óhjá- kvæmiiegum hlut og sætt sig við að refsiaðgerðum sé aflétt í áföng- um ef það helst í hendur við lýðræð- isþróun í landinu. Samtökin eiga þó enn eftir að finna bestu leiðina til að fást við hinn hála de Klerk sem hefur yfir hundruðum opin- berra starfsmanna að ráða sem uppfylla hverja hans ósk. Afríska þjóðarráðið hefur hins vegar afar lítil ítök í skriffinnskukerfinu, jafn- vel þó að það breytist til batnaðar eftir ráðstefnuna. í samfloti við komm- únistaflokkinn Afríska þjóðarráðið hefur verið í bandalagi með suður-afríska kommúnistaflokknum og ekki viljað ijúfa það. Þessi tengsl hafa vakið furðu manna, bæði þarlendra og erlendra, sem eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvers vegna þetta bandalag, hversu „meinlaust“ sem það er, er svona þýðingarmikið fyrir samtökin, sérstaklega þegar hrun kommúnismans um heim allan er haft í huga. Svarið virðist liggja í augum uppi. Bandalagið á sér sögulegar rætur. Lengi lifir í göml- um glæðum. Næstum helmingur þeirra sem sæti eiga í hinni nýkjörnu fram- kvæmdastjórn (en nánast enginn af þeim sex sem kjörnir voru í æðstu embætti) eru taldir vera kommúnistar, a.m.k. samkvæmt því sem komist verður næst, því að sumir eru tregir til að játa sig flokksbundna í kommúnistaflokkn- um, Þegar dregur að kosningum mun Afríska þjóðarráðið liggja und- ir miklum þrýstingi að skýra tengsl sín við kommúnistaflokkinn, því ella mun það hætta á að missa fylgi. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Cape Times og starfar nú sem dálkahöfundur í Höfðaborg. verið of fjótur á sér að aflétta bann- inu áður en aðskilnaðarstefnan væri að fullu lögð niður. Séra Leon Sulli- van, sem átti mikinn þátt í því að draga úr viðskiptum Bandaríkja- manna við Suður-Afríku, harmaði einnig ákvörðunina. Áður en Bush tilkynnti opinber- lega að banninu yrði aflétt talaði hann í síma við Nelson Mandela, forseta Afríska þjóðarráðsins, sem bað hann um að aflétta ekki bann- inu. Hann sagði að enn væru margir pólitískir fangar á bak við lás og slá og á meðan staðan væri þannig væri of snemmt að nema bannið úr gildi. Svipaðar undirtektir hafa kom- ið frá Afríkjuríkjum, og stjórn Zimbabwe sagði í gær að þessi ákvörðun gæti orðið til þess að grafa undan tilraunum til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. Fjórir blökkumenn í Suður-Afríku efndu til setuverkfalls við bandaríska sendiráðið í Jóhannesarborg í mót- mælaskyni við ákvörðun Bandríkja- stjórnar. Þeir voru fjarlægðir eftir tveggja tíma setu og ekki kom til átaka. Önnur lönd hafa verið jákvæðari í garð Bandaríkjastjórnar og Sviss bættist í gær í hóp landa sem numið hafa viðskiptabann gegn Suður- Afríku úr gildi, en þá var „þaki“ því á peningastreymi í viðskiptum við Suður-Afríku, sem sett var snemma á 8. áratugnum, kippt í burtu. Jap- önsk dagblöð gátu sér þess einnig til í gær að stjórnvöld þar í landi myndu aflétta viðskiptabanni gegn Suður- Afríku á næstu mánuðum, en stjórn- málamenn voru varkárari í orðum og sögðu að það myndi taka lengri tma. Ýmis stórfyrirtæki í Bandaríkjun- um, þ. á m. General Motors, Shera- ton-hótelkeðjan, tölvurisinn Digital Equipment og Heinz, eru þegar farin að kanna viðskiptamöguleika í Suður-Afríku. Sérfræðingar segja þó að þau muni ekkert aðhafast nema að vel grunduðu máli, þar sem ýmis ríki og borgir Bandaríkjanna hafa sett eigin lög sem banna viðskipti við Suður-Afríku og þessi lög hafa reynst snöggtum árangursríkari við að fæla fyrirtæki frá viðskiptum en þau sem sett voru af stjórninni, að mati.Stephen Davis fjármálasérfræð- ings. Önnur fyrirtæki, s.s, Ford, Xerox og IBM hafa ekki farið leynt með að þau muni ekki hefja viðskipti við Suður-Afríku þrátt fyrir að banninu hafi verið aflétt. Dr. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ræðir um framtíð NATO á fundi, sem haldinn verður í Súlnasal Hótels Sögu í dag. Fundurinn hefst kl. 16.30. Stjórn Samtaka um vestræna samvinnu, Stjórn Varðbergs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.