Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 36
.36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 GESTUM KVÖLDSINS VERÐUR BOÐIÐ UPPÁ SUMARDRYKK ÁRSINS. 25. HVER GESTUR FÆR ÓVÆNTAN GLAÐNING. SÓLBAÐSSTOFAN SÓLARMEGIN BÝÐUR 50. HVERJUM GESTI í UÓS. ÁIMÚU 17« Tvær toppmyndir til afgreiðslu frá Bíóhöllinni Þessar toppmyndir fást á öllum betri myndbandaleigum landsins. Bióhöllin myndbönd, simi 78900 - 78935 Eitt af verkunum um borð í Akraborginni. ■ UM ÞESSAR mundir stendur yfir myndlistarsýn- ing um borð í Akraborginni á 32 verkum 19 myndlistar- manna. Flest öll verkin eru unnin með rými skipsins í huga og kennir þar hinna ýmsu verka s.b. hljóðverk, skúlptúra, málverk, teikn- ingar, hreyfiverk o.fl. Sýn- ingunni lýkur 20. júlí. Flárátt er fógetavaldið... Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Hrói höttur prins þjóf- anna - „Robin Hood Prince of Thieves" Leikstjóri Kevin Reyn- olds. Handrit Pen Dans- liam og John Watson. Kvikmyndatökustjóri Doug Milesome. Tónlist Michael Kamen. Aðal- leikendur Kevin Costner, Alan Rickman, Morgan Freeman, Mary Eliza- beth Mastrantonio, Christian Slater. Bandarísk. Morgan Cre- ek 1991 Þá er hún komin, eins og þeir segja í auglýsingun- um, ein umtalaðasta mynd ársins og reynist hinn við- kunnanlegasti sumarsmell- ur, full af góðum ásetningi ævintýrsins sem kemst lag- lega til skila. Hrói höttur Costners, með sinn gálga- húmor og Indiana Jones- yfirbragð fær sjálfsagt Er- rol Flynn til að snúa sér í gröfínni, en tímarnir breyt- ast og mennirnir með, ’91 módelið (2), þessarar sívinsælu kvikmyndahetju er gerð. fyrir unglinga- markaðinn fyrst og fremst, sem þráir spennu, átök og gaman. Og í rauninni ætti enginn að verða fyrir von- brigðum með þessa ærsla- fullu ævintýramynd. Hrói höttur prins þjóf- anna er fyrst og fremst ævintýri og farið fijálslega með höfundarréttinn. Að þessu sinni er Hrói í mynd- arbyijun nýkominn úr langri útivist í Landinu helga þar sem hann hefur lent 1 mannraunum ströng- um og með honum siglir til Englands márinn Aze- em, (Freeman), vinur hans og vopnabróðir. Heimkom- an er heldur ömurleg, karl faðir hans hefur verið drep- inn og óðalið gert upptækt. Að baki ódæðisverkanna stendur hinn slóttugi fógeti í Nottingham (Rickman). Og Hrói og Azeem setjast að í félgagsskap utan- garðsmanna í Skírisskógi og er það fógetinn fláráði sem hefur flæmt þá fiesta í útlegðina. Stappar nú Hrói, og félagi hans, már- inn, stálinu í skógarmenn og skera þeir að lokum upp herör gegn óréttlæti' og djöfulskap yfirvaldsins, enda konungsríki Ríkharðs ljónshjarta og hin fagra Maríanna (Mastrantonio) í húfi... Margt er breytt frá hin- um hefðbundna Hróa Flynns enda dregur þessi nýjasta útgáfa vitanlega dám af því sem áhorfendur vilja sjá í dag. Persónumar eru ærið teiknimyndarlegar og mikið Iagt uppúr hraðri og fyndinni atburðarás. Höfundum hefur tæpast tekist að gera eftirminni- lega mynd en ævintýrið liggur í loftinu með öllum sínum ágætishetjum og illskufólum. Samtölin eru hvorki háfleyg né drama- tísk heldur fyndin og skori- nort. Persónurnar einlitar og yfirdrifnar - á brosleg- an máta. Myndin er ein- staklega falleg á að horfa, tónlistin áheyrileg og leik- urinn og leikaravalið lítt aðfinnanlegt. Það er helst að vanti púðrið í leikstjóm- ina sem er ósköp tilþrifalít- il. Það er gaman að fylgjast með Costner. Hann gerir bæði Hróa og myndina svo mikið virðingarverðari með sínum gamalkunna „sólíd“ leik og þessu einstaka, sanníærandi yfirbragði sem fær mann til að taka ólíklegustu persónur trúan- legar, eins og bóndann í Field of Dreams. Rickman, sá magnþrungni leikari, gerir lítið minna úr mann- skrattanum, fógetanum ill- ræmda, og Freeman hendir gaman að márahlutverk- inu. Hann gerir allt vel. Minni hlutverk em vel mönnuð en Mastrantonio er heldur ósannfærandi sem Maríanna. Höfundum hefur tekist ætlunarverk sitt að mestu leyti. Hrói höttur prins þjófanna er pottþétt af- þreying fyrir alla aldurs- hópa, hinsvegar er það stórt spursmál hversu oft nafn hennar verður nefnt á næstu afhendingarhátíð Óskarsverðlaunanna. Og að lokum vil ég óska Regn- bogamönnum til hamingju með auglýsingaplakatið sem þeir hafa íslenskað allt og er svo sannarlega til fyrirmyndar. INGDLFS CAFE Helga Bryndís Magnúsdóttir og Herdís Hallvards syngja og spila Frítt inn til kl. 23.30 Snyrtilegur klæðnaður Ingólfscafé, Ingólfsstræti, sími 14944. VITASTÍG 3 SIMI 623137 Föstud. 12. júli Opið kl. 20-03 BLUEICE útgáfutónleikar VIIMIR DÓRA &GESTIR Loksins, loksins er geisladiskur- inn BLUEICE kominn á ís- landsmarkaö! Hann inniheldur 10 gæðablúsa frá tónleikum CHICAGO BEAU/JIMMY DAWKINS/VINUM DÓRA sem haldnir voru á Púlsinum 18., 19. og 20. apríl sl. í tilefni útgáfutónleikana býður Púlsinn gestum sínum diskinn á kr. 1500 (kostar kr. 1899) - fæst við innganginn. „HAPPYHOUR“kl. 23-24 ATH. FYRSTU 30 GESTIRNIR FÁFRÍTTINN ÞAÐ VERÐUR STUÐ! PÚLSINN Við blús!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.