Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 7 Frægasti landhelgisbrjót- urinn skotinn til bana BENNY Newton, fyrrum skip- stjóri á togaranum Brandi frá Grimsby, sem varð þekktur sem landhelgisbrjótur hér við land og sigldi úr Reykjavíkurhöfn í óleyfi með tvo lögregluþjóna inn- anborðs þann 29. apríl 1967, var skotinn til bana á heimili sonar síns í þorpinu Erby, skammt frá Grimsby í fyrradag. Maður, sem samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er eldri sonur Newtons, Clifford, er í haldi lögreglu ytra, grunaður uin verknaðinn. Hann gafst upp fyrir lögreglu eftir tveggja klukustunda vopnað umsátur um heimili hans þar sem hann hafði læst sig inni ásamt konu og tveimur dætrum. Lögreglan í Grimsby hefur ekki staðfest að hinn meinti morðingi sé Clifford Newton og ekki hefur verið greint frá aðdraganda verkn- aðarins en meðan á umsátri um hús Cliffords stóð var umferð um þorp- ið bönnuð og fólki sagt að halda sig innan dyra. Eftir að maðurinn hafði gefist upp fannst lík Bennys í bílskúr hússins. Útvarpið í Hum- berside kveðst hafa öruggar heim- ildir fyrir því að Clifford sé grunað- ur um verknaðinn. Benny Newton var 67 ára gam- all og hafði um árabil rekið ásamt sonum sínum nokkra bingósali, skemmtistaði og þvottahús á Hum- berside-svæðinu. Hann hélt nokkru sambandi við Hilmar Þorbjörnsson, lögreglumann, annan þeirratveggja lögreglumanna, sem hann hafði á brott með sér í togaranum Brandi 1967 en þá hafði skipið verið kyrr- sett meðan réttað var í máli vegna landhelgisbrota togarans. Hilmar Þorbjörnsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann hefði nokkrum sinnum hitt Benny Newton á liðnum árum, bæði hér og erlendis, og hefði alltaf farið vel á með þeim þótt þeir hefðu kynnst undir þeim óvenjulegu kringum- stæðum. „Hann var að heyja sitt stríð og við okkar, og mér þótti vænt um karlinn þrátt fyrir þetta. Ég fann það líka á því fólki sem ég kynntist í kringum hann að hann var afskaplega vel liðinn, bóngóður og elskulegur, þótt hann gæti verið harður í horn að taka“ sagði Hilm- ar. Hann sagðist hafa hitt Clifford son Bennys og hefðu þeir feðgar virst vera miklir mátar og samrýnd- ir. „Mér þykir afskaplega leiðinlegt að heyra þessa harmsögu og það er verst að geta ekki farið út og verið við jarðarförina,“ sagði Hilm- ar Þorbjörnsson. Morgunblaðið/Rax Feðgarnir Clifford og Benny Newton við varðskipabryggjuna í Reykjavíkurhöfn í mars 1982. Þá komu þeir feðgar hingað ásamt ævisöguritara Bennys. Clifford er nú í haldi lögreglu í Grimsby grunaður um að hafa skotið föður sinn til bana. Landsvirkiun: Franskt fyr- irtæki gerir kostnaðará- ætlun vegna sæstrengs FULLTRÚAR franska fyrirtæk- isins Alcatel hafa átt viðræður við stjórnendur Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar lagningar sæstrengs frá Islandi. Að sögn Jóhanns Más Maríussonar, að- stoðarforstjóra Landsvirkjunar, framleiðir fyrirtækið sæstrengi og kynnti það Landsvirkjun starfsemi sína og bauð fram að- stoð ef af verkefninu verður en engir samningar voru gerðir á milli aðila. Leggur fyrirtækið fram áætlun um kostnað við undirbúning verk- efnisins og nánari útfærslu þess fyrir Landsvirkjun innan nokkurra mánaða, að sögn Jóhanns. Sagði hann að Landsvirkjun héldi hugmyndinni um lagningu sæ- strengs sífellt vakandi en hefði ekki enn gengist undir neinar skuldbind- ingar vegna þessa verkefnis. Feröagn"____ [stranddýnur__ 4 manna Capisa matarferðasett Hiól 24" fjaiia ÍHústjáíd\__ ttíKm 0153 Kæiibox^Wra^^ Tjaldborð^istójum 41» Sunnud. LOKAÐ lokað kl. 11-18 kl. 11-18 kl. 11-18 OPIÐ UM HELGINA: Laugard. kl. 10-14 kl. 10-14 kl. 10-16 kl. 10-18 kl. 10-18 Wlikligarður v/Sund Kaupstaður NlikligarðurJL-husinu Nlikligarður Miðvangi Niikligarður Garðabæ KAUPSTADUR AIIKUG4RÐUR IMJODD ALLAR BUÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.