Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Ekki þörf á að flytja inn kartöflur í ár: Islenskar kartöflur á markaðinn um 20. júlí KARTÖFLUR hafa sprottíð vel í hlýjunni undanfarið. Þykkvabæingar verða að líkind- um fyrstir til að taka upp en víðast hvar hefst uppskeran i kringum mánaðamótin. Enn er algerlega óráðið hvað nýju kart- öflumar munu kosta. Kristinn Vagnsson sölustjóri hjá Ágæti hf., segir að uppskeran á íslenskum kartöfium frá í fyrra nægi þangað til þær nýju komi á markaðinn og ekki þurfi að flytja inn erlendar karíöflur í ár. Kristinn segir að horfur séu á því að farið verði að selja nýuppteknar kartöfl- ur í kringum 20. júlí. Verð á nýju uppskerunni segir Kristinn að hafi ekki verið ákveðið enn. Hjá Kartöflusölu Svalbarðseyrar Morgunblaðið/Sverrir Bryndís Schram tekur Manfred Wörner fagnandi er hann stígur út úr þotu sinni á Reykjavíkurflug- velli. Jón Baldvin Hannibaisson utanríkisráðherra fylgist með. _____________ Framkvæmdaslj óri Atlantshafsbandalagsins í heimsókn: Mikilvægi íslands fyrir NATO mun enn aukast á næstu árum - segir Manfred Wörner MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýzkalands, kom hingað til lands i gær í opinbera heimsókn. í samtali við Morgunblaðið við komuna til landsins sagðist hann telja að hlutverk íslands innan Atlantshafs- bandalagsins myndi verða enn mikilvægara á næstu árum. Wömer kom hingað til lands með þotu þýzka flughersins, sem lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfþijú í gær. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra og Bryndís Schram kona hans tóku þar á móti framkvæmdastjóranum og Elfriede konu hans, ásamt nokkrum embættismönnum utanríkisráðu- neytisins. Wörner og Jón Baldvin áttu um tveggja klukkustunda lang- an fund saman í gær og Wörner Samninganefnd ríkisins: Agúst Einarsson formaður FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað fimm manns í nýja Samninganefnd ríkisins í launamálum og fækkar verulega í henni frá því sem var. Ágúst Einarsson, próf- essor, hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. Auk hans sitja í nefndinni Birgir Guðjónsson, skrifstofu- stjóri, Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, Magnús Péturs- son, ráðuneytisstjóri, og Steingrímur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármálaráðherra. Ritari nefndarinnar verður Sigrún V. Ásgeirsdóttir, deild- arstjóri. í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu af þessu til- efni segir: „Meginverkefni nefndarinnar næstu vikur verð- ur undirbúningur kjarasamn- ingagerðar á hausti komanda, en eins og kunnugt er falla all- ir kjarasamningar ríkisins, sem og hins almenna vinnumarkað- ar, úr gildi hinn 31. ágúst næst- komandi. Að þessari stefnumót- un, sem og sjálfri samnings- gerðinni, þegar þar að kemur, vinna síðan ýmsar undimefndir með samninganefndinni, en ákvörðun um skipan þeirra verður tekin síðar.“ snæddi síðan kvöldverð í boði ut- anríkisráðherra. „Hlutverk íslands mun af land- fræðilegum og pólitískum ástæðum verða enn mikilvægara,“ sagði Wömer er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann hvaða augum hann liti hlutverk Islands í nýju hernaðarskipulagi Atlantshafs- bandalagsins. „Mikilvægi þess mun aukast hernaðarlega, vegna þess að NATO treystir nú meir á að liðs- auki berist en áður, og pólitískt vegna þess að tengsl Evrópu og Ameríku munu verða lykilþáttur í heimsskipan framtíðarinnar. Ég tel að ísland hafi pólitískt táknrænu hlutverki að gegna fyrir tengsl Evrópu og Ameríku. Þið eruð mitt á milli meginlandanna, horfið jafnt til hinna Evrópulandanna sem til Bandaríkjanna. Þetta tel ég einnig að bendi til aukins mikilvægis lands ykkar.“. Heimsókn Wörners er reglubund- in heimsókn framkvæmdastjórans til íslands sem aðildarríkis NATO. Síðast kom hann hingað haustið 1989. Jón Baldvin Hannibalsson sagði fyrir fund þeirra Wömers að þeir hefðu margt að ræða, þar á meðal stöðu afvopnunarmála og breytt umboð Atlantshafsbanda- lagsríkjanna til að útvíkka svið CFE-viðræðnanna um afvopnun til þess að þær næðu einnigtil hafsins. „Hann mun vafalaust gera mér grein fyrir mati sínu á stöðunni í Júgóslavíu. Ég mun ræða málefni Eystrasaltslanda. Við munum ræða Mannvirkjasjóð Atlantshafsbanda- lagsins og framkvæmdir á vegum vamarliðsins hér. Við munum ræða um fjarskiptakerfi og um æfíngu varaliðs Atlantshafsbandalagsins hér á landi, sem á að fara fram í byijun næsta mánaðar," sagði Jón Baldvin. í dag hittir Wörner Davíð Odds- son forsætisráðherra og snæðir með honum hádegisverð á Þingvöllum. Að loknum fundi með blaðamönnum og fyrirlestri Wörners hjá Samtök- um um vestræna samvinnu og Varðbergi, mun hann halda norður til Akureyrar og ferðast um hálend- ið áður en hann heldur heim á sunnudag. eru einnig til nægar birgðir af kartöflum og þar er búist við nýrri uppskeru í kringum mánaðamótin. Ármann Ólafsson kartöflubóndi í Vesturholtum í Þykkvabæ kveðst ekki vera svo bjartsýnn að búast við því að kartöflur verði svo vel sprottnar eftir tíu daga að þær verði söluvara, en í kringum mán- aðamótin yrði farið að taka upp fyrir alvöru. Ef hlýindin haldast og svolítil úrkoma eins og verið hefur undanfarið á kvöldin í Þykkvabænum ségir Ármann að spá Kristins í Ágæti geti ræst. Að sögn Ármanns hefur engra sjúk- dóma orðið vart í kartöflunum fram að þessu. Jóhann Benediktsson á Eyrar- landi í Eyjafirði segist gæla við þá hugmynd að geta farið að taka upp kartöflur í kringum mánaða- mótin, en það verði ekki í stórum stíl til að byija með. Jóhann telur líkur á góðri uppskeru á kartöflum þó að þurrkarnir að undanfömu hefðu tafið fyrir sprettunni. Öm Bergsson á Hofí í Öræfum kveðst nokkuð bjartsýnn á upp- skerana hjá sér. Þurrkamir hafí ekki komið niður á sprettunni og sagði Öm að hjá sér yrði farið að taka upp í kringum mánaðamótin. I Homafirðinum virðist sprettan vera svolítið síðar á ferðinni. Að sögn Skarphéðins Larsen á Lindar- bakka býst hann ekki við neinni kartöfluupptöku að ráði fyrr en um miðjan ágúst. Aðspurður um hvort hann gæti spáð nokkm um ,verð á nýjum kartöflum til kaup- enda, sagði Skarphéðinn að það réðist nú eins og stundum áður af taugastyrk framleiðenda. Þegar uppskera væri mikil væri hætta á því að menn færu að bjóða verðið niður hver fyrir öðrum. Símabilanirnar: Ekki af völd- um hitans SÉRFRÆÐINGUR frá L. M. Erlc- son vinnur nú ásamt starfsmönn- um Pósts og síma að því að finna orsakir þeirra truflana sem vart hefur orðið á símasambandi að undanförnu. Ragnar Benediktsson yfírdeildar- stjóri í tæknideild Landssímans segir að svipaðar tmflanir hafí orðið fyrr á árinu. Taldi hann að ekki væri hægt að rekja bilunina til hitans undanfarið, hér sé trúlega um að ræða bæði vélbúnaðar- og hugbúnað- argalla, sem gera vart við sig samtímis. Leitað að orsökum bilananna. Tillögnr Hafrannsóknastofnunar: Ýmislegt tekið til skoðunar til að mæta aflaskerðingunni - seg'ir sjávarútvegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir, að hugmyndir um að deila aflaheimildum Hagræðingarsjóðs til flotans, hefta útflutning á ferskum fiski til að styrkja fiskvinnsluna og skerða veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri landhelgi, verði allar skoðaðar i tengslum við þær tillögur, sem Hafrannsóknastofnun hefur sett fram um skerðingu á þorsveiðiheimildum á næsta ári. „Ég vil alls ekki útiloka umræðu um þessi atriði. Það er alveg ljóst að þetta er ekki aðeins áfall fyrir útgerðina, heldur. stendur fiskvinnsl- an einnig frammi fyrir nýjum vanda og það þarf að huga að þeim þætti. Þessi atriði og fleiri koma því til skoðunar,“ sagði Þorsteinn Pálsson við Morgunblaðið. Ofangreind atriði hafa hagsmunaaðilar í sjávarútvegs- greinum nefnt í samtölum við Morg- unblaðið. „Ég held að menn verði að vera mjög opnir fyrir því að taka á ýmsum þáttum í sjávarútvegsmálum. Ég hef lagt höfuðáherslu á að menn geri sér grein fyrir því að það þarf að hraða hagræðingu í veiðum og vinnslu og samruna og samstarfi fyrirtækja. I öðru lagi þarf að styrkja mjög haf- rannsóknir og undan því verður ekki vikist að fara í fjölstofnarannsóknir. í þriðja lagi þarf að taka ýmsa þætti til skoðunar. í fjórða lagi nefni ég enn og aftur, að menn þurfa að hætta öllu tali um að leggja viðbót- arálögur á atvinnugreinina," sagði Þorsteinn. Þegar Þorsteinn var spurður hvort áhersla hans á að styrkja hafrann- sóknir þýddi að núverandi rannsókn- ir væru ekki nógu góðar svaraði hann því neitandi. „Hins vegar er ljóst að við getum aflað okkur meiri þekkingar og þar á meðal með því að kanna tengslin á milli einstakra stofna og skilyrðanna í sjónum. Slíkar rannsóknir geta veitt okkur svör við ýmsum spumingum sem uppi eru, eins og hver tengslin séu milli þorsks og loðnu, m.a. með til- liti til ætis. Allt eru þetta atriði sem auka þekkingu okkar og gera okkur hæfari til að taka ákvarðanir. Við megum ekki láta neina möguleika til aukinnar þekkingar úr greipum ganga,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Sjá ummæli manna á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.