Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstoínunar og stjórnarformaður Framkvæmdasjóðs SELDIBRÓÐUR SINUM 350 MILLJÍNA SKATTAAFSLATT FYRIR 35 MILLJÓNIR Stjórnarflokkarnir NOTA ÓLÖGLEOA 0G FALSAÐA REIKNINGA TIL FJARÖFLUNAR Hvers vegna eru konursvona miklu betri en karlar? Fjórtán auðskilin dæmi um yfirburði kvenna Mikligarður TIIGMILLJÖNA1AP STRAX VIB FÆBINGU ✓ Astarhaturs- samband * Islendinga & Færeyinga WERNER RASMUSSON KAUPIR SKEMMTISTAÐ Allt um btkiní og það sem í þeim er fullt blað afslúðri KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ ísland mætirTyrklandi ívináttuleiká Laugardalsvelli á míðvikudag í næstu viku: Fjórir nýliðar í tuttugu manna hóp Johanssons Bjarni Sigurðsson markvörður gefur ekki framar kost á sér í landsliðið FJÓRIR nýliðar eru í 20 manna landsliðshópi fyrir vináttuleik- inn gegn Tyrkjum^em fram fer á Laugardalsvelli miðvikudag- inn 17. júni. Þetta eru þeir Helgi Björgvinsson, Víkingi, Steinar Guðgeirsson, Fram, Arnar Grétarsson, Breiðabliki og Valdimar Kristófersson úr Stjörnunni. Athygli vekur að Bjarni Sigurðsson, landsliðs- markvörður til margra ára, gef- ur ekki framar kost á sér í landsliðið. Bo Johansson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær 20 manna hóp en á sunnudaginn mun hann skera hann niður um fjóra leikmenn og þá verður ljóst hvaða 16 leikmenn skipa landslið Islands í leiknum gegn Tyrkjum. Bo sagði að hann væri stöðugt að leita að ungum leikmönnum sem hann vildi gefa tækifæri með liðinu. A fundi með blaðamönnum í gær fór hann yfir öll lið 1. deildar og nefndi leikmenn sem hann hefur augastað á og hefur fylgst sérstak- lega með. En hann gerir meira en það, hann fylgist einnig með neðri deildunum, og yngri flokkum. „Ég var mjög hrifinn af leik IA gegn KR og þó það séu engir Skagamenn í hópnum að þessu sinni er ég viss um að þeir verða margir í framtíðinni," sagði Bo. Hann nefndi einnig Friðrik Friðriksson markvörð Þórs á Akureyri. Sagði hann góðan markvörð og alltaf inni í myndinni hvað landsliðið varðaði. Hann sagðist hafa verið mjög nærri því að velja Ingólf Ingólfsson úr Störnunni í hópinn og nefndi einnig Birgi Sigfússon og Heimi Erlingsson sem unga og efnilega leikmenn. „Þegar ég horfi á Stjörn- una leika þá er Sveinbjörn Hákonar- son alltaf besti maðurinn," sagði Bo og var um leið spurður hvers vegna hann veldi hann þá ekki. „Ef ég ætla að byggja upp lands- lið til framtíðarinnar þá er ekki hægt að nota alltaf „eldri“ leik- menn, sérstaklega ekki á miðjunni, þar sem mikið er til af góðum, ungum miðvallarleikmönnum á Is- landi. Ef ég vel Sveinbjörn þá gæti ég eins valið Karl Þórðarson og Pétur Ormslev, en þá er ég kominn með of „gamla“ miðju,“ sagði Bo. „Það gildir öðru máli um vörnina. Þar eru þeir eldri enri bestir, og það virðist reyndar mikið vandamál að finna nógu góða, unga varnarmenn hér á landi.“ Enginn FH-ingur er í liðinu að þessu sinni og var Bo ítrekað spurð- ur um hvers vegna Hörður Magnús- son fengi ekki tækifæri hjá honum. Hann spurði blaðamenn á móti hvort hann ætti að koma inn fyrir Arnór eða Eyjólf. „Ríkharður Daða- son er mikið efni og framtíðar sókn- armaður landsliðsins, sennilega með „Jolla“ [Eyjólfi], og ég bíð eft- Framherjar íslenska Iandsliðsins á næstu árum, að mati Bo Johanssons. Eyjólfur Sverrisson, VfB Stuttgart t.v., og Ríkharður Daðason, Fram. ir að Anton Björn Markússon nái sér að fullu eftir meiðsli, þar er mikið efni á ferðinni." Bo sagði að menn frá FH og KA væru einnig inni í myndinni hjá sér, þó svo enginn hefði verið valinn nú. Nefndi hann m.a. Steingrím Birgisson, varnarmann hjá KA og FH-ingana Andra Marteinsson og Ólaf Kristjánsson, sem báðir voru með landsliðinu í Albaníu. „Hjá Víkingum hef ég fylgst með Guð- mundi Inga, Atla Einarssyni og nafna hans Helgasyni auk Helga Björgvinssonar, en hann er í hópn- um núna,“ sagði Bo. Hvað ÍBV varðar sagði Bo að þar væru nokkrir leikmenn sem lof- uðu góðu og hjá Val voru Steinar Adólfsson, Jón Grétar og Anthony Karl inni í myndinni auk þeirra sem valdir voru í hópinn. Hjá Blikunum hefur Bo fylgst með Guðmundi Guðmundssyni, Steindóri Elísyni og Val Valssyni. Hópurinn Markverðir: Ólafur Gottskálksson KR Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson Atli Eðvaldsson Tottenham KR Val Einar Páll Tómasson. Val Þormóður Egilsson.... KR Helgi Björgvinsson.... Þorvaldur Orlygsson. Ólafur Þórðarson Víkingi Fram Sigurður Grétarsson. Hlynur Stefánsson.... Rúnar Kristinsson Steinar Guðgeirsson. ..Grasshoppers IBV KR TJRK Eyjólfur Sverrisson Stuttgart Arnór Guðjohnsen Bordeaux RagnarMargeirsson KR Rikharður Daðason Fram Valdimar Kristófersson ....Stjörnunni Verður örugglega skrýtið - að vera ekki í hópnum, segir Bjarni Sigurðsson markvörður BJARNI Sigurðsson, mark- vörður hjá Val og landsliðinu til margra ára, hefur ákveðið að gefa ekkí framar kost á sértil að leika með landslið- inu. Eg sagði Bo [Johansson, lands- liðsþjálfara] frá þessari ákvörðun minni á þriðjudaginn. Ég hafði ákveðið að hætta í lands- liðinu eftir þetta tímabil en mér fannst rétt að halda ekki plássinu frá þeim sem kæmu til með að leika í HM og því ákvað ég að gefa ekki frekar kost á mér,“ sagði Bjarni í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Það hefði verið ósanngjarnt gagnvart þeim sem munu leika í heimsmeistarakeppninni að keppa að sæti í landsliðinu í allt sumar og hætta svo þannig að ég ákvað að hætta núna. Þetta er fyrsta skrefið í að hætta alveg. Landslið- ið lengdi tímabilið mikið hjá manni og með því að hætta þar hefur maður meiri tíma fyrir sigog sína, en auðvitað kemur að því að mað- ur hættir alveg, en hvenær það verður veit ég ekki,“ sagði Bjami. Bjarni hefur verið aðalmark- vörður íslands í sjö ár og hefur á þeim tíma aðeins misst örfáa leiki úr. „Það verður auðvitað erfítt að hætta og örugglega dálítið skrýtið að vera ekki í hópnum á miðviku- daginn. Ætli ég verði ekki bara í stúkunni og öskri „Áfram ís- iand!“. Annars er miklu erfiðara að horfa á en að leika, ég hef reynt það og þá er ég alveg rosa- lega trekktur," sagði Bjarni. Bjarni Sigurðsson á að baki 41 leik í marki A-landsliðsins. Morgunblaðið/Skapti Bjarni Sigurðsson ásamt líklegasta arftaka sínum sem aðalmarkverði landsliðsins, Olafi Gottskálkssyni úr KR. Þama eru þeir félagar á æfíngu lyrir landsleikinn í Albaníu á dögunum. Samskipadeild, Kaplakrikavöllur kL 20: ÍSLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.