Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 10
>A( IL avtua MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. JULI 1991 David Tutt, Signý Sæmundsdóttir og Björk Jónsdóttir. Tvísöngur _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Signý Sæmundsdóttir og Björk Jónsdóttir, ásamt Davit Tutt, héldu tónleika í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru verk eftir Alban Berg, Schutz, Cherubini, Brahms og Mendelssohn. Signý Sæmundsdóttir hóf tón- leikana með „Sjö fyrstu söngvum" eftir Alban Berg en þessa frábær- lega fallegu söngva samdi Berg á árunum 1905-8, þá verandi nem- andi Schönbergs og endurvann þá til útgáfu 1928. Allir voru söngv- arnir vel sungnir, þó rétt sé að nefna sérstaklega Die Natchtigall, Traumgekrönt og síðasta lagið Sommertage. Þrátt fyrir nokkuð sérkennilegan undirleik, þar sem vantaði meira leggiero í fyrir fín- legan vefnað verkanna var flutn- ingurinn í heild góður. Tveir dúettar voru næst á efnis- skránni, sá fyrri eftir Sehutz, Wie ein Rubin in feinem Golde og seinni eftir Cherubini, Dite alm- eno. Dúettinn eftir Schutz stakk nokkuð í stúf við al-rómantíska efnisskrána og Dite almeno eftir Cherubini er líklega úr safni 30 óperuverka, sem hann hafði samið áður en hann settist að í París og hóf að semja fransk-rómantískar óperur. Cherubini var vel sunginn enda skemmtileg og leikandi ítölsk óperutónlist. BjÖrk söng þrjú lög eftir Brahms, Die Marliaccht, meistara- verkið Von ewiger Liebe og Standchen. Björk söng vel en sér- lega þó Von ewiger Liebe. Tónleik- unum lauk með fjórum dúettum, þremur eftir Mendelssohn og ein- um, Die Schwestern eftir Brahms. í dúettunum fóru þær stöllur á kostum og voru þó einna bestar í Die Schwestem úr op. 61 (Fjórir dúettar fyrir sópran, alt og píanó). Pianóleikarinn David Tutt lék sérstaklega vel í Brahms og síð- ustu dúettunum, enda vel kunn- andi á sínu sviði. Þrátt fyrir að dúettsöngur sé ekki oft á dagskrá er til mjög mikið af góðum. dúettsöngvum, t.d. eftir Mendelssohn og Brahms (einir tólf fyrir sópran og alt), að ekki sé talað um óperudúetta, svo að vel mætti þar taka til hendi og flytja þessa ágætu en annars lítið fluttu tónlist. HVERAGERÐI Helgartilboð - matseðill Föstudagur Niðrifrá kl. 12.00: Grænmetissúpa/grillaðurlax/kaffi, kr. 990,- Uppi frá kl. 18.00: Indversk karrýsúpa/hveraeldaður, léttreyktur grísakambur/mokkaábætir, kr. 1.690,- Laugardagur Niðri frá kl. 12.00: Sveppasúpa/grillaður lax/kaffi kr. 990,- Uppifrá kl. 15.00: Kökuhlaðborð með súkkulaði, kr. 750,- Frá kl. 19.00: Hveraeldað veisluhlaðborð/ábætir/kaffi og heimamalagað konfekt, kr. 2.490,- Sunnudagur Niðri frá kl. 12.00: Hamborgaratilboð m/sósu, salati, frönskum, kr. 495,- Uppifrá kl. 14.30: Kökuhlaðborð með súkkulaði, kr. 750,- Frá kl. 19.00: Rjómasúpa/pottréttahlaðborð, kr. 990,- Rýmisverk í Nýlistasafni Myndlist Bragi Ásgeirsson Frá því að sérdeild í myndmót- un var komið á laggirnar við MHÍ fyrir rúmum áratug hafa orðið stórstígar breytingar á þeim vett- vangi hér á landi. Deildina hefði átt að stofna miklu fyrr, því að kennslu á þessu sviði var mjög ábótavant þótt fyr- ir væru mjög hæfir kennarar, en þeir kenndu einungis önn og önn af vetri í myndmótun. Nám í myndmótun er mjög kröfuhart, einkum ef það byggist á stigmagnandi tilfinningu fyrir formun og var lengi lítil breyting á náminu innan listaháskóla, en það byggðist framar öllu á ræki- legri grunnþjálfun með áherslu á teikningu og mótun líkamsforma í leir. En á seinni tímum hefur víða orðið kúvending á náminu og list- greininni um leið. Ferlið er orðið meira smíðisvinna en bein lífræn formun þar sem þjálfað snerti- skynið ræður ferðinni og þannig séð hefur fagið færst nær bygg- ingalistinni, og lífrænni mótun (hönnun). Um ieið hefur hvers konar flókin hugmyndafræði og torskilin heimspeki haldið innreið sína á vettvanginn. Segja má að við höfum hlaupið yfir hina hefðbundnu þróun við nám í mótunarlist og tekið strax í upphafi upp á arma okkar ný og fersk viðhorf frá útlandinu og ber íslensk mótunarlist í dág sterkan svip af þessari þróun. Hvort við höfum haft ávinning af því eða ekki á tíminn eftir að leiða í ljós, og óneitanlega hefur ýmislegt spennandi verið að ge- rast í íslenskri rýmislist á undan- förnum árum. En það skortir þó eitthvað, sem við sjáum í verkum margra rótgróinna nútímalista- manna erlendis, þá þjálfun og bakgi’unn sem einungis áralangt strit við að tileinka sér grundvall- arforsendur rýmislistar getur töfrað fram. Hér skal ekki gert upp á milli aðferða, en ekki þykir sú hol- skefla smíðisgripa og hönnunar- verka er flæðir yfir heiminn í dag og er orðin að skólafagi og fræð- ingar halda uppi með hvers konar heimspeki beint upppörvandi, þótt ýmislegt sé vel gert og eigi fullan rétt á sér. í Nýlistasafninu sýna þessa dagana tveir ungir og framsæknir mótunarlistamenn verk sín, þeir Sveinn Þorgeirsson og Daníel Magnússon. Bera verk þeirra Listamennirnir Sveinn Þor- geirsson og Daníel Magnússon (á innfelldu myndinni). ■beggja greinilegan svip af áður- nefndri þróun. Báðir teljast þeir vel skólaðir á nútímavísu svo langt sem það nær. Sveinn sýnir voldug ker með táknrænu ívafi ásamt lágmyndum á neðri hæðum húsakynnanna. Verk hans eru dálítið hrá og óvægin, jafnvel ógnvænleg á köfl- um, en um leið kemur fram skemmtileg ljóðræn kennd í lág- myndum hans. Hann vill vera ögrandi og ágengur og tekst það á köflum. Endaveggurinn yfir þrónni þyk- ir mér hámark sýningarinnar og sá saiur er að öllu samanlögðu hinn áhugaverðasti. Daníel er fíngerðari í útfærslu mynda sinna og á vissan hátt hugmyndafræðilegri. Verk hans eru hnitmiðuð smíðisverk með áherslum á efniviðinn sem hann tekur að sér að vinna úr hveiju sinni. Fram koma auðsæ áhrif frá Kristjáni Guðmundsyni og hug- myndafræði hans. Verkið „Eld- húsfílabein" (2) er sérstaklega áhugavert og vel útfært, og sam- setning myndarinnar „Ludus“ (6), sem er gerð í við, linoleum, dúk og plast er mjög hnitmiðuð og lif- andi. Veitingastaðurinn Argentína og Goða styrktu framkvæmdina, sem er til fyrirmyndar, en satt að segja hefðu þau mátt styrkja fleira í kringum hana, sem hafði kostað óverulegan pening en dá- lítinn framkvæmdavilja. Hefði sýningin þá skilað sér betur til skoðendanna, sem skiljanlega era sárafáir og mun enn fækka á stað- inn í framtíðinni er hér verður ekki breyting á. Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að auglýstur sýningartími er frá 14—18 rúmhelga daga en frá 12—18 um helgar. Telst þá tími til fyrirmyndar á staðnum nema að sjálfsögðu að sýningar- vörður hafi brugðið sér frá til að leita sér næringar svo sem átti sér stað er mig bar fyrst að garði á jsunnudegi. Er það í þriðja sinn á árinu sem ég kem að lokuðum dyrum á almennum sýningartíma. Lokaverkefni frá Lahti í anddyri Norræna hússins hef- ur undanfarið staðið yfir merkileg sýning á útskriftaverkefnum nem- enda úr gullsmíðadeild stofnunar formrænnar mótunar í Lahti (La- hti design institute). Fyrir 'okkur er þessi sýning merkileg vegna þess að við eigum ekki hliðstæðu hér á landi nema það sem kemur frá almennum gullsmíðaverkstæðum. Hefur þó lengi verið þörf á slíkri deild við Myndlista- og handíða- skóla íslands, sem gjarnan mætti vera í tengslum við málsmíðideild, sem er forn iistgrein og lengi var iðkuð í landinu. Einnig var það iðkað að skreyta málma t.d. vopn og veijur svo og ýmislegt skart og nefndist þá rít- list, sem útleggst að grafa í málma og vafalítið annað hart efni. Á sýningunni sjáum við einmitt riffil sem er fagurlega skrautgraf- inn af Kari Puustinen í 18k gull, sem einmitt er gott dæmi um það sem nefnt var rítlist. Þetta er fjölbreytt samasafn smíðisgripa og auðsæ er hin mikla vinna og alúða sem lögð er á handverkið um leið og hin líf- ræna, skapandi mótun er höfð að leiðarljósi. Sýningin virðist vekja óskipta athygli þeirra sem leið eiga í hús- ið, enda er hér um að ræða gripi sem eru forvitnilegir fyrir augað og snerta um leið fegurðarskyn fólks. Ekki ætlar listrýnirinn að gera upp á milli gripanna, því hann hefur fátt upplýsinga á milli hand- anna um sýninguna og einstaka þátttakendur nema ljósritaðan einblöðung með nöfnum þátttak- endanna (17) og upplýsingum um verk þeirra og samsetningu. Fram kemur að útskriftanem- arnir hafa leitað í hin ljölskrúðug- ustu efni við útfærslu verka sinna og sjaldan einskorðað sig við eitt einstakt efni. Lengst gengur tví- mælalaust Timo Salsola í perlu- hálsfesti, sem gerð er úr 18k gulli / hvítagulli / smelti / spinn- el / demöntum / ferskvatnsperlum / lapis/ lazuli / steinvölum, og askjan er úr viði og iátúni. Er ástæða til að vekja sérstaka Sigríður Anna Sigurðardóttir athygli á framkvæmdinni sem er af hárri gráðu og þeirri nauðsyn að við eignumst sem fyrst sér- deild í þessu fagi við Iistaskóla hérlendis. Lífræn sköpun er með því mikilvægasta í nútímaþjóðfé- lagi og að baki hennar liggja mikl- ir fjármunir um leið og um er að ræða menningarstaðal hverrar þjóðar fyrir sig í hnotskurn. Meðal útskriftamema er íslend- ingurinn Sigríður Anna Sigurðar- dóttir sem sýnir fallegt armband, hring og eyrnalokk, 18 kt gull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.