Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 20
20 MjDoowrfbwB 0éO® MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Sólin sortnaði í Ameríku: Sólin er 400 sinnum stærri en TungliS. I gær var lengsti al myrkvi á sólu, sem sjást mun á JörSu næstu 150 árin. Jörðin frá Jörðu Skuaginn af tunglinu færoist frá vesturfiluta Hawaii-eyja til Brasilíu á premur stundum og ^ 26 mínútum. Sólmyrkvi verður þegar TungliS ber á milli JarSar og Sólu og skyggir ó hana. Hawaii kl. 17.30 skyggir fyrst á JörSu Ferill almyrkva Brasilía kl. 21.00 skyggir síð- ast á Jöröu. Mexíkó Hér sást al- myrkvinn best. skuggans, sem var 240 km breiSur, 3stu stjörnusjónaukabyrpingu heims Hawaii, í aðeins 2 km fjarlægð og fengu stjömufræðingar pví einstakt tækifæri til rannsókna á Sólinni. alskuggans hálfskugga ns ycjiHOOW' HftViMl rnstíww Wra Wom t '\ New Scientist Milljónir manna biðu í of- væni eftir almyrkvanum Daily Telegraph, New York Times. TALIÐ var að meira en 100 millj- ónir manna, frá Hawaii-eyjum til Brazilíu, hefðu beðið þess í gær að fylgjast með almyrkvanum á sólu, þeim síðasta, sem sést í Vesturheimi fram til ársins 2017. Átti myrkvinn, 100 mUna breiður skuggi, að sjást á Hawaii-eyjum, í Kaliforníu, í Mexíkó og suður til Brasiliu og í um fimm til sjö mínútur á hveijum stað. Mest var eftirvæntingin í Mexíkó enda átti almyrkvinn að ná þar til fleira fólks en áður hefur gerst og þar í landi er það mikil trú, að fyrir- bærið boði einhver stórtíðindi og jafnvel heimsslit. í sumum samfé- lögum indíána átti til dæmis að beija bumbur og láta mjög ófriðlega í þeim tilgangi að hræða burt „varg- inn“ (tunglið), sem „mun reyna að gleypa sólina". Um sólmyrkvann er annars allt gott að segja, jafnt fyrir viðskiptin sem vísindin. Fyrir tveimur árum var búið að panta upp öll hótel á Baja California-skaga í Mexíkó á þessum tíma og talið var, að gest- irnir yrðu miklu fleiri en íbúarnir í mörgum þorpum. Á mexíkönsku Forsíða Morgunblaðsins 1. júlí 1954. Daginn áður, 30. júní, var sól- myrkvi og almyrkvi á sólu, sem sást víða á norðurhveli. Var veður nyög gott þennan dag, að minnsta kosti sunnanlands, og því voru viðbrigðin þeim mun meiri þegar myrkrið lagðist yfir eða eins og segir í Morgunblaðinu: „Um hádaginn féll myrkur yfir landið, napur gjóstur næddi um menn og skepnur og stjörnur skinu á himni eins og á vetrarnóttu." Samníngar um lang- dræg vopn í vikunni? Washington. Reuter. ALEXANDER Bessmertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ræddi í gær við George Bush Bandaríkjaforseta um hugsanlegan samning um langdræg kjarnavopn og sagði það von Sovétstjórnarinn- ar, að honum mætti ljúka á nokkrum dögum. Yrði þá unnt að undir- rita hann fljótlega á fundi með þeim leiðtogum, Bush og Mikhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. „Okkur er ekkert að vanbúnaði að íjúka við þetta verk,“ sagði Bess- mertnykh á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og Bush sagði, að hann vildi gjama hitta Gorbatsj- ov að máli í Moskvu í sumar. START-viðræðurnar, samningavið- ræðurnar um langdrægu vopnin, hefðu hins végar staðið í veginum og kvaðst hann vona, að þeirri hindrun yrði nú rutt burt. Bessmertnykh, sem kom til Washington í boði Bush, sagði, að ekki vantaði pólitískan vilja beggja til að ná samningum, heldur hefði málið strandað á ýmsum tæknileg- um atriðum. Þar átti hann meðal annars við ákvæði, sem tryggðu, að ekki yrði farið á bak við samn- inginn, og ákvæði um þróun og smíði nýrra kjarnaflauga. Kvaðst sovéski utanríkisráðherrann vilja mikið til vinna, að þeir Bush og Gorbatsjov þyrftu ekki að ræða „þessi leiðinlegu mál“ á fundi leið- toga sjö helstu iðnríkja heims í London í næstu viku. Á myndinni, sem tekin var í gær, heilsar George Bush Bandaríkjafor- seti sovéska hershöfðingjanum Míkhail Mojsejev með handabandi og Alexander Bessmertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, horf- ir á. PLO gefur Líbönum vopn sín Tyre. Reuter. FRELSISSAMTÖK Palestínu- manna (PLO) afréðu á miðviku- dag að gefa líbanska hernum þau þungavopn sem samtökin eiga og enn eru í Líbanon. Afhending vopnanna fór fram í þremur flóttamannabúðum Palestínu- manna nálægt hafnarborginni Tyre og lauk í gærmorgun. Fulltrúi Yassers Arafats tilkynnti líbönskum stjórnvöldum á miðviku- dag að PLO væri tilbúið til að gefa líbanska hernum öll þungavopn sín sem enn væru í landinu. Hann sagði að þessi boð bæru þess vitni að PLO hefði ekki skipulagt átökin sem áttu sér stað í síðustu viku og að leiðtogar PLO hlökkuðu til „náinna og bróðurlegra samskipta“ við líbanska herinn. Líbanskar hersveitir héldu þegar af stað til Tyre, sem er um 75 km suður af Beirút, höfuðborg Líban- ons. Þar fór afhending vopnanna fram aðfaranótt fimmtudagsins og stóð fram á morgun. AF ERLENDUM VETTVANGI Suður-Afríka: eftir ANTHONY HAZLITT HEARD Afríska þjóðarráðið loks- ins komið inn úr kuldanum ÞÆR miklu umbætur sem átt hafa sér stað í suður-afrískum stjórn- málum og fengu nýlega staðfestingu í hinni þysmiklu sjávarborg Durban, virðast vera búnar að festa sig í sessi. Á merkilegri ráð- stefnu sem haldin var dagana 2. til 6. júlí létu hinar „bældu“ raddir í sér heyra, skæruiiðar gengu um götur sem félagar þeirra höfðu áður varpað sprengjum á og nýfrjálsir fangar stigu á stokk. Helstu þjóðfrelsissamtök landsins, Afríska þjóðarráðið, sem reynt hefur verið að bæla niður í áraraðir, voru komin inn úr kuldanum. Samtökin hófust handa við að búa sig undir viðræður við Pret- oríustjórnina um nýja skipan í Suður-Afríku af geislandi sjálfsör- yggi og raunsæi, sem gefur frið- arlíkum í sunnanverðri Afríku byr undir báða vængi. Vettvangurinn var mikilvægasta ráðstefna sem Afríska þjóðarráðið hefur haldið, og fór hún fram í Durban. Jafnvel þótt þátttakendur væru vígreifir og sendu stjóm F.W. de Klerk forseta tóninn var greinilegt að undirbún- ingur jarðvegsins fyrir samninga- viðræðumar sem em framundan er kominn nokkuð á veg. Nú þegar breytingarnar hafa rutt sér til rúms er rétti tíminn fyr- ir áhrifaöfl hvaðanæva í heiminum til að beita sér á jákvæðan og upp- byggilegan hátt fyrir auknu lýðræði í Suður-Afríku. Flestir í Suður-Afríku telja hina nýkjörnu forystusveit Afríska þjóð- arráðsins vera bæði styrka og hæfa, auk þess sem í hana er komið nýtt blóð. Skæruliðar Afríska þjóðarráðsins létu mikið að sér kveða í borginni Durban á síðasta áratug. Nú er hún gestgjafi þeirra sem hún hafði van- ist að óttast og hata; skæruliða, sem nú vilja frið. Það var erfitt að ímynda sér full- trúa Frelsissamtaka Palestínu- manna og embættismenn úr sov- éska kommúnistaflokknum ganga um göturnar á meðal íhaldssamra hvítra hefðarkvenna, sem voru í sínu besta pússi á leið til helsta veðreiðamóts sem haldið er í land- inu og valið var þessi óviðeigandi stund, samtímis ráðstefnunni. Bjartsýni á ráðstefnunni Ráðstefnan var uppörvandi fyrír þá sem vilja sjá á bak kynþátta- stefnu stjómvalda í Suður-Afríku, því að jafnvel þótt blökkumenn hafi Yerið í miklum meirihluta tóku menn af öðrum kynþáttum mikinn þátt í umræðunum. Óþolinmæði gætti á meðal forystusveitarinnar. Hún vill hefja viðræður við Pretoríu- stjórnina eins fljótt og auðið er - og nýta sér meðbyrinn sem nú blæs. Hún ætti að hafa hraðann á. Með tíð og tíma mun hið rómantíska auknefni „frelsishreyfing“ falla út og Afríska þjóðarráðið mun verða að venjulegum stjómmálaflokki. Leiðtogarnir vilja mæta de Klerk í kosningum áður en svo verður. Verkefnin sem iiggja fyrir sam- tökunum em geysierfið, jafnvel þótt horft sé framhjá þeirri martröð að hafa hemil á lýðnum. Innan sam- takanna em afar ólíkir hópar, allt frá stalínistum (já, þessi sjaldgæfa tegund lifir enn í Suður-Afríku) til hinna ljúfustu lýðræðissinna, ogþað liggur nú fyrir samtökunum að breytast úr skæruliðahreyfingu í löglegan, opinn stjórnmálaflokk sem rúmar svo ólíka hópa. Samtök-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.