Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 félk í fréttum HRÓI Fleiri áhættuleikarar en leikarar STYKKISHOLMUR: Snæfell fær veglega gjöf Stykkishólmi. Sumarstarf Umf. Snæfells í Stykkishólmi er nú í fullum gangi bæði í frjálsum íþróttum og sundi og að sjálfsögðu í knatt- spyrnu. Nýlega var starfinu færð gjöf. íslenskar sjávarafurðir afhentu fé- laginu til íþróttastarfseminnar vég- lega peningagjöf og fór afhendingin fram á íþróttavellinum fyrir framan auglýsingaspjöldin sem þar eru mörg. En þar afhenti Halldór Þor- steinsson frá Sjávarafurðum Gunn- ari Kristjánssyni formanni íþrótta- ráðs ávísunina. Þar voru og viðstaddir Ásgeir Ólafsson gjaldkeri og Halldór Jón- asson framkvæmdastjóri Þórsness hf., Stykkishólmi, en Þórsnes hf. framleiðir undir merki íslenskra sjávarafurða. - Árni Myndin var tekin við þetta tækifæri að vinningshöfum ásamt fulltrúum VISA-ísland og Félags ís- Ienskra ferðaskrifstofa. VINNINGSHAFAR - Farklúbburinn dregur út Lukkuferðir sumarsins Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fdst keyptar, hvort sem er til einkanota eöa birtingar. Kvikmyndin um Hróa Hött með Kevin Costner í aðalhlutverk- inu hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að í henni eru miklar og flóknar bardagasenur þar sem menn þeytast um víða völlu. Er ekki talið ólíklegt að einhverjar útnefningar til Oskarsverðlauna verði fyrir kvikmyndina um Hróa hött. Athygli hefur vakið með tilliti til bardagasenanna, að alls eru skráðir 59 áhættuleikarar, en aðeins 37 leikarar. Það hefur verið fundið myndinni til nokkurrar foráttu, að í nokkrum atriðum þar sem Hrói á að vera að gera ótrúlega hluti þá sé óþarflega augljóst að áhættuleik- ari sé þar á ferðinni, en ekki aðal- stjarnan sjálf, Kevin Costner. * Isíðustu viku vora dregnar út „Lukkuferðir sumarsins" en þá fengu 10 lukkulegir handhafar VISA Gullkorts eða Farkorts óvæntan glaðning sem er ferð fyrir tvo til ýmissa áfangastaða ferða- skrifstofanna. Dregnar voru út 16 utanlandsferðir og 4 ferðir um há- lendi íslands. Lukkuferðir eru fastur liður hjá Farklúbbi félags íslenskra ferða- skrifstofa, en frá stofnun hans 1989 hafa 70 manns átt kost á að kaupa slíka ferðir á kr. 30 fýrir manninn. Þetta er aðeins eitt dæmi þeirra fríðinda sem fylgja aðild að Far- klúbbnum, en meðlimir hans eru allir handhafar Farkorts FÍF og VISA svo og handhafar Gullkorts VISA. Kevin Costner i gervi Hróa Hattar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.