Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. JULI 1991 11 EES-samningarnir Sigrar ísland í þorska- stríði nútímans? eftir Sigurð Tómas Björgvinsson Við upphaf samningalotunnar milli Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um evrópskt efnahagssvæði (EES) 1989, voru hvorki embættis- menn né fræðimenn á sviði Evrópu- mála bjartsýnir á að ísland yrði með í „lokasamningapakkanum" sem átti að undirritast 24. júní sl. en hefur verið frestað þar til síðar í sumar. ísland verður ekki bara með heldur stendur sennilega uppi sem sigurvegari og hefur tekist að beina athygli Evrópu-fjölmiðlanna að sínu helsta baráttumáli, sjávarútvegin- um, þrátt fyrir að um sé að ræða einhverja umfangsmestu og fjöl- breyttustu milliríkjasamninga í seinni tíð. EFTA-löndin sameinuð- ust um sjávarútvegsstefnu íslands og sögðu: ef ekki næst viðunandi samkomulag um fiskinn þá verða engir EES-samningar. Þessi árang- ur náðist ekki síst vegna stuðnings frænda okkar Norðmanna á úrslita- stundu. Ellefta þorskastríðið Bjöm Þorsteinsson sagnfræðing- ur hefur skráð tíu þorskastríð frá 1415-1976, þar sem um er að ræða ólíkar fiskveiðideilur við strendur íslands. Þær deilur sem hafa orðið á síðari hluta þessarar aldar hafa lýst sér í efnahagslegum og reyndar hernaðarlegum þrýstingi erlendra þjóða til að hindra vemdun íslend- inga á fiskimiðunum í kringum landið. Hið sama má segja um fisk- veiðideilurnar í EES-samningunum — sem væri hægt að túlka sem ell- efta þorskastríðið. Áður börðust deiluaðilar með lausum og föstum fallbyssuskotum, ásiglingum og „togvíraklippum", en núna er barist með samningatækni og skriffærum. Við kunnum það líka og virðumst ætla að fara með sigur af hólmi í ellefta þorskastríðinu. Að sigra heiminn Það eru reyndar skiptar skoðanir um það hvernig túlka beri árangur- inn af Lúxemborgarfundinum 18.-19. júní sl. en ágreiningurinn virðist fyrst og fremst standa á milli EB-landanna innbyrðis, en ekki EB og EFTA. Þessa túlkun má einn- ig lesa út úr fjölmörgum erlendum fjölmiðlum að undanförnu. Ef lokasamningarnir verða í anda þess „heiðursmannasamkomulags“ sem náðist um sjávarútvegsmálin á Lúxemborgarfundinum þá er ljóst að samninganefnd íslands hefur unnið þrekvirki og tekist að bijóta niður áralanga sjávarútvegsstefnu EB. Hið eina sem Evrópubandalag- ið, með Spánveija í broddi fylking- ar, sóttist eftir í sjávarútvegsmálum voru fiskveiðiheimildir í íslenskri efnahagslögsögu í skiptum fyrir Missti stjórn á bifhjóli UNGUR maður slasaðist lítillega er hann missti stjórn á bifhjóli sínu á gatnamótum Bitruháls og Grjótháls á þriðjudagskvöld. Hann var fluttur með sjúkrabif- reið á slysadeild, en meiðsli hans voru minni en á horfðist. Að sögn lögreglu er þetta fjórða bifhjólaslysið á fáeinum dögum, sem verður með þeim hætti a_ð ökumaður missir stjórn á hjólinu. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá forvarnadeiid lögreglunn- ar, segir að þetta beri vott um að þjálfun margra bifhjólamanna sé ábótavant. Þeir virðist hvorki kunna að haga akstri miðað við aðstæður á vegi né ökutækið, sem þeir sitji á. aðgang íslendinga að mörkuðum bandalagsins. Við íslendingar höf- um hafnað þessu fyrst og fremst á þeirri forsendu að við erum það háðir veiðum og vinnslu á fiski að við getum ekki gefið neitt frá okk- ur. Um fátt hefur verið meiri sam- staða á íslandi en einmitt þetta at- riði. Allt frá því að Vestur-Evrópurík- in fóru að skipta sér í viðskipta- blokkir eftir síðari heimsstyrjöldina, hefur það verið meðvituð stefna ís- lenskra stjórnvalda að fá þessi ríki til að viðurkenna efnahagslega sér- stöðu landsins og veita nauðsynleg- ar undanþágur gegn aðgangi Is- lendinga að Evrópumarkaðnum. Ef „heiðursmannasamkomulagið" heldur, eins og forsvarsmenn EB hafa lofað, þá er þetta mun betri árangur en náðist í bæði EFTA- samningunum 1970 og fríverslun- arsamningunum við EB 1972. Frá fræðilegu sjónarhomi alþóða- stjórnmálanna er þessi árangur ís- lands í raun einstakur og sýnir að smáríki á hjara veraldar getur rekið sjálfstæða, virka og markvissa utan- ríkisstefnu, ef vel er haldið á mál- um. Þetta er í raun hluti af þeim hugarfarsbreytingum sem orðið hafa í alþjóðakerfinu undanfarin 20 ár, þar sem smáríkjum hefur verið veitt tækifæri í formi samvinnu og samrunaþróunar. Það var ekki síst vegna þessara breyttu viðhorfa í alþjóðakerfmu, hvað varðar lausn deilumála að íslendingar stóðu uppi sem sigurvegarar í Þorskastríðun- um við Breta á áttunda áratugnum. Tvíhliða samningar Næstu skrefin sem við Islending- ar munum stíga í Evrópusamstarf- inu verða væntanlega í formi tví- hliða samninga um gagnkvæmar veiðiheimildir við EB, sem virðist hafa verið hluti af „heiðursmanna- samkomulaginu" sem gert var í tengslum við EES-samningana. Sumir vilja reyndar túlka það svo að Spánveijar og Portúgalir fái að- gang að íslenskum fiskimiðum í skiptum fyrir aðgang ísllendinga að mörkuðum EB. Þetta er hins vegar rangt því búast má við að þessir aðilar fái mjög takmarkaðar veiðiheimildir í skiptum fyrir kvóta sem EB hefur keypt í lögsögu Græn- lendinga. Megin „prinsippið" í ís- lenskri utanríkisviðskiptastefnu er þar með ekki brotið, því hér er ekki verið að tala um skipti á fiski fyrir markað, heldur fisk fyrir fisk. Það er heldur ekkert nýtt að þjóðir EB fái að veiða í íslenskri efnahagslög- sögu, því belgískir togarar hafa veitt hér undanfarin ár og lengi vel höfðu færeyskir bátar kvóta hér við land. Svona tvíhliða samningar eru mjög algengir meðal nágrannaþjóða okkar og í raun ótrúlegt að ísland skuli ekki vera aðili að fleiri svona samningum. Við verðum að sýna samstarfs- vilja ef við ætlum að vera með í henni Evrópu. Það er ekki þar með sagt að við eigum að opna allar gáttir, en það getur hins vegar ver- ið að aðrar sjávarútvegsþjóðir geti veitt ýmsa vannýtta fiskistofna sem við höfum ekki nýtt hingað til og í framtíðinni miðlað þessari þekkingu til okkar. Við megum ekki gleyma að það voru útlendingar sem kenndu okkur að veiða bæði síld og þorsk. Stór hluti Evrópusamstarfsins gengur út á miðlun þekkingar og sameiginlega tækniþróun. Við get- um miðlað kunnáttu okkar á sviði sjávarútvegs til annarra, en við get- um líka þegið ýmsar ábendingar í staðinn. Sigurður Tómas Björgvinsson „Það er hægt að líta á EES-samningana sem könnunarviðræður um aðild að EB. Niðurstað- an bendir til þess að jarðvegurinn sé já- kvæður. Það virðist vera að Evrópuþjóðirn- ar vilji hafa útvörðinn í vestri með í þessari heild.“ Ekki bara fiskur EES-samningarnir fjalla aðeins að litlum hluta um fisk, þó sá þátt- ur sé okkur Islendingum mikilvæg- astur. íslenskur iðnaður mun fá tækifæri til þess að hefja sitt blóma- skeið ef þessir samningar verða að veruleika. í þessu sambandi er mik- ilvægt að íslendingar opni hagkerfi sitt meira, afnemi flestar viðskipta- hindranir og auðveldi flæði erlends fjármagns inn í landið. Stórátak verður að gera í nýtingu vatnsorku og jarðvarma. Hér er ekki verið að tala um rafknúna „rokka“ og „strokka" til heimilisiðnaðar eins og Kvennalistinn hefur verið að kynna, heldur fleiri álver og aðra orkufreka stóriðju. Iðnaður sem gengur fyrir þeirri tegund orku sem framleidd er á íslandi kallast umhverfisvænn á meginlandi Evrópu. Á þetta atriði eigum við að leggja áherslu í okkar iðnaðaruppbyggingu. Nýtt tímabil í utanríkismálum Eftir að samningarnir um EES verða undirritaðir síðar í sumar, mun hefjast nýtt tímabil í utanríkis- málum Islands. Á næstu árum mun á það reyna hvort íslendingar geti tekið fullan þátt í samrunaþróuninni í Evrópu og lagað sig meira að þeim nýju aðstæðum sem þar eru að myndast. Það er hægt að lita á EES-samningana sem könnunarvið- ræður um aðild að EB. Niðurstaðan bendir til þess að jarðvegurinn sé jákvæður. Það virðist vera að Evr- ópuþjóðirnar vilji hafa útvörðinn í vestri með í þessari heild. Aðild að evrópska efnahagssvæðinu veitir okkur tækifæri á að taka þátt í þeirri tegund alþjóðlegs samstarfs sem er hvað lengst á veg komið í heiminum, samstarfs sem hefur skilað árangri. Við fáum aðgang að stórum hluta EB-kerfísins, þó án verulegra skuldbindinga. Evrópska efnahagssvæðið er því ágæt biðstöð fyrir þær þjóðir sem vilja íhuga fulla aðild að EB í framtíðinni. Sérstak- lega í ljósi þess að enn er ekki sam- staða meðal EB-þjóðanna um það hvernig hátta skuli hinu pólitíska samstarfi innan bandalagsins á næstu árum. Aðild að EB er auðvitað annað og meira en aðild að evrópska efna- hagssvæðinu og þá þarf meiri um- ræðu um lýðræði, fullveldi og menn- ingu, en hingað til hefur sést í ís- lenskum fjölmiðlum. Hins vegar hefur það sýnt sig að við eigum tækifæri og að okkar sjónarmið hafa hljómgrunn meðal þjóðanna. Við eigum því að stefna að aðild að Evrópubandalaginu á næstu 10 árum og athuga hvort við getum ekki unnið enn eitt „þorskastríðið". Höfundur er stjórnmálafræðingur og stundar doktorsnám í alþjóðastjórnmálum og pólitískri hagfræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. fFaranaursgrindurD o Buroarbogar \ D o D o o o D -^Stórkostlegt úrval nýkomið Margar mismunandi stærðir og gerðir.1 frá jj|f ^CLpXL á Ítalíu Sérstakar (estingar (yrir rennulausa bila. D D D D 0 rennulausa bila. Bílavörubúóin FJÖDRIN Skeifunni 2 812944 Heildsala Smásala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.