Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MUtamlU TiSgp .. Þessir hringdu ... Ný stafsetningarstefna? Matthildur hringdi: Óvenjulegt fannst mér að sjá nafn eyjunnar Kúbu í karabíska hafinu stafað „Kúpa“ eins og höfuðkúpa væri á bls. 5 í Morgun- blaðinu s.l. miðvikudag. Mér vit- andi dregur eyja þessi nafn sitt ekki af því að líkjast hauskúpu (því ég fæ ekki séð að hún geri það). Hér hlýtur því að vera á ferðinni ný stafsetningarstefna Morgunblaðsins. Smitast eyðni af mýbiti? Kristinn hringdi: Fyrir stuttu var mynd um mý- bit á dagskrá Sjónvarpsins. Nú er eitt sem ekki var getið í mynd- inni en mér þætti forvitnilegt að fá að vita. Allir vita að sú skæða pest eyðni smitast með sprautum. En ef mý bítur eyðnisjúkling og því næst annan mann getur sá síðarnefndi fengið pestina? Vænt þætti mér um ef landlæknisem- bættið sæi sér fært að svara þessu. Óþolandi hávaði íbúi í Langholtshverfi hringdi: Mig langar að vekja athygli á tillitsleysi. Ég bý nálægt Lang- holtsskóla og þaðan hefur borist mikill hávaði flest kvöld í viku og einnig um helgar síðan í haust. Einhveijir unglingar eru þar að framleiða einhvern hávaða sem á eflaust að heita tónlist og það eru ófögur hljóð. Ég er alveg að verða vitlaus á þessu. Hringur tapaðist Tapast hefur handsmíðaður gullhringur með bláum steini, trú- legast í Kolaportinu laugardaginn 30. júní. Finnandi er beðinn um að hafa samband í síma 75609. Svartur dömujakki Svartur dömujakki týndist á Klapparstíg seinasta föstudag. Drengur í fylgd með móður sást finna jakkann skömmu síðar. Vin- samlegast hringið í s. 612251. Fundarlaun. fþróttaskór víxluðust Eygló Guðjónsdóttir hringdi: Dóttir mín var á námskeiði í Kerlingarfjöllum 27. júní til 1. júlí. Þar víxluðust íþróttaskór þannig að hún kom heim með allt of stóra skó (númer 40) sem að vísu eru svipaðir honum. Skórnir eru hvorir tveggja af gerðinni Cut 91 en þeir sem hún á eru þremur númerum smærri en hinir. Sá sem tók skóna í mis- gripum er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 651024. Gullhringur týndur Gullhringur (á litla fingur) týndist 25. júní í Miklagarði við Sund, Bílanausti eða jafnvel í Kringlunni. Fundarlaunum heitið. Hafið samband í síma 98-22034. Lýst eftir hjálmi Blár plasthjálmur týndist í Rekagranda fyrir nokkrum vik- um. Upplýsingar í síma 616888. Sunnanfari, ekki Sumarfari Pétur Pétursson hringdi: í bréfi Elínar sem birtist í Vel- vakanda laugardaginn 6. júlí hef- ur misritast nafn blaðsins sem vísan var í. Ekkert blað með nafn- inu Sumarfari hefur verið gefið út á íslandi. Þarna mun því eiga að standa Sunnanfari. Sunnanfari kom lengi út fyrr á öldinni. Hon- um ritstýrðu Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður og forseti Sögufé- lagsins og síðar Þorsteinn Gísla- son ritstjóri og skáld. London KR. 1 8.9001' Fast verð án flugvallaskatts og forfallatryggingu. j Til samanburðar: ódýrasti superpex miði til | London á 31.940 kr. Þú sparar 13.040 kr. 1 Flogið alla miðvikudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. = FLUGFgROIR = SDLHRFLUC __________Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331_ P A R I S verður haldið laugardaginn 13. júlí að Hlíðarvelli Mosfellsbæ. Spilaðar verða 18 holur með og án forgjafar. Skráning fer fram hjá Golfklúbbnum Kili, sími 667415. Allir þátttakendur fá glaðning frá f STENDHAL. \J J OPNA. KVENNAMám 1991 Grænblik sólar Grænblik sólar er fyrirbæri sem hljótt hefur verið um til þessa. Sólin geislar frá sér ljósi í öllum regnbogans litum, birtu á daginn en roða kvölds og morguns. Þann 11. júlí verður sólmyrkvi á Hawaii og Mexíkó, þá skyggir tunglið á kringlu sólar og útilokar allt það ljós sem kringlan gefur frá sér. Þá skín eingöngu kóróna sólar- innar sem krans og þar koma fram hinar ótrúlegustu ljóslínur, litrófs- línur hinna ýmsu frumefna. Árið 1860 fannst lína sem ekki tilheyrði neinu þekktu frumefni, nýtt efni var búið til og gefið nafn- ið helíum, sólefni; það fannst þó árið 1895 á jörðu niðri. Einnig kom í ljós græn lína sem ekki tilheyrði neinu þekktu frumefninu, þá var í skyndi búið til frumefnið koronium og þannig var græna línan feðruð. í upphafi atómaldar kom fram röðun frumefnanna eftir sætum og þunga og þar var ekkert laust pláss fyrir koroníum, sem þar með var skorið niður við trog og græna línan var munaðarlaus til ársins 1940 að hún var feðruð á ný, og eignuð „þrettán sinnum jóníseruðu jámi“ og þar við situr enn í dag. Stjömufræðingamir þurftu sól- myrkva til að sjá þessa grænu línu, en við getum stytt okkur leið og notað jörðina til að skyggja á sólu og búa til gervisólmyrkva. En þeg- ar sólkringlan er horfin undir hafs- brún en kórónan ekki má sjá mjög skært grænblik yfir sjóndeildar- hring þar sem sólin settist. Þetta blik varir aðeins augnablik og ef auga er deplað getur allt gamanið tapast. Samskonar blik má sjá við sólarupprás. Grænblik sést ein- Ég vil taka undir allt sem Olga Hákansen segir í grein sinni í Morg- unblaðinu 6. júlí. Ég er lyfjafræð- ingur (cand.pharm) og vinn í apó- tekinu í Hveragerði. Við höfum átt töluverð samskipti við læknana á Heilsuhælinu í Hveragerði, þ.á.m. Jakob Úlfarsson, og þau hafa öll verið til fyrirmyndar. göngu þegar loft er hreint og eng- in blika við hafsbrún. Núna er sól svo hátt á lofti að hún hverfur aðeins stutta stund undir sjóndeildarhring, hún sest mjög hægt norðanlands og þá var- ir blikið nokkrar sekúndur en þegar lengra líður frá sólstöðum sest sól- in hraðar og þá varir blikið aðeins brot úr sekúndu. Óþarfi er að horfa í sólina til að gæta að grænblikinu því það kemur ekki upp fyrr en sólin er sest og kvöldroðinn sem fýlgir er hjaðnaður. Eins er með sólaruppkomuna, þá sést grænblik- ið fyrst, síðan morgunroðinn og þá fyrst sjálf sólin. Og sannið þið til, þeim sem einu Það hefur verið til siðs að kvarta sáran yfir dagskrá Sjónvarpsins okkar og finnast aldrei nóg að gert. í framhaldi af því heimta menn svo að sleppa við að borga fyrir Sjón- varpið sitt. En ég ætla ekki að kvarta heldur þakka fýrir. Núna hefur Sjónvarpið nefnilega tekið sér tak og sýnt myndir Charles Chaplin nokkra laugardaga. Það er svo sannarlega til fyrirmyndar því verk Chaplins eru albestu kvik- myndir sem gerðar hafa verið og það eru engar ýkjur. Einnig vil ég þakka sjónvarpinu fyrir sakamálaþættina um Taggart og Morse lögregluforingja. Sá galli er hins vegar á síðarnefndu þáttun- um (eða myndunum) að þeir eru oftast sýndir þegar heiðarlegt fólk Mér finnst því illilega vegið að Jakobi Ulfarssyni af stjórn Lækna- félags íslands og furða mig á ger- ræðislegri framkomu hennar og þögn kollega Jakobs. Mér finnst furðulegt að ekki skuli hafa verið haldinn félagsfundur í Læknafélag- inu út af þessu máli. Hulda Björg Sigurðardóttir sinni hefur séð grænblik finnst sól- setrið hálf snubbótt án þess. Jóhannes G. Jóhannesson er löngu farið að sofa og það er mjög leiðinlegt því fólk á mínum aldri á erfítt með að halda sér vak- andi svona lengi og ég veit að mörgum þykir súrt í broti að missa af Morse. Ég þakka samt fyrir mig og bíð spennt eftir Einræðisherra Chapl- ins en hann hef ég aldrei séð. Kona í Teigahverfinu Skrifið eða hringið til Yelvakanda Velvakandi hvetur Iesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, scm hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum. Hlilega vegið að Jakobi Takk fyrir Chaplin GALDRAMEISTARINN bókaflokkur eftir höfund ísfólksins VLDRAR Meim en þú geturímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.