Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 32
32 Rj[QfiG^I4ftIÐ;FQS,TUDAGUR 12.,J.ÚLÍ. 1991 Guðrún Markús- dóttir - Minning Guðrún Sveins- dóttir - Minning Á einum fallegasta degi ársins kvaddi vinkona mín þennan heim. Hún hét Jónína Guðrún Markúsdótt- ir og dvaldi síðustu árin að Garð- vangi í Gerðahreppi. Guðrún, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á Isafirði 17. mars 1908. Hún var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Ólafsdóttur og Markúsar Bjarnasonar sjómanns og skipstjóra frá ísafirði. Þar ólst hún upp ásamt systkinum sínum, Ólafi tónlistar- manni og Elísabetu, sem einnig er lærður ljósmyndari. Af frásögnum Guðrúnar var hægt að ímynda sér að oft var glatt á hjalla á bernsku- og æskuárunum. Foreldrar Guðrún- ar voru gáfufólk sem vildi framgang barna sinni sem bestan. Guðrún lærði ljósmyndun hjá dönskum ljós- myndasmiði, M. Simonsen, sem rak stofu á ísafirði. Liðlega tvítug fór hún til Kaupmannahafnar og lauk þar námi. Leiðin lá aftur heim og þá til Reykjavíkur. Um árabil vann hún að iðn sinni hjá Sigurði Guð- mundssyni ljósmyndara, og undi hún því vel. Hún hafði fram á síð- asta dag áhuga og afar glöggt auga fyrir vel teknum ljósmyndum. Árið 1936 giftist Guðrún, Jóni '•'Jónssyni frá Skagnesi í Mýrdal. Jón er látinn fyrir 11 árum. Hjónaband þeirra var fallegt og hamingjuríkt. Kreppan sem dundi yfir landið okk- ar lét ungu hjónin ekki afskipt fek- ar en allan þorra manna á Islandi. Fátækt og atvinnuleysi kynntust þau, en bjartsýni og trú á betri tíð hnýtti þau enn sterkari böndum. Jón var sjómaður framan af, hann var á togurum og vann þá sem kynd- ari. Það var ekki alltaf tekið út með sældinni. Mér er mjög minnisstætt þegar hann sagði mér frá þessum erfiðu árum, en Jón var skarp- greindur maður og athugull. Hann hætti á sjónum seint á stríðsárunum og vann við smíðar það sem eftir var. Hann vildi öðlast réttindi sem smiður og lauk prófi frá Iðnskólan- um í Hafnarfirði, þá fimmtugur. Guðrún aðstoðaði hann og las með honum dönskuna og fleira. Þau hjón eignuðust tvö börn Magnús og Sig- urborgu. Magnús er vélsmiður og rekur sitt eigið fyrirtæki, ásamt öðrum. Hann er giftur Málfríði Agnesi Daníelsdóttur frá Reykjavík og eiga þau 7 börn. Sigurborg á 3 börn. Hún er fráskilin og vinnur við skrifstofustörf. Elsta barn Sigur- borgar, Guðrún, var alin upp að mestu hjá Guðrúnu og Jóni. Árið 1978 fluttu þau hjón til Keflavíkur, enda bæði börn þeirra búsett þar, en lengst af áttu þau heima í Hafn- arfírði. Guðrún kom mér ávallt fyrir sjón- ir sem „dama“ í þess orðs bestu merkingu. Hún var lágvaxin og fríð. Ef við látum hugann reika sjáum við fyrir okkur fallega telpu, heill- andi unga konu og svo aftur fallega gamla konu. Hún bar mjög ríka réttlætiskennd og hafði ákveðnar, mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og fylgdist vel með þjóð- málum fram á síðasta dag. Það var frjótt og ánægjulegt að vera sam- vistum við hana þótt strjált væri milli samverustunda. í stórum dráttum hefur hér verið rakið lífshlaup Guðrúnar Markús- dóttur. Lífi er lokið, en ljúfar minn- ingar um góða konu lifa með þeim sem henni kynntust. Guðbjörg Þórhallsdóttir Kveðja frá barna- börnunum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Með erindum úr þessum sálmi kveðjum við elsku ömmu okkar. Hún var ein sú blíðasta og besta kona sem við þekktum. Heimili hennar og afa var alltaf opið okkur öllum hvenær sem við vildum koma og eigum við góðar minningar um dvöl hjá þeim. Eftir að afi dó áttum við margar ánægjulegar stundir með ömmu og minnumst við þeirra með söknuði. Amma varð 83 ára , hún hélt andlegri og líkamlegri reisn til síð- asta dags. Hún fékk hægt og fal- legt andlát og fengum við öll tæki- færi til að kveðja hana. Fyrir það þökkum við Guði. Elsku Silla, Maggi og Maddý, á þessari saknaðarstundu vottum við ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning ömmu okkar. Fæddur 26. maí 1955 Dáinn 28. apríl 1991 Við systurnar munum aldrei gleyma þeim hörmulegu tíðindum sem við fengum þegar við fréttum að Bjarni bróðir hefði látist af slys- förum 28. apríl síðastliðinn. Við sögðum strax, nei ekki Bjarni bróðir, af hvetju hann? Við spyijúm okkur að því af hveiju hann fór svona ungur frá okkur. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Við minnumst þess alltaf þegar við vorum að slást upp í Lækjargilinu á Akureyri. Þá lékum við okkur með Bjarna og æskuvin- um hans, Konna, Sigga, Jónba og fleirum og alltaf leyfði Bjarni okkur yngri systrunum að vera með þó að við værum tveimur til sex árum yngri. Bjami var mjög örlátur á gjafir til okkar sem sýndi sig best að þeg- ar hann fékk eitthvað gefins frá Bjarna nafna sínum, en hann var gamall fjölskylduvinur, þá stóð ekki á því að hann skipti því á milli okkar. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins i Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Fædd 6. nóvember 1928 Dáin 6. júlí 1991 í dag fer fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ útför tengdamóður okkar, Guðrúnar Sveinsdóttur sem andaðist hinn 6. júlí á Landspítal- anum. Hún verður jarðsett við hlið móður sinnar og systur í kirkju- garðinum við Lágafellskirkju. Guðrún Sveinsdóttir fæddist 6. nóvember 1928 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Kristín Sigurð- ardóttir úr Húnavatnssýslu og Sveinn Jónsson frá Suðurnesjum. Hún var næstyngst af 7 börnum þeirra hjóna. Unglingsárin stundaði Guðrún ýmis störf, meðal annars við fiskvinnslu. Hún eignaðist tvö börn áður en hún giftist Óskari Guðlaugssyni árið' 1950 og eignuð- ust þau fjögur börn. Guðrún og Óskar skildu árið 1973. Móðurhlutverkið átti vel við Guð- rúnu og var hagur bamanna alltaf efst í huga hennar. Hún stjórnaði heimilinu með miklum myndarbrag, hún var afbragðs kokkur og dugleg að sauma föt á barnahópinn. I amstri hversdagsins var hún alltaf kát og fjörug. Svartsýni var ekki til hjá Guðrúnu og hún heyrðist aldrei tala illa um neinn. Börnin gátu spurt mömmu um allt mögu- legt, og treyst því að hún kom allt- af hreint fram án þess að fara kringum hlutina. Hún hafði mikið yndi af tónlist og söng og spilaði bæði á gítar og harmonikku eftir eyranu. Sumarfríunum var oftast eytt í sumarbústað fjölskyldunnar fýrst á Eyði í Gufunesi og síðan í Skaga- firði. Þessi frí vora sérstök tilhlökk- unarefni fyrir Guðrúnu. Það var oftast margt um manninn og hús- móðurinni var ekki til setunnar boðið. En það var einmitt þegar hún Alltaf var Bjarni glaðlyndur en stóð þó fast á sínu. Bjarni hafði mjög gaman af að stríða okkur systrunum en hætti alltaf áður en við vorum búnar að fá nóg. Við systurnar voram alltaf svo stoltar af því að eiga svona mörg systkini því okkur fannst við vera svo ríkar og við vorum svo montnar að geta sagt að við værum 14 systkinin en nú erum við orðin 10 og finnst okkur vera komið stórt skarð í okkar stóra og samhenta systkinahóp. Elsku pabbi og mamma, við vonum að Drottinn veiti ykkur styrk í sorg ykkar því að það er sárt að sjá á eftir elsta og yngsta syninum með aðeins 18 mánaða millibili. Elsku Hafdís mágkona, Bryn- hildur, Jói, Brynjar, Ævar og Haf- dís Erla. Við vitum að þetta er sárt fyrir ykkur og okkur öll en við von- um að tíminn eigi eftir að koma með birtu og yl í okkar hjörtu. Didda og Sóley systir Hann elsku Bjarni er dáinn svo óvænt og missirinn svo mikill og sár. Hann sem alltaf var svo blíður og góður. Bjarna kynntist ég árið 1977 er hann og móðir mín hófu búskap saman. Reyndist hann mér hinn besti faðir svo og móður minni góður eiginmaður. Alltaf var stutt í glettnina, góða skapið var í fyrirrúmi, enginn þurfti að vera í fýlu í hans nálægð. Sonum sínum, þeim Víglundi Brynjari og Ævari Þór, var hann hinn besti faðir og vinur, alltaf tók hann þá með sér hvert sem hann fór og margir muna hann ekki öðru- fékk að snúast í kringum fullt hús af fólki sem Guðrún naut sín best. Guðrún eignaðist 14 barnabörn og áttu þau hug hennar og hjarta. Hún hafði yndi af því að gefa þeim gjafir, og það var ósjaldan sem kom fullur poki af ýmsu skemmtilegu og nytsamlegu frá ömmu. Síðustu árin átti Guðrún við mikla vanheilsu að stríða en það dró ekki úr ánægju hennar að tala við fólk, halda sér vel til og hafa fallegt og snyrtilegt í kringum sig. Guðrún lifir áfram í minningu okkar allra, bamanna hennar sem eiga henni að þakka æskuár sem vora full af gleði, söng og hlátri, og okkar sem urðum þess síðar aðnjótandi að eiga hlýlega tengda- móður og ömmu. Blessuð sé minning hennar. Tengdabörn vísi en með þá. Þeir voru sann- ariega litlu sólargeislarnir hans að ógleymdri litlu afastelpunni, henni Hafdísi Erlu. Alltaf voru afi og amma tilbúin að gera allt fyrir litlu dúlluna sína, hana Hafdísi Erlu, sem nú veit að Guð er að passa afa hennar. Skarðið mikla sem nú hefur myndast í hópinn okkra verður aldr- ei fyllt. Við höfum þó hvert annað og vitum að hann Bjarni okkar sleppir hendinni ekki svo auðveld- lega af okkur. Við reynum að líta mót hækk- andi sól, glöð í bragði með það efst í huga að hugsa vel um mömmu og litlu bræðurna mína sem hafa misst svo mikið. Við þökkum Bjarna samfylgdina og biðjum góðan Guð að gefa móð- ur minni og bræðrum styrk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Brynhildur og Jóhann BjamiB. Víglunds- son - Minning + Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KARLS BJÖRNSSONAR segiasaumara, Faxabraut 69, Kelfavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Ingunn Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigþór Borgar Karlsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Vilberg Karlsson, Sigríður Olsen, Vigdís Karlsdóttir, Oddur Guðni Friðriksson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Hólmgarði 22. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hafliði Ólafsson, Kristján, Haflína og Sigurður Rúnar, Kristjana Kristjánsdóttir, Sigfús Garðarsson, Sigrún og Garðar. t Móðir okkar, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Brekkustig 12, Reykjavík, andaðist I Landspítalanum 10. júlí. Esther Ásbjörnsdóttir, Svala Ásbjörnsdóttir. + Eiginmaður minn, faöir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEINDÓR A. STEINDÓRSSON, Holtsgötu 35, lést á heimili sínu 11. júlí. Fyrir hönd aðstandenda. Elsa Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.