Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 * Olafur Þorsteins- son — Minning í dag, föstudag, verður til moldar borinn Olafur Þorsteinsson. Hann var fæddur 9. apríl 1945 og dó á gjör- gæsludeild Borgarspítalans þann 6. júlí sl. Þó að orð séu fátækleg á stundu sem þessari og maður skilji ekki alltaf tilganginn, þegar maður á besta aldri er hrifinn burt frá fjöl- skyldu sinni og ætlunarverkum, þá langar mig samt að minnast Óla með nokkrum orðum. Fyrstu kynni mín af honum voru í byrjun árs 1990, þegar ég hóf störf í fyrirtæki þeirra hjóna. Fljótlega varð ég heimilisvinur, þar sem sam- starf okkar var gott og einnig áttum við sameiginlegt áhugamál, hesta- mennskuna. Gátum við oft rætt um hesta tímunum saman og sagði hann mér margar skemmtilegar sögur. Óli hafði alltaf ákveðnar skoðanir á hlut- unum og lét þær gjaman í ljósi þeg- ar við átti. Hann hafði mjög gaman af því að vera innan um fólk og tók virkan þátt í félagsstarfi t.d. hjá Hestamannafélaginu Fáki. Að gera öðrum greiða var eitt af því sem aldr- ei stóð á og alltaf var hann tilbúinn að ræða málin og reyna að leysa þau farsællega, enda bjó hann yfír ótrú- legri þolinmæði og jafnaðargeði. Óli var mikill fjölskyldumaður, stóð hann alltaf þétt við bakið á sínum og hvatti þau áfram t.d. í sambandi við hest- ana. Það varð því öllum mjög mikið áfall, þegar hann veiktist snögglega í bytjun apríl sl., þá hófst sú mikla barátta sem að lokum leiddi hann til dauða. Elsku Villa mín, Auðunn, Sæmi, Oddrún og aðrir aðstandendur, megi góður Guð vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Oss héðan klukkur kalla svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Sb. 1886 - V.Briem) Bryrya barnið sitt, en með elsku og kærleik liðu árin, og er nú svo komið í dag að margur hefði bugast, en með elju og dugnaði berst hún frænka mín áfram með börnin sín ungu. Elsku Villa okkar, Auðunn, Sæ- mundur og Oddrún litla, megi Guð gefa ykkur styrk og fjölskyldum ykkar, svo og öllum vinum ykkar. Minning um kærleiksríkan og dugm- ikinn mann, hún lifir. Dóra og Siggi, Laugarvatni. Glaðir vórum og þú gladdist með; - Vórum sjúkir ið sama; þá kom hönd þín hjálp að rétta, fremst sem góður gat. (Jónas Hallgrímsson) Með þessu erindi langar okkur systur að kveðja kæran vin okkar Óla. Þegar við vorum krakkar var til siðs að senda krakka í dansskóla. Þar kynntumst við Óla fyrst. Nokkrum árum seinna kynntumst við honum betur, þá var hann einn af hópnum, hjá eldri systur ásamt hinum strákunum. Flestir áttu jeppa en Óli, þeirra stærstur og sterkleg- astur; hann átti Austin Mini. Eitt er hvað Óli skemmti okkur stanslaust með sífelldri óheppni, t.d. þegar hann sat við borð og krosslagði hnén svo borðplatan fauk af: Annað er mikil- vægara; hvemig hann reyndist þegar eitthvað bjátaði á. Þá var hann vinur vina sinna. Þetta voru jjlöðu góðu árin. Við stofnuðum ferðaklúbb, Mánaklúbb- inn, sem lifði í svo sem tvö ár. Sumr- in fóru í ferðalög og á vetuma héld- um við böll í gamla Golfskálanum, helst um hveija helgi. Snögglega vom þessi ár liðin, fólk gift og átti börn, lífið fór að stillast. Yngri syst- ir passaði þá gjarnan bamið fyrir eldri systur með hjálp bestu vinkonu. Sú vinkona, Villa, varð seinna eigin- kona Óla. Við finnum til með Villu á þessari sorgarstund. Þau eignuðust fjögur börn en urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa elsta bamið, Steina Pétur, sjö ára af slys- förum. Þá hefðum við vinir þeirra viljað gera meir. Við systur minn- umst hans sem stóra bróður sem ætíð var reiðubúinn að axla byrðar með okkur. Við kynntumst því best þegar móðir okkar dó. „Þá kom hönd þín hjálp að rétta.“ Við þökkum dýrmæt kynni. Villa mín, við vottum þér og böm- um þínum samúð okkar og vonum að við getum orðið þér betri en eng- inn. Hildur og Hrefna Hauksdætur Dýpsta sæla og sorgin þunga svífur hljóðlaust yfir storð, þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Siprðardóttir frá Hlöðum) Þessi vísuorð hafa að geyma mik- inn sannleika, en þó langar mig til þess að minnast móðurbróður míns Ólafs Þorsteinssonar í fáeinum orð- um. Síðastliðinn laugardag lauk þriggja mánaða erfiðri sjúkdómslegu Óla. Þessi tími hefur einnig verið mjög erfiður fyrir fjölskyldu hans sem hvað eftir annað þurfti að upp- lifa vonir sínar um bata hans verða að engu. Fregn um slíkt áfall kemur alltaf sem reiðarslag, ekki síst þegar í hlut á fjölskyldumaður í blóma lífs- ins. Það er svo erfitt að skilja að hann sem var svo stór og sterkbyggð- ur, Óli stóri, eins og hann var stund- um kallaður, skuli vera dáinn. Fyrir mér var hann hins vegar Óli frændi, sem hljóp um allt með mig á há- hesti, lék við mig og færði mér gjaf- ir, þegar ég var lítil. Óli var þá enn í foreldrahúsum og Var ég þar oft hjá ömmu og afa. Seinna kynntist hann Vilhelmínu, sem var hans tryggi förunautur allt þar til yfir lauk. Þau eignuðust fjög- ur börn, en misstu elsta barnið, Þor- stein Pétur af slysförum aðeins sjö ára gamlan. Saman tókust þau á við þetta mikla áfall og ég held að sorg- in hafi fært þau enn nær hvort öðru. Saman tókst þeim að halda áfram lífinu og uppeldi sonanna tveggja Auðuns og Sæmundar, síðar bættist svo dóttirin Oddrún við. Saman stofnuðu þau og ráku fyrirtæki og öll fjölskyldan átti sameiginlegt áhugamál, sem var hestamennskan. Börnin hafa öll notið þjálfunar og leiðsagnar pabba síns í hestamenns- kunni, eins og komið hefur í Ijós í góðum árangri þeirra Auðuns og Sæmundar í ýmsum keppnum, nú síðast á fjórðungsmótinu á Hellu og þegar Óli veiktist var hann byijaður að undirbúa Oddrúnu litlu undir þátt- töku í fjórðungsmótnu, þótt ekki gæti orðið af því þessu sinni. Elsku Villa, Auðunn, Sæmundur og Oddrún. Þið hafið misst svo mik- ið, en ég vona að þið eigið eftir að sækja styrk rminningamar um góð- an eiginmann og föður. Ingibjörg Stefánsdóttir Og því var allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) Það er ekki gott að sætta sig við það þegar dauðinn kveður dyra hjá manni í blóma lífsins, hrifsar burt úr faðmi fjölskyldu sinnar og leggur til moldar á fáum vikum. Það er með söknuði og sorg í hjarta sem ég sit hér og skrifa fáein kveðjuorð til fyrr- verandi vinnufélaga míns og starfs- bróður, Ólafs Þorsteinssonar. Við Ólafur kynntumst þegar við unnum saman í Landvélum. Það tókst með okkur góð vinátta. Margt var spjallað og spekúlerað á þeim árum og þar á meðal að gaman væri að setja upp sitt eigið fyrir- tæki. Og eftir nokkurra ára vinnu í Landvélum stofnuðum við saman fyrirtæki, Barka hf., og rákum það sameiginlega í nokkur ár. En árið 1988 skildu leiðir og ég keypti hans hlut og hann stofnaði sitt eigið fyr- irtæki með sinni fjölskyldu. Ólafur var prúður, hæglátur og heiðarlegur. Hann vildi hvers manns vanda leysa ef hann gat. Hann var vinur vina sinna og gott var að leita til hans. Alvörumaður var hann þó, enda hafði lífið farið óblíðum höndum um hann og hans fjölskyldu, þegar þau misstu ungan og efnilegan dreng í hræðilegu slysi. Geta má nærri að það hafi veikt þrek þeirra, slíkt kemst enginn aiveg yfir en lærir að lifa með_ því sem ekki er hægt að breyta. Ólafi var annt um fjölskyldu sína og vildi hlúa að henni sem best hann gat. En örlög manns eru óumflýjanleg. Ólafur veiktist fyrir mörgum vikum og þurfti að gangast undir marga uppskurði og var því lengst af á gjör- gæslu svo aðeins þeir nánustu gátu heimsótt hann. Við sem fyrir utan stóðum vonuðum að hann mundi sigra í þessari baráttu. En eins og svo oft áður sigraði dauðinn lífið. Ólafur kvaddi þennan heim á gjör- gæslu Borgarspítalans 6. þessa mán- aðar. Ég þakka honum samstarfíð, vináttuna og þau ár sem við áttum samleið. Ég og fjölskylda mín send- um fjölskyldu hans, öðrum ættingj- um og vinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Við biðjum Guð að blessa þau og gefa styrk í þungri sorg. Ég veit ei slíkt en vona þó að veröld fögur opnist þér ég fel þig dauðans dul og ró því djúpi sem er hulið mér. (Hannes P.) Kristinn Valdemarsson ' Lífíð er undarlegt, stundum sann- gjamt en stundum svo hræðilega ósanngjarnt. Hið síðamefnda er okk- ur ofarlega í huga nú þegar við kveðj- um góðan vin okkar, Ólaf Þorsteins- son, sem lést á Borgarspítalanum 6. júlí eftir 3 mánaða erfíða sjúkra- legu. Við vonuðum í lengstu lög að hann myndi sigrast á veikindum sínum, en þar rak hvert áfallið annað uns yfir lauk. Minningarnar streyma fram í hug- ann. Óli stóri, eins og við kölluðum hann stundum, var sannarlega stór í fleiri en einni merkingu. Hestamennska var áhugamál Óla og fjölskyldu hans, og margar Elskulegur vinur okkar Ólafur Þorsteinsson er látinn. Hann lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans þann 6. júlí eftir þriggja mánaða hetjulega baráttu, en hvert áfallið á fætur öðru varð til þess að hinn sterki og kraftm- ikli vinur okkar varð að lúta fyrir hinum æðri máttarvöldum. Óli fæddist í Reykjavík þann 9. apríl 1945 og ólst þar upp, hjá foreld- rum sínum, þeim Guðmundu Lilju Ólafsdóttur og Þorsteini Péturssyni. Árið 1974 kvæntist hann kærri frænku minni Vilhelmínu Þorsteins- dóttur og eignuðust þau 4 böm, Þorstein Pétur, fæddur 27. október 1971, en hann lést af slysförum 18. júlí 1979. Auðun, fæddur 28. mars 1976, Sæmund, fæddur 15. apríl 1978 og Oddrúnu, fædd 14. desem- ber 1983 og er hún því aðeins 7 ára gömul. Óli var mjög félagslyndur og greiðvikinn og það var nánast sama um hvað hann var beðinn, alltaf greiddi hann götu þeirra sem til hans leituðu. Hestamennska var hans áhugamál, hann átti góða hesta, enda vel um þá hugsað. Það var unun að fylgjast með allri fjölskyld- unni í hinu nýja hesthúsi þeirra í Víðidalnum, hvað hann var góður og þolinmóður við börnin sín, leiðbeindi þeim og studdi frá því þau voru að byija að fara með honum í reiðtúra, einnig studdi hann og hvatti eigin- konuna í hestamennskunni, og var því svo komið að fjölskyldan var öll- um stundum saman sem mögulegt var í hesthúsinu. Það var til dæmis síðasta verk Óla laugardaginn 6. apríl sl. áður en þau hjón héldu af stað austur að Laugarvatni að að- stoða drengina sína í hesthúsinu og hvetja þá til dáða fyrir keppni hjá Hestamannafélaginu Fáki sem fram fór þann dag, en hveijum skyldi þá hafa dottið í hug að þessi heimsókn þeirra hjóna til okkar lyki með svo alvarlegum veikindum. Það er mikill harmur að missa VINNUÞJARKARNIR AÐ VESTAN CHEVROLET PICKUPS-10 Vél 4300 cc, V6, 160 hö, rafstýrð bein Innsprautun. CHEVROLET PICKUP CK 20 CLUB, með stœkkuðu húsi. Vél 6200 cc, V8, 145 hö,dísil, aflstýri, AM/FM útvarp m/segulbandi, tregðulœsing, hlífðarpönnur, 4x4 drif, sjálfvirkar fram- drifslokur, sœti fyrir fjóra auk bílstjóra. Staðgreiðsluverð kr. 2.420.000. TIL AFGREIÐSLU STRAX CHEVROLET PICKUP R 3500 Vél 6200 cc, V8, 145 hö, dísll, 4 dyra, 5-6 manna. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.