Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. JULI 1991 25 ALMANNATRYGGIIMGAR, helstu bótaflokkar 1. júlí 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.123 'h hjónalífeyrir 10.911 Full tekjutrygging 26.320 Heimilisuppbót 8.947 Sérstök heimilisuppbót 6.154 Barnalífeyrir v/1 barns 7.425 Meðlag v/ 1 barns 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/ 1 barns 4.653 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 12.191 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri .... 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbæturémánaða 15.190 Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða 11.389 Fullur ekkjulffeyrir 12.123 Dánarbæturí8ár(v/slysa) 15.190 Fæðingarstyrkur 24.671 Vasapeningar vistmanna 10.000 Vasapeningarv/sjúkratrygginga 10.000 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings 517,40 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri .. 140,40 Slysadagpeningareinstaklings 654,60 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ... 140,40 18% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í júlí, er inni í upphæð- um tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbót- ar. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 11. júlí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 86,00 80,00 84,56 21,666 1.832.025 smáþorskur 60,00 60,00 60,00 1,249 74.940 Ýsa 96,00 50,00 92,78 17,358 1.610.589 Smáýsa 55,00 55,00 55,00 1,316 ■ 72.380 Ufsi 62,00 56,00 60,92 40,666 2.477.592 Skötuselur 155,00 155,00 155,00 0,006 930 Lúða 320,00 160,00 220,46 0,722 159.175 Steinbítur 50,00 43,00 45,51 1,941 88.371 Langa 52,00 45,00 50,34 1,343 67.647 Koli 90,00 75,00 84,54 0,452 38.210 Keila 46,00 21,00 33,02 1,803 59.537 Karfi 34,00 30,00 31,28 15,431 482.737 Samtals 66,99 103,957 6.964.133 FAXAMARKAÐU R hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 89,00 50,00 81,97 30,122 2.469.003 Þorskur (smár) 58,00 58,00 58,00 0,622 36.076 Ýsa (sl.) 103,00 63,00 82,83 , 39,459 3.268.484 Karfi 34,00 24,00 32,09 7,588 243.463 Ufsi 58,00 45,00 59,35 4,132 245.220 Steinbítur 51,00 46,00 46,98 1,615 75.865 Blandað 33,00 33,00 33,00 0,138 4.586 Langa 48,00 48,00 48,00 1,518 72.864 Lúða 300,00 200,00 273,15 0,737 201.315 Skarkoli 23,00 23,00 23,00 0,216 4.968 Grálúða 78,00 46,00 67,82 0,720 48.832 Keila 31,00 31,00 31,00 0,039 1.209 Skata 110,00 95,00 95,06 1,068 101.520 Skötuselur 400,00 165,00 227,52 0,218 49.600 Gellur 170,00 170,00 170,00 0,067 11.390 Undirmál 58,00 43,00 56,13 0,890 49þ952 Samtals 77,22 89,150 6.884.348 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 94,00 79,00 86,89 68,167 5.922.950 Ýsa 102,00 74,00 82,41 6,406 527.907 Blandað 49,00 40,00 46,41 0,399 18.516 Náskata 8,00 8,00 8,00 0,018 144 Háfur 11,00 11,00 11,00 0,248 2.728 Koli 62,00 62,00 62,00 0,241 15.003 Blálanga 53,00 43,00 52,21 0,529 27.617 Steinbítur 57,00 34,00 54,43 6,321 344.044 Skata 76,00 75,00 75,76 0,132 10.000 Undirmál 56,00 56,00 56,00 0,291 16.296 Sólkoli 87,00 87,00 87,00 0,660 57.420 Skötuselur 440,00 180,00 396,67 0,084 33.320 Keila 39,00 39,00 39,00 5,044 196.716 Langa 46,00 46,00 46,00 0,037 1.702 Karfi 36,00 20,00 31,85 5,803 184.808 Lúða 360,00 235,00 292,07 0,227 66.300 Ufsi 61,00 46,00 57,04 14,516 627.970 Samtals 75,63 109,124 8.253.441 Selt var úr Skarfi GK, Bergvík VE og dagróðrabátdm. í dag verður meðal annars selt úr dagróðrabátum. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 1. maí - 10. júlí, dollarar hvert tonn Nýtt gallerí í Mosfellsbæ Sumarsýning- fjög-urra listakvenna á Hulduhólum NÚ UM helgina verður opnað að Hulduhólum nýtt gallerí, það fyrsta í Mosfellsbæ. Þar efna fjórar listakonur til sumarsýn- ingar: Steinunn Marsteinsdóttir sýnir leirverk, Björg Þorsteins- dóttir og Jóhanna Bogadóttir málverk og Hansína Jensdóttir skúlptúr. í fréttatilkynningu frá Galleríi Huldukotum segir að sýningarsal- urinn sem nú er tekinn í notkun hafi verið vinnustofa Sverris Har- aldssonar listmáiara. Steinunn Mar- teinsdóttir sem hefur rekið keramikverkstæði á Hulduhólum og haldið þar einkasýningar færir nú út kvíarnar með sumarsýningu á eigin verkum og listakvenna sem hún hefur fengið til liðs við sig. Sumarsýningin er opnuð á laug- ardag kl. 14 og verður opin daglega frá kl. 14-18 til 1. september. llansína Jensdóttir Björg Þorsteinsdóttir Steinunn Marteinsdóttir Jóhanna Bogadóttir Gallerí Hulduhólar. Hrunamannahreppur: Hundar leggjast á unglömb Syðra-Langholti. FYRIR síðustu helgi fundust dauð á bæjunum Kotlögum og Skipholti I og III hér í Hruna- mannahreppnum ein 35 lömb, sem voru bitin eftir hunda. Þá eru ein 15 tætt og limlest einnig frá bæjunum Skollagróf og Haukholtum, en ekki er vitað hve mörg þeirra halda lífi. Þá vantar eitthvað af lömbum en ekki er vitað með vissu enn hve margra er saknað, enda gengur sauðfé á þessum bæjum á rúmu landi. Ljóst er að þetta er eftir hunda en ekki tófu enda voru þeir staðnir að verki en ekki er vitað með vissu Ibúðir fyrir krabba- meinssjúklinga og aðstandendur þeirra Krabbameinsfélag íslands tók nýlega í noktun tvær íbúðir á Lokastíg 16 í Reykjavík. Þessar íbúðir eru keyptar sam- eiginlega af Krabbameinsfélagi ís- lands og Rauða krossi íslands til að bæta aðstöðu krabbameinssjúkl- inga af landsbyggðinni og aðstand- enda þeirra meðan á sjúkdómsmeð- ferð stendur. í kjölfar „þjóðarátaks gegn krabbameini" árið 1986 keyptu Krabbameinsfélagið, Rauði krossinn og Kvenfélagið Hringurinn íbúð við Leifsgötu í Reykjavík til að hýsa foreldra krabbameinssjúkra barna sem eru til meðferðar á barnadeild Landspítalans. Árið 1990 var að nýju efnt til „þjóðarátaks" og var þá meðal ann- ars gefið fyrirheit um aukinn stuðn- ing við krabbameinssjúka og að- standendur þeirra. Kaup þessara íbúða á Lokastíg 16 eru liður í því og hefur tekist gott samstarf við ríkisspítalana um daglegan rekstur íbúðanna. Margir aðilar hafa gefið heimilistæki og annan búnað og Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, ritar nafn sitt fyrst allra í gestabók á Lokastíg 16. má þar nefna Styrk, félag krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabba- meinsféiags íslands, var viðstödd hátíðlega athöfn þegar íbúðirnar voru teknar í notkun þann 27. júní á 40 ára afmæli Krabbameinsfélags íslands. hve margir. Það getur stundum gerst þegar tíkur eru á lóðaríi að hundar safnist að þeim og þá fer hópurinn á flakk. Verða þá jafnvel sauðmeinlausir hundar eins og villi- dýr þegar þetta gerist. Varsla á fjárhundum eða öðrum heimilis- hundum er ekki svo nákvæm hér í sveitinni, allra síst um þetta leyti árs. Tveim hundum af skosku fjár- hundakyni hefur verið lógað en fleiri eru grunaðir. Ljóst er að þetta er verulegt tjón hjá bændunum. Grenjaleitarmenn eru nýlega komnir úr afréttinum og unnu tvö greni að mestu. Ekki hefur orðið vart við að tófa hafi lagst á sauðfé síðustu tvö til þijú árin, en vafa- laust gerði hún það væri skolla ekki haldið í skefjum með skipu- lagðri grenjavinnslu á hveiju vori. - Sig.Sigm. ------*-*-*---- Yeitinffsala opnuð í Hlað- varpanum VEITINGASTOFA Hlaðvarpans við Vesturgötu tekur til starfa um helgina, 12.-14. júlí. Um rekstur veitingastofunnar sjá þær Elín Traustadóttir og Lúlú Haraldsdóttir. Þær stöllur ætla að bjóða upp á heimilislegan heitan mat og smárétti, súpur og brauð og heimabakaðar kökur með es- presso-kaffinu. Verðlagi verður stillt í hóf og veitingastofan er opin frá kl. 11 til 21 alla daga vikunnar. Veitingastofan er inn af listmun- asölu Hiaðvarpans, þar sem matar- gestum gefst tækifæri á að skoða og kaupa listmuni eftir konur hvað- anæva af landinu. (Fréttatilkynning) Sljórn Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva: Starfshópur ráðherra vanhæfur MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun sljórnar Landssambands fiskeld- is- og hafbeitarstöðva: „Stjórn Landssambands fiskeld- is- og hafbeitarstöðva (LFH) gerði á fundi sínum í dag þ. 11. júlí svo- hljóðandi ályktun; Stjórnin furðar sig á vinnureglum sérstaks starfshóps á vegum land- búnaðarráðherra við úthlutun sér- stakra rekstrarlána. Óeðlilega var staðið að auglýsingum eftir þessum lánum þar sem umsóknarfrestur rann út áður en vinnureglur voru mótaðar. Öll gögn umsækjanda voru á borðum starfshópsins áður en vinnureglur voru mótaðar. Jafnframt verður að teljast óeðli- legt að starfsmenn einstakra fyrir- tækja og sjóða sem mikilla hags- muna eiga að gæta, skuli úthluta þessu fé. Stjórnin lýsir því starfshópinn með öllu vanhæfan og telur hann hafa gengið gegn vilja forsætis- og landbúnaðarráðherra sem lýstu því yfir á fundi með stjóm LFH að það væri óeðlilegt að endurreist (gjald- þrota) fyrirtæki fengju fyrir- greiðslu, í formi sérstakra rekstrar- lána. Með vinnureglum starfshópsins er einsýnt að einungis koma til greina endurreist fyrirtæki og ný fyrirtæki og það stangast á við vilja ríkisstjórnarinnar þess efnis að við- halda verkþekkigu og þróa nýjar aðferðir. Eiginfjárstaða endurreistra fyrir- tækja hlýtur að vera jákvæð sem og fyrirtækja sem selt hafa hluta eigna sinna til ríkisins. Eiginfjár- staðan skiptir litlu máli við mat á rekstrarhæfni og rekstrarskilyrðum fyrirtækjanna. Það hlýtur fyrst og fremst að þurfa að taka tillit til hvernig tekist hefur til með eldi til þessa, sem og möguleikum fyrirtækjanna til fram- tíðartekjuöflunar. Vitað er að mörg fyrirtæki og öll fyrirtæki sem hafa hefðbundin afurðalán hafa birgðir sínar 40 - 75% veðsettar, þannig að það hlýtur að vera óeðlilegt að gera kröfu laust ■ veð í fiski fyrir sérstökum rekstrar- lánum sem í reynd eru áhættulán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.