Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Viðbrögð við tillög'um Hafrannsóknastofnunar uni aflasamdrátt: Haraldur Sturlaugsson: Höfum bó- ið okkur undir þetta „HÉR er auðvitað um mikla minnkun að ræða en segja má að það hafi legið í loftinu að til- lögurnar yrðu eitthvað á þessa leið,“ segir Haraldur Sturlaugs- son, framkvæmdastjóri Harald- ar Böðvarssonar hf. á Akranesi um tillögur fiskifræðinga um 70 þúsund tonna niðurskurð þorsk- kvóta á næsta ári. Haraldur seg- ir að fyrirtækið hafi búið sig undir svona áfall enda mótist starfskilyrði í sjávarútvegi af miklum sveiflum. „Það er búinn að vera mikill samdráttur á síðustu árum og þetta er það sem maður reiknaði með,“ segir Haraldur Sturlaugsson. „Ég er búinn að vera viðloðandi þennan rekstur í 20 ár og hef ekki kynnst öðru en þessum sveiflum upp og niður á svona fjögurra til fimm ára fresti. Það eru bara þau skilyrði sem sjávarútvegurinn og þjóðin býr við,“ segir hann. „Menn hér hafa verið að reyna að búa sig undir eitthvað í þessa átt. Það er nauðsynlegt að mikil hagræðing eigi sér stað í fyrirtækj- um í greininni, en ekki bara vegna ástandsins hér á landi, heldur líka vegna þess að við erum sífellt að tengjast meir þeirri þróun, sem á sér stað í Evrópu. Ef menn vinna ekki heimavinnuna sína og taka til í sínum rekstri, þá á það eftir að lenda á þeim síðar,“ segir Haraldur Sturlaugsson. Ingimar Halldórsson: Ottast af- leiðingarn- ar ef þetta verður nið- urstaðan INGIMAR Halldórsson, fram- kvæmdastjóri fiskvinnslufyrir- tækisins Frosta á Súðavík, segir að sér lítist afar illa á skýrslu Hafrannsóknastofnunar um, þar sem gert er ráð fyrir skerðingu afla á næsta ári. Hann segist óttast mjög afleiðingamar ef úthlutun sljórnvalda verði í sam- ræmi við tillögurnar. „Von mín er sú,“ segir Ingimar, „að úthlutun afla verði ekki lakari fyrir næsta ár en fyrir það sem nú er að líða. Skerðingin hefur verið mikil á undanförnum árum og við þolum ekki að hún verði meiri. Það er ekki nóg með að þorskkvótinn hafi verið skertur, heldur hefur einnig verið skert í rækjunni, sem við hér á Vestfjörðum gerum mikið út á, og auk þess var skarkolakvót- inn fluttur héðan til annarra lands- hluta vegna rangra ákvarðana um viðmiðunarár við úthlutun hans. Ég óttast því mjög afleiðingarnar, ef niðurstaða stjórnvalda verður í samræmi við þessar tillögur,“ segir hann. „Ég sé ekki í fljótu bragði hvern- ig við Vestfirðingar eigum að fara að því að mæta skerðingu afla með hagræðingu,“ segir Ingimar. „Hag- ræðing í útgerð er hvað mest hér á Vestfjörðum, héðan er styst á miðin og auðveldast að sækja fisk- inn. Það væri þá ekki nema með að leggja öðru hvoru skipi en hver getur til dæmis tekið það á sig að leggja togara? Sameining vinnslu- stöðva er heldur ekki auðveld. Það er yfirleitt bara ein vinnslustöð á hveijum stað og ef á að sameina vinnsluna er um leið verið að ákveða hvaða staðir eigi að lifa og hveijir ekki,“ segir Ingimar Hall- dórsson. Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar: Ekki faríð að tillögxim stofnim- arinnar um sókn í þorskstofninn Nýtísku vinnubrögðum beitt við mælingu fiskstofna við landið ÞORSKSTOFNINN á íslands miðum stendur enn veikt þrátt fyr- ir að íslendingar hafi nú í einn og hálfan áratug haft fulla sljórn á fiskveiðum við Iandið. Skýringarnar á því að stöðugt virðist síga á ógæfuhliðina segir Jakob Annars vegar segir Jakob að ekki hafi verið farið að tillögum fiskifræðinga um sókn í stofninn. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um nytjastofna og umhverfisþætti 1991 og aflahorfur fyrir fiskveiði- árið 1991/92 kemur fram umtals- verður munur á tillögum Hafrann- sóknastofnunar um þorskveiði og raunverulegum afla. Sem dæmi um muninn þá lagði Hafrannsókn- astofnun til að árið 1984 yrðu veidd 200 þúsund tonn af þorski en aflinn nálgaðist 300 þúsund tonn það ár. Arið eftir varð mun- urinn enn meiri því að enn lagði Hafrannsóknastofnun til 200 þús- und tonna veiði en aflinn fór vel yfir 300 þúsund tonn. Árið 1989 var afli umfram tillögur hvað minnstur en þó var þá veitt rúm- lega 50 þúsund tonnum meira en Hafrannsóknastofnun mæltist til. Jakobsson einkum vera tvær. Til samanburðar við þorsk- stofninn tók Jakob þann vaxtar- kipp sem varð í síldarstofninum þegar farið var að tillögum fiski- fræðinga um vemd hans. Fyrir tuttugu árum mældust aðeins tvær torfur af síld, alls í kringum 10 þúsund tonn, en nú segir Jak- ob að sfldarstofninn mælist rúm- lega 400 þúsund tonn, Hina ástæðuna fyrir minnkandi þorskstofni segir Jakob vera að eftir hlýviðrisskeiðið frá 1920 til 1965 hafi árferði á norðanverðu Atlantshafi verið sveiflukennt undanfarin tuttugu og fimm ár. Á þessu tímabili hafi oft verið mikið um pólsjó á Islandsmiðum. Afleiðingar lélegs árferðis á þorskstofninn kemur nú meðal annars fram í því að árgangarnir alveg frá árinu 1986 eru lélegir. Ástandið við Grænland hefur einnig versnað svo mjög að þar sem áður veiddust 300 til 400 þúsund af þorski á ári sést nú varla þorskur. Aðspurður um hvort vinnuað- ferðir Hafrannsóknastofnunar og tækjabúnaður hennar við mæling- ar stæðust nútíma kröfur sagði Jakob að stofnunin beitti nýtísku vinnubrögðum og sömu aðferðum og viðurkenndar væra í Evrópu og Bandaríkjunum. Jafnframt benti hann á að dr. Gunnar Stef- ánsson, starfsmaður Hafrann- sóknastofnunar, væri formaður aðferðafræðinefndar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, og sagði að stofnunin nyti góðs af þekkingu hans og starfí sem formanns nefndarinnar. Um tækjabúnað Hafrannsóknastofnunar sagði Jakob að verið væri að endurnýja tækin í rannsóknarskipunum sem notuð væru til mælinga á sfld og loðnu. Hvað varðaði þorsk- og botnfiskstofna þá hefði öll úr- vinnsla gagna verið efld mjög. Samment: 3,3 millj. til þriggja verkefna Samment hefur fengið 3,3 miljónir króna til þess að undirbúa og reka stutt námskeið í sambandi við gæðamál í fiskvinnslu, senda 8 stúdenta erlendis til starfsþjálfunar í fyrirtækjum í Evrópulöndum og undirbúa frekari verkefni í Comett. Með Comett er átt við áætl- un sem rekin er á vegum Evrópubandalagsins og er ætlað að efla samstarf atvinnulífs og skóla um tækni- og verkþjálfun. Samment er samstarfsnefnd skóla og fyrirtækja og starfar innan ramma Com- mett. Að Samment stendur fjöldi skóla, atvinnugreinasamtök og fyrirtæki á íslandi. Nefndin vinnur í samvinnu við samskonar nefnd- ir í öðrum löndum EFTA og EB. Styrknum verður eins og áður sagði varið til þriggja verkefna. Fyrsta verkefnið er stutt námskeið í sambandi við gæðamála í fisk- vinnslu. Námskeiðið er ætlað lykil- stjórnendum fyrirtækja og stofnana og öðrum áhrifamönnum sem áhuga kunna að hafa. Námskeiðið verður haldið í mars eða aprfl 1992 og mun standa í 4 daga. Þátttak- endur af íslands hálfu verða 15-20. Undirbúningur vegna þessa nám- skeiðs er þegar hafínn. Styrknum verður einnig varið til þess að senda 8 stúdenta erlendis til starfsþjálfunar í fyrirtækjum Evrópubandalagsins. Fjórir nem- endur koma frá Tækniskóla íslands og fjórir frá Háskóla íslands. Nem- endurnir fara til Bretlands (4), Danmerkur (1), Frakklands (1), Þýskalands (1) og Spánar (1). Ekki er enn ákveðið til hvaða fýrirtækja nemendumir fara til þjálfunar en verið er að ganga frá því í sam- vinnu við samstarfsnefndir í þessum löndum. Samment mun hafa milli- göngu um móttöku á evrópskum stúdentum og koma þeim til starfs- þjálfunar í íslenskum fyrirtækjum. Þá verður styrknum varið til að undirbúa frekari verkefni á vegum Comett. Þar er helst að nefna undir- búning vegna stofnunar evrópskrar samstarfsnefndar. I febrúar 1991 voru eftirfarandi aðilar þátttakendur í Samment: Vinnuveitendasamband íslands, Félag íslenskra iðnrekenda, Land- samband iðnaðarmanna, Verk- og tæknifræðingafélag íslands, Póstur og sími og Landsbanki íslands, Háskóli Islands, Háskólinn á Akur- Reiðubúnir að ræða um að breyta tekj uskiptingunni - segir Einar Oddur Krisljánsson, for- maður Vinnuveitendasambands Islands EINAR Oddur Krisljánsson, formaður Vmnuveitendasambands íslands, segir að það sé ekki tímabært að gefa stórar yfirlýsing- ar um kjarasamningagerð í haust, því þó Hafrannsóknastofnun hafi gert tillögur um þorskafla eigi sjávarútvegsráðherra eftir að taka ákvörðun og það sé ekki fyrr en hann hafi gert það sem hægt sé að fara að leggja forsendurnar hlutlægt niður fyrir sér, auk þess sem um svipað leyti muni fjárlagaramminn liggja fyrir. „Hitt er annað mál að mér þyk- ir mjög sennilegt að það verði farið að þessum tillögum að veru- legu leyti og það er engum blöðum um það að fletta að ef mikiH niður- skurður verður á afla á ísland- smiðum þá lækka þjóðartekjur umtalsvert. Það þarf ekki að deila um það,“ sagði Einar Oddur. Aðspurður um þá skoðun Ás- mundar Stefánssonar, forseta Al- þýðusambands íslands, sem kem- ur fram í Morgunblaðinu í gær, að í þröngri stöðu í efnahagsmál- um hljóti áherslan að verða á að breyta tekjuskiptingunni, sagði Einar Oddur að VSI væri reiðu- búið að ræða þetta og hefði alltaf verið. Hins vegar hefði hann lýst yfir efasemdum um það á aðal- fundi VSÍ í vor að það væri hægt að hrinda slíkum hugmyndum í framkvæmd. „Þegar á hólminn hefur verið komið þrátt fyrir fag- urt tal um að það væri komið að hinum lægst launuðu hefur alls staðar og alltaf reynslan verið sú að það hefur enginn viljað fylgja því fram. Það voru allir tilbúnir til að hækka hina lægstlaunuðu, en það hefur aldrei einn eða neinn hópur verið tilbúinn til þess að fallast á að þar með gerðu þeir minni kröfur,“ sagði hann enn- fremur. Jóhann Ársælsson: Enginn árangur af fiskveiði- stjórnun JÓHANN Ársælsson þingmaður Alþýðubandalagsins segir að ný skýrsla Hafrannsóknarstofnunar sýni að enginn árangur hafi náðst við stjórnun fiskveiða. Hann telur að taka verði tillit til þeirra til- lagna sem stofnunin hefur sett fram um samdrátt í þorskveiðum á næsta ári. „Það sem slær mann mest, er að við virðumst ekki vera að uppskera neinn árangur af fiskveiðistjórnun- inni. Frá því kvótakerfið kom. á hafa menn bundið vonir við að stjómin á veiðunum skilaði því að við gætum aukið fiskveiðarnar og það er því sorglegt að menn sjá engan árangur," sagði Jóhann við Morgunblaðið þegar hann var spurður álits á skýrslu Hafrann- sóknarstofnunar. Jóhann sagði ennfremur, að sér virtist ýmislegt benda til þess að sóknarþungi í þorskveiðum hafi aukist meira en tölur sýndu. Hann sagðist hafa haft þá skoðun lengi að sóknarbreytingin af vertíðarbát- um yfir á togara, hafi það í för með sér, að uppvaxandi fiskur, sé veidd- ur í mun ríkari mæli. Þá sé dulið álag á fiskistofnana vegna þess að ýmis veiðarfæri valdi tjóni á seiðum og smáfíski. Loks sé það bein afleið- ing af kvótakerfinu að fiski sé hent í sjóinn í miklum mæli. „Menn hafa verið að guma að því, að veiðiheimildir hafi verið sam- einaðar á undanförnum árum, en sannleikurinn er sá að þar hefur fyrst og fremst verið að færa veiði- heimildir frá smábátum yfir á tog- araflotann. Það er hreint ekki til góðs, í sambandi við nýtingu fiski- stofnanna. Ef á að minnka flotann verður að fækka þessum stóra tog- urum og það hefði verið heillaspor í sambandi við þá fiskveiðilöggjöf sem nú gildir, að dregin hefði verið lína milli þess hvert mætti færa fisk- veiðiheimildir innan flotans," sagði Jóhann. Jóhann sagði að lokum, að hann teldi að taka ætti meira tillit til þess sem fiskifræðingar segðu, en gert hefði verið á undanförnum áram. „Þetta eru ekki algild vísindi og ég hef reyndar miklar efasemdir um þær aðferðir sem notaðar eru við að telja fiskinn í sjónum. En þetta era samt sem áður bestu upp- lýsingar sem við höfum og það er ekki um annað að ræða en miða við þær. Þá verður einnig að leggja mat á það hvaða álag fylgi veiðunum á hverri tegund svo menn átti sig á því hvaða sókn sé heppileg," sagði Jóhann Ársælsson. .....F—1—f Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar þeirra aðila sem standa að Samment á kynningarfundi um Comett áætlunina og Samment. eyri, Kennaraháskóli íslands, Tækniskóli Islands, Bændaskólinn á Hvanneyri, Samband iðnmennta- skóla, Iðntæknistofnun íslands, Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunn- ar, Búnaðarfélag íslands, Byggða- stofnun íslands, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins. Geta þátttakendur í Samment sótt árlega um styrki til Comett eða fram til 1993 þegar áætluninni lýk- ur. Næstu umsóknarfrestur er renn- ur út í janúar 1992. Til þess tíma er hægt að sækja um styrki til sam- starfsnefnda skóla og atvinnulífs, tækniþjálfunar, samstarfsverkefna og lengri námskeiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.