Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖjSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Morgunblaðið/KGA Jónas Bjarnason, deildarstjóri efnafræðideildar Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, heldur á grútarsýni af Ströndum. Morgunblaðið/KGA Starfsmenn Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, þau Sigurður Einarsson líffræðingur og Eyrún Þor- steinsdóttir, aðstoðarmaður efnafræðinga, við efnagreiningu á grútarsýni af Ströndum. Grúturirai reyndist vera lýsi í LJÓS hefur komið að grúturinn, sem rekur á fjörur á Ströndum frá Furufirði að Kollafirði, í Húna- flóa, er lýsi, samkvæmt fyrstu nið- urstöðum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Jónas Bjarnason, deildarstjóri efnafræðideildar, segir að þar sem um lífræna fiski- fitu sé að ræða mun hún brotna niður á ekki mjög löngum tíma. I dag mun fást úr því skorið hvort um síldar- eða loðnulýsi er að ræða. Páll Hjartarson, deildar- sljóri tæknideildar siglingamála- stjóra, segir að um 100 ef ekki þúsundir tonna sé að ræða og er ekki vitað hvaðan lýsið kemur. Jónas sagði, að grúturinn væri lýsi en ekki væri vitað af hvaða teg- und en mestar líkur er á að hér sé um síldar- eða loðnulýsi að ræða. Hluti af lýsinu hefur umbreyst við að velkjast í sjónum og hefur sápast að hluta til og þykknað. Sjórinn þvær í burt þann hluta fitunnar sem er auðleysanlegastur í vatni og eftir verður þykkri hluti lýsisins sem myndar seiga klumpa. „í dag fæst úr því skorið hvort um síldar- eða loðnulýsi er að ræða og mun það geta sagt nokkuð til um hvaðan lýs- ið er komið, þar sem sfld hefur ekki verið brædd hér á landi í neinu magni síðan árið 1969,“ sagði Jónas. Páll sagði að ekki væri vitað hvað- an grúturinn kæmi en ýmsar hug- myndir væru á lofti, meðal annars að lýsið'kæmi úr bresku ólíuflutning- askipi sem skotið var niður á Húna- flói á stríðsárunum. Skipin hefðu flutt olíu til landsins en lýsi héðan. „Sé þetta lýsi úr tankskipi þá er ekki um annað að ræða en að skipið er að ryðga í sundur og þá kemur allt lýsið upp,“ sagði Páll. Páll taldi útilokað að lýsið hefði komið úr flutningaskipinu Kyndli. Skipið hefði lestað lýsið á Akureyri og farið þaðan til Þórshafnar og áfram til Englands. Páll sagðist hafa talað við skipstjórann á Kyndli, sem hefði fullvissað hann um a ekkert hefði vantað upp á farminn í Kyndli, þegar til Englands var komið. áratugaskeið. Þar er til dæmis mikið um yfírgefnar stöðvar. Svo hafa miklir flutningar á ýmsum hlutum og búnaði átt sér stað fyr- ir Norður-Síberíu , frá Murmansk austur á bóginn," segir hann. Þór segir að öðru hvoru hafi Sovétmenn líka þurft að yfirgefa skip sem hafi klemst í hafís. „Það er að minnsta kosti sérkennileg tilviljun, að þetta skuli berast hing- að á sama tíma og hafís gengur upp að landinu. Ef þessi tilgáta er rétt þyi'fti að rekja mengunina til Rússanna,“ segir Þór. Breskir straumar verða ráðandi í Borgarkringlunni dagana 11., 12. og 13. júlí nk. Kynntar verða breskar vörur af ýmsu tagi og verða margar hverjar á sérstöku kynningarverði. íslenskir leikarar flytja valda kqfla úr verkum Shakespeares og lúðrasveit leikur létta breska tónlist. Einnig verður sérstök Edinborgar- kynning ásamt ýmsu öðru. ...sýningargarður B.M.Vallá verður opinn alla dagana. Þar gætir sterkra breskra áhrifa sem gleggst má sjá í hinum gullfallegu og vönduðu Barlow-Tyrie garðhúsgögnum sem þú getur tyllt þér í með "cup of tea" og talað um veðrið. Á laugardögum milli kl. 11.00 og 14.00 mun landslagsarkitekt veita gestum ráðgjöf um gróður og garða og svara fyrirspurnum þeirra um sama efni. Sérstök athygli skal vakin á því að sýningargarðurinn verður aðeins opinn til 27. júlí nk. Verslunargötur Borgarkringlunnar eru / sannarlega þess virði að spássera um ! þær, þótt ekki væri nema að hitta vini og kunningja þótt allt eins sé líklegt að þú gangir beint í flasið á þekktum breskum persónum. iess eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.