Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 JltanQuiiÞlafrtí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Frjáls olíuviðskipti íslenskt atvinnulíf o g evrópskt efnahagssvæði Fyrir nokkru beindi stjóm Landssambands ísl. út- vegsmanna þeirri áskorun til stjómvalda, að olíuviðskipti yrðu gefin fxjáls. í kjölfar þeirrar áskorunar lýsti Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra yfir því, að það yrði gert á næstu mánuðum. I við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær var rætt við forráðamenn olíufélaganna um undirbún- ing að breyttum viðskipta- háttum. Þeir eru sammála þessum breytingum en leggja áherzlu á, að innflutnings- frelsi á olíu þurfi að fylgja frelsi í verðlagningu. Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs hf., sagði m.a. í samtali við viðskipta- blaðið: „Fijáls olíuviðskipti eiga að þýða frelsi í verðlags- málum ... Við viljum vera frjálsir að því, hvar við kaup- um vöruna en viljum líka hafa frelsi til að ákveða útsöluverð. Samkeppnin yrði meiri en það em aðstæður, sem eðlilegt er að starfa í. Þá fengi markað- urinn að ráða töluverðu.“ Hörður Helgason, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Olíuverzlunar íslands hf. sagði í samtali við viðskipta- blaðið: „Við höfum marglýst því yfir, að við viljum verð- lagningu frjálsa. Þá gætum við verðlagt vöruna þannig, að útsöluverð verði það, sem varan kostar á hverjum stað, ekki sama verð um allt land.“ Og Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf. segir: „Ég held, að menn sjái lítið fram fyrir sig með það meðan ekki er verið að tala um meiri breytingar en þetta. Mér sýn- ist, að fijáls verðlagning sé eitthvað, sem muni koma og hvaða áhrif það gæti haft get ég ekki sagt um á þessu stigi.“ Það eru engin rök fyrir því að haga olíuviðskiptum með öðrum hætti en annars konar viðskiptum. Olíufélögin eiga að hafa fullt frelsi til þess að kaupa olíu þaðan, sem þau telja hagkvæmast hveiju sinni, hvert um sig. Þau eiga að hafa fullt frelsi til þess að ákveða verð á þeirri olíu, sem þau flytja inn til landsins. Ætla verður, að samkeppni þeirra í milli verði til þess að tryggja neytendum hag- kvæmast verð. Ef samkeppni milli þessara þriggja félaga tryggir neytendum ekki olíu á hagstæðasta verði geta þau búizt við því, að aðrir aðilar hefji innflutning á olíu til landsins, enda verður það heimilt, eftir að fullt frelsi er komið á í þessum viðskiptum. Hins vegar hljóta menn að ganga út frá þvi sem vísu, að olíufélögin notfæri sér frelsið til þess að stunda fijálsa samkeppni í þessum viðskiptum. Kristinn Bjöms- son segir að vísu í samtali við viðskiptablaðið í gær: „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að olíufélögin gætu sameinast um innkaup og geri ég ráð fyrir, að þau muni að öllum líkindum ræða það sín á milli með hvaða hætti er ódýrast að koma vörunni til landsins, þó svo að innkaupin séu gerð í sitthvoru lagi.“ í þessum ummælum felst væntanlega, að olíufélögin mundu hvert um sig leita eft- ir sem hagkvæmustum inn- kaupum óháð hvert öðru vegna þess, að sameiginleg innkaup mundu auðvitað þýða, að samkeppni væri orð- in tóm, en hins vegar mundu þau sameinast um flutninga á olíu til landsins vegna þess, að með auknu magni væri hægt að ná hagstæðari flutn- ingsgjöldum og er að sjálf- sögðu ekkert við það að at- huga. Olíuinnflutningur hefur verið bundinn í fjötra hafta og margvíslegra takmarkana í fjóra áratugi. Þess vegna má spyija, hvort nægileg þekking sé til staðar hjá olíu- félögunum til þess að taka upp gjörbreytta viðskipta- hætti. En ef sú þekking er ekki til staðar verður hún til á skömmum tíma. Þegar það skref verður stigið að gefa olíuinnflutning fijálsan á að stíga það til fulls og gefa þessi viðskipti algerlega fijáls eins og önnur innflutningsvið- skipti. Með því móti verður hagur neytenda væntanlega bezt tryggður. Morgunblaðið hefur í ára- tugi barizt fyrir frelsi í olíu- viðskiptum. Það var tímabært að beina viðskiptum frá Sov- étríkjunum til annarra ríkja fyrir a.m.k. tveimur áratug- um. Með frelsi í olíuviðskipt- um verður að ætla að hag- kvæmari samningar takist um innkaup. Það verður þjóð- arbúinu til hagsbóta á erfið- um tímum og ekki sízt útgerð- inni, sem notar mjög stóran hluta af þeirri olíu, sem við kaupum. Hvað er í húfi? eftír Ólaf Davíðsson EFTA-aðildog fríverslunarsamningur við EB Árið 1970 gerðust íslendingar aðilar að Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA, og fengu við það tollfrjálsan aðgang fyrir iðnaðar- vörur að markaði EFTA-Iandanna og tollar á iðnaðarvörum frá þess- um sömu löndum voru felldir niður í áföngum. Árið 1972 gerði ísland, ásamt öðrum EFTA-ríkjum, fríverslunarsamning við Evrópu- bandalagið, EB, þar sem kveðið var á um tollfijáls viðskipti með iðnað- arvörur. íslendingar fengu að auki umtalsverðar tollaívilnanir fyrir sjávarafurðir á markaði EB. Aðlög- un íslands að þessum samningum lauk árið 1980 og hefur íslenskur iðnaður verið í tollfijálsri sam- keppni við evrópskan iðnað frá þeim tíma. íslenskir iðnrekendur studdu að- ild íslands að EFTA vegna þess að þeir töldu það til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf að taka aukinn þátt í alþjóðaviðskiptum og alþjóð- legri verkaskiptingu. Það var þá viðurkennt — og er enn — að fijáls viðskipti færi þjóðum aukna hag- sæld. Við EFTA-aðildina gáfu íslensk stjórnvöld þau loforð að íslenskum iðnaði yrðu tryggð sömu starfskjör og erlendum keppinautum enda var slíkt forsenda þess að hann gæti mætt tollfrjálsri samkeppni Evrópu- þjóða. Þessi loforð voru því miður efnd seint og illa og er það vafa- laust ein ástæða þess að okkur hefur vegnað verr en nágrannaþjóð- ísland eftirAndrés Pétursson Atlantshafsbandalagið hefur far- ið í gegnum mikla naflaskoðun á undanförnum tveimur árum eins og undirritaður ijallaði um í grein sem birtist í Morgunblaðinu 30. maí. í þessari grein er hins vegar ætlunin að fjalla örlítið um stöðu íslands á þessum umrótstímum og hvaða möguleikar eru fyrir hendi hjá okk- ur íslendingum í Ijósi breyttra áherslna í alþjóðasamskiptum. Það er ekki ofsögum sagt að róttækar breytingar hafa orðið á stöðu öryggis- og varnarmála á meginlandi Evrópu. Fall Berlínar- múrsins, hrun Varsjárbandalagsins og efnahagslegir og pólitískir erfið- leikar Sovétmanna hafa valdið því að þjóðirnar í Austur- og Vestur- Evrópu hafa þurft að endurskoða öryggis- og varnarstefnu sína frá grunni. Samningar hafa verið gerð- ir á vettvangi Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE) um traustvekjandi aðgerðir vegna hernaðarumsvifa á landi. Einnig hafa samningamir um gagn- kvæman niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu (CFE) haft áhrif en nokkrar deilur standa enn um útfærslu þess samnings vegna þess að Sovétmenn tóku upp á því að færa hersveitir frá landher til sjó- hers en flotasveitir eru ekki innan ramma CFE-samningsins. Reyndar eru hersveitirnar sem hér um ræðir bæði fáar og smáar en það er for- dæmið sem slíkt gæti gefið sem kallað hefur á hörð viðbrögð Vest- urveldanna. Það bendir því allt til þess að Sovétmenn falli frá þessari ákvörðun. um á undanförnum árum. Hagvöxt- ur hefur verið minni á íslandi en hjá keppinautum okkar og lífskjör hafa því ekki batnað að sama skapi og hjá nálægum þjóðum. Núverandi ríkisstjóm hefur lýst því yfir — eins og reyndar einnig fyrrverandi ríkisstjórn — „að skatt- lagning fyrirtækja verði samræmd því sem gerist með samkeppnisþjóð- um“. Þetta staðfestir að EFTA- loforðin hafa ekki verið efnd að fullu. Framvindan í Evrópu Það er alkunna, að næsti áfangi EB er sá að öll löndin tólf verði einn sameiginlegur markaður í lok ársins 1992. Sameiginlegur mark- aður er svæði án landamæra þar sem viðskipti með vörur og þjón- ustu eru fijáls og óhindruð, þar sem fjármagn getur streymt óhindrað milli landa og þar sem fólki er fijálst að ferðast um og búa og starfa þar sem það vill. Þetta er þó ekki allt. Það er afar mikilvægt að átta sig á því, að sameiginlegi markaðurinn er meira en að gera einn markað Úr mörgum. Hann felst ekki síður í því að afnema margvíslegar við- skipta- og samkeppnishindranir sem nú eru til staðar í einstökum löndum. Dæmi um þetta eru gjald- eyrisviðskipti, bankaþjónusta, tryggingar og flutningastarfsemi. Tilgangurinn með því að gera EB að einum markaði er að efla atvinnulíf þess í samkeppni við at- vinnulíf í öðrum löndum en það eru fyrst og fremst neytendur sem munu njóta góðs af ávinningnum af þessu. Evrópskt efnahagssvæði * Samningar EFTA-ríkjanna og Staða íslands hefur ekki breyst mikið Samt sem áður erum við hér komin að kjarna málsins fyrir ís- lendinga því tregða flestra NATO- ríkja að ræða afvopnun á höfunum gerir það að verkum að hlutverk Islands hefur ekki breyst jafn mikið og gera mætti ráð fyrir í þessari uppstokkun í Evrópu. Áuðvitað mun hlutverk Keflavíkurstöðvarinnar breytast eitthvað og þegar hefur starfsfólki verið fækkað töluvert. Awacs-nugvélamar' sem sendar voru til PersaHóa hafa ekki snúið aftur og í ráði er að fækka orrustu- Hugvélunum úr 18 í 12. í ráði er að loka radarstöðinni á Stokksnesi. Hins vegar hefur eftirlitshlutverk stöðvarinnar lítið breyst og forráða- menn NATO líta enn á ísland sem ómissand hlekk í varnarkeðju bandalagsins. Fyrir þá sem hafa áhuga að Iesa nánar um framtíðar- hlutverk Keflavíkurstöðvarinnar er bent á rit Alberts Jónssonar „ís- land, Atlandshafsbandalagið og Keflavíkurstöðin". íslendingar hafa lengi barist fyr- ir því að teknar verði upp viðræður um afvopnun á höfunum. Reyndar hefur þessi barátta hlotið lítinn hljómgrunn hjá hinum NATO-þjóð- unum, nema e.t.v. Norðmönnum, og segja heimildir að staðfesta ís- lands í þessu máli hafi farið í taug- arnar á Bandaríkjamönnum. Við reyndum hvað við gátum að koma afvopnun á höfunum inn í hina merku Lundúnayfirlýsingu NATO á síðasta ári en íslenska sendinefndin hafði þar ekki erindi sem erfiði. Hins vegar tókst okkur að koma því inn hjá RÖSE að afvopnun á höfunum verður rædd á næsta fundi í september næstkomandi. Evrópubandalagsins um Evrópskt efnahagssvæði EES, eru nú á loka- stigi. Markmið EFTA-ríkjanna er að verða hluti af sameiginlega mark- aðnum og taka sem mestan þátt í efnahagssamvinnu EB-ríkjanna, án þess að ganga í bandalagið. Aust- urríki og Svíþjóð eru hér undan- tekningar því þessi ríki hafa þegar sótt um aðild að EB sem þó inun varla koma til framkvæmda fyrr en um miðjan áratuginn. Evrópska efnahagssvæðið á hins vegar að koma til framkvæmda þegar í árs- byijun 1993 um leið og sameigin- legur markaður EB. Islenskt atvinnulíf og Evrópa Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fáar þjóðir eru háðari ut- anríkisviðskiptum en íslendingar. Þetta gildir bæði um viðskipti með vörur og þjónustu. Viðunandi lífskjör verða ekki tryggð í landinu nema í vaxandi mæli verði unnt að framleiða vörur eða þjónustu sem skapa eða spara gjaldeyri. Til þess að þetta megi verða, þarf að tryggja íslenskum vörum — og þjónustu — aðgang að erlendum markaði, en það er a.m.k. jafn mik- ilvægt að íslensk fyrirtæki standist samkeppni við erlenda keppinauta. Að því er varðar aðgang að mark- aði má benda á eftirfarandi: EFTA-aðildin og fríverslunar- samningurinn við EB tryggir toll- fijálsan aðgang fyrir íslenskar iðn- aðarvörur að markaði þessara ríkja. Sama gildir um allar sjávarafurðir innan EFTA. Við getum flutt út flestar sjávar- afurðir til EB tollfijálst eða með lágum tolli. Á því eru þó veigamikl- ar undantekningar en markmið ís- NATO hefur lítinn áhuga á afvopnun á höfunum Vegna plássleysis ætla ég ekki að fara mörgum orðum um and- stöðu Bandaríkjamanna, Breta og Frakka gegn samningum um fækk- un í sjóheijum en vísa þeim sem áhuga hafa á að kynna sér þau mál nánar í Fréttabréf öryggis- málanefndar, sérstaklega nr. 1, 2 og 3 1990 og nr. 1 1991. En í stuttu máli má segja að afstaða bandamanna okkar sé sú að Atl- antshafsbandalagið treysti á sjó- leiðina milli Evrópu og Ameríku á hættutímum og geti því ekki sam- þykkt neinar hömlur á varnir þessa hafsvæðis. Bandaríkjamenn hafa síðan ítök víða um heim og óttast að afvopnun á N-Atlantshafi geti gefið fordæmi fyrir önnur hafsvæði sem myndi leiða til þess að banda- ríski flotinn gæti ekki beitt sér t.d. á Persaflóasvæðinu. Það þarf vart að taka það fram að Bandaríkjamenn eru öflugustu aðilar Atlantshafsbandalagsins og afstaða þeirra í afvopnunarmálum á höfunum er skýr. í frétt Ásgeirs Sverrissonar í Morgunblaðinu 12. apríl sl. kom skýrt fram að ráða- menn í Washington telja að skerð- ing á siglingum herskipa komi alls ekki til greina. Þar greinir okkur Islendinga á við yfirvöld í Banda- ríkjunum. En er nokkuð sem við, þessi smáþjóð úti í Dumbshafi, get- um gert til að hafa áhrif á banda- menn okkar? Þó við séum bæði fá og smá þá er vert að hafa í huga að við Islendingar erum á margan hátt með sterka stöðu gagnvart Bandaríkjamönnum, hvað svo sem verður um Atlantshafsbandalagið og varnarsamvinnu í Evrópu í framtíðinni. Ástæðan er sú að á krossgötum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.