Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 „ópegiUinn ereJdci brötínn; þetta, er hnojctónn, cJ þéh " Með morgunkaffmu Ég var að tala við forstjór- ann. Hvort á ég að ráða þig eða reka? NOTIÐ BÍLBELTIN Ég vil koma á framfæri ábend- ingu vegna fjolda símhringinga til okkar hjá Umferðarráði. Það er hringt hingað mörgum sinnum á dag og kvartað yfir að börn sitji laus í bílum. Einkum er þá um að ræða börn sem vaxin eru upp úr barnabílstólum. En þessi börn eiga að nota belti. I umferðarlögum er kveðið skýrt á um það að hverjum þeim sem situr í sæti þar sem bílbelti er fyr- ir hendi sé skylt að nota það. Böm yngri en 6 ára geta notað bamabíl- stól eða barnabílbelti og þegar þau vaxa upp úr því eiga þau að nota venjuleg bílbelti. Undir engum kringumstæðum eiga börn að standa í bílum. Undanfarið hefur verulega dregið úr slysum á bömum í um- ferðinni og hefur sú þróun haldist í hendur við aukna bílbeltanotkun. Ég get varla orða bundist yfir skrifum ísaks Stefánssonar í Vel- vakanda s.l. þriðjudag. Mér finnst frásögn hans sýna hvað framkoma hans sjálfs gagnvart börnum sé ruddaleg. Einnig finnst mér alhæf- ingar hans út frá þessu litla atviki alveg fráleitar. ísak gat vel beðið börnin sem voru að flækjast á lóð hans kurteis- lega að fara í stað þess að segja þeim að hypja sig. Ég hef átt þó nokkur samskipti við börn og veit að það er afar sjaldgæft að þau Hins vegar bendir þessi fjöldi af ábendingum út af lausum börnum í bílum til að annað tveggja sé að aukast aftur að börn séu laus í bflum eða þá að almenningur er orðinn meðvitaðri um nauðsyn þess Lánasjóður íslenskra náms- manna (LÍN) hefur nú sem oft verið til umræðu og oft verið kvart- að undan því hve seint námslán væra afgreidd eða hve illa gengi að fá þá þjónustu sem slík stofnun ætti að gefa. Ég vil bara fyrir hönd margra sem ég þekki koma á framfæri kæru þakklæti fyrir frábæra þjón- gegni ekki sé farið að þeim með góðu. Auðvitað eru til undantekn- ingar á þessu. Hins vegar er alveg jafn algengt að fullorðnir sýni börnum yfirgang og frekju, t.d. í biðröðum í búðum. Það hefur alltaf verið til sviðs að kvarta sáran yfir unga fólkinu. Það var líka gert þegar ég var ung. Hins vegar er ég á þyí að unga fólkið í dag sé blómstrandi af væntumþykju og glæsileik og gefi þeim sem eldri era síst eftir. Sigríður Jóna Clausen að reglum um bílbelti sé fylgt. Ég vona að það sé hið síðarnefnda. Höfum beltin spennt. Margrét Sæmundsdóttir, Umferðarráði ustu og nauðsynlega aðstoð á margan hátt á sl. áram. Alltaf var staðið við það sem lofað hafði verið. LIN er því á margan hátt vel rekið þjónustufyrirtæki sem á margan hátt mætti taka til fyrir- myndar. Lán hafa alla tíð verið afgreidd á réttum tíma, og á allan hátt verið vel að slíkri fyrirgreiðslu unnið. í dag er það líka hreint og beint gaman að koma á skrifstofu LÍN, og sjá hve allt er vel skipulagt, opnunartímar vel skilgreindir, öll pappírsvinna og skjöl sem þarf að útfylla verið einfölduð og auðvelt að geta spurt þeirra spurninga sem mörg þúsund námsmenn þurfa að spyija, og fá greinargóð svör. Allt tal um hlutverk LÍN, aðal- lega af hálfu þeirra sem ekkert þekkja til þeirrar stofnunar, eftir að undirritaður og mjög margir aðrir hafa notið góðrar og skil- virkrar þjónustu LIN í nokkur ár, lítur maður á sem vott um þekk- ingarleysi á svpna mikilvægri stofnun eins og LIN er fyrir mörg þúsund íslenska námsmenn hér- lendis sem erlendis. 11265-3189 Músalína týnd Grábröndótt ársgömul læða hvarf frá Miklubraut 40 á þriðjudag. Hún er merkt : Mú- sólína. Þeir sem verða varir við hana hringi í síma 19425 eða 11449. Fundarlauna heitið. Börn eru besta fólk Góð þjónusta LÍN HOGNI HREKKVISI Víkveiji skrifar Lagfæringarnar á norðurbakka Tjarnarinnar eiga eflaust eftir að verða fegurðarauki, ef jafnvel tekst upp og þegar austurbakkinn var endurgerður. Víkveiji sér hins vegar eftir gömlu ísbryggjunni, sem nú hefur verið rifin. Bryggjan hafði tvímælalaust sögulegt gildi og var aukinheldur fallega hlaðin og vel til þess fallin að standa á henni og gefa öndunum. Skrifari sá í blaði að Sigurður Skarphéðinsson að- stoðargatnamálastjóri lét hafa eftir sér að þetta hefði verið vegna „mannlegra mistaka", gleymzt hefði að segja verktakanum að ekki mætti rífa bryggjuna. „Mannleg mistök“ er eitthvert tízkuhugtak úr stofnanamáli, sem oft er notað til að breiða yfir það sem hlutirnir heita í raun og veru. Svona lagað heitir annaðhvort klúður eða aula- skapur, og á ekki að eiga sér stað við opinberar framkvæmdir. Reykjavíkurborg - eða, umræddur verktaki - ættu að sjá sóma sinn í að endurhlaða ísbryggjuna til að bæta fyrir „mannlegu mistökin". XXX Mikið getur álit manna á einu bóndabýli breytzt eftir því frá hvaða sjónarhorni þeir sjá það. Eftir að hluti þjóðvegarins um Blönduhlíð var færður niður á eyr- arnar við Héraðsvötn hafa Silfra- staðir öðlazt alveg nýja ímynd í huga Víkveija. Aður lá þjóðvegur- inn að húsabaki, en nú blasa kirkj- an sérkennilega og reisulegt íbúðar- hús við uppi í hlíðinni þegar ekið er framhjá og bærinn fær á sig þann svip höfuðbóls, sem hann á skilinn. XXX Yíkveiji hefur áður kvartað und- an símaþjónustu Háskóla ís- lands. Það er ástæða til að hnykkja á þeirri gagnrýni, því að símaþjón- ustan hjá þeirri annars ágætu stofn- un er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Víkverji þarf oft að hafa samband við ýmsar deildir og stofn- anir Háskólans. Oftar en ekki hringir út þegar hringt er í aðal- númer Háskólans. Ef svo vill til að þar er svarað, er sjaldgæft að símta- lið lendi á réttum stað í stofn- uninni. Víkveiji hefur brugðizt við þessu með því að koma sér upp dálitlum lista yfir innanhússíma í Háskólanum, sem má hringja í beint, en hann hrekkur ekki alltaf til. Forráðamenn Háskólans tala oft um að hann þurfi að vera í betri tengslum við þjóðfélagið, atvinnu- lífið, framhaldsskólana og svo fram- vegis. Með ónýta símaþjónustu er skólinn náttúrlega ekki í tengslum við eitt eða neitt af því að enginn nær sambandi. Nýr Háskólarektor ætti nú að beita sér fyrir bót á þessu þegar hann tekur við starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.