Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Barokktón- list á Sumar- tónleikum FYRSTU Sumartónleikar á þessu sumri á Húsavík, í Reykjahlíð og á Akureyri verða nú um helgina. Að þessu sinni eru á dagskrá íslensk sönglög og tónlist eftir Mozart. Að sögn Bjöms Steinars Sólbergs- sonar, talsmanns Sumartónleikanna, er það Barokkhópur Akureyrarkirkju sem kemur fram á þessum fyrstu tónleikum. í hópnum eru Margrét Bóasdóttir sópran, Lilja Hjaltadóttir fiðluleikari og Björn Steinar Sól- bergsson orgelleikari. Þau höfðu fengið til liðs við sig Richard Korn bassaleikara og Sigríði Hrafnkels- dóttur fiðluleikara. Það óhapp henti að þau tvö lentu í umferðarslysi og enda þótt þau slyppu óbrotin úr því geta þau ekki verið með að þessu sinni. Björn sagðist með stuttum fyrirvara hafa getað fengið Rut Ing- ólfsdóttur fiðluleikara til að koma í hópinn, en vandræði hefðu verið með að fá sellóleikara. Fyrir hreina tilvilj- un hefði hann rekist á Hafliða Hall- grímsson á götu hér á Akureyri, en hann er hér í sumarleyfi. Hefði Hafl- iði brugðist vel við óskum um að vera með í barokkhópnum og því væri hann nú fullskipaður. A efnisskrá tónleikanna um helg- ina eru sönglög, meðal annars eftir Askel Jónsson, Jón Leifs, Jónas Tóm- asson og Jón Hlöðver Áskelsson. Að öðru leyti verður leikin tónlist eftir Wolfgagng Amadeus Mozart. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. í Húsavík- urkirkju hefjast tónleikamir á föstu- dagskvöld klukkan 20.30, á laugar- dagskvöld á sama tíma verða sömu tónleikar í Reykjahlíðarkirkju og loks í Akureyrarkirkju á sunnudag klukk- an 17. Rokkbandið í Sjallanum HLJ ÓMS VEITIN Rokkbandið leikur í Sjallanum um helgina, bæði föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitin hefur að undanförnu leikið hressilegt rokk og blandaða tónlist á dansleikjum víða um land. í Sjallanum mun hún meðal annars kynna nýtt lag, „Nú er það byrjað,“ sem nýverið kom út á safnplötu. í Rokkbandinu eru: Pétur Haílgríms- son, gítar og söngur, Kristján Jóns- son, bassi, Ingvi R. Ingvason, tromm- ur, Níels Ragnarsson, hljómborð og Albert Ragnarsson, gítar og söngur. aáMUi HÖFÐABERG veitingasala 2. hæð Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti föstudag, laugardag og sunnudag. Laugardagur: Hljómsveit Ingimars Eydal leikurfyrir dansi. Borðapantanir isíma 22200. Hótel KEA Vegagerð í Öxnadalshólum við Þverá. Morgunblaðia/Rúnar Þðr Björnsson Verulegar vegaframkvæmdir í Oxnadal og á Oxnadalsheiði MIKLAR vegaframkvæmdtr eru nú í Oxnadal. Vertð er að leggja veg allt frá Bægisá að Engimýri. Einnig er verið að leggja veg sem leysir af hólmi hættulegar brekkur og beygjur í Giljareitum. A leiðinm fra Akureyn til Reykjavíkur eru nú aðeins þrír veg- arkaflar þar sem enn er gamall mal- arvegur. Lengsti kaflinn er frá Bæg- isá, um Öxnadal og Öxnadalsheiði að Fremri-Kotum í Norðurárdal, tæplega 40 kílómetrar. Rúmlega 5 kílómetra kafli er ógerður ofan af Vatnsskarði og niður Bólstaðar- hlíðarbrekku við Húnaver. Um 5 kíló- metrar eru ógerðir frá Fornahvammi niður eftir Norðurárdal í Borgarfirði. Nú stendur yfir mikil vegagerð í Öxnadal og á Öxnadalsheiði. Verið er að leggja nýjan veg frá Bægisá að Engimýri. Að sögn Sigurðar Oddssonar hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri er um að ræða tvö aðskilin verk. Annars vegar er vegurinn frá Bægisá að Þverá, 8,9 kílómetrar að lengd. Sá vegur liggur á áreyrum og vinna við hann hófst á síðasta sumri. Áætlað er að verkinu ljúki K. Jónsson & Co 15. september næstkomandi og tak- ist verktaka að skila af sér á settum tíma mun Vegagerðin taka við og koma á efra burðarlagi og klæðningu að hluta. Hinn áfanginn er frá Þverá að Engimýri. Þar er um að ræða veg sem leysir af hólmi brekkur og blind- beygjur Öxnadalshóla. Þar verður nú beinn og sléttur vegur, 3,7 kíló- metrar að lengd. Vinna hófst þar nú í sumar og er ætlað að henni ljúki 15. október í haust. Vegagerðin mun þá aka í hann efra burðarlagi. Sigurður sagði að þetta væri ein- hver mesta bylting í samgöngum á þessu svæði í langan tíma, þótt ekki tækist að klæða hann allan á þessu ári, en í júní eða júlí á næsta ári mætti búast við því að ekið yrði á bundnu slitlagi alla leið frá Akureyri að Engimýri. Þá væri á fjárveitingum næsta árs gert ráð fyrir að halda áfram frá Engimýri og að Öxnadalsá Mikil vinna er við rækjufiystinguna ÞESSA dagana er mikil vinna í rækjufrystingu hjá verksmiðju K. Jónssonar á Akureyri. Mikil rækjusala er til Evrópulanda. Unnið er af fullum krafti í rækju- frystingunni, allt til klukkan 10 á kvöldin. Jón Þór Gunnarsson, ný- ráðinn framkvæmdastjóri hjá K. Jónssyni, sagði að starfsemin gengi mjög vel, verið væri að frysta rækju, bæði þá sem landað hefur verið úr rússneskum rækjutogurum að undanförnu og einnig af íslensk- um skipum. Söluhorfur væru góðar og raunar hefðist varla undan að anna eftirspurn. K. Jónsson er nú utan sölusam- taka og hefur stofnað sérstaka sölu- deild. Jón Þór sagði að fyrirtækinu gengi vel að sanna sig sem sjálf- stæður söluaðili, framundan væru sýnilega mikil viðskipti og færi rækjan mest til Norður- Evrópu- landa. Að vísu væri verðið heldur lágt miðað við það sem áður hefði verið en með góðri nýtingu og góð- um afköstum mætti komast vel af. Verksmiðjan væri búin nýjustu og fullkomnustu tækjum svo það stæði ekki í vegi fyrir velgengni. Enda þótt allt sé á fullu í fryst- ingunni eru sumarleyfi í verksmiðj- unni og því rótt yfir niðuriagning- unni. Alúðarþakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig á 90 ára afmœli mínu 6. júlí með heim- sóknum, gjöfum og árnaðaróskum. Guð blessi ykkur. Kristín E. Ólafsdóttir, Aðalstræti 32, Akureyri. eða jafnvel Bakkaseli. Mikið jarðrask er þar sem nýi veg- urinn er lagður um Hólana og stór- grýti, sem kemur upp við verkið, er hlaðið í mikinn og myndarlegan vegg við gamla veginn. Sigurður sagði að þetta gijót yrði geymt þarna og not- að síðar til að gera gijótgarða og fyrirhleðslur þar sem vegurinn liggur á árbökkum neðar í dalnum. Miklar framkvæmdir eru líka vest- an sýslumarka Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Þar er nú lagður nýr vegur niður undan Giljareitum. Þeg- ar hann kemst í gagnið losna vegfar- endur við brekkur, þröngar brýr og blindhæðir á þeim vegi sem alllengi hefur verið talinn með hættulegustu köflum á hringveginum. Einar Gíslason hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki sagði að þarna væri um að ræða veg sem yrði alls 4,3 kílómetrar að lengd. Steypt yrði ný brú yfir Reiðgil og vegurinn færð- ur niður í gilið, mjög miklu neðar en verið hefur. Þarna ætti að vera snjóléttara en á núverandi vegi og öruggara á allan hátt. Umferð verður hleypt á þennan veg í haust og hann klæddur bundnu slitlagi næsta sum- ar. Með þessum vegabótum tekst að stytta malarveginn milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar um tæplega helm- ing. Ekki er vafi á að því fagna flest- ir sem fara þurfa þessa leið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson Anna Richards að baki Brynhildi Kristinsdóttur við skúlptúr sem sú síðarnefnda hefur gert. Götukaffi og listvið- burðir í göngugötunm FÖSTUDAGINN 12. júlí verða listuppákomur og götukaffi í göngugötunni á Akureyri ef veður leyfir. Þar verður boðið upp á myndlist, ljóðlist, tónlist og hreyfilist, svo eitthvað sé nefnt Eldsnemma á föstudagsmorg- un bytjar Brynhildur Kristins- dóttir, myndlistarkona, að mála mikið málverk á götunni við sölu- skálana og útisviðið í norðan- verðu Hafnarstrætinu. Síðan verða flutt þangað húsgögn, sem fengin verða að láni hjá Leikfé- lagi Akureyrar, og fólki boðið að setjast og drekka kaffi úr rósótt- um bollum og snæða gulrótaköku með. Kaffisalan hefst um klukk- an 14. Ýmislegt verður á dagskrá fyrir gesti og gangandi. Meðal annars verður leikið á saxafóna, lesin ljóð og auk þess verður gerningur þar sem Anna Ric- hards og Ragnhildur Gísladóttir koma fram og setja saman atriði með söng, myndlist og hrejrfdist. Þá kemur einnig fram rokkabillý- hljómsveitin Svörtu kaggarnir. Kaggarnir munu auk þessa gangast fyrir útitónleikum á sviðinu í göngugötunni um kvöld- ið. Þar munu nokkrar norðlensk- ar hljómsveitir flytja rokktónlist. > i i m i u t t : »« t t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.