Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 lendinga er að þeim verði rutt úr vegi með EES-samningnum. Af framansögðu er ljóst, að við eigum nú þegar greiðan aðgang að Evrópumarkaði að því er varðar útflutning á vörum. Sama gildir einnig í aðalatriðum um Banda- ríkjamarkað og á undanförnum árum höfum við verið að hasla okk- ur völl á Japansmarkaði og víðar. Hér skiptir mestu máli að beina jafnan viðskiptum þangað sem hag- kvæmast er. Á þessu á engin breyt- ing að verða. Aukin samvinna og samskipti við EB þýðir ekki að við eigum þess vegna að draga úr við- skiptum við t.d. Bandaríkin, Japan eða önnur lönd. Hér er annað í húfi, sem nú verður vikið að. Það sem er í húfi, eru starfsskil- yrði íslensk atvinnulífs í saman- burði við starfsskilyrði atvinnulífs í ríkjum EB — og EFTA — og reynd- ar í þeim fjölmörgu ríkjum sem nú búa við víðtækt frjálsræði og sam- keppni í allri atvinnustarfsemi. Málið snýst um það að skapa íslenskum fyrirtækjum sömu starfs- skilyrði og erlendum keppinautum. Þetta á við um skattamál, gjaldeyr- ismál, gengismál, og margt fleira. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að íslensk fyrirtæki standist samkeppni við erlend fyrirtæki, heldur einnig til þess að þau geti nýtt sér þau tækifæri sem í boði verða. Af hvetju eiga íslensk fyrir- tæki ekki að eiga sömu möguleika og erlendir keppinautar? Af hveiju eiga íslenskir neytendur ekki að njóta sama ávinnings og neytendur í nálægum löndum? Samningar EFTA-ríkjanna og EB á næstunni eru besta tækifærið sem við fáum til að knýja á um að gömlu fyrirheitin um sömu starfs- skilyrði og erlendir keppinautar verði efnd. Islenskur iðnaður og Evrópa Með gömlu fyrirheitunum á ég að sjálfsögðu við fyrirheitin, sem stjórnvöld gáfu iðnaðinum, þegar við gengum í EFTA. Þegar ég segi, að nú sé að koma besta tækifærið sem við höfum fengið til að knýja á um bætt starfs- Ólafur Davíðsson „Einhliða aðlögun að breyttum aðstæðum í heiminum getur ekki komið í staðinn fyrir skipulega og virka þátt- töku í alþjóðlegu efna- hags- og viðskiptasam- starfi. Fyrir iðnaðinn, og fyrir íslenskt at- vinnulíf, er aðild að evr- ópska efnahagssvæðinu höfuðnauðsyn.“ skilyrði, þá þýðir það einnig að meira er í húfi fyrir iðnaðinn en nokkra aðra atvinnugrein, að þetta tækifæri verði notað. íslenskur iðnaður hefur nú starf- að í tollfijálsri samkeppni við inn- flutning frá Evrópu í nær tíu ár. Það hlýtur að vera iðnaðinum í hag að sem flestar greinar íslensks at- vinnulífs starfi í fríverslun en um það snýst einmitt þátttakan í sam- eiginlegum markaði í Evrópu. Eftir nokkur ár næði fríverslunin þá einnig til ýmissa þjónustugreina. Þar má nefna bankaþjónustu, tryggingaþjónustu, flutningaþjón- ustu og margt, fleira. Það mun gefa íslenskum iðnaði kost á ódýrari aðföngum og þjónustu til reksturs- ins. Þetta kæmi til viðbótar þeim almennu breytingum í t.d. gjaldeyr- ismálum og skattamálum sem áður voru nefndar. Allt þetta stuðlar að því að gera íslenskt atvinnulíf öfl- ugra og íslenskan þjóðarbúskap stöðugri. Þátttaka í sameiginlegum mark- aði Evrópuþjóða, EB og EFTA, er eðlilegt framhald á EFTA-aðildinni og fríverslunarsamningum við EB. Þá var það eingöngu iðnaðurinn sem fór inn í hinn harða heim fríverslunarinnar en nú verða það margar aðrar greinar. Ef íslending- ar taka fullan þátt í framvindunni í Evrópu, þá munu starfsskilyrði iðnaðarins batna verulega frá því sem nú er. Það er líka lífsnauðsyn- legt, því að enginn vafi er á því, að evrópsk fyrirtæki munu nota bætt starfsskilyrði til að herða sam- keppnina. íslensk iðnfyrirtæki — og íslenskt atvinnulíf alAennt — munu mæta vaxandi samkeppni á næstu árum, bæði á erlendum og innlendum markaði. Þetta er ekki eingöngu vegna breytinganna í Evrópu, heldur ekki síður vegna breytinga sem nú eiga sér stað í atvinnulífi um allan heim. Ætlum við að tryggja íslensku atvinnulífi sömu möguleika og er- lendum keppinautum eða ætlum við að dæma það fyrirfram úr leik? Einhliða aðlögun að breyttum að- stæðum í heiminum getur ekki komið í staðinn fyrir skipulega og virka þátttöku í alþjóðlegu efna- hags- og viðskiptasamstarfi. Fyrir iðnaðinn, og fyrir íslenskt atvinnu- líf, er aðild að evrópska efnahags- svæðinu höfuðnauðsyn. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Bandaríkin hafa í langan tíma litið á Island sem mikilvægan hlekk í vörnum N-Ameríku. Roosevelt Bandaríkjaforseti samþykkti að taka við vörnum landsins um mitt ár 1941, tæplega hálfu ári áður en Bandaríkjamenn urðu beinir þátt- takendur í síðari heimsstyijöldinni. Auðvitað var hluti af ástæðunni til að létta byrðum af Bretum vegna sóknar Rommels í Afríku, en Roose- velt hefði aldrei sent hermenn til íslands nema ef hann teldi þjóð sína hafa hag af því að hafa hér fót- festu. Annað sem bendir enn frekar til þessarar afstöðu Bandaríkja- manna var sú beiðni þeirra til íslenskra stjórnvalda árið 1945 að hafa herstöð á íslandi til 99 ára. Þetta var á sama tíma og yfirlýst stefna Bandaríkjamanna var að vera á brott frá Evrópu innan tveggja ára frá stríðslokum. Þessu lýsti Roosevelt yfir á Yalta-fundin- um og það var ekki fyrr en með Truman-yfírlýsingunni árið 1947 að Bandaríkjamenn breyttu um stefnu gagnvart Evrópu. Kjarnorkukafbátar eru áhyggjuefni fyrir íslendinga ' Flestir Islendingar styðja áfram- haldandi vamarsamvinnu innan Atlantshafsbandalagsins og vilja hafa góð samskipti við Bandaríkja- menn. Það þýðir hins vegar ekki að við séum einhveijir skósveinar þeirra og í sambandi við afvopnun á höfunum stangast skoðanir okkar og hagsmunir greinilega á. Ef rétt er á spilum haldið, eins og stjórn- völd virðast vera að gera, þarf þetta ekki að leiða til þess að samskipti þjóðanna þurfi eitthvað að versna enda einungis heilbrigt að sjálf- stæðar lýðræðisþjóðir greini eitt- hvað á. Sem dæmi má nefna að jafn nánir bandamenn og Bretar og Bandaríkjamenn hafa í gegnum árin oft lent í deilum, allt frá Suez- deilunni árið 1957 til ágreinings vegna gassölu til Sovétríkjanna fyr- ir nokkrum árum. Andrés Pétursson „Við íslendingar getum ekki sætt okkur við að „Tsjernobyl“-kafbátar leggi einu meiriháttar auðlind okkar, þ.e. fiskimiðin, í rúst.“ Á síðasta ári kom út bók eftir norska eðlisfræðinginn Viking 01- ver Eriksen, „Sokknir kjarnorku- kafbátar", en þar fjallar hann, eins og nafnið bendir tii, um kjarnorkuk- afbáta sem farist hafa á höfum úti. Eriksen þessi er fyrrverandi forstjóri Orkustofnunarinnar í Kjell- er í Noregi og hefur starfað mikið að afvopnunarmálum innan Sam- einuðu þjóðanna. Hann hefur þung- ar áhyggjur af fjölgun kjarnorku- knúinna kafbáta hjá báðum stór- veldunum og telur að einhverskonar samningar verði að nást til að koma í veg fyrir nýtt vígbúnaðarkapp- hlaup á höfunum. í bók hans kemur fram að á árun- um 1954-1988 var tilkynnt um 200 óhöpp í kjarnorkuknúnum kafbát- um. Sjö kjarnorkukafbátar hafa farist og sitja fimm þeirra enn á hafsbotni. Af þessum bátum voru tveir bandarískir og fimm sovéskir. Sex þessara kafbáta fórust í N-Atlantshafi og hlýtur það að vera nokkurt umhugsunarefni fyrir okk- ur íslendinga. Ekki hefur orðið vart við leka frá þessum kafbátum en Eriksen dregur í efa að almenning- ur eða fjölmiðlar hefðu fengið að vita jafnvel þó einhverrar geislunar hafi orðið vart. í einum kafla bókar- innar ræðir Norðmaðurinn um hugsanleg áhrif geislavirkni á lífríki sjávarins og er það jieldur óskemmtileg lesning fyrir íslend- ing. í grein í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 23. júní sl. var ijallað um þessi mál og sagt frá því að Sovétmenn hyggist reyna að ná Mike-kafbátnum sem sökk við Bjarnarey árið 1989 upp á yfirborð- ið en hann liggur þar á um 1.700 m dýpi. Norðmenn hafa fylgst vand- lega með þessu máli og eru ekki of bjartsýnir á að björgunartilraun- in geti heppnast. Það liggur því ljóst fyrir að ís- lendingar verða að halda til streitu kröfum sínum um að einhvers kon- ar samkomulag náist til að koma í veg fyrir vígbúnaðarkapphlaup á höfunum. Ef ekki verður sest niður við samningaborðið er líklegt að Sovétmenn haldi áfram að byggja upp flota sinn á Kolaskaga til að vega upp á móti flotastyrk Vestur- veldanna og þá erum við komin í sama vítahringinn og við vorum í í sambandi vjð kjarnorkuflaugarnar á landi. Við íslendingar getum ekki sætt okkur við að „Tsjernobyl“-kaf- bátar leggi einu meiriháttar auðlind okkar, þ.e. fiskimiðin, í rúst. Höfundur er blaðamaður og er nú viðnúm íM.Sc. viðLondon School of Economics. 23 Gróður á hálendinu: Brýn þörf fyrir skýra laiiglímastefnu í gróð- urvernd og uppgræðslu - segir Andrés Arnalds gróðurverndarfulltrúi LANDGRÆÐSLAN hefur ekki heildaryfirlit yfir ástand gróðurs á hálendinu, en ljóst er að allveruleg jarðvegseyðing liefur átt sér þar stað í þurrkunum undanfarið. Langtímastefna í gróðurvernd er í mótun á vegum Landgræðslu ríkisins. Þá segir Andrés að friða þurfi algerlega þau svæði á hálendinu sem viðkvæmust eru. Eins þurfi að stuðla að útbreiðslu djúprótategunda á há- lendinu og nefnir Andrés þar sér- staklega lyng- og víðitegundir, því að þær þoli þurrk mun betur en sá gróður sem hefur stuttar rætur. Beit hefur mikil áhrif á vöxt þessara tegunda og því er minnkun beitar frumforsenda þess að þær dafni. Að sögn Andrésar hefur hið mikla sólfar undanfarið einnig sínar björtu hliðar fyrir Landgi'æðsluna. Mikið verði af melfræi í haust, sem eigi eftir að koma að góðum notum við að hefta sandfok, og einnig þroskar lúpínan fræ óvenjulega fljótt og vel í sumar. Eins segir Andres að svo virðist sem mjög míkið verði af birki- fræi i ár. Er það von Landgræðsl- unnar að gott samstárf náist við almenning um að safná fræinu til^ ræktunar nýrra landgræðsluskóga. Andrés Arnalds gróðui'verndar- fulltrúi Lantlgræðslunnar segir að þrátt fyrir mikla eyðingu núna sé slíkt ekkert einsdæmi og undirstriki enn þörfina fyrir að móta skýrari langtímastefnu í gróðui-vernd og uppgræðslu á hálendinu, jafnt sem viðkvæmu láglendi. Mótun slíkrar stefnu er nú í undirbúningi hjá Land- græðslu ríkisins. í þeirri stefnumót- un segir Andrés að nauðsynlegt sé að fá bændur til enn frekara sam- starfs, en samstarf Landgræðslunn- ar bæði við sveitarstjórnir og ein- staka bændur sé orðið býsna gott. Að sögn Andrésar er sums staðar brýnt að stytta enn beitartíma á afréttum og dreifa búfé sem jafnast um landið. Andrés áiítur að ekki verði sérstökum vandkvæðum bund- ið að fá bændur til samstarfs um þetta, því að flestir bændur séú orðn- ir miklir landgræðslusinnar, þó að sumir þeirra séu vissulega háðir af- réttarheit. Veiðin er ekki alvond, slæm skilyrði hafa að vísu nánast alls staðar sett strik í reikningin, en sums staðar, eins og til dæmis í Langá er að koma mikill lax og Þverá ásamt Kjarrá hafa gefið vel þrátt fyrir lítið vatn og mikla hita. „Ein af þessum stóru og skemmtilegu“ Ingvi Hrafn Jónsson, landeig- andi og veiðimaður við Langá á Mýrum, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærdag, að í vikubyijun hafi komið stórganga að Sjávar- fossinum. „Þetta var ein af þessum stóru og skemmtilegu og sjórinn kraumaði. Áin var 22 stiga heit, þannig að laxinn gaf sér góðan tíma, sveimaði fyrir utan í tvo og hálfan sólarhring. En um leið og það kólnaði rann hann af stað og nú erum við að fá 25 til 30 laxa á dag á neðstu- og miðsvæðunum. Og það er lax um allt. Það eru komnir um 50 laxar í bók hjá mér, um 160 stykki niður frá og trúlega 15-20 laxar af Fjallinu. Haraldur Snæland var þar í fyrra- dag og tók þijá laxa í beit í Sveðju- hyl og sá laxa víða á svæðinu,“ sagði Ingvi Hrafn. Hann sagði enn fremur, að nú væri „draumavatn" í ánni, rigningarskvettan á dögun- um hefði fyllt uppistöðulónið við vatnsmiðlunina og ánni væri tryggt gott vatnsmagn að minnsta kosti næstu fjórar vikurnar þótt ekki kæmi deigur dropi frá veður- guðunum. Jóhannes Stefánsson, einn leið- sögumanna í ánni við Langárfoss, sagði í samtali við Morgunblaðið, að laxinn sem nú væri að ganga í ána værí yfirleitt smálax, 3 til 6 pund, en innan um slæddust með 10 til 12 punda fiskar. Laxá í Dölum nánast dauð Starfsstúlka í veiðihúsinu í Þrándargili við Laxá í Dölum sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- dag, að lítið væri að frétta frá þeirri verstöð. Vatn væri afar lítið í ánni og sáralítið af laxi. „Það sem er, er komið ofarlega í ána og tek- ur varla hjá veiðimönnum," sagði stúlkan. Hún sagði harðsnúið holl Patreksfirðinga engan lax hafa veitt á tveimur dögum og hollið þar á undan náði aðeins tveimur löxum. Hún var ekki viss hvort að heildarveiðin væri 11 laxar eða 13, en það gildir kannski einu. Hún benti þó á, að úti fyrir virtist vera mikið af laxi sem biði þess að að- stæður til framgöngu í ána bötn- uðu og því væri óskandi fyrir véiði- menn, að það rigndi hressilega sem fyrst. Þolanlegt í Haukunni „Það komu 9 laxar á Iand í gær á fimm stangir. Þá voru komnir 84 laxar á land,“ sagði Torfi Ás- geirsson umsjónarmaður veiða í Haukadalsá í Dölum í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Hann sagði enn fremur, að það reyttist yfirleitt eitthvað inn af laxi á hverri nóttu, en heildarlaxamagnið í ánni væri þó ekki mikið. Nokkuð hefur borið á smálaxi að undanf- örnu, en stærstu laxarnir til þessa voru 13 og 14 punda. Hér og þar Þrátt fyrir vatnsleysi hefur Norðurá verið að gefa nokkuð bæriiega á köflum, í fyrradag voru til dæmis dregnir 22 laxar á þurrt úr ánni og hún er að skríða á þriðja hundraðið. Hún á þó langt í land að ná Þverá og Kjarrá sem hafa gefið nærfellt 580 laxa, en það skipar þeim í efsta sætið. Góð silungsveiði hefur verið í Elliðavatni að undanförnu þótt ekki fari allir þaðan með fullt skott af fiski. Hafa menn fengið góðar glefsur bæði undan Elliðavatns- bænum, í Suðurárósi, víða í Vatn- sendalandi svo sem nærri stíflunni og víðar. Þrátt fyrir nokkra lax- gengd um teljara við rafstöðina virðist lítið eða ekkert hafa gengið af laxi í vatnið enn sem komið er. Einstaka menn sem hafa dregið laxa í vatninu hafa þó oft og iðu- lega verið byrjaðir að „fá ’ann“ um þetta leyti eða jafnvel fyrr. Hafa þeir ekki séð til laxins enn sem komið er. Mikið af laxi virðist ganga með ströndum fram þessa daganna, enda stórstreymi í aðsigi. Að Hafn- ará koma til dæmis vöðurnar á hveiju flóði, en þar er rekin haf- beitarstöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.