Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Ingibjörg Olafs- dóttir - Minning Fædd 20. janúar 1935 Dáin 6. júlí 1991 Leiðir okkar Ingibjargar, Immu eins og hún var kölluð, lágu fyrst saman haustið 1986 er við unnum saman á Kópavogshæli. Fann ég strax að hér var sterkur persónu- leiki á ferð, glaðværð hennar og hlátur var svo smitandi að allir hrif- ust með og ég, ókunnug stúlkukind norðan úr sveitum, fann mig strax á nýjum vinnustað. Seinna tengdist ég inn í hennar ijölskyldu og hún reyndist mér sem önnur móðir, opn- aði fyrir mér bæði heimili sitt og hjarta. Þau Ingibjörg Ólafsdóttir og Árni Reynir Hálfdanarson voru samstillt hjón, vinamörg og félagslynd og áttu þau saman fallegt og hlýlegt heimili. Ingibjörg var mjög söngelsk og í góðra vina hópi var lagið tekið og engin kunni fleiri lög og ljóð en einmitt hún. Hún hafði einstakt lag á að koma fólki í gott skap 'og með sínum hnyttnu tilsvörum kitlaði hún hlát- urtaugar margra. Imma var gef- _3*i.ndi allt sitt líf, þrátt fyrir stórt heimili vann hún úti og lengi við ummönnun. Alltaf átti hún ást, hlýju, blítt bros og kannski smá hlátur til að gefa. En hún kunni líka að þiggja. Engum var eins gaman að gera greiða eða gefa blóm og þá skipti ekki máli hvort í vendinum væru ilmandi rósir eða sóleyjar og fiflar sem barnabörnin tíndu í garðinum hennar, hugurinn einn skipti máii. Þegar ég heimsótti hana á spítal- ann þar sem hún háði baráttu við **sjúkdóminn hafði hún jafnan af því mestar áhyggjur hvort ég væri að svíkjast um í vinnunni og hver væri að passa barnið mitt. Þannig var hún, hugsaði yfirleitt fyrst um aðra svo sig. Það er sárt að sjá á bak ástvinum sínum, ekki síst er þeir hverfa á braut á besta aldri. En við geymum öll minningar um hana og miðlum þeim áfram til ömmubarnanna sem fengu að njóta hennar alltof stutt. Drottinn blessi minningu hennar og styrki alla ástvini til að horfa fram á veginn. Guðný Friðriksdóttir N í dag kveðjum við hinstu kveðju hjartkæra æskuvinkonu og klúbb- systur okkar, Ingibjörgu Ólafsdótt- ur, Svalbarði 5, Hafnarfirði, sem lést á Borgarspítalanum 6. júlí sl. eftir harða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Imma eins og hún var alltaf köll- uð, fæddist 20. janúar 1935, dóttir hjónanna Katrínar Hallgrímsdóttur og olafs H. Jónssonar kaupmanns í Hafnarfirði. Margar minningar leita á hugann þegar kær vinkona er kvödd hinstu kveðju. Þá skortir bæði orð og and- ríki til að tjá þær tilfinningar sem -^inni fyrir búa. Okkur vinkonum er óvenju tregt tungu að hræra, svo kær var hún okkur öllum. Það verð- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- sljórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. ur tómlegt í næsta saumaklúbbi, þegar hennar stóll verður auður. Við söknum hennar sárt. Það var engin lognmolla þar sem Imma var. Hún var alltaf kát og skemmtileg, hrókur alls fagnaðar í vinahópi, spilaði á gítar og söng og fékk alla til að taka undir. Hún sá spaugilegu hliðarnar á mönnum og málefnum, færði það vel í stílinn og fyrr en varði voru allir farnir að hlæja. Við þökkum allar ánægju- stundir á heimili Immu og eigin- manns hennar Árna Reynis Hálf- dánarsonar og barna þeirra, Katrín- ar, Láru, Þórhildar Annie, Jóns Hálfdáns og Hrafnhildar sem ein er eftir í foreldrahúsum. Með þakk- læti kveðjum við góða vinkonu. Eig- inmanni, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Gústa, Inga, Lolla, Sigrún og Stína. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Hávamál) Þessi spekiorð Hávamála komu mér í hug er ég frétti andlát góðrar vinkonu minnar, Ingibjargar Ólafs- dóttur, er lést langt um aldur fram í Borgarspítalanum 6. júlí sl. Mig langar að kveðja hana með fáeinum orðum nú, þegar hún er lögð upp í ferðina miklu til annarra heima. Ég veit að það væri ekki að hennar skapi að vera með sorg og sút og mærðarvellu, það samræmdist ekki léttu lundinni hennar Immu og lífs- gleðinni sem geislaði frá henni. Imma fæddist í Hafnarfirði 20. janúar 1935. Yngst þriggja barna sæmdarhjónanna Ólafs H. Jónsson- ar kaupmanns og eiginkonu hans, Katrínar Hallgrímsdóttur, er bjuggu á Hverfisgötu 23B í Hafn- arfirði. Imma sleit barnsskónum á Hverfisgötunni í ástríkum faðmi fjölskyldu sinnar, og einnig á Bala í Garðahverfi á sumrum, en foreldr- ar hennar áttu þá jörð og höfðu til sumardvalar. Imma hefur sagt mér að bemska sín hafi verið eitt sam- fellt ævintýri við leik og störf. Er það mikil gæfa hveijum einstaklingi að eiga slíkar minningar um æsku- árin. Er tímar liðu fram kynntist Imma ungum vélstjóranema, Árna Reyni Hálfdánarsyni frá Mosfelli, syni prestsins sem þá þjónaði í Mosfells- sveit, séra Hálfdáns Helgasonar og konu hans, Láru Skúladóttur. Þau felldu hugi saman og voru gefin hvort öðru í hjónaband af föður Árna Reynis 6. mars 1954. Þau hófu búskap í kjallaranum á Hverf- isgötu 23B. Reynir gerðist vélstjóri á togurum og var því langtímum að heiman. Það voru því fagnaðar- fundir þegar Reynir kom í land. Brátt kom að því að fyrsta barn þeirra fæddist og var það stúlku- barn, sem skírt var Katrín í höfuð- ið á ömmu sinni. Þau Imma og Reynir eignuðust fimm börn til við- bótar og eru öll á lífi. Þau eru: Lára, Ólafur Helgi, Þórhildur Annie, Jón Hálfdán og yngst er Hrafnhildur, aðeins 15 ára, og er móðurmissirinn henni sérstaklega sár. Það voru gerðar framtíðaráætl- anir I kjallaranum á Hverfisgöt- unni, fengin lóð á Hvaleyrarholtinu og hafist handa um byggingarfram- kvæmdir. Þá hófust endurnýjuð kynni okkar Immu og Reynis, því lóðir okkar lágu saman við Sval- barðið. Það er gott að eiga ljúfar endurminningar frá þessum árum, þegar við vorum ung og til í allt. Þá var til siðs að nágrannarnir hjálpuðust að, t.d. við að steypa og þess háttar og treysti það óneit- anlega vináttuböndin. Við Helga, konan mín sáluga, sem ég missti snögglega fyrir þrettán árum og var öllum harmdauði, sem henni kynntust, eignuðumst þá bestu ná- granna sem við gátum hugsað okk- ur. Börnin okkar léku sér saman og var samgangurinn á milli heimil- anna mikill. Það var alltaf gaman að skreppa I kaffi til Immu og Reyn- is og eins að fá þau í heimsókn. Þá var skrafað og skeggrætt og ósjaldan gítarinn tekinn fram og nokkur lög afgreidd með sérstökum bætti. Já, það er óneitanlega margs að minnst frá þessum árum. Ári eftir að Helga dó kom til mín sem ráðskona Fjóla Guðrún Aradóttir. Strax urðu þær Fjóla og Imma góðar vinkonur og féll aldrei skuggi þar á meðan báðar lifðu. Samgangur milli heimilanna hélt áfram sem áður fyrr og margar samveru- og ánægjustundir áttum við í sumarbústað austan við Laug- arvatn og var þá ætíð glatt á hjalla og Imma hrókur alls fagnaðar og oftast með gítarinn í farteskinu. Fyrir þetta allt og miklu fleira vil ég nú þakka henni Immu minni, þegar leiðir skilja um sinn. Við Fjóla söknum hennar ákaflega mikið og hefðum viljað hafa hana með okkur miklu lengur. Einnig er söknuður mikill hjá börnunum mínum. Nafna hennar Ingibjörg, Þorvaldur, Jó- hanna, Helgi Már og Finnur kveðja hana með innilegu þakklæti fyrir það sem hún var þeim, heilsteypt og trölltrygg. Það er erfitt að sætta sig við það að hún elsku Imma. mín sé ekki með okkur lengur. Ástríkur eigin- maður hennar, böm, tengdabörn og barnabörn standa hnípin eftir með tár á hvarmi. En minningin um umhyggjusama eiginkonu, móð- ur, tengdamóður og elsku ömmu, jafnframt trausta vinkonu mikils fjölda vina, þurrkar burt tárin og framkallar bros, því Immu minni var einkar lagið að kæta og gleðja þá sem voru í návist við hana. Mér kæmi það ekki á óvart að hún Helga mín og Imma væru farnar að riija upp gamlar minningar og hlæja dátt saman eins og þær gerðu svo oft áður. Megi hinn hæsti höfuð- smiður leiða hana og blessa á nýjum leiðum. Við Pjóla og börnin mín biðjum algóðan Guð að blessa og styrkja Árna Reyni, börnin þeirra, tengda- börn og barnabörn í þeirra miklu sorg. En bjartar minningar um heil- steypta konu mun verma hjörtu okkar allra um ókomin ár. Jón Már Þorvaldsson Ingibjörg Ólafsdóttir, tengda- móðir mín, lést 6. júlí sl. og vil ég í fáum orðum minnast þessarar stórbrotnu manneskju, sem ég var svo lánsamur að kynnast fyrir 17 árum. Nú þegar ég rifja upp þessi ár sem liðin eru og læt hugann líða til þeirra er margs að minnast, t.d. er ég kom I fyrsta sinni á heimili þeirra hjóna, Árna Reynis og Immu, hvað mér var vel tekið og boðinn velkominn. Mér er einnig minnisstætt hvað það var mikil lífsgleði og kraftur sem fylgdi þeim hjónum og þessi kraftur fylgdi henni fram á síðasta dag og ekki skyldi gefið eftir þó baráttan væri erfið. Heimili þeirra var öllum opið og var oft mikill gestagangur. Tengadamamma var mikil fé- lagsvera og leið henni best syngj- andi með gítar við hönd því söngur var hennar yndi. Ógleymanlegt er mér hve vel og kröftuglega hún stjórnaði þrítugs- afmæli mínu, sem enn er í minnum haft að tíu árum liðnum. Það kom heldur engum á óvart er til þekktu, er hún var fengin til að stýra síð- ustu árdhátíð starfsfólks Búnaðar- bankans. Hún var eftirsótt til vinnu vegna ósérhlífni og dugnaðar og hélt áfram að vinna þó þessi sjúkdómur er síðar dró hana til dauða væri kominn á það stig að enginn tryði að hún gæti haldið áfram að vinna. Slíkur var baráttuhugurinn að ekki skyldi gefist upp. Ekki get ég gleymt þeim orðúm er hún sagði við mig er við fórurh í síðustu gönguferðina: „Ég lifði þó lífinu lifandi." Þannig var tengdamamma, alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt. Ég vil þakka sjúkrahúspresti og öllu starfsfólki á 6. hæð lyflækn- ingadeildar Borgarspítalans, sem önnuðust tengdamóður mína, fyrir frábæra umhyggju og natni sem það sýndi henni og gerði henni lífið sem þægilegast. Stefán Jóhannsson Ingibjörg Ólafsdóttir, Imma, veitti þeim sem hana þekktu mikið. Hún hafði einstaka lífsorku og lífs- gleði sem smitaði út frá sér hvar sem hún kom. Móðir mín heitin og Imma voru miklar vinkonur og mik- ill samgangur á milli heimila okkar, Svalbarðs 3 og 5. Móðir mín rak verslun. Þar hittust konur í hverf- inu. Imma og fleiri vinkonur stopp- uðu oft og fengu sér kaffi og þá var spjallað. Imma hafði sterka persónu, talaði skýrt og oft var hlegið. Hvaleyrarholtið var byggt um 1960 og var nær óbreytt þar til upp úr 1980. Margt af því fólki sem þar byggði átti börn á sviguðum aldri. Það mynduðust því strax sterk tengsl á milli fólksins á Holtinu, líkt og í litlu þorpi. Þar var mjög gott að alast upp og eiga mikið af vinum á svipuðu reki. Við höfðum eitt stærsta leiksvæði og fjölbreyttasta sem hugsast getur. í þessu samfé- lagi var það oft þannig að krakkarn- ir voru kenndir við mæður sínar þegar greina þurfti á milli sömu nafna. Þannig var Ólafur Helgi, vinur minn, oftast kallaður Öli Immu. Þegar staldrað er við og horft til baka þá kemur upp í hugann minn- ing um lífsgleði Immu. Hún var ávajlt hrókur alls fagnaðar. Hún- hafði yndi af söng og kunni ógrynni af lögum og textum. Þegar Imma var byijuð að spila á gítarinn og syngja þá tóku allir undir og sumir gleymdu þá lagleysi sínu (m.a. und- irritaðuij. Hún hreif alla með sér og úthaldið var mikið. Hún var sterk og hafði sérstaklega góða nærveru. Það leið öllum vel í návist Immu. Imma og Árni Reynir reyndust afar vel þegar móðir mín lést 1978 og hafa haldið vináttu við föður minn alla tíð. Það ber að þakka innilega. Nú þegar þessi þáttaskil verða í lífinu, þá er rétt að horfa til Immu og spyija sig að því hvað megi læra af slíkri konu. Það var lífsgleðin, kjarkurinn, viljinn, hjartahlýjan, hláturinn, tilfinningarnar og kraft- urinn. Imma átti sex börn og eigin- mann sem standa nú eftir og hafa misst mikið. Lífið verður aldrei eins aftur. En lífið heldur áfram. Þess vegna er gott að eiga góða minn- ingu sem má draga lærdóm af og horfa fram á veginn með lífgleði í hjarta. Reyna að sýna þann kraft og vilja sem Imma hafði til góðra verka og lífsins. Guð blessi minningu hennar og styrki alla þá sem nú syrgja og góð minning um Immu verði öllum fyrir- mynd til lífsins. Þorvaldur Ingi (Valdi) í dag verður jarðsett frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði Ingibjörg Ólafsdóttir sem fædd var 20. janúar 1985. Hún lést í Borgarspítalanum 6. júlí sl. eftir erfið veikindi. Imma eins og hún var alltaf köll- uð var okkur í Sinawik-klúbb Hafn- arfjarðar afar kær, en hún gekk í klúbbinn fljótlega eftir stofnun hans. Imma var vinsæl og sannkall- aður gleðigjafi í okkar hóp. Lífs- gleði hennar og fjör hreif okkur allar með sér og alltaf var hún hressust allra. Á góðum stundum mætti Imma með gítarinn og spil- aði og söng okkur öllum til mikillar ánægju, og hún kunni ógrynni af ljóðum og lögum. Um síðustu jól fékk hún úrskurð um þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli. Hún sýndi mik- inn kjark í veikindum sínum og áfram hélt hún að starfa með okkur meðan kraftar leyfðu. Árni Reynir og fjölskylda, við sendum ykkur einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (Davíð Stef.) Sinawik-klúbbur Hafnarfjarðar Ingibjörg Ólafsdóttir lést 6. júlí sl. eftir stranga baráttu við válegan sjúkdóm. Með henni er gengin góð, vitur og glæsileg kona, sem öllum vildi vel og allir hljóta að sakna sem kynntust henni. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verða henni samferða um nokkurt árabil, en hún hóf störf hjá Búnaðarbank- anum í maí 1987 og gegndi því til æviloka. Hún ávann sér brátt traust og vináttu fólksins með hlýju sinni og glaðværð. Það var vissulega hress- andi í dagsins önn að skreppa upp í eldhús og þiggja kaffisopa þegar með fylgdi hjartahlýjan hennar Immu. Við fórum léttari í skapi til baka að takast á við vandamálin sem biðu. Við þökkum Ingibjörgu fyrir allt sem hún gaf okkur. Það var mann- bætandi að kynnast henni. Við sendum Reyni og fjölskyld- unni allri innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Starfsfólk Búnaðarbanka íslands, aðalbanka. Nú er hún elsku Imma okkar horfin á vit feðra sinna. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að eiga ekki aftur eftir að heyra hláturinn hennar, sjá hana leika skondnar persónur, hlusta á hana spila á gítar og syngja með henni. Það er margs að minnast frá þeim árum sem við fengum að njóta samveru hennar, sem var oft, þar sem mikil samheldni er á milli fjöl- skyldna okkar. §itt hvað var gert sér til gamans í gegnum árin og væri sú frásögn efni í heila bók. Rauði þráðurinn í gegnum samband okkar var gleði. Imma sáði kátínu hvar sem hún var og uppskar hlát- ur. Þó alltaf væri stutt í glens og gaman var Imma einnig raunsæ og mikill mannvinur. Því þótti okkur gott að heimsækja hana og leita hjá henni ráða. Minningin um hana mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Því kveðjum við hana nú með sárum söknuði. Nú legg ég augun aftur, ó Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbj. Egils) Elsku Reynir, megi góður Guð gefa þér og fjölskyldu þinni styrk í sorg ykkar. Systurbörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.