Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991. 29 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hrúturinn ætti að vera vak- andi fyrir möguleikum sem honum gefast í starfi sínu í dag, en forðast að ýta um of á eftir hlutunum. Hann mætti enn fremur gæta vel að matar- æði sínu. Naut (20. apríl - 20. mai) Nautið þarf að beita lagni til að fá einhvern til að greiða skuld. Það tekur sumarfrí og er á rómantísku nótunum þeg- ar það skipuleggur ferðalag. Tvíburar (21. maf - 20. júní) 1» Tvíburinn verður að hafa taumhald á tungu sinni til að missa ekki út úr sér ónotalegar yfirlýsingar um einhvern í fjöl- skyldunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSB Óvæntir atburðir umturna vinnudeginum hjá krabbanum í dag. Einbeitingarhæfni hans er ekki upp á sitt besta, en í einkalífinu gengur allt að ósk- (23. júlí - 22. ágúst) Þó að fjárhagur ljónsins fari nú batnandi getur það lent í rimmu við náinn vin út af pen- ingum. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Meyjan ætti að forðast fljót- ræði í vinnunni. Einhver í íjjöl- skyldunni er taugaóstyrkur. Hún hefur ánægju af sköpun- arstarfi sem hún tekur þátt í. Vog . (23. sept. - 22. október) Vogin gengur að of mörgu sem gefnu í sambandi sfnu við ná- inn ættingja eða vin. Hún ætti að tryggja sér næga hvíld í kvöld. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) HjfS Sporðdrekinn þarf að vara sig á að vera utan við sig í dag. Hann gæti týnt verðmætum hlut. Einhvers konar samkom- ur væru heppilegur vettvangur fyrir hann í dag. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Bogmaðurinn ætti að varast að sýna nánum ættingja skeyt- ingarleysi. Honum ber að koma fram við annað fólk af virðingu og tillitssemi og forð- ast árekstra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óþolinmæði getur komið í veg fyrir að áætlanir steingeitar- innar nái fram að ganga. Hún þarf að auka einbeitingu sína með íhugun og öndunaræfíng- um. Vini hennar sem búa í fjar- lægð langar til að hafa sam- band við hana. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vatnsberinn ætti að leggja áherslu á sparnað en ekki eyðslu í dag. Hann þarf að beita lagni við kunningja sinn. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það gengur á ýmsu heima hjá fiskinum fyrri part dagsins. Hann ætti að leggja áherslu á að vernda hagsmuni sína í einkalífinu. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS séeE>o? þETrj EfZ E/N Ar Þessom piontu stoeoý&veroM 'F’ X •s® í 1» GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK jyZOTL&Cud, (jjUAt a JLunsvto ■LjjOte Jt/rurw Jjanm/ möSlcuomL ¥-30 dduAÍJLfr, J /movt anowid. c^úXsl cl Jlnt. Kæri pabbi, vildi bara láta þig vita að mér líður vel Satt að segja er ég mikið á ferðinni., og ég hef nóg fyrir stafni. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Kerfín sem notuð voru á Evr- ópumótinu í Kiilamey má í gróf- um dráttum fiokka í þrennt: (1) Standard, (2) sterkt lauf og (3) sterkt pass. Flestir þurfa lítið að undirbúa sig gegn Standard eða sterku laufi, en öðru máli gegnir um passkerfin, þar sem passað er með sterk spii, opnað á 1 tígli með 0-7 punkta og ein- hverju öðru með 8-12. Þessu þarf að mæta með nýjum vopn- um. Þjóðverjarnir Hausler og Splettstosser bjuggu sig vel und- ir leikinn gegn Svíunum Fall- enius og Nilsland, sem spila - sterk pass og opna á hálit með 8-13 punkta og 3-lit eða meira. Þjóðveijarnir ákváðu að dobl á slíkri opnun lofaði minnst þrem- ur spilum í opnunarlitnum. Sú aðferð gaf góða raun í þessu spili: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♦ 842 ▼ Á86 ♦ Á7 Vestur +ÁG952 Austur ♦ 106 ♦ ÁKG75 ▼ 1095 ▼ G74 ♦ 1082 ♦ D53 ♦ KD764 Suður ♦ 108 ♦ D93 ▼ KD32 ♦ KG964 ♦ 3 Vestur Norður Austur Suður Fallenius Splettst. Nilsland Hausler — — 1 spaði Dobl Pass Pass Pass Suður lofaði þrílit minnst í spaða með doblinu og því gat norður leyft sér að passa.^Og uppskeran var góð. Suður kom út með einspilið í laufí, sem norð- ur drap á ás og skipti yfir í tígul- ás og meiri tígul. Suður tók þar tvo slagi (noður henti hjarta), spilaði síðan hjartakóng og meira hjarta. Lauf frá norðri, stungið, hjarta stungið og síðan aftur lauf, sem færði tromp- drottninguna upp í slagsgildi á nýjan leik. 800 og 8 IMPa gróði, þvi á hinu borðinu spiluðu Sviarnir 3 grönd og fengu 11 slagi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna mótinu í Kaupmanna- höfn fyrir mánaðamótin kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meist- aranna Tom Wedberg (2.465), Svíþjóð, og Carsten Höi (2.405) sem hafði svart og átti leik. Höi hafði fórnað drottningunni fyrir hrók og riddara og það var greini- lega rétt mat eins og lok skákar- innar leiða í Ijós: 24. - g5!, 25. hgx5 - h4, 26. Del - hB, 27. Dhl - Hh8, 28. a4 (Hvítur er alveg Ieiklaus.) 28. - c5, 29. Kd2 - Hh5, 30. b3 - Hxg5, 31. c3 - Hg2, 32. Ke3 - h2, og hvítur gafst upp, því hann á enga vörn við 33. — Hgl!, 34. Dxh2 — Hdl með óveijandi máti á d3. Sovétmenn voru sigursælir á mótinu, því stórmeistarinn Dokh- ojan og alþjóðameistarinn Piskov deildu efsta sætinu með 8 v. af 10 mögulegum og þriðji varð landi þeirra Nokinov með Vh v. 4.-6. Tischbierek, Þýskalandi, Emst, Svíþjóð, og Svidler, Sovétríkjun- um 7 v. 7-14. Hannes Hlífar Stefánsson, Ole Jakobsen og Jesper Nörgaard, Danmörku, Hector, Svíþjóð, Mednis, Banda- ríkjunum, Mikhailtsjisin, Bogd- anoviki og Kishnev, Sovétríkjun- um 6>/2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.