Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 30 Minning: Grímur Ogmunds- son, Syðri-Reykjum Fæddur 3. september 1906 Dáinn 1. júlí 1991 Mikil kempa er fallin frá. Grímur Ögmundsson bóndi á Syðri-Reykjum í Biskupstungum andaðist 1. júlí sl. Hann hefði orðið 85 ára gamall 3. september á þessu ári. Hann var í hópi þeirra manna er leiddu íslenska bændastétt frá búskaparlagi fyrri alda inn í tækni- _ vædda tuttugustu öldina. Hann er glæsilegt dæmi þess hvernig ís- lenski bóndinn hefur best náð því að fylgja hinum nýja tíma, öld tækninnar og hraðans. Hann tók í arf hæga íhygli bóndans sem hefur búið við kröpp kjör og oftar en ekki óblítt umhverfi landsins okk- ar, en í honum bjó ekki síður djörf- ung mannsins sem vill áfram inn í betri og bjartari tíð með nýtingu alls þess, sem hugvit mannsandans hafði lagt til á langri leið til betra lífs. Hann bar merkið hátt. Foreldrar Gríms voru Ögmundur Grímsson frá Bergsstöðum í Bisk- upstungum og kona hans, Ragn- heiður Grímsdóttir frá Syðri-Reykj- -'.tm. Þau hjón hófu búskap sinn á Bergsstöðum, en vorið 1906 fluttu þau að Syðri-Reykjum, sem síðar varð þeirra eignaijörð og þar fædd-, ist Grímur. Snemma bar á því, sem reyndar var alla tíð síðan einkenni Gríms, að hann var framúrskarandi laginn til allra verka, gaumgæfinn og greindur og hafði góðan skilning á hveiju verkefni sem hann tók sér fyrir hendur, en þau urðu býsna mörg og margslungin í gegnum • tíðina og kom honum þar mjög til góða hversu námfús hann var enda síspurull og vökull. Grímur var í hópi fyrstu nem- enda Héraðsskólans á Laugarvatni árið 1928 og sótti þangað mikla og góða fræðslu sem kom honum vel í hag síðar, enda voru þar þá sem nú annálaðir, velmenntir kenn- arar. Hann starfaði síðan nokkur næstu ár á Laugarvatni og féll þá m.a. í verkahring hans að annast vatnslagnir og viðhald þeirra og þeim verkefnum gegndi hann síðan um áratuga skeið. Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugarvatni, var gagnmerkur mað- ur sem reis mjög upp úr sinni sam- ’*'» tíð á'fjölmörgum sviðum, sagði um Grím að hinir góðu kostir hans og Góða nótt... Góða nótt... Falla húmtjöldin hljótt, meðan himins ljós signir viknandi rós. Lokast blómanna brár. Vakna blundandi þrár... Góða nótt... Góða nótt... Faila húmtjðldin hljótt... Góða nótt... Góða nótt... Allt er heillandi hljótt... Oft er hugurinn skír, sem i myrkrinu býr... Blundar draumanna dís,, Þegar dagurinn rís... Góða nótt... Góða nótt... Allt er heillandi hljótt... (Sigfús Elíasson) Kveðja, amma Dóra Nú er elsku Dóra okkar dáin. Hún var í blóma lífsins og átti sér marga drauma. Við eigum eftir að sakna hennar sárt, en minning hennar verður eftir í hjörtum okkar. Ó, Jesús bróðir besti, og bama vinur mesti, æ, breið þú blessun þína, á bamæskuna mina. hæfileikar yrðu til þess að það yrði ævinlega að telja hann meðal þeirra manna sem byggðu upp og þróuðu Laugarvatn sem skólasetur. Þar talaði maður, sem kunni mörgum öðrum fremur að meta manndóm og hæfileika. Vorið 1936 settist Grímur að á föðurleifð sinni, Syðri-Reykjum, og tók þar við búsforráðum af föður sínum. Þá hófst tími mikilla um- svifa og uppbyggingar, sem stóð í raun alla tíð síðan undir styrkri stjórn og ríkum framfarahug bónd- ans. Mestu munaði þó þegar Grími tókst með hyggjuviti sínu og þraut- seigju að virkja þann aflmikla hver sem á jörðinni er. Þá höfðu verk- fræðimenntaðir menn orðið að ganga frá án þess að fá beislað þessa firnaorku. Grfmi óx ekki í augum vandinn og að hvemum sigruðum upphófst mikið blóma- skeið á Syðri-Reykjúm með bygg- ingu gróðurhúsa og fjölbreyttri ræktun samfara búskapnum. Búskapur Gríms á Syðri-Reykj- um óx mjög á hans bestu árum svo og ræktun lands, en síðar varð rekstur gróðurhúsa æ meiri og ræður nú ferðinni að mestu. Við búskapinn var Grímur mjög áhuga- samur og framsýnn. Þar tileinkaði hann sér ævinlega allar þær nýj- ungar í tækni og verklagi, sem til heilla horfðu, án þess þó að missa sjónar á hlutverki bóndans og gildi ýmissa gamalla hefða. Árið 1939 kvæntist hann Ingi- björgu Guðmundsdóttur Þorvalds- sonar bónda á Bíldsfelli í Grafningi og konu hans, Guðríðar Finnboga- dóttur. Þar kom til liðs við Grím mikil mannkostakona frá rómuðu myndarheimili, kona sem bjó vel að góðum kostum og arfí æskuár- anna í föðurhúsum. Hún stóð við hlið athafnamannsins, hljóðlát og traust, og byggði upp með honum þetta gamla býli uns það varð að miklu veldi á gjöfulli jörð, þar sem vélar og verkfæri tóku við æ fleiri störfum mannshandarinnar. Þar réð framsýni og djörfung förinni til nýrrar sýnar og allt ber það í dag vitni um dugnað og samstöðu Reykjahjónanna. Samhent átak þeirra beggja stendur sem óbrot- gjarn minnisvarði kjarkmikilla at- hafna og orku þeirra sem gátu og vildu. Annáluð rausn Reykjaheimil- isins hvíldi hvað mest á hennar Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá Ijómi í mínu hjarta. Elna Ósk, Þyrí, Sigrún Elsa, Helga og Stefán Már. í dag, 12. júlí, hefði Dóra okkar Thorberg Þorsteinsdóttir orðið sautján ára. Dóra frænka var fyrsta barna- barnið í móðurætt og var mikið yndi okkar allra. Strax bar mikið á smitandi hlátrinum og ýmsum skemmtilegum uppákomum, sem Dóra tók uppá, ein sér, eða fremst í flokki yngri systkina og frænd- systkina. Hún átti það til að tæma heilu fataskápana og halda tísku- sýningu, skipuleggja söngleiki eða semja leikrit. Óvenjufijóttímyndun- arafl hennar hefur einnig ávallt fengið útrás í teikningu. Ófáar stundirnar fóru í að teikna heima hjá afa og ömmu, þar sem teikni- blokkir og blýantar biðu alltaf til reiðu. Efst í huga okkar er fallega brosið hennar, sem endurspeglaðist herðum og þar var sómi hennar kannski hvað mestur. Ingibjörg lést 25. desember 1987. Ingibjörg og Grímur eignuðust einn son, Grétar Bíldfells, sem er garðyrkjumaður að mennt. Hann varð foreldrum sínum til mikillar gleði og örvunar og studdi þau alla tíð með ráðum og dáð. Hann situr nú jörðina, verðugur arftaki for- eldra sinna. Hann er kvæntur Láru Jakobsdóttur frá ísafirði, myndar- konu sem hefur verið mjög sam- stiga manni sínum í að viðhalda framfarahug og rausn heimilisins. Þau eiga fimm börn. Grímur Ögmundsson var maður óreikull í ráði, hreinskilinn og hvat- vís. Ör hugurinn var sívakandi, al- varan djúp en glettnisyrði á vörum og gáskablik í augum. Hann var ákaflega Ijölhæfur maður; hann var bóndi, járnsmiður og vatn- slagnamaður, verktaki. Ekki má þó gleyma manni viðskiptanna. Hvar sem hann kom og hvert sein hann fór voru viðskiptin ævinlega ofarlega í huga hans. Síkvikur hug- urinn vakti yfir öllum möguleikum og blóðborin athyglin jafnt að stóru sem smáu lét ekkert framhjá sér fara og hvatti hann til þátttöku hveija stund. Mannlífið allt var vettvangur hans og viðfangsefni. Hagleik hans og fyrirhyggju í hveiju verki má sjá á bújörð hans, þrotlaus athafnaþörfin knúði hann sífellt áfram til nýrra átaka, til nýrra sigra — og þessum einstaka hagleiksmanni fylgdi alla tíð skil- yrðislaus krafa um þrifnað og góða umgengni á öllum sviðum. Sögu Gríms á Reykjum er ekki lokið þótt hann sé okkur horfínn. Verkin standa víðsvegar og verða um ókomna tíð minnisvarðar um bóndann verkhaga sem byggði svo margt nýtt á gömlum grunni til uppbyggingar og nytja fyrir þá sem á eftir koma. Hann var í forystu- sveit þeirra bænda sem gengu fram veginn til betra lífs og bættra kjara með afli nýrra tíma og viðhorfa. Hann og hans líkar brutust undan oki aldagamalla lífshátta hokurs og þrældóms, þeir eijuðu jörðina í árroðabliki vélaaldar, lögðu orku jarðar í fjötra til aukinna lífsgæða fyrir óbornar kynslóðir. Slík voru störf þeirra. Þakkarskuld okkar er mikil. Kempan Grímur Ögmundsson er fallin frá en eftir stendur lífssaga hans og verk. Friður sé með honum á voraldar vegum. Haraldur Teitsson Óhjákvæmilega verður mannlíf í Biskupstungum fátæklegra, þeg- ar jafn aðsópsmikill persónuleiki í fallegu ljósbláu augunum. Við er- um þakklát fyrir að hafa átt þessa gefandi stúlku fyrir frænku. Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymi, meðan lífs ég er. (Úr ljóði eftir Cæsar (Karl Ö. Runólfsson). Elsku Edith, Siggi og Steini, Guð gefi okkur öllum styrk til þess að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Elsa, Stefán, Óskar, Berglind. og Grímur Ögmundsson hverfur af sjónarsviðinu. Það skynja bæði innfæddir Tungnamenn og við sumarbústaðaeigendur, sem áttum því láni að fagna að kynnast honum í nábýli á Syðri-Reykjum. Oft er talað um ríg milli stijálbýl- is og þéttbýlis. Slíkur hugsunar- háttur var fjarri Grími Ögmunds- syni. Þvert á móti hafði hann for- göngu um að bjóða þéttbýlisfólk velkomið á jörð sína á tímum, sem ekki þótti sjálfsagt, að bændur létu lönd undir sumarbústaði. Mátti hann þola ómælda gagnrýni ýmissa fyrir vikið, en lét það sem vind um eyru þjóta. í dag þykir þessi stefna sjálfsögð og streyma þúsundir Reykvíkinga og annarra þéttbýl- isbúa um hveija helgi í sumarhús utan borgarinnar í góðri sátt við landið og bændurna. En Grímur gerði meira en að bjóða fólk velkomið á jörð sína. Hann var því alla tíð innan handar við margs konar aðstoð, þegar vantaði vélar og áhöld vegna fram- kvæmda. Fyrir bragðið varð hann heimilisvinur margra og tókust góð og náin kynni með honum og land- setum hans. Einnig er vert að geta þess, að meðan Ingibjörg Guðmundsdóttir eiginkona hans lifði, stóð heimili þeirra ávallt opið gestum og gang- andi. Sérstakir aufúsugestir þeirra voru börn og unglingar, sem þau létu sér mjög annt um. Grímur Ögmundsson átti merka sögu að baki. Hann hlúði vel að arfleifð sinni á Syðri-Reykjum og var einn af frumkvöðlum hitaveitu- framkvæmda fyrir austan fjall. Myndarleg gróðurhús hafa löngum verið aðall Syðri-Reykja og hafa þau hjón, Grétar einkasonur hans og Lára Jakobsdóttir séð um rekst- ur þeirra. Margir munu sakna heimsókna Gríms, því að hann var fjölfróður og lá ekki á skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Allt var það vel meint, þó að ókunnugir kynnu stundum að halda annað, því að Grímur var oft alvarlegur í bragði. En ávallt var þó grunnt á gaman- seminni. Nú, þegar moldin tekur við hin- um aldna bónda, skartar sveitin hans sínu fegursta. Óvíða er fjalla- sýn. fegurri en í Biskupstungum, þegar sér inn í jökul. Voldug liðast Brúará um land Syðri-Reykja, þar sem Grímur feijaði fyrrum Jónas frá Hriflu yfír ána. Hann minntist oft horfinna daga og dvalar sinnar á Laugarvatni. Samt var hann mik- ill nútímamaður og fylgdist vel með atburðum líðandi stundar, uns heilsan gaf sig undir það síðasta. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Grími samfylgdina og óska honum blessunar á nýjum lendum. Alfreð Þorsteinsson 1. júlí sl. var ég stödd í kirkju að kveðja gamlan vin, rétt fyrir hálfellefu áður en athöfnin hófst, var mér hugsað til Gríms vinar okkar og fór með smá bæn. Varla var ég komin heim er Lára tengda- dóttir hans hringdi og lét mig vita að Grímur hafði kvatt þennan heim um hálfellefu um morguninn. Grím- ur var búinn að liggja rúmfastur, eða við hjólastól í nokkra mánuði. Dóra Th. Þorsteins- dóttir - Kveðja Nokkrum dögum áður en hann dó var ég hjá honum á Ljósheimum á Selfossi ásamt syni mínum, Krist- jáni, eða Stjána eins og Reykjafólk- ið ávallt kallar hann. Grímur var þá með háan hita og mikið veikur. Við settum kaldan klút á enni hans, þann tók fast í hönd mína og það fór ekki milli mála að hann vissi af okkur. Annars var Grétar einka- barn hans og Lára kona hans öllum stundum hjá honum nótt sem dag þar til yfir lauk. Er ég nú sit hér fyrir austan í sumarbústað okkar í Biskupstungum og lít upp að Reykjum, bænum þeirra hjóna Ingibjargar og Gríms, fyllist ég söknuði, en um leið koma upp í huga mér allar þær góðu og ógleymanlegu stundir, sem við fjöl- skyldan áttum hjá þeim gegnum árin. Grímur var stórbóndi í orðsins fyllstu merkingu. Syðri-Reykir voru þekktir ekki bara í sveitinni heldur einnig af borgarbúum, sem skiptu hundruðum. Að sækja þau hjón heim, var eins og að fara í stórveislu. Það var sama hve Ingi- björg var lasin, hún -tók alltaf á móti öllu því fólki sem bóndi henn- ar bauð heim á öllum tímum sólar- hringsins. Ég talaði við Grím í lok maí, áður en ég fór utan, var hann þá furðu hress andlega, fór ég þá með smá vísu er ég hafði hnoðað saman fyrir hádegi, um hann auð- vitað, og fallegu stúlkurnar er hjúkruðu honum, hafði hann gam- an af og hló, sagði svo: „Hún er bara nokkuð góð þessi, farðu með hana aftur.“ En eins og allir sem þekktu Grím bónda vissu, var hann snillingur að setja saman vísur um fólk, já, langar og bráðskemmtileg- ar, á stórafmælum, eða bara við eitthvert sérstakt tækifæri, eða atvik sem var að gerast á líðandi stund, og fór létt með það. Ég kynntist þeim hjónum 1956, er fað- ir minn keypti land á Syðri-Reykj- um. Þá gat ég ekki ímyndað mér hvað ég og fjölskylda mín átti eftir að tengjast þessu fólki mikið og alla þá tryggð er við höfum fengið gegnum árin hjá þeim. Og er faðir minn bað fyrir son okkar í eina viku til dvalar á Reykjum, var það sjálfsagt. Vikan varð nokkur ár, frá því hann var 9 ára og þar til hann varð stálpaður fór hann þang- að hvert sumar. Að vetri til ef hann gat. Þetta var eins og hans annað heimili. Hann var alltaf velkominn. Með honum og barnabörnum Gríms tókst mikil vinátta sem alltaf hefur haldist. Ekki hefur hann sagt skilið við Reyki. Hann geymir þar 2 hesta. Grétar og Lára eiga 5 börn, Grímþór, Sigurð, Ingibjörgu, Guð- mund og Dagnýju Rut. Barnaböm- in þeirra eru orðin 7. Grímur og Ingibjörg voru mjög barngóð. Það var fastur liður hjá Grími bónda að kom í smáheimsókn í sumarbústaðina og heilsa upp á fólkið. Var þá venjulega veittur snaps, og tekið upp léttara hjal, eins og gengur og gerist. Grímur hafði sérstaklega gaman af að rifja upp skemmtileg atvik og hnittnar setningar og samtöl. Og maður vissi orðið hvað yrði nú endurtekið, og alltaf hafði hann jafn gaman af. Hémmbil í hvert sinn fór hann að tala um er Stjáni kom í fyrsta skipti. Hafði ég þá gefið Grími flösku, að gömlum og góðum sið. Er Grímur mætti út á tún, gellur í Stjána: „Grímur minn, ertu nú ekki orðinn óþarflega fullur." Þetta fannst honum vel mælt og minntist þess oft og iðulega. Já, þau eru mörg börnin sem hafa verið að Syðri-Reykjum. Þegar Grímur talaði um að „skreppa" eitthvað gat það alveg eins verið norður í land, eða inn á Hveravelli. Það var stutt í gaman- semina hjá Grími. Pólitík var stund- um rædd, framsóknarmaður var hann, og vorum við því oft ólíkrar skoðunar, en allt var þó í fullri vin- semd. Mesta sem hann tók upp í sig var: „Það er kjaftur á þér stelpa." En ég tek orðrétt eftir syni hans: Hann tók persónurnar fram yfír allar stjórnmálaskoðanir. Vissi ég t.d. að Ingólfur á Hellu var mikill vinur Gríms. Snjall gat bóndinn verið. Ég t.d. skildi ekki að er ég fór utan bað hann mig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.