Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR, 12. JÚLÍ 199,1 13 Athugasemd frá AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Atla Viðari Jónssyni | pSmákóngar sjávar- plássanna vilja kki afsala sér völdum Ég vil byija á að þakka Agnesi fyrir áhugann á landsbyggðarmál- efnum og vil trúa því að tilgangur- inn sé góður. Vissar efasemdir gera þó vart við sig þegar hún grípur einhverstaðar hendingu úr hreppa- rígnum og segir „Hraðfrystihús Grundarfjarðar hefur fjórum sinn- um orðið gjaldþrota". Þetta er al- rangt. Og ekki veit ég hvað henni gengur til. Niðurstöður ársreikn- inga á síðastliðnum 20 árum gefa til kynna að hlutfall eiginfjár af heildarfjármagni í fyrirtækinu er að jafnaði á milli 45% og 55%. Ef niðurstöður rekstrarreikninga eru skoðaðar fyrir sama tímabil, þá sést að hagnaður hefur verið af starfseminni öll árin að undanskildu árinu 1975, þá varð lítilsháttar rekstrarhalli, og síðan árið 1987 og 1988. Öll hin árin skilaði fyrir- tækið umtalsverðum hagnaði. Hins vegar getur verið að lausafjárstaða hafi á köflum ekki verið góð, og þá oftast vegna uppbyggingar- starfs. En því var m.a. mætt með hlutafjáraukningu. Ef litið er á ástæður taprekstrar árið 1987 og 1988 þá er vert að geta þess að Grundfirðingar missa togara héðan úr byggðarlaginu á árinu 1985. Þessi togari var ekki í eigu Hraðfrystihússins (u.þ.b. 30% eignaraðild), en hins vegar aðal hráefnisöflunartæki hússins. Af- leiðing þess að togarinn var seldur var síðan fjárfesting frystihússins í öðrum togara. Þessari fjárfestingu var mætt m.a. með auknu hlutafé. I kjölfar þessara togarakaupa koma svo erfið rekstrarár, þ.e. árin 1987 og 1988. Kannski má leiða að því getum að ef stjórnvöld hefðu tekið eins á málum þess fyrirtækis sem gerði út þennan togara, eins og gert var fyrir Hraðfrystihús Grundarfjarðar á árunum 1989 og 1990 (þ.e. með hlutafjáraukningu m.a. Hlutafjár- sjóðs og stærstu hluthöfum) þá hefðu erfiðleikarnir á árunum 1987 og 1988 hugsanlega orðið minni, jafnvel engir. Það er ekki nægjan- legt að leysa eitt vandamál og búa til annað. Svona má endalaust velta fyrir sér hlutunum en það breytir ekki orðnum hlut. Stundum eru teknar rangar ákvarðanir. Aðra tilvitnun í mig og mín orð vil ég leiðrétta þ.e. þar sem blaða- maður hefur mig fyrir því að um- talsverð eignasala gæti átt sér stað við hugsanlega sameiningu. Það er einmitt þveröfugt. Ég tel að um tiltölulega litla eignasölu yrði að ræða, t.d. tel ég illmögulegt miðað við núverandi forsendur að losa um fasteignir fyrirtækjanna. Hins veg- ar þyrfti sameinað fyrirtæki á stór- um hluta véla og tækja að halda, þannig að ekki yrði svo mikill sparn- aður í sölu véla og tækja. Þá er eftir að tala um kostnað við sam- ræmingu vinnslulína og ýmiskonar breytingar sem eru fylgihlutir ha- græðingar. Ég er ekki með þessum orðum að segja að sameining sé ekki mög- uleiki, heldur vil ég leiðrétta það sem eftir mér er haft. Stjórn Hrað- frystihúss Grundarfjarðar gekk til sameiningarviðræðna með opnu, jákvæðu hugarfari, en ekki náðist samkomulag, a.m.k. að sinni. Sú umræða sem átt hefur sér stað um sameiningu fyrirtækja er góðra gjalda verð. En það er með þá hugmynd eins og aðrar góðar hugmyndir svo sem laxeldi, refa- rækt o.fl. að stundum er farið af meira kappi en forsjá. Ég tel að þessi mál þurfi að fá að þróast eðli- lega, þá geti menn séð þá kosti og galla sem í þeim felast. Við höfum sem betur fer líka dæmi um vel rekin og vel stæð lítil fyrirtæki og einkafyrirtæki m.a. hér í Grundar- firði. Að öðru leyti tel ég umræðu um þessi mál og önnur af hinu góða ef reynt er að fara með rétt mál og halla ekki á neinn. Með vinsemd og virðingu. Athugasemd — vegna skrifa Jakobs F. Ásgeirssonar Hr. ritstjóri! í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag 7. júlí ritar Jakob F. Ásgeirsson opnugrein sem hann kallar „Hetja í anda Gandhis" og er um hina hugrökku konu Aung San Suu Kyi og baráttu hennar fyrir lýðfrelsi í Búrma. í greininni veitist Jakob harkalega að fyrirtæk- inu Heillaráð hf. sem kallað var Expert-Ice Ltd. á ensku og fram- kvæmdastjóra þess, Sigfús Jónssyni og sakar hann og aðra aðstandend- ur fyrirtækisins um að hafa ætlað að hagnast á starfsemi sem nyti stuðnings herforingjastjórnarinnar í Rangoon. Hér fer Jakob með raka- lausan þvætting. Heillaráð hf. vinn- ur ekki að neinum verkefnum í Búrma nú né áður. Fyrirtækið kannaði að beiðni erlendra aðila þátttöku í fiskveiðiverkefni þar í landi snemma á síðasta ári þegar framundan voru kosningar og svo virtist sem lýðræðisöflin í landinu ætluðu að sigra. Allar þær hug- myndir sem að baki verkefninu lágu miðuðu við að stjórnarhættir þróuð- ust í átt til lýðræðis. Svo fór ekki og því varð ekki úr verkefninu. Fjár- mögnunaraðilar verkefnisins og Heillaráð hf. drógu sig út úr því nokkrum mánuðum eftir kosningar í maí í fyrra þegar ljóst varð að herforingjastjórnin ætlaði ekki að láta af völdum. Heillaráð hf. hætti endanlega öllum athugunum á þessu verkefni í október á síðasta ári enda grundvöllur fyrir því brost- inn. Skrif Jakobs F. Ásgeirssonar nú um fyrirtækið og framkvæmda- X-Jöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! Höfundur er framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hf. Athugasemd blaða- manns Atli Viðar Jónsson, framkvæmd- astjóri Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar, segir í athugasemd sinni að vissar efasemdir geri vart við sig um að tilgangurinn sé góður á bak við áhuga minn á málefnum landsbyggðarinnar þegar „húp grípur einhvers staðar hendingu úr hrepparígnum og segir „Hraðfrysti- hús Grundarfjarðar hefur Ijórum sinnum orðið gjaldþrota“. Þetta er alrangt. Og ekki veit ég hvað henni gengur til.“ Það er rétt hjá Atla Viðari að fyrirtækið hefur aldrei verið tekið til formlegra gjaldþrota- skipta en frá því að Sambandið eignaðist H.G. hefur það ítrekað með þátttöku Regins og Byggða- stofnunar komið H.G. á starfhæfan rekstrargrundvöll á nýjan leik, þeg- ar gjaldþrot blasti við. „Ég kalla það gjaldþrot þegar menn fara ít- rekað í nauðungarsamninga,“ sagði Soffanías Cecilsson, einn af stofn- endum Hraðfrystihúss Grund- arfjarðar, við mig. Það var í dómsmálaráðherratíð Hermanns Jónassonar að ákveðnir Grundfirðingar sem voru hluthafar í H.G. fengu umboð Ingvars Vil- hjálmssonar og Hafsteins 'Berg- þórssonar, sem áttu talsverðan hlut, og ákváðu að auka hlutafé félagsins og tóku ákvörðun um að selja Sam- bandinu meirihluta H.G. Sigurður Ágústsson, Soffanías Cecilsson og einingarhugmyndir sjávarútvegsfyrirtækja á Snséfellsnesi lagðar á hiUi Hraðfrystihúsa ÓUfsvíkur varð meðal annan kveikjan n umræðum um liagræðingu, endurskipulagningu, *am- i fyrirtækía, aamvinnu eða sameiningu sveitarfélaga og S aé til ráða þegar einn burðarás atvinnulífsins i sjávar- in» og Ólafsvik lamaat. SnæfeUingar sem og aðrir landa- i hafa ákveðnar tkoðanir á þvi á hvern veg akuli brugðat r þær akoðanir eru margvislegar. Einhvern veginn virðist A Vj ÓLafsvíkingar sjálfir vilji sjá eða ráðast i *em minnat- . | lyölfar þessa og nánast einblina á að rekatur -' i áfram meA^ámÉBLeða ððrum 1— Guðmundur Runólfsson, sem allir voru í hópi stofnenda H.G., kærðu þessa málsmeðferð til þáverandi dómsmálaráðherra, Hermanns Jón- assonar, sem eftir langa athugun komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert við það að athuga að Sambandið seldi sjálfu sér meiri- hluta í fyrirtækinu án þess að bjóða öðrum hluthöfum. Þar með eignað- ist Sambandið húsið á þennan óvið- urkvæmilega hátt. í grein minni sem birtist sl. þriðjudag segir: „Atli Viðar segir að við sameiningu fyrirtækjanna væri hægt að losa nýtt fyrirtæki við allmiklar eignir.“ í athugasemd sinni leiðréttir Atli Viðar þessa til- vitnun í eigin orð. Viðtalið sem ég tók við Atla Viðar var hljóðritað og skrifað niður. Orðrétt segir Atli Viðar á segulbandinu: „Ef við værum staðsettir þannig að hægt væri að losa fyrirtækið við töluvert af eignum, þá er komin upp allt önnur staða. Éins og málin standa í dag, er sú staða ekki fyrir hendi. Því hefur verið varpað fram hvort einhveijir möguleikar væru á því að fá einhveija starfsemi í hús- in, sem gæti gert þetta hagkvæmt." - í beinu framhaldi þessara orða Atla Viðars spurði ég hann hvort ekki gæti komið til athugunar að nýta eitthvað af þeim húsakosti sem fyrir hendi yrði, við sameiningu undir fiskmarkað. Hann svaraði: „Ég hef persónulega mikinn áhuga á því að finna einhver not fyrir allt þetta húsnæði sem hér er fyrir hendi. Ég get ekki leynt því, en það er ekkert skilyrði. Ef aðrar lausnir finnast þá er ég opinn fyrir því.“ Við vinnslu greinar sem þessarar er eðli málsins samkvæmt nauðsyn- legt að umorða og stytta tilvitnanir og frásagnir. Viðmælendur mínir höfðu í sumum tilvikum mjög svipuð eða áþekk sjónarmið, og reyndi ég eftir megni að gefa rétta heildar- mynd af viðhorfum þeirra. Ég get ekki litið á athugasemd Atla Viðars • sem leiðréttingu á skrifum mínum, en tel þó vissulega að styttingin og umorðunin hefði gefið nákvæmari mynd af afstöðu Atla Viðars hefði ég skrifað þyrfti í stað væri hægt. Þannig hefði þá setningin litið út: „Atli Viðar segir að við sameiningu fyrirtækjanna þyrfti að losa nýtt fyrirtæki við allmiklar eignir.“ Atli Viðar verður að eiga um það við sjálfan sig, þegar hann hefur efasemdir um að áhugi minn á málefnum landsbyggðarinnar sé einlægur. Raunar tel ég að dylgjur hans í þá yeru að tilgangur skrifa minna sé vafasamur segi meira um hann en skrif mín. Agnes Bragadóttir stjóra þess, sem hóf störf hjá því í september í fyrra og er ekki einn af stofnendum þess, vekja furðu. Það er ótrúleg óskammfeilni af hans hálfu að ata saklausa aðila auri í sömu andrá og fjallað er um einhveija grimmustu herforingja- stjórn í Asíu. Jakob skreytir sig sem rithöfund og mann í doktorsnámi í stjórnmálafræðum við háskólann í Oxford. Vinnubrögð hans í þessum skrifum um íslenskt fyrirtæki og forsvarsmenn þess, bera þess ekki merki. Ekki stoðar að kenna vafa- sömum fréttaflutningi í blaðinu News From Iceland um ósannindin, því að rithöfundurinn og doktors- neminn hefði átt að kanna heimild- ir sínar betur. Vonandi sér Jakob F. Ásgeirsson að sér og biðst afsökunar á þessu frumhlaupi sínu því annars er hætt við að ekki verði hægt að taka skrif hans alvarlega í framtíðinni. F.h. stjórnar Heillaráðs hf. Stefán Þórarinsson Njóttu sólarinnar! Láttu ekki vind og regn valda þér óþægindum Gefðu fyrirtækinu nýtt, áhrifamikið og aðlaðandi útlit. Kynntu þér kosti VIKING sólþakanna. Á sólríku sumri er gott að geta temprað heita sólargeislana. Þetta á t.d. við um verslanir, skrifstofur, veitingahús, heimili og sumarbústaði. VIKING sólþökin eru einmitt hönnuð til að skapa skjólgott og þægilegt umhverfi til að geta notið góða veðursins í ríkum mæli, jafnt úti sem inni. Þessi fallegu og sterku sólþök eru fáanleg í mörgum gerðum og litum auk þess sem hægt er að fá þau áprentuð með merkjum verslana og fyrirtækja. SAMNOR, (ALNO-ELDHÚS) Grensásvegi 8, 105 Reykjavík, sími 814448 / helgarsími 641090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.