Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Höfundur er lögmaður í Reykjavík --------------- Safnaðarferð Laugarneskirkju um helgina SUNNUDAGINN 14. júlí verður farin hin árlega safnaðarferð Laugarnessafnaðar. Að þessu sinni er förinni heitið suður með sjó í fylgd Baldurs Jóns- sonar, sem lengi hefur starfað með Slysavarnafélagi íslands og þekkir strendur og sker Reykjanessins betur en flestir. Auk hans mun sr. Bjarni Karlsson, aðstoðarprestur, sjá um fararstjórn. Brottför verður frá safnaðarheim- ili Laugarneskirkju kl. 10.00 f.h. og meðlæti verður framreitt í kaffistofu við Bláa lónið í eftirmiðdag. Heim- koma er áætluð kl. 17.00. Rútu og kaffigjald er kr. 1.200. Aróður fyrir skattlagningu sjávarútvegsins var látið undir höfuð leggjast í skoð- anakönnuninni. Reynslan skeri úr með núverandi löggjöf Ný Iög um stjórn fiskveiða tóku gildi þann 1. janúar sl. og hafa því verið í gildi í nokkra mánuði. Við þá lagasetningu komu í gildi ýmis mikilvæg ákvæðí sem þegar eru far- in að sanna gildi sitt. Réttur sveitar- félaga, þegar skip eru til sölu í byggðarlaginu, var styrktur. Skerð- ing kvóta vegna siglinga með afla var hækkuð. Hvort tveggja styrkir rétt byggðarlaganna og verkafólks í landi til aflans. Því er rétt nú að forðast kollsteypur í lagasetningu um fiskveiðarnar og láta reyna á þau lög sem nú eru í gildi. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins á Austfjörðum. Heilsuhælið. í Hveragerði Utsaltm hefst / dag kl.12 KRAKkAR i Kringlunni, simi 681719 Jón Kristjánsson „Skattlagning veiði- leyfa er skattahækkun sem undirstöðuatvinnu- veginum er ætlað að bera. Það er kjarninn í þeim umbúðum sem reynt er að vefja utan um þessa staðreynd.“ eftir Jón Kristjánsson hugsa sér að fara þá leið til að minnka flotann að ríkið keypti hluta af honum út úr veiðunum og hafa sömu hugsun eins og þegar land eða auðlindir eru teknar til almanna- þarfa. Þá hefði áreiðanlega mörgum þótt að sér þrengt í skattlagningu. Með núverandi skipulagi var farin sú leið að atvinnugreinin sjálf stæði undir þessari hagræðingu með fram- sali veiðiheimilda. Villandi skoðanakönnun Nú eru miklar umræður um skatt- lagningu réttarins til veiðanna, og eru það einkum einstakir menn innan Háskólans og Morgunblaðið sem ganga þar fram fyrir skjöldu. Greini- legt er að Morgunblaðið, sem er áhrifamikið í þjóðmálaumræðunni og höfuðmálgagn ríkisstjómarinnar, ætlar að beita öllum sínum þunga til þess að knýja þessar skattlagn- ingu fram. Skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar, sem gerð er fyrir blaðið, er þáttur í þessu, en því verð- ur ekki á móti mælt, að í þeirri spurn- ingu, sem fjallar um réttinn til veið- anna, er villandi fullyrðing um að veiðiheimildir séu ókeypis. Þetta rýr- ir gildi könnunarinnar. I könnuninni er gengið út frá því sem gefnu, að skattlagning veiðileyfa sé forsenda fyrir því að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og þeim sé nú úthlutað ókeypis. Sannleikurinn er sá að veiðileyfi fær enginn nema sá, sem hefur lagt fé í skip og stund- að veiðar. Afrakstursins nýtur þjóðin og lífskjörin og tilveran byggist á honum og hefur alltaf gert. . Skattlagning á undirstöðuna Skattlagning veiðileyfa er skatta- hækkun sem undirstöðuatvinnuveg- inum er ætlað að bera. Það er kjarn- inn í þeim umbúðum sem reynt er að veíja utan um þessa staðreynd. Þar að auki er þessi skattlagning gróf tilfærsla fjármagns frá lands- byggðinni sem lifir á þessari atvinnu- starfsemi. Það er nauðsynlegt að nefna hlutina réttum nöfnum og það eftir Vilhjálm Arnason Að undanförnu hafa umræður og deilur staðið urn heilsuhæli Náttúru- lækningafélags íslands í Hveragerði. Ég ætla ekki að blanda mér í þær deilur en vona að þrátt fyrir ólík sjón- armið hafi báðir aðilar viljað vel. Það sem mig langar til að koma á framfæri með nokkrum orðum eru mín kynni af starfi heilsuhælisins. Árið 1982 dvaldist ég fyrst á heilsuhælinu. Var það vegna heilsu minnar og að ráði heimilislæknis míns. Síðan hef ég dvalið þar árlega, venjulega fjórar vikur í senn. Eg hafði lítillega kynnst þessu starfi áður, m.a. heimsótti ég á hælið vini mína og vandamenn, sem þar höfðu dvalist. Þá hafði ég eins og flestir íslend- ingar, sem fæddir voru á tímum fyrri heimsstyijaldar haft vitneskju um frábær störf Jónasar Kristjánssonar, læknis, en hann er að mínu viti einn af afreksmönnum íslendinga á þess- ari öld og skiptir þar ekki máli, hvort menn voru honum sammála í öllum hlutum eða ekki. Það sem ævinlegá hefur vakið at- hygli mína á heilsuhælinu í Hvera- gerði er einfaldleiki og íburðarleysi í öllum hlutum. Sá sem þar dvelur hefur það, sem hann þarf en ekki óþarfa. Öll húsaskipan og aðbúnaður miða að því að þjóna því heilsuvernd- arhlutverki, sem staðnum er ætiað að sinna. Fólk hefur sínar skoðanir á ein- stökum atriðum, t.d. hvort sundlaug- asvæði hælisins sé of lítið miðað við fjölda dvalargesta. Þetta er að mínu mati atriði sem þarf að athuga og verður auðvitað athugað, en einmitt þetta sýnir e.t.v. að þeir sem þarna hafa ráðið ferðinni hafa gert sér grein fyrir því að það eru takmörk á því hvað hægt er að gera og hvað menn gjarnan vildu gert hafa. Starfsemi þessa heilsuseturs í Hveragerði er fyrst og fremst vitnis- burður um afrek þeirra manna, sem höfðu og hafa óbilandi trú á þeirri lífsstefnu, sem kennd er við náttúru- lækningar. Þar er fyrst að telja strangar skoðanir varðandi mataræði og fleiri hollustuhætti. Sjálfur borða ég allan almennan Vilhjálmur Árnason „Heilsustöð eins o g Hveragerðishælið er því að mínu mati stór- kostleg stofnun fyrir Islendinga og fyrir- mynd að frekari heilsu- rækt.“ mat enda vanist því frá barnæsku. Það breytir ekki því að reynsla mín af fæðinu í Hveragerði er afar góð. Ég kunni strax að meta matinn, og það fer ekki á milli mála að þetta fæði eykur vellíðan mína. Ég hefi gert verulegan hluta þessa fæðis að daglegu fæði mínu. Stjóm og rekstur „eldhússins" í Hveragerði er til mik- illar fyrirmyndar og er bæði heimilis- legt og jafnframt góður skóli. Sú reynsla, sem ég hef haft af skiptum við Náttúrulækningafélag Islands í Hveragerði er öll á einn veg; með afbrigðum góð. Óll kynni mín af starfi Náttúru- lækningafélagsins hafa verið góð. Þeir stjórnendur hælisins í Hvera- gerði, sem ég þekki til hafa allir starfað af áhuga og vilja til þess að gera reksturinn sem bestan og þjóna ætlunarverki sínu. Læknar hælisins og hjúkrunarfólk hefur allt sýnt fyrirmyndarfram- komu í einu og öllu og ég hefi ekk- ert séð annað en fagleg vinnubrögð í því er að mér hefur snúið. Sama get ég sagt um allt starfsfólk hælis- ins utanhúss og innan. Það þarf ekki mikla spekinga til þess að átta sig á því á lífsleiðinni að góð heilsa er stærsti þáttur þess að geta notið lífsins. Þetta á vita- skuld einnig við um þjóð okkar og allar þjóðir. Þjóðarheilsan í þeim skilningi sem hér er rætt er stærsta málið. Heilsustöð eins og Hveragerðis- hælið er því að mínu mati stórkostleg stofnun fyrir íslendinga og fyrir- mynd að frekari heilsurækt. Það er því ekkert smámál að þeir aðilar, sem þama ráða ferðinni nái áttum og sáttum í þessu máli. Tilvera íslensku þjóðarinnar bygg- ist á því að umhverfis landið er ein gjöfulasta fiskislóð heimsins. Hins vegar er ekki langur tími síðan, á mælikvarða kynslóðanna, að farið var að sækja fyrir alvöru á ísland- smið af íslendingum, rúmlega mannsaldur. Sjósókn hefur frá fyrstu tíð byggst á duglegum sjómönnum og útgerðar- mönnum sem tilbúnir voru að hætta fé sínu í að kaupa skip til að sækja sjóinn, og vinna við þennan óblíða og stundum hættulega atvinnuveg. Byggðin við sjóinn hringinn í kring um landið byggðist á þessu fram- taki. Sá, sem eignaðist skip, hafði þar með rétt til þess að gera út og nýta auðlindir hafsins. Svo kemur sú tíð að nauðsynlegt er að takmarka veiðarnar. Þá er sú leið farin, að þeir fá heimild til að veiða, sem hafa skip í höndunum, hafa hætt sér út í útgerð. Jafnframt var fiskiskipaflotinn allt of stór fyrir það aflamagn sem leyfilegt var. Því var farin sú leið að heimila framsal aflakvóta milli skipa. Þannig er sala aflakvóta til komin. Þetta er sá bakgrunnur sem nauð- synlegt er að hafa i huga þegar rætt er um fiskveiðiheimildir og sölu aflakvóta. Þetta skipulag var þróað sem málamiðiun í afar erfiðu máli. Fiskimiðin — landið í fyrstu grein laga um stjórn fisk- veiða við Island er ákvæði um að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Svo hefur ætíð verið, en rétt þótti að hnykkt væri á þessu í lagasetning- unni. Landið, gögn þess og gæði eru hins vegar að verulegu leyti í einka- eign. Þó eru ákvæði í lögum þess efnis að land megi taka eignarnámi ef almannaheill krefst þess. Þá koma íjármunir fyrir til eigandans. Leiðir til að minnka flotann Vafalaust hefði verið hægt að I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.