Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 MENGUNARSLYSIÐ A STRONDUM I Morgunblaðið/Þorkell Grúturinn sat í gær á öllum víkum og í hverri skor fundust dauðir ungar, VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 11. JÚLÍ YFIRLIT: Um 500 km suður af landinu er 994 mb laegð sem hreyf- ist lítið. SPÁ Norðaustankaldi víðast hvar á landinu. Léttskýjað sunnan- lands og vestan en skýjað á Norður- og Austurlandi og dálítil rign- ing austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAGrNorðan og norðvestar. átt. Skýjað norðanlands og vestan og lítils háttar rigning norðan- lands en víða léttskýjað suðaustanlands. Hiti á bilinu 7 til 17 stig, hlýjast suðaustan til. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V H 55 Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur -“J- Skafrenningur [7 Þrumuveður TÁKN: G Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyrl 11 súld Reykjavík 14 skýjað Bergen 18 léttskýjað Helsinki 19 skýjað Kaupmannaböín 13 léttskýjað Narssarssuaq 16 léttskýjað Nuuk 5 þoka Osló 23 léttskýjað Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 12 alskýjað Algarve 28 skýjað Amsterdam 30 iéttskýjað Barcelona 28 heiðskýrt Berlín 28 heiðskírt Chicago 22 hálfskýjað Feneyjar 30 þokumóða Frankfurt 32 léttskýjað Glasgow 18 rigníng Hamborg 26 heiðskfrt London 27 léttskýjað LosAngeles 18 alskýjað Lúxsmborg 32 léttskýjað Madríd 34 léttskýjað lYlQiaga 28 heiðskírt Mallorca 29 heiðskirt Montreal 18 hálfskýjað NewYork 24 heiðskírt Orlando 26 þokumóða París 32 léttskýjað Madeira 23 skýjað Rám 29 þokumóða Vín 30 léttskýjaö Washington 23 mlstur Winnipeg 20 alskýjað Talið að 20-25 þúsund ungar hafi drepist Allur grúturinn virðist kominn upp í fjörur Reytgafirði á Ströndum. Frá Önnu Ólafsdóttur, blaðamanni Morgnnblaðsins Utbreiðsla mengnnarinnar á Ströndum nær nú frá Bol- ungarvík í norðri að Brodda- dalsá í Kollafirði. Grúturinn er mestur inni í víkum og virð- ist hafa fylgt reka. Mengunin hefur þó náð hámarki og sést ekki lengur út á hafinu heldur virðist grúturinn allur kominn upp í fjöru, þar sem hann mun eyðast. Ungadauði er mikill og er talið að 20-25 þúsund æðarungar og nokkur hundr- uð kollur hafi drepist á Dröng- um. Sérfræðingar Siglinga- málastofnunar segja að um lýsismengun sé að ræða. Ekk- ert er vitað um orsakir meng- unarinnar. Efnið sást fyrst sem brák á sjón- um og þéttist svo saman í dreifur og rúllast upp í kekki þegar það berst á land. Starfsmaður Sigl- ingamálastofnunar telur að grút- urinn muni sennilega eyðast í fjör- unni og því verði líklega ekkert aðhafst við að hreinsa þær. Starfsmenn Siglingamálastofn- unar tóku tvö sýni á miðvikudag og hafa greint að um lýsi sé að ræða. Morgunblaðið/Þorkell Efnið er slímkennt, lyktar illa og loðir við snertingu. Það límist við skó og þýðir ekki að reyna að hreinsa það af með vatni. Grútarmengunin nær nú frá Furufirði í norðri til Kollafjarðar í suðri og er komin á fjörur. Ragnar Jakobsson í Reykjarfirði segir að efnið hafi borist að norð- an. Hann varð fýrst var við meng- unina í Furufirði á sunnudag. „Á mánudag hafði grúturinn borist inn í Reykjarfjörð og a miðvikudag leit fjaran út eins og eftir haglél,“ segir Ragnar. Heimafólk er ekki órólegt vegna þessarar mengunar en sagt er að ferðamenn hafi aflýst ferðum á Strandir vegna þessa. Menn hér vestra ræða einkum tvær tilgátur um uppruna meng- unarinnar. Hefur verið talið að efnið geti hafa borist úr ensku olíuskipi, sem flutti olíu til Djúpu- víkur í síðari heimsstyrjöldinni og tók þar lýsisfarm en því var sökkt fýrir utan fjörðinn. Einnig hefur verið talið að það geti komið úr Kyndli, sem tók lýsi við Eyjafjörð. Mikill fugladauði er á Strönd- um, sérstaklega æðarungar en einnig hafa fundist dauðir múkk- ar. Sveinn Kristinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði aðeins fundið 6 lifandi unga á Dröngum í fyrradag. Hann sagði að 4-5 þúsund væru á svæðinu og og reyna að klóra efnið af sér en nokkur hundruð þeirra hafa þegar drepist. Mengunin drepur helst unga og er talið að efnið virki eins og olía og þeir missi fitulagið og drepist úr kulda. Einnig er talið að ung- arnir éti grútinn. Þór Jakobsson deildarstjórí hafísdeildar Mengunin getur hafa borist frá Sovétríkjunum með hafís ÞÓR Jakobsson, deildarstjóri hafísdeildar Veðurstofu ís- lands, segir vel líklegt að grút- urinn sem veldur menguninni á Ströndum hafi borist með hafís upp að landinu frá Sovétríkjun- um. „Það eru alls konar hlutir, sem Sovétmenn skilja eftir í Norðuríshafinu, sem fljóta um síðir inn í Austur-Grænlands- strauminn. Sovétmenn skilja ýmislegt eftir sig á ís, sem fer svo í sjóinn þegar hann bráðn- ar. Það er æði margt á floti á hafísnum," segir Þór. „Sovétmenn hafa verið með ís- eyjar á reki í Norðuríshafinu um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.