Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 Elliðaámar - hvert stefnir? eftirlngólf Ásgeirsson í gegnum tíðina hafa Elliðaárnar verið ein gjöfulasta og jafnframt ein eftirsóttasta laxveiðiá landsins. Til þess að svo megi áfram verða þurfa nú að koma til ýmsar fyrir- byggjandi ráðstafanir. Undanfarinn áratug, svo ekki sé farið lengra aftur í tímann, hefur laxagengd í árnar verið mun minni en var um miðjan áttunda áratuginn. Enn al- varlegra er þó að af heildargöngum í þær var hlutfall náttúrulegs lax komið niður í 64,2% síðastliðið sum- ar, eða 1833 laxa, en var 84,1% árið 1988 og er hér um að ræða hvorki meira né minna en 20% sam- drátt á aðeins tveimur árum. Slæmar horfur Fiskifræðingar Veiðimálastofn- unar gefa Elliðaánum 10 til 12 ár til viðbótar sem laxveiðiá haldi áfram sem nú horfir. En hvað er til ráða? Hér skal bent á nokkur atriði sem styrkt gætu og aukið stærð náttúrulega laxastofnsins í ánum. Á öðrum áratug aldarinnar er talið að um 15.000 laxar hafi gengið í ámar á sumri hveiju enda komst laxinn þá óhindraður um allt vatnasvæðið, en í kjölfar virkjunar- innar árið 1921 varð mikil hnignun enda var fljótlega upp úr því lokað fyrir gönguleið laxins upp í Elliða- vatn og þar með á öll efri hrygning- arsvæði ána. Árið 1937 var veiðin komin niður í 490 laxa á sumri og allt stefndi í það að stofninn dæi út en þá stóð Rafmagnsveita Reykjavíkur fyrir byggingu klak- húss við árnar sem dugði til klaks á 1.200.000 kviðpokaseiðum og varð þessi aðgerð til að bjarga ár- stofninum. Fordæmi sem fylgja ætti Árin 1968 og 1969 gerði gífurleg flóð bæði árin og orsökuðu þau mikinn seiðadauða. Forráðamenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, beittu sér þá fyrir miklu ræktunarátaki til að_ mæta því tjóni sem flóðin ollu. Ákveðið var að sleppt skyldi 500.000 kviðpokaseiðum auk nokk- urs magns sumaralinna seiða og gönguseiða í allt vatnasvæðið. Árangurinn lét ekki á sér standa. Árið 1970 höfðu veiðst 1.000 laxar en fljótlega upp úr því varð breyt- ingin. Árið 1973 varð gangan 6.780 laxar, ári síðar 7.953 og sumarið 1975 náðu göngur hámarki með 8.066 löxum og varð veiðin þessi þijú ár yfir 2.000 laxar öll árin eða rúmum 200 löxum meiri en heildar- ganga náttúrulega stofnsins síðastliðið sumar. Tvívegis hefur slepping kvið- pokaseiða í stórum stíl því sannað gildi sitt í ánum. Hví þá ekki að beita henni í þriðja sinn? Það sem ber að gera er að draga á það magn af klakfiski á haustin sem nemur þörfum ánna. Hann þarf síðan að hreisturlesa fyrir kreist- ingu til að tryggja að um náttúru- legan lax sé að ræða. Þess má geta í þessu sambandi að 130-140 hrygnur gefa af sér það magn hrogna sem þarf til sleppingar 500.000 kviðpokaseiða sem vatna- svæðið sér síðan um að ala upp. Hér er ekki um kostnaðarfreka framkvæmd að ræða. í þessu sam- bandi vil ég minna á að Elliðaámar er eina áin á íslandi sem er í opin- berri eigu og sé ég ekkert því til Ingólfur Ásgeirsson „Verði hafin slík rækt- un, seiðunum dreift vel um allt vatnasvæðið og átakinu haldið áfram nægilega lengi, á framtíð Elliðaánna að vera tryggð.“ fyrirstöðu að jafn efnað bæjarfélag og Reykjavíkurborg beri þann litla kostnað sem slíku ræktunarátaki fylgir. Reglur um ádrátt klaklax Mjög mikilvægt er að settar verði ákveðnar reglur um ádrátt klaklax. Skal §öldi hans eingöngu miðast við þarfír ánna í hvert skipti, enda vita þeir sem að fiskræktarmálum standa að stofnblöndun er mjög varasöm þar sem hver á á sinn stofn og síðustu rannsóknir benda til að hver stofn skiptist síðan í ættkvíslir innan tiltekins vatnasvæðis. Oft og tíðum er um að ræða margra alda þróun sem ekki má undir neinum kringumstæðum raska, enda hefur víða þegar verið unnið nóg tjón á þennan hátt. Ekki má heldur gleyma hinni náttúrulegu hrygn- ingu sem á sér stað á haustin. Tryggja verður að nóg sé skilið eftir af hrygningarlaxi, bæði í Ell- iðaánum sjálfum og á efri hluta vatnasvæðisins, þ.e. Elliðavatni og uppám þess. Vilji Reykjavíkurborgar til þess að tryggja nægar göngur í ámar til veiða og til hrygningar kom skýrt fram þegar hún keypti á sínum tíma stórtækar sjávarlagnir í Grafarvogi og við Viðey. Mengoin og seiðadauði En ekki er nóg að tryggja góða hrygningu og nægar sleppingar. Sjá þarf til þess að seiðin hafi sem best uppeldisskilyrði og er þar helst tvennt sem ber að athuga. I fyrsta lagi að tryggja að árvatnið sé ómengað, en það gefur auga leið að inn í miðri stórborg eru ýmsir mengunarvaldar sem geta spillt árvatninu, svo sem afrennslisvatn og jafnvel skolp. Auðvelt er að fylgj- ast með vatnsgæðunum með því að taka reglulega vatnssýni með ákveðnu millibili víðsvegar á vatna- svæðinu. í öðru lagi vil ég nefna rennsli ánna. Að loknum veiðitíma ár hvert er skrúfað fýrir árrennslið frá Ár- bæjarstíflu og að vatnsrafstöðinni. Drepast þá þau seiði sem eru á þessum hluta árinnar. Það vatn sem þar ætti að renna safnast í uppistöð- ulónið ofan stíflu en er síðan veitt í þartilgerðum stokkum inn í túrbín- ur virkjunarinnar. Yfir vetrart- ímann rennur eingöngu vatn í þess-' um hluta farvegsins ef vatnsmagn í lóninu er það mikið að flæðir yfir stíflugarðinn eða veita þarf úr lón- inu. Skömmu fyrir veiðitíma er lón- ið síðan tæmt og áin fer í sinn gamla farveg. Vissulega hefur þetta slæm áhrif á afkomu seiðaárganga. Og sé á vorin hleypt snögglega úr lóninu hefur það tvímælalaust slæmar afleiðingar því einmitt á þeim tíma eru flest seiðin að ganga til sjávar og geta þau hreinlega farist í þeim mikla og skolaða vatns- flaum sem þá steypist fram. Því má einnig bæta við að túrbínumar í rafstöðinni taka sinn toll. Þessi mikli seiðadauði segir vitanlega til sín í minnkandi göngum. Á þessu vandamáli verður í framtíðinni að finna lausn sem allir hlutaðeigandi aðilar geta sætt sig við. Flökkulax og erfðamengun Að lokum vil ég minnast aðeins á flökkulaxinn, það er eldislax og hafbeitarlax sem gengur nú í árnar í auknum mæli ár hvert og var yfir þriðjungur göngunnar sl. sumar. Þessi fískur gengur aðallega síðsumars og heldur sig að mestu leyti á neðri hlutanum en alltaf fer einhver hluti hans upp á efra svæði ána þar sem hann blandast hinum náttúrulega árstofni. Til að fyrirbyggja för flökkulax upp á efri ána mætti loka laxakist- unni við rafstöðina síðsumars, en þá er mest um þennan ófögnuð. Síðan mætti daglega skilja frá þann lax sem greinilega er eldis- eða hafbeitarlax og hleypa náttúrulega laxinum áfram. Lokaorð Vegna þeirrar þróunar sem iýst hefur verið hér að framan vil ég skora á forráðamenn Reykjavíkur- borgar, hvar í flokki sem þeir eru, að taka nú höndum saman um að- gerðir til að tryggja framtíð ánna. Haldi áfram sem horfír er ljóst að Elliðaámar heyra brátt sögunni til sem laxveiðiá. Til að snúa við þeirri þróun sem að framan er lýst og auka hlutfall náttúrulega laxins í göngunum og göngurnar sjálfar verður að hefja sleppingu kviðpoka- seiða í því magni sem áður var nefnt, til viðbótar sleppingum sum- aralinna seiða undanfarin ár. Verði hafin slík ræktun, seiðunum dreift vel um allt vatnasvæðið og átakinu. haldið áfram nægilega lengi, á framtíð Elliðaánna að vera tryggð. Gæti veiðin þá hæglega orðið meiri ár hvert en göngur á náttúrulegum laxi eru nú. Höfundur er félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og í Elliðaárnefnd félagsins. Opna mótið í Andorra: Gullið gekk Rúss- unum úr greipum Tekið við verðlaunum. Frá vinstri: Albert Frank, Belgíu, sem var mér til aðstoðar á mótinu, Pantebre frá Andorra, mótshaldari, Margeir Pétursson og Elísabet Margeirsdóttir. __________Skák Margeir Pétursson NÍUNDA opna alþjóðamótinu í Andorra lauk um síðustu helgi með nokkuð óvæntum úrslitum miðað við gang mótsins. Eftir að hafa haft aðeins tvo og hálf- an vinning af fjórum möguleg- um, virtist sem undirritaður væri alveg út úr myndinni í keppninni um efsta sætið, a.m.k. sá ég rússnesku kepp- endurna stundum glotta við tönn er þeir gengu framhjá þar sem ég sat við taflborð úti í miðjum sal. Lengi framanaf sátu þeir hins vegar við efstu borðin, en í sjöundu umferð gerðust undur og stórmerki, Rússarnir fengu flestir slæma útreið og með því að vinna fimm síðustu skákirnar skaust ég upp í efsta sætið og hélt því óskiptu. Ég hef ekki oft unnið mót á svo vel heppnuðu „Monrad- bragði“, eins og það er kallað hér á landi. í Suður-Evrópu kalla skákmenn þetta stundum kaf- bátahernað. í fyrra vann ég að vísu þijár síðustu skákirnar á móti í San Bernardino í Sviss og tvær síðustu á opna meistaramóti Vínarborgar og náði efsta sætinu ásamt öðrum á þeim mótum, en venjulega hef ég tekið forystuna snemma og tryggt efsta sætið með jafnteflum. Eg hef líka marg- oft lent í að leiða mót fram í síðustu umferð, til þess eins að klúðra því þá með tapi. Þrátt fyrir að tíu stórmeistarar væru á meðal þátttakenda þurfti ég ekki að tefla við einn einasta þeirra. í næstsíðustu umferð sigr- aði ég enska undrabarnið Matt- hew Sadler og í þeirri síðustu júgóslavneska alþjóðameistarann Komljenovic, sem leitt hafði mótið allt frá upphafí. Hann varð að sætta sig við að deila öðru sætinu með ungum argentískum alþjóða- meistara, Slipak að nafni, sem kom mjög á óvart og lagði m.a. Tukmakov að velli. Andorra er dvergríki í Pýrenea- fjöllum á mörkum Frakklands og Spánar og starfa landsmenn aðal- lega að ferðamannaþjónustu og verzlun. Þar voru hinir svonefndu Smáþjóðaleikar haldnir í vor og mátti sjá merki þeirra hvarvetna, þ. á m. á gosdrykkjaílátum og vatnsflöskum. íslendingum vegn- aði mjög vel á leikunum í baráttu við keppinauta frá Lúxemborg, San Marínó, Liechtenstein, And- orra, Kýpur og Mónakó. Erum við því vel kynntir á þessum slóðum. Vegna leikanna hafði verið byggð stórglæsileg sundlaug, sem kom mér að góðum notum, því sigur- gangan hófst ekki fyrr en ég hafði uppgötvað hana. Lét ég ekkert á mig fá þótt nýbakaðir heimsmeist- arar Spánveija í sundknattleik æfðu hinum megin í lauginni og færu þrjár ferðir fram og til baka á meðan ég fór eina. Úrslit urðu þessi: 1. Margeir Pétursson 7‘A v. af 9 mögulegum. 2. -3. Komljenovic, Júgóslavíu, og Slipak, Argentínu, 7 v. 4.-12. Krasenkov, Tukmakov, Moskalenko og Magerramov, Sov- étríkjunum, Sadler, Englandi, Spraggett, Kanada, Kolev, Búlg- aríu, og Marin, Rúmeníu, 6V2 v. Á meðal þeirra sem komu næst- ir með 6 v. voru stórmeistararnir Garcia-Palermo, Argentínu, Cif- uentes, Chile, og Lalic, Júgó- slavíu, auk sænska alþjóðameist- arans Jan Eslon, sem um árabil hefur verið búsettur á Spáni. Stysta vinningsskák mín á mótinu, gegn búlgörskum alþjóða- meistara, gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Zlatilov Katalónsk byijun 1. d4 - e6 2. g3 - d5 3. c4 - Rf6 4. Bg2 - dxc4 5. Rf3 - Rc6 Viktor Korchnoi lappaði eftir- minnilega upp á þetta afbrigði gegn Ivanchuk í Tilburg 1989, en þá svaraði hinn ungi og skarpm- innugi Rússi með 6. Da4 — Bb4 7. Bd2 - Rd5 8. Bxb4 - Rxb4 9. a3 - b5 10. Dxb5 - Rc2+ 11. Kd2 — Rxal 12. Dxc6h-------Bd7 13. Dxc4, sem talið hafði verið gott á hvítt. Korchnoi hristi þá fram úr erminni nýjungina 13. — c5I, sem ruglaði Ivanchuk alveg í ríminu, 0g vann í aðeins 26 leikj- um. 6. 0-0 - Hb8 7. a4 - a6 8. a5 - b5? Svartur hyggst halda í um- frampeðið af öllu afli, en nú vinn- ur hvítur tíma í liðsskipan sinni og fær hættulega sóknarstöðu. Betra var 8. — Bb4, sem svarað hefði verið með 9. Bd2, auk þess sem ágætur kostur í 7. leik var 7. - Ra5. 9. axb6 (framhjáhlaup) — cxb6 10. Bf4 - Bd6 11. Re5 - Re7 12. e4! Ef hvítur hefði strax tekið peð- ið til baka með 12. Rxc4 væri staða hans aðeins örlítið betri eft- ir 12. — Bxf4 13. gxf4 — 0-0 14. e3. 12. - Bb7 13. Rc3 - b5?! Eftir þetta nær hvítur hartnær unninni stöðu með einfaldri fléttu. Ég þurfti heldur ekki að nota nema u.þ.b. tuttugu mínútur á afgang skákarinnar, staðan teflir sig svo að segja sjálf. Skárra var 13. - 0-0 14. Bg5! - b5 (Ekki 14. - Bxe5? 15. dxe5 - Rd7 16. Dd6 — He8 17. Hfdl og vinnur) 15. Bxf6 — gxf6 16. Rg4 — Rg6, þótt svarta staðan sé ennþá afar óþægileg eftir t.d. 17. h4. 14. Rxf7! - Kxf7 15. Bxd6 - Dxd6 16. e5 - Db6 17. Bxb7 - Dxb7 18. exf6 — gxf6 19. Hel Áætlun hvíts er mjög einföld. Hann ætlar að koma riddara til c5 og þrýsta á veiku peðin á e6 og a6. Auk þess á svartur í vand- ræðum með kóngsstöðuna 0g umframpeð hans skiptir engu máli. Þrátt fyrir langa umhugsun tókst Búlgaranum ekki að finna neina leið til að halda taflinu gangandi. 19. - Hbd8 20. Re4 - Dc6 Eftir 20. - Dd5 21. Hxa6 gengur 21. — Dxd4 ekki vegna 22. Rd6+ 21. Dh5+! Nú vinnur hvítur strax, því 21. — Rg6 er svarað með 22. Df3! og hvítur hótar bæði 23. Dxf6+ og að vinna svörtu drottninguna með 22. Rg5+, því hún er orðin valdalaus. 21. - Kg7 22. Rc5 - Hd6 28. Hxa6 — Dxa6 24. Rxa6 — Hxa6 25. Dxb5 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.