Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 17 ánægjustundir áttum við saman á þeim vettvangi. Hann var duglegur og greiðvikinn og þeir eiginleikar komu sér sannarlega vel fyrir Fáks- félagana. Hann var óþreytandi í fé- lagsstarfínu í nefndum sem öðrum verkefnum, kvennadeildarkonur nutu gjaman aðstoðar hans við und- irbúning kvennakvöldanna vinsælu. Og sjaldan lét hann sig vanta þegar vorhreingerning fór fram á Fáks- svæðinu. Þá var hann ekki síður áhugasamur um barna- og unglinga- starf félagsins og lagði þar mikið af mörkum. Ásamt fleirum kom hann á fót hjónaklúbb innan Fáks, en þar hitt- umst við oft t.d. á nýársfagnaði og reiðtúrum á vorin. Oli og Villa voru samhent í þessu félagsstússi og hin síðari ár fjölgaði samverustundum okkar enn frekar, þegar þau námu land við hliðina á okkur í Grímsnesi. Þar undu þau sér vel í kofanum eins og þau kölluðu litla bústaðinn sinn. Við sögðum oft í gamni að þeirra bústaður hlyti að heita Lang- holt, ekki síst vegna stærðar húsráð- enda, en okkar heitir Þverholt, kannski eftir vexti þeirra sem þar búa. Vegurinn úr Langholti til okkar var þá kallaður Langholtsvegur. Stundum var slegið saman og el- dað á öðrum staðnum, borðað, farið á hestbak á eftir, þeir sem vildu og oft komu bændurnir í nágrenninu með okkur. Þegar við keyrðum fram hjá bú- stað þeirra á sunnudag, var haft á orði, að það væri ótrúlegt að eiga ekki eftir að sjá Óla framar, t.d. kannski í trjásetningu eins og þau gerðu mikið síðastliðið sumar, og eins margt annað. Við söknum öll góðs vinar og við geymum minningarnar um þennan góða dreng í hjörtum okkar. Elsku Villa, Auðunn, Sæmi og Oddrún, við biðjum Guð að styrkja ykkur og Ijölskylduna alla í þessari miklu sorg. Stebba og fjölskylda Ólafur Þorsteinsson mágur minn lést á Borgarspítalanum laugardag- ipn 6. júlí eftir þriggja mánaða legu. Ólafur var fæddur í Reykjavík 9. apríl 1945. Foreldrar hans voru Guð- munda Lilja Ólafsdóttir og Þorsteinn Pjetursson. Þorsteinn lést 12. desem- ber 1984. Guðmunda var dóttir Guð- ríðar Ásgrímsdóttur frá Glúfri í Ölf- usi og Ólafs Gíslasonar bónda á Árbæ í Ölfusi. Foreldrar Þorsteins voru Ágústína Þorvaldsdóttir og Pjetur G. Guðmundsson bókbindari, sem þekktur er úr sögu íslenskrar verka- lýðsbaráttu, eins og raunar faðTr Ólafs. Ólafur átti tvær systur, Helgu Karlsdóttur hjúkrunarfræðing, gift Gunnari Ingimarssyni húsasmið, og Guðríði Þorsteinsdóttur lögfræðing sem gift er undirrituðum. -Ólafur kvæntist 16. nóvember 1974 Vil- helmínu Þorsteinsdóttur. Foreldrar hennar eru Oddrún Sigurgeirsdóttir og Þorsteinn Auðunsson fyrrverandi togaraskipstjóri,_ einn hinna þekktu Auðunsbræðra. Ólafur og Vilhelmína eignuðust fjögur börn, Þorstein Pétur f. 27. október 1971, d. 18. júlí 1979, Auðun f. 28. mars 1976, Sæmund f. 15. apríl 1978 og Oddrúnu f. 14. desember 1983. Ölafur lærði út- varpsvirkjun hjá Eggerti Benónýs- syni. Hann vann síðan í nokkur ár í rafiðnaðardeild álversins í Straum- svík, þá vann hann sem sölumaður hjá Gunnari Ásgeirssyni og síðar hjá Landvélum hf. Árið 1983 stofnaði hann fyrirtækið Barka hf. með öðr- um. Árið 1988 seldi hann hlut sinn í Barka og stofnaði heildverslunina Gassa hf., sem hann rak ásamt konu sinni þar til hann veiktist. Ólafur tók alltaf mikinn þátt í félagsstörfum og valdist gjaman til forystu og trún- aðarstarfa. Óli var myndarlegur maður, dökk- hærður, hávaxinn og þrekinn en svaraði sér vel. Hann var töluvert skapmikill, en þó viðkvæmur og blíð- lyndur. Hann var mikill atorkumaður að hveiju sem hann gekk, hvort sem um var að ræða félagsstörf eða vinnu. Ég hitti Óla fyrst fljótlega eftir að ég kynntist systur hans, verðandi eiginkonu minni, enda voru þau systkin mjög samrýnd. Hann tók mér auðvitað fyrst af nokkurri tor- tryggni, en ég held hann hafi fljót- lega sætt sig við mig, sem verðandi mág. Alla tíð síðan höfum við verið vinir. Seinna kynntist ég svo tilvonandi eiginkonu hans, Villu, sem staðið hefur við hlið hans í gegnum þykkt og þunnt fram til hins síðasta og sýnt ótrúlegt þrek í þeim miklu erfið- leikum sem mætt hafa henni á lífs- leiðinni. Þau hjónin misstu elsta drenginn sinn í umferðarslysi sjö ára gamlan. Sem betur fer er slík lífs- reynsla ekki algeng, en þau sýndu það þá, að saman höfðu til að bera þann styrk sem þurfti til að brotna ekki við áfallið. Hin síðari ár gekk þeim hjónum flest í haginn. Þau stofnuðu og ráku saman heildversluhina Gassa hf. í Kópavogi, eignuðust fallegt heimili þar í bæ og hafa nýlega lokið smíði hesthúss í Víðidal, en hestamennska er sameiginlegt áhugamál allrar fjöl- skyldunnar. Loks byggðu þau fyrir nokkrum árum lítið sumarhús í Grímsnesi, þar sem einnig er aðstaða fyrir hestana. Síðustu sumur voru þau nær hveija helgi í sumarbústaðn- um og eigum við hjónin skemmtileg- ar minningar um heimsóknir þangað. Þeim tókst meira að segja að koma mér á hestbak, þó ég sé lítill hesta- maður. Stundum tókum við með okk- ur gesti, bæði erlenda og innlenda og þau tóku jafnvel á móti öllum. Eitt sinn fórum við með vinafólk okkar frá Danmörku þangað, hjón og tvær dætur, á_n þess að gera boð á undan okkur. Óli átti hesta undir okkur öll, fékk lánaða viðbótar- hnakka. Allir fóru í útreiðartúr og áttum við síðan skemmtilegt kvöld saman. Þessi danska vinkona okkar hefur oft haft á orði hvað sér hafí þótt mikið til um móttökurnar og fyrir dætur þeirra tvær var þetta hápunkturinn í íslandsdvölinni. Önn- ur þeirra orti síðan ljóð um útreið- artúrinn, sem birtist í skólablaði hennar í Danmörku. Hinn 7. apríl sl. dró ský fýrir sólu, Óli fékk heilablæðingu og var gerð á honum mikil aðgerð, sem í fyrstu virtist hafa tekist vel og vorum við öll vongóð um að hann mundi ná heilsu aftur. Síðan fékk hann endur- teknar blæðingar og þrátt fyrir að læknar og hjúkrunarlið gerðu allt sem í þeirra valdi stóð tapaðist þetta stríð. Þessir þrír mánuðir hafa verið aðstandendum hans erfiðir. Viila hefur sýnt ótrúlegan dugnað og kjark og það var aðdáunarvert að fylgjast með hve vel hún annaðist hann. Sam- hliða þessum erfiðleikum þurfti hún nú að bera hitann og þungann af rekstri fyrirtækisins og vera börn- unum styrkur. Það er erfitt að sætta sig við það að maður á besta aldri, sem lífið virð- ist brosa við skuli vera hrifinn burt svo skyndielga frá eiginkonu, ungum börnum og aldraðri móður. Þessum dómi verðum við þó að una og reyna að láta minninguna um góðan dreng milda sárasta söknuðinn. Stefán Reynir Kristinsson Hver eru þau öfl í lífi okkar mann- anna sem tengja okkur saman með ólíkum hætti, ráða því að við veljum einn að vini, annan að kunningja, en leiðum þann þriðja hjá okkur? Skyldi það ekki vera rétt sem mál- tækið segir að sækjast sér um líkir? I dag er til moldar borinn vinur okkar, Ólafur Þorsteinsson, látinn langt um aldur fram, aðeins 46 ára að aldri, atorkumaður í blóma lífs- ins. Óla kynntumst við 15 ára gaml- ir, þegar við hófum nám í Gagnfræð- askóla Austurbæjar árið 1960. Og hvað sem olli bundust nokkrir úr hópnum strax þeim vinaböndum sem haldið hafa síðan, þótt oft hafi blás- ið hressilega. Við félagarnir í „Gaggó Aust“ kynntumst síðan fleiri félögum Óla úr Sogamýrinni sem bættust í hóp- inn. Þar sem Óli fékk fyrstur okkar bílpróf og eignaðist fljótlega bíl lenti það á honum að aka hópnum á „Mín- ínum“ bæði innan bæjar og út á land og þá oftast í Borgarfjörðinn. Var oft haft á orði að aldrei hefðu jafn- margir rúmast í jafnlitlum bíl. Seinna réðust menn í jeppakaup og voru gömlu stríðsárafarartækin þá máluð í sama lit. Það var mikið fjör og galsi í fjallaferðum á jeppnunum og þótt nauðsynlegt að eitthvað bilaði eða bæri út af til að hafa gaman af eft- ir á. Seinna stóðu félagarnir ásamt öðru ungu og lífsglöðu fólki að stofn- un Mánaklúbbsins sem var ferða- og skemmtiklúbbur. Æskuheimili Óla í Akurgerði 17 var kafli út af fyrir sig. Þangað sótt- um við mikið og stóð heimili þeirra heiðurshjóna, Guðmundu Lilju Ólafs- dóttur og Þorsteins Péturssonar, okkur öllum opið þrátt fyrir gáska og fyrirferð. Lét Munda sig litlu muna þótt nokkrir munnar bættust við í mat eða kaffí fyrirvaralaust. Oft var bílastæðið fyrir utan eldhús- gluggann í Akurgerðinu líkara verk- stæði en bílastæði. Annað heimili verður tæpast und- anskilið þegar minnst er á þessi ár. Það var heimilið að Skarði í Lundar- reykjadal þar sem Petra Pétursdótt- ir, föðursystir Óla, bjó ásamt manni sínum, Hjálmi Þorsteinssyni. Ófáar voru ferðimar í Borgarfjörðinn og þar áttum við ávallt skjól. Árin liðu og alvara lífsins tók við af gáska unglingsáranna, frekara nám og vinna og einn og einn týnd- ist úr hópnum og hóf lífsbaráttuna, stofnaði heimili og eignaðist fjöl- skyldu. En rammur er sá leyniþráður sem heldur saman hópi manna, jafn- vel þótt þeir hittist ekki nema endrum og eins. Næst þegar fundum þeirra ERU TILBÚNIR í SLAGINN CHEVROLET PICKUPCK1500 Vél 6200 cc, V8, 145 hö, dísll. CHEVROLET PICKUP CK-10 SPORTSIDE Vél 5700 cc, V8, 210 hö, bensín, bein rafstýrð innsprautun, aflstýri, AM/FM útvarp m/segulbandi, lúxus innréfting, rafmagn í rúðu og lœsingum. Staðgreiðsluverð kr. 2.292.000 TIL AFGREIÐSLU STRAX CHEVROLET PICKUP CK-10 SHORT BOX Mlásoiífy HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 og 674300 ber saman er allt eins og í gamla daga, sami galsinn, glettnin og jafn- vel sömu gömlu brandararnir og sami hláturinn. Nú er skarð fyrir skildi. Menn setur hljóða og spurningin eilífa vaknar: Hvers vegna hann, þessi stæðilegi, hrausti maður sem nýtti hvert tækifæri til að njóta útivistar með fjölskyldu sinni og vinum við iðkun eftirlætisíþróttar sinnar, hesta- mennskunnar? Þeirri spurningu verð- ur ekki svarað fremur en öðrum af sama toga. En eftir stendur grund- völlurinn í trú okkar kristinna manna, að treysta Guði og lúta valdi hans. Ólafur kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Vilhelmínu Þorsteinsdótt- ur, 16. nóvember 1974, en hún er dóttir hjónanna Oddrúnar Sigur- geirsdóttur og Þorsteins Auðunsson- ar skipstjóra. Óli og Villa eignuðust fjögur falleg börn, en elsta soninn, Þorstein Pétur, misstu þau aðeins sjö ára gamlan í átakanlegu slysi. Mikil raun var lögð þeim hjónum á herð- ar, en með miklum sálarstyrk og trú tókst þeim að standast hana. Nú hefur sorgin kveðið dyra hjá Villu í annað sinn og maður spyr sjálfan sig hvaða hlutverk sé ætlað þeirri konu sem svo er reynd af al- mættinu. Seint gleymist sú hetjulund og ást sem hún sýndi allan þann tíma sem Óli háði sína síðustu orrustu. Við gamlir vinir og skólafélagar sendum Viilu, börnum hennar, Guð- mundu, systrum, tengdaforeldrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum hinstu kveðju látinn vin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Vilmar Pedersen og Ásgeir Þormóðs- Kveðja Eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, er að eiga að vinum og kunningjum trausta samferðamenn. Ólafur Þorsteinsson, eða Óli eins og hann var oftast kallaður í sínum kunningjahópi, var einn slíkra manna. Leiðir okkar lágu fyrst saman er við vorum níu ára snáðar, báðir ný- fluttir í smáíbúðahverfið, sem svo var nefnt, hann í Akurgerðið ég við Sogaveginn. Á rnilli heimila okkar var autt svæði, sem við félagar nefndum aldrei annað en „Túnið“, sem nú er raunar skrúðgarður. Þetta tún var okkar helsti leikvöllur, okkar bernsku- og æskuár, auk þess vorum við nánast heimagangar á heimilum foreldra okkar, og á ég margar ljú- far minningar frá heimsóknum mín- um á heimili þeirra Guðmundu Lilju Ólafsdóttur og Þorsteins Pjetursson- ar foreldra Olafs. Samferða vorum við Óli gegnum barna- og gagnfræð- askóla og síðan hafa leiðir okkar fylgst að í okkar sameiginlega áhugamáli, hestamennskunni. Það var einmitt í tengslum við hestana er við hittumst síðast báðir í fullu frjöri. Það var á laugardegi í byrjun apríl sl. uppi á félagssvæði Fáks er við fylgdumst með sonum okkar í leik og keppni. Hvorugan okkar óraði sjálfsagt fyrir því þá, að í þessu jarðlífi ættum við ekki oftar eftir að ræðast við, en næsta morgun var hann fluttur fárveikur á sjúkra- hús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Eiginkona Ólafs er Vilhelmína Þorsteinsdóttir. Saman eignuðust þau fjögur mannvænleg börn. Elsta son sinn, Þorstein Pétur, misstu þau í hörmulegu slysi sjö ára gamlan. Gegnum þær hörmungar fjölskyld- unnar börðust foreldrarnir saman hetjulegri baráttu. I þessari síðustu baráttu barðist eiginkonan ein og barðist eins og hetja. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka fyrir samfylgdina og tryggðina. Þér Villa mín og börnun- um ykkar þremur, aldraðri móður og öðrum ástvinum og aðstandend- um vottum við Ingibjörg okkar dýpstu samúð. Þorvaldur Þorvaldsson Fleiri greinar um Ólaf Þorsteins- son bíða birtingar og niunii birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.