Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 44
— svo vel sétryggt SJOyAiaCTALMENNAR FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Fljótsdalsvirkjun og stækkun Búrfells; Heldur minni framkvæmd- ir en gert var ráð fyrir LANDSVIRKJUN hefur ráðlst í heldur minni framkvæmdir í tengslum við undirbúning Fljótsdalsvirkjunar og stækkun Búrfellsvirkjunar í sumar en gert hafði verið ráð fyrir. Agn- ar Olsen hjá Landsvirkjun segir að nú standi fyrst og fremst yfir hönnunar- og undirbún- ingsvinna vegna þessara virkj- ana, en áætlað sé að meginfram- kvæmdirnar við gerð þeirra hefjist næsta vor. Agnar Olsen segir, að fram- kvæmdum við Blönduvirkjun Ijúki að mestu leyti í haust en þá sé áformað að gangsetja virkjunina. Varðandi stækkun Búrfellsvirkj- unar og gerð Fljótsdalsvirkjunar standi nú fyrst og fremst yfir und- irbúnings- og hönnunarvinna, út- boðsgagnagerð og mælingar, með- al annars fyrir háspennulínum. Lítið verði um verklegar fram- kvæmdir nema helst við vegagerð og aðstöðusköpun. Meginfram- kvæmdirnar vegna þessara virkj- ana hefjist hins vegar næsta vor, standist allar áætlanir. Agnar segir að i vetur hafi ver- ið gert ráð fyrir að farið yrði í heldur meiri framkvæmdir á þessu ári en raun hafi orðið á. Fram- kvæmdum sé haldið í lágmarki þangað til endanleg ákvörðun um byggingu álvers liggi fyrir, auk þess sem gangsetningu álversins, ef af byggingu þess verður, hafi heldur verið seinkað miðað við fyrri áform. Morgunblaðið/Þorkell. Dauður fugl og grútur mættu mönnum í hverri skor allt frá Furufirði suður til Kollafjarðar. 20-25 þús. ungar hafa drepist í mengunarslysinu á Ströndum: Rannsóknir sýna að grúturinn er lýsi Hugsanlegt að efnið hafi borist með hafís frá Sovétríkjunum í LJÓS hefur komið að grúturinn sem rekur á fjörur á Ströndum er lýsi, samkvæmt fyrstu niður- stöðum Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins. Utbreiðsla mengunar- innar nær nú frá Furufirði í norðri suður að Kollafirði. Mengunin virðist hafa náð hámarki og sést k-ekki lengur út á hafinu en lýsið er allt komið upp í fjöru. Það hef- ur valdið miklum fugladauða og talið er að 20-25 þúsund æðarung- ar séu dauðir. Þór Jakobsson deildarstjóri hafísdeildar veður- stofunnar telur að mengunin geti hafa borist með hafís frá Sov- étríkjunum. Einnig er talið að lýsið geti verið úr bresku olíuflutningaskipi sem skotið var niður á Húnaflóa á stríðsárunum. Páll Hjartarson, deildarstjóri tæknideildar siglingamálastjóra, segir að um 100 ef ekki þúsundir tonna sé að ræða og er ekki vitað hvaðan lýsið kemur. Jónas Bjarnason, deildarstjóri efnafræðideildar Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins, segir að þar sem um lífræna fiskifitu sé að ræða, muni hún brotna niður á skömmum tíma. Lítið er hægt að aðhafast til að bjarga fugli frá grútnum þar sem byggðin er strjál og erfitt um vik. Þór Jakobsson segir algengt að ýmsir hlutir og búnaður sem Sovét- menn skilji eftir sig í Norðuríshafinu berist hingað í austur-grænlands- straumi. Mismunandi kjör lífeyrissjóðslána: Greiðslubyrði láglauna- fólks tvöföld á við verk- fræðinga og bankamenn GREIÐSLUBYRÐI lána úr lífeyrissjóðum láglaunafólks er tvöfalt þyngri en greiðslubyrði lána úr lífeyrissjóði verkfræðinga og eftir- launasjóði Landsbankans og Seðlabankans. Þannig er ársgreiðslu- byrði af 400 þúsund króna láni miðað við hámarkslánstíma 67.300 krónur úr lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóði verk- smiðjufólks, lífeyrissjóði Sóknar og lífeyrissjóði Málm- og.skipasmiða- sambandsins, en rúmar 25 þúsund krónur af láni úr Lífeyrissjóði verk- fræðinga og tæp 30 þúsund af láni úr eftirlaunasjóði Landsbanka og Seðlabanka. Þessar upplýsingar koma fram í júnífréttabréfi Kaup- þings. í fréttabréfinu kemur ennfremur fram að auk þessa eru hámarkslán til verkfræðinga og starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans ^nörgum sinnum hærri heldur en til félagsmanna í Dagsbrún, Framsókn, Sókn og hjá verksmiðjufólki. Hjá tveimur síðarnefndu lífeyrissjóðun- um er hámarkslánið 400 þúsund krónur, en 500 þúsund hjá lífeyris- sjóði Dagsbrúnar og Framsóknar. Vextirnir eru 7%, lánstími er 10 ár og 1% lántökugjald er tekið. Hjá ►Lífeyrissjóði verkfræðinga er há- markslánið 2,4 milljónir og hjá eftir- launasjóði Landsbankans og Seðla- bankans 1.768 þúsund. Lánstími í Lífeyrissjóði verkfræð- inga er 35 ár og bera lánin 3,5% vexti. Lántökugjald er 1%. Lánstími í eftirlaunasjóði Landsbanka og Seðlabanka er 30 ár. í útreikningn- um í fréttabréfinu er reiknað með 4% vöxtum, en lánin báru þá vexti þar til fyrir fáum vikum að þeir voru hækkaðir í 4,9% af eldri lánum og 5,5% af nýjum lánum. Ekkert lán- tökugjald er tekið. Lán úr lífeyris- sjóðum starfsmanna ríkisins og Reykjavíkurborgar bera 5,5% vexti. Hámarkslán úr þeim síðarnefnda er ein milljón króna til 25 ára. Ekkert lántökugjald er tekið og ársgreiðslu- byrði af 400 þúsund króna láni mið- að v'ð hámarkslánstíma er 38 þúsund krónur. Forsendur útreikningsins í frétta- bréfinu eru að vextirnir haldist óbreyttir allan lánstímann. Lánið er núvirt og miðað við 2 gjalddaga á ári og fyrstu greiðslu eftir 6 mánuði. Samkvæmt lánakönnun sem Sam- band almennra lífeyrissjóða gerði fyrr á þessu ári lána 10 lífeyrissjóðir með 3,5% til 6,9% vöxtum. 30 lífeyr- issjóðir lána með 7% vöxtum, en aðilar vinnumarkaðarins beindu þeim tilmælum til lífeyrissjóðanna að þeir lækkuðu vextina í 7% í kjölfar þjóðar- sáttarinnar í fyrravetur. Hins vegar lána 27 sjóðir með hærri vöxtum en 7% og lágu vextirnir í marsmánuði á biiinu 7,75% til 8,5%. Flestir þeirra miðuðu við vegið meðaltal vaxta af verðtryggðum útlánum bankanna en það er nú 9,8%. Herstöð Bandaríkjamanna á Straumnesfjalli á Vestfjörðum. Hreinsunarátak á Straumnesfjalli: Risaþyrla flytur vinnu- vélarnar upp á fjallið BANDARÍSKI hcrinn og fjórar björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum hefja 22. júlí hreinsun í fyrrum herstöð varnarliðsins á Straumnesfjalli. 25 manna vinnuhópur mun verða samfleytt að störfum í 3 daga á fjallinu. A sama tíma fara fram heræfingar þar sem notaðar verða tvær eða þrjár tveggja hreyfla risaþyrlur, sem eru væntanlegar til landsins 17. þessa mánaðar og verður ein þeirra notuð við hreinsunaraðgerðirnar. Á hún m.a. að flytja traktorsgröfur og önnur flutningstæki upp á Straumnesfjall. Til stendur að hreinsa allt laust efni í stöðinni og þ.á.m. rafgeyma sem þar hafa legið áratugum sam- an en byggingarnar á fjallinu verða ekki rifnar. Þyrslusveitin er væntanleg til landsins 17. júlí og verður flutt í júmbóþotum. Fylgja 17 flugvirkjar og áhöfn vélunum. Hafa björgun- arsveitir á Vestfjörðum varið tals- verðum tíma að undanförnu við undirbúning verkefnisins. Herinn hyggst nota þetta tækifæri til að þjálfa þyrluflugmenn sína við erf- iðar aðstæður á Vestfjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.