Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1991 31 alltaf að kaupa litlu vodkaflöskurn- ar í flugvélunum, nokkrar, sagði hann. Þótt ég byði stærri, var allt- af óskað eftir þessari stærð. Loks gat ég ekki staðist að spyrja hann af hverju litlar. Jú, svarið kom, hann veðjaði oft um hitt og annað, og ef hann vann fékk hann auðvit- að eina stóra fiösku, en ef hann tapaði sagðist hann rétta eina litla, um og leið og hann sagði: „Ég sagði aldrei hve stór hún ætti að vera.“ Nú er aðeins einn bróðir eftir af 5 systkinum frá Syðri-Reykjum, Magnús Ögmundsson. Grétar og Lára tóku við búinu á Syðri-Reykj- um af Grími fyrir nokkrum árum og eru þar með mikla gróðurhúsa- rækt. Ingibjörg kona Gríms lést á jóla- dag 1987 og var hann mjög ein- mana eftir það, þrátt fyrir heim- sóknir og þann fjölda sem kom til hans. Allar hinar ótöldu minningar um stórbóndann Grím Ögmundsson og konu hans, Ingibjörgu Guðmunds, verða geymdar en ekki gleymdar. Við, fjölskyldan, vottum Grétari, Láru, bömum þeirra og bamabörn- um innilegustu samúð. Megi Grímur og Ingibjörg hvíla í friði. _ Áslaug H. Kjartansson og fjölskylda Nú þegar útför svila míns og vinar Gríms Ögmundssonar, fyrr- um bónda á Syðri-Reykjum í Bisk- upstungum, fer fram vil ég senda honum hinstu kveðju með bestu þökk fyrir alla vináttu og tryggð á liðnum áram. Margoft nutum við Þórdís kona mín gestrisni hans og Ingibjargar systur hennar er við heimsóttum þau og ósjaldan gistum við einnig hjá þeim. Grímur missti Ingibjörgu konu sína í árslok 1987 og hefur því oft verið einmanalegt í húsinu hans síðan. Það var sár söknuður að þeirri góðu mikilhæfu konu og af- bragðs húsmóður. Bót í máli hefur það þó verið Grími að Grétar, einkasonurinn og eina bam þeirra hjóna, sem tók við búinu af honum fyrir nokkrum ámm, byggði hið myndarlega íbúð- arhús sitt steinsnar frá húsi for- eldra sinna. Hann og Lára kona hans hafa eignast fímm mannvæn- leg og elskuleg börn, sem hafa verið mjög hænd að afa sínum og ömmu. Flest barna þeirra hafa þó flogið úr hreiðrinu á seinni árum, en Lára og Grétar eru þar þó enn. Við Grímur vomm náskyldir þar eð Ragnhildur móðir hans var bróð- urdóttir Jóns Einarssonar bónda á Kotlaugum í Hrunamannahreppi, sem var faðir Guðrúnar móður minnar. Við vorum því bæði ná- frændur og nátengdir. Grími var margt vel gefið, bæði andlega og líkamlega. Honuhi var létt um að kasta fram tækifærisvís- um og vora margar þeirra mjög smellnar og vel gerðar. Ekki veit ég hvort hann hefur haldið þeim til haga þótt margar þeirra hefðu verið vel þess virði. Einnig var hann vel máli farinn, gat haldið ágætar ræður og skrifað snjallar blaðagreinar. Hann var harðduglegur maður og kom sér m.a. upp svo sérstæðu fyrirmyndarfjósi að menn komu langt að til þess að skoða það. Þar þurfti ekki að moka flórinn! Grímur virkjaði einnig hinn mikla hver, sem er við bæinn, til þess að hita upp húsin, og einnig til þess að sjóða mat í eldhúsi. Hann hóf búskap árið 1936 og tveim árum síðar hafði hann komið sér upp gróðurhúsum, sem enn eru í fullum gangi aukin og endurbætt. Við þessar framkvæmdir þurfti að leggja margar leiðslur. Þess vegna varð Grímur að kynna sér pípulagningar sérstaklega og það gerði hann. í þeirri iðn varð hann svo fær að hann var eftirsóttur til þeirra starfa og vann fyrir marga fjær og nær þegar á þurfti að halda, og kom það sér oft vel svo margir voru honum mjög þakklátir. Hann var hagleiksmaður í hönd- um svo sem hann átti kyn til frá þeim Kotlaugabændum og kom það sér oft vel. Grímur var alltíður gestur á heimili okkar Þórdísar. Hann var jafnan hress og kátur, glaðvær og ræðinn. Oftast færði hann okkur einhverjar gjafir svo sem tómata og gúrkur eða eitthvað annað gott. Hann var vel inni í þjóðmálum, var ómyrkur í máli og lét óspart skoðanir sínar í ljós. Hann átti þó til að hafa stundum skoðanaskipti og tel ég það sjálfsagðan hlut gáf- aðra manna að haga seglum eftir vindi. Grímur þekkti slíkan aragrúa af fólki að segja má að hann hafi verið þjóðkunnur maður. Hann hafði selt svo mörgum þekktum mönnum lóðir undir sumarbústaði í landi Syðri-Reykja að ekki er of- mælt að hann hafi oftast haft ein- hver stórmenni nálægt sér. Á síðari árum hefur heilsu Gríms hrakað, einkum hefur hann átt erf- itt með gang. Hann hefur alloft dvalið um lengri eða skemmri tíma á sjúkrahúsum og nú síðast á elli- heimili á Selfossi, þar sem hann lést fyrra mánudag, hinn 1. júlí. Við Þórdís, börn okkar og tengdabörn samhryggjumst inni- lega Grétari, Láru, börnum þeirra, barnabörnum, skylduliði og ætt- ingjum. Við biðjum Grími guðsblessunar á þeim leiðum, sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð veri minning hans. Erlingur Þorsteinsson Nokkru eftir hádegið þ. 1. júlí hringdi til mín Grétar bóndi á Syðri-Reykjum og sagði mér lát föður síns þá árdegis. Fyrr, um morguninn, var mér mjög hugsað til nafna míns og frænda og ég ákvað að fá af honum fregnir síðar um daginn. Þær urðu með ofan- greindu móti. Oft töluðum við sam- an í síma, en undangengnar vikur hafði það ekki verið hægt sökum hrumleika hans og sjúkrahúsvistar. Kynni okkar Gríms Ögmunds- sonar hófust haustið 1931 er ég kom nemandi að Laugarvatni. Nafni minn hafði verið í hópi fyrstu nemendanna þar haustið 1928 en var nú orðinn nokkurskonar staðar- ráðsmaður við skólann. Sá um mataraðdrætti í því 140 manna heimili og einnig annaðist hann allar pípulagnir við uppbyggingu skólans. Þekkingu á nýtingu jarð- hitans hafði hann áður öðlast er hann beislaði hinn orkumikla hver heima á Syðri-Reykjum. Verkfræð- ingar höfðu talið það ókleift en af meðfæddu hyggjuviti og úrræða- semi tókst Grími það. Forráðamenn Laugarvatnsskólans höfðu komið auga á þessa hæfileika Gríms og var hann viðurkenndur brautryðj- andi á sviði jarðhitanýtingar. Var hann við þessi störf á Laugarvatni til ársins 1936 og var auk þess bóndi á jörðinni síðasta árið. Grímur hóf búskap, heima á Syðri-Reykjum, árið 1936 en sam- hliða búskapnum þar vann hann um ijölda ára að pípulögnum víðs- vegar um Árnesþing og jafnvel víð- ar. Dvölin á Laugarvatni varð hon- um lykill að umsvifamikilli starfsæfi. Þar kynntist hann fjölda af ráðamönnum héraðsins og þjóð- arinnar s.s. Jónasi frá Hriflu, en hann mun hafa haft djúp áhrif á Grím. Hann notaði sér þessi kynni áhrifamanna á svokölluðum hafta og skömmtunarárum þegar erfitt var að fá ýmsa hiuti. Einmitt á þeim árum byggði Syðri-Reykja- bóndinn hvað örast upp jörð sína. Þegar margir er framkvæma vildu stóðu ráðafáir og fengu ekki það sem þeir þurftu hafði Grímur það kannski tvöfallt. Slík var útsjónar- semi hans. Tækjakostur hans var heint með eindæmum og reglusemi þar um sérstök. Þótt hann væri með marga starfsmenn, og mis- jafna, tókst honum að halda þeirri reglu að hver hlutur væri á sínum stað að kvöldi. Grímur á Reykjum var óumdeild- ur athafnamaður og fésýsla var honum eðlisborin. Jörð hans og allt umhverfi gaf honum mikið svigrúm í þeim efnum. Hann hafði sambönd við ráðuneyti, banka og stjórnmála- menn og mat þá eftir því sem best féll að skapgerð hans. Að þessu leyti var Reykjabóndinn tækifæris- sinni. Þá Ingólf á Hellu og Jörund í Skálholti mat hann mikils, en gekk hvorugum þeirra á hönd. Kunni Grímur sögur af þeim köpp- um og fleiram sem horfnir voru af sviðinu á undan honumj en enn lifa í minni eldra fólks. Ég lagði nokkuð að Grími að skrifa niður minningar sínar frá Laugarvatns- dvöl hans. Það gerði hann ekki, svo ég viti, en það hefði orðið mikill fróðleikur um uppbyggingu þess merka skólaseturs. Grímur Ögmundsson var mjög virkur á því tímabili í sögu þjóðar- innar, sem skiluðu henni frá kyrr- stöðu vanabundinna hefða til þeirr- ar tæknikunnáttu sem nútíminn ræður yfir. í uppvexti hans var hefðbundinn búskapur á Reykjum með kindur, kýr og hesta. Reykja- hverinn sauð og vall eins og hann hafði gert um aldir og hveralækur- inn féll hljóðlátt í átt til Brúarár. Við ævilok Gríms er fátt á Reykjum eins og áður var, nema hinn tignar- legi fjallahringur. Ingibjörg kona Gríms sagði einhveiju sinni, að engin húsmóðir á íslandi hefði slíkt útsýni úr eldhúsglugganum sínum. Margir kusu að dvelja á Reykjum og njóta þessa útsýnis og varma staðarins til athafna og vellíðunar og er sjón sögu ríkari um alla þá uppbyggingu, sem má kai!a bylt- ingu. Grímur Ögmundsson var enginn hversdagsmaður. Líf lians ein- kenndist af miklum umsvifum og sumpart ókyrrleika. Hver dagur leið ekki í hefðbundnumn rólegheit- um meðan hann mátti sín nokkurs. Eftir að líða tók á æfí hans og þrekið tók að þverra fór hann að ferðast, bæði utanlands og innan. Á fyrri árum átti hann góða hesta en góða bíla er líða tók á æfina. Hann naut þess að komast leiðar sinnar hvort sem hún var löng eða stutt. Hann þekkti marga og marg- ir þekktu hann. Hann var maður djarfur og nægilega sérkennilegur til þess að eftir honum væri tekið. Á mannfundum lét liann til sín taka, bæði í bundnu og óbundnu máli. Hitti hann þá oft í mark og vakti umræðu, hvað fyrir honum vekti. Pólitík var honum enginn helgidómur en hann átti það til að spila á strengi hennar til framdrátt- ar þess sem honum var hugleikið og vildi koma fram. Grímur Ögmundsson var fæddur 3. september 1906 einn af fimm börnum hjónanna Ögmundar Guð- mundssonar frá Bergsstöðum í Biskupstungum og Ragnheiðar Grímsdóttur frá Syðri-Reykjum. Ragnheiður var af hinni fjölmennu Bolholtsætt sem rakin er til hjón- anna Eiríks Jónssonar og Kristínar Þorsteinsdóttur, sem bjuggu í Bol- holti á Rangárvöllum á áranum 1760 til 1783. Grímur Einarsson faðir Ragnheiðar var frá Kotlaug- um í Hranamannahreppi. Hann var fimmti liður ættarinnar. Kona hans var Kristín Gissurardóttir frá Laug- arási í Biskupstungum og komu Karl F. Davíðs- son - Minning Fæddur 2. september 1907 Dáinn 6. júlí 1991 í dag kveð ég móðurbróður minn, Karl Friðrik Davíðsson. Hann fæddist að Bændagerði í Glerárþorpi 2. september 1907 o'g vora foreldrar hans þau Sigurlína Baldvinsdóttir (f. 1868, d. 1939) og Davíð Einarsson (f. 1872, d. 1952), bæði Eyfirðingar. Þau eign- uðust sex börn, áttu hvort sitt barn- ið fyrir, þannig að Karl átti tvö hálfsystkini. Hann var eini dreng- urinn í alsystkinahópnum og var því í miklu uppáhaldi hjá systrum sínum, sem létu mikið með „Kalla bróður". Fyrstu æviár Kalla bjó fjölskyld- an i Glerárþorpi en fluttist síðan inn á Akureyri. Sem barn var Kalli í sveit á sumrin hjá frændfólki sínu frammi í Eyjafirði, þar til hann fór til sjós, sem varð hans ævistarf og ungur tók hann vélstjórapróf. Hann var sannkallaður sjómaður; fyrir kom að hann ætlaði að hætta, en honum reyndist það ómögulegt; fyrr en varði var hann kominn aft- ur á sjó — á síld eða vertíð. Kalli var einn af þeim mörgu sjómönnum sem sigidu yfir höfin öll stríðsárin. Hann var þá á Súlunni frá Akur- eyri. Það er önnur saga, sem sögð hefur verið og aldrei má gleymast, um þá miklu hættu sem sjómenn- irnir lögðu sig í á þessum árum. Það er hetjusaga. Stundum vissum við ekkert hvar skipið hans var statt, hvort það var ofansjávar eða neðan. Þá gekk mörg sjómanns- konan þangað sem sást til sjávar, skyggði hönd yfir augu og horfði út á hafið. Það var mesta gæfa Kalla þegar hann kvæntist Ellu, Elínu Brynj- ólfsdóttur, þann 10. október 1936 og í móðurfjölskyldu minni voru nöfn Ellu og Kalla jafnan nefnd i sömu andránni. Ein fyrsta bernsku- minning mín er um Ellu. Þá var ég þriggja ára að koma úr langferð ásamt móður minni. Þetta var seint að kvöldi í október, skollið á myrk- ur og í þá daga voru götur Akur- eyrar ekki jafn vel lýstar og í dag. Við gengum upp útitröppurnar að Norðurgötu 11 og þegar dyrnar opnuðust fékk ég ofbirtu í augun af ljósinu sem kom að innan. Þarna í dyrunum stóð ung og falleg kona sem tók mig í fangið. Það var Ella hans Kalla frænda. Þau höfðu þá gift sig fyrir nokkrum dögum og bjuggu þarna ásamt afa og ömmu. í annarri íbúð á sömu hæð bjuggu foreldrar Ellu, sæmdarhjónin Ólaf- ía Einarsdóttir og Brynjólfur Jóns- son, ásamt yngsta syni þeirra, Braga. Til alls þessa góða fólks var gott að koma, og upp frá því átti ég athvarf hjá Ellu og Kalla þegar ég þurfti þess með. Það var því mikil eftirsjá þegar þau fluttu suður til Reykjavíkur árið 1945, eins og svo margir á þeim árum. Þegar suður kom hélt Kalli áfram að stunda sjóinn. Ella fékk sér vinnu, en að auki hafa sjómannskonur jafnan ærinn starfa við útréttingar fyrir fjölskyldur sín- ar. Fyrsta íbúðin sem þau keyptu var í Samtúninu; smám saman stækkuðu þau við sig og alltaf áttu þau fallegt heimili. Kjördóttir þeirra, Anna Sigurlín, fæddist þann 21. maí 1951 og hefur ætíð verið þau að Syðri-Reykjum árið 1883 og bjuggu þar til ársins 1906 er þau Ogmundur og Ragnheiður tóku við jörðinni og bjuggu til ársins 1936 er Grímur Ogmundsson tók þar við búskap, eins og áður segir. Þann 30. desember 1939 gekk Grímur að eiga Guðfmnu Ingi- björgu Guðmundsdóttur frá Bílds- felli í Grímsnesi hina ágætustu konu, af austfirskum ættum. Hún andaðist á jóladaginn árið 1987. Einkasonur þeirra er Grétar Bíld- fells, sem nú býr á Syðri-Reykjum, ásamt eiginkonu sinni Láru Jakobs- dóttur frá ísafirði. Börn þeirra eru fimm öll uppkomin þau Grímur Þór, Sigurður Ólafur, Guðmundur Hrafn, Ingibjörg Ragnheiður og Dagný Rut yngst. Grímur Ögmundsson var einn af þeim mönnum sem upphófst af eðlisbornum hæfileikum en ekki af langri skólagöngu, því hún var í lágmarki eins og hjá fleirum á þeim tíma. Hefði hann fæðst þrem til fimm áratugum síðar er trúlegt að hann hefði ekki orðið bóndi að ævistarfi heldur miklu fremur kaupsýslumaður eða verkfræðing- ur, svo hugleikin voru honum þau svið bæði. En nú era leiðarlok. Mér verður hugsað til baka. Um nær- fellt sex áratuga kynni okkar frændanna. Við hjónin fórum í sex- tugsafmæli nafna míns í Aratungu og áttum yndislegt kvöld heima á Reykjum að afmælisveislunni lok- inni. Síðar gisti ég þar og fleiri fulltrúar á ársþingi Landssam- bands hestamannafélaga í Arat- ungu. Þeir undruðust rausn heimil- isins. Oft kom ég að Reykjum, en nafni minn þó oftar til mín og allt- af færandi hendi af nýmeti úr gróð- urhúsunum. Það er konu minni minnisstætt. Kannski er þó sér- stæðast að þegar Grímur var átt- ræður dvaldi hann á hóteli í Reykja- vík og kaus að ég væri eini viðmæl- andi hans það kvöld. Við nutum samfundarins, enda öll skilyrði til þess að svo gæti orðið. Frændsemi hans og vinátta var ótvíræð. Grímur Ögmundsson verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju föstudaginn 12. júlí en jarðsettur að Torfastöðum, sem eiginkona hans, foreldrar, afi og amma. Hann hefir gengið á vit feðra sinna. Við hjónin vottum þeim Grétari og Láru, börnum þeirra og vensla- mönnum öllum samhug og biðjum þeim blessunar. Grímur Gíslason sólargeislinn þeirra. Enda var alveg sama hvar þau fóra, alltaf hænd- ust að þeim börn og vora ófá sem dvöldu meira og minna hjá Ellu og Kalla hér áður fyrr. Ekki má gleyma dóttursonunum fjórum, Hermanni, Karli Friðrik, Ragnari og Jónasi, sem hafa verið ömmu og afa svo kærir. Þegar heilsa Kalla fór að bila hætti hann á sjónum, þá kominn hátt á sjötugsaldur, og fór að vinna við garðyrkjustörf inni í Laugardal á vegum Reykajvíkurborgar. Fyrir nokkrum árum keyptu þau ásamt dóttur sinni og tengdasyni, Jónasi Hermannssyni, stórt hús að Látra- seli 7. Þau tóku virkan þátt í gerð lóðarinnar í kring og voru ánægð með garðinn sinn. Kalli frændi var vinsæll maður, jafnan hress og ungur í anda, hæg- ur og kíminn. Fyrir fáum áram komu Ella og Kalli í heimsókn til okkar norður á Akureyri. Þá ferðuðumst við saman, og er við ókum Eyjaíjarðarhringinn þekkti Kalli alla bæina með nafni. Ekki má gleyma áhuga hans á íþróttum. Þegar við hjónin komum í heimsókn var oft spurt og spjallað um íþrótta- félagið Þór, þar sem maðurinn minn er gamall Þórsari og á árun- um áður spilaði Ella handbolta með því félagi, og Kalli fylgdist jafnan vel með gengi þess. Það væri hægt að segja svo ótal margt fleira um Kalla frænda. Þeg- ar við ræddum saman, tveim dög- um fyrir andlát hans, þá var hann bjartsýnn eins og alltaf, þrátt fyrir að heilsan væri ekki góð. Að lokum vil ég þakka Kalla frænda fyrir allt. Guðflnna Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.