Morgunblaðið - 31.01.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 31.01.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992 23 Haughey segir af sér í næstu viku Reuter Charles Haughey, forsætisráðherra Irlands, kom til vinnu sinnar í stjórnarráðinu í Dyflinni í gær en í næstu viku ætlar hann að segja af sér embætti. Irland: Olöglegar símahleranir fyrir áratug urðu forsætisráðherranum að falli Dyflinni. Reuter. CHARLES Haughey, forsætisráðherra Irlands, sem farið hefur með aðalhlutverkið í stjórnmálum landsins í meira en áratug, ætlar að segja af sér embætti í næstu viku. Það voru upplýsingar um ólögleg- ar símahleranir fyrir 10 árum, sem urðu honum að falli. „Mér er mest í mun, að forsætis- ráðhérraskiptin fari fram með skikkanlegum og virðulegum hætti,“ sagði Haughey að loknum tilfmningaþrungnum fundi með þingmönnum stjórnarflokksins, Fianna Fail, en samstarfsflokkur- inn, Framfarasinnaði demókrata- flokkurinn, sem er klofningsflokkur úr Fianna Fail, hafði hótað að draga sig út úr stjórninni segði Haughey ekki af sér þegar fjárlagafrumvarp- ið hefði verið lagt fram. Það var lagt fyrir þingið á miðvikudag. Líklegastur eftirmáður Haug- heys er Albert Reynolds, sem Haug- hey veik úr stóli fjármálaráðherra í nóvember fyrii' samblástur gegn sér, en núverandi fjármálaráðherra, Bertie Ahern, þykir einnig standa vel að vígi eftir framlagningu fjár- lagafrumvarpsins. Samkvæmt því verður tekjuskattur lækkaður veru- lega og ríkisútgjöldunum jafnframt haldið í skefjum. Ahem, sem er aðeins fertugur að aldri, hefur þó ekki ákveðið enn að leita eftir for- sætisráðherraembættinu. Búist er við, að Haughey segi af sér á fimmtudag í næstu viku og verða 77 þingmenn Fianna Fail að velja eftirmann hans innan tveggja sólarhringa. Danmörk: I fjárbón vegna skaðabóta Kaupmannahöfn. Frá fréttaritara Morgunbladsins, N.J.Hruun. DANMARKS Havfiskeriforening, ein af samtökum danskra útgerð- ar- og sjómanna, hafa leitað eftir fjárstyrk dönsku sjómannafélag- anna við Norðursjó en samtökin hafa verið dæmd til að greiða Vulc- anus-útgerðinni 32 millj. ÍSK. í bætur. Lofuðu samtök grænfriðunga að leggja nokkurt fé af mörkum en hafa ekki staðið við það. Skaðabótagreiðslan stafar af því, að danskir sjómenn sigldu skipum sínum að Vulcanus 2, sem var við efnabrennslu á Norðursjó, og trufl- uðu starfsemina með ýmsum hætti, til dæmis með því að koma neti í skrúfuna á Vulcanus 2. Gerðu þeir þetta að áeggjan grænfriðunga, sem komu þó hvergi nærri sjálfir. Vulcanus-útgerðin kærði þessar aðfarir og voru sjómennirnir dæmd- ir til að greiða_ 32 milljónir kr. j skaðabætur. Ákvað Danmarks Havfiskeriforening að ábyrgjast greiðsluna til að ekki yrði'gert lög- tak í einhveijum fískiskipanna. Þeg- ar dómurinn hafði verið kveðinn upp lýstu grænfriðungar yfir, að þeir ætluðu að láta eitthvað af hendi rakna en það er allt og sumt, sem frá þeim hefur komið. E jr ekki kominn tími til að skreppa suður og gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Kíkja í búðir, fara í leikhús,koma við á krá njóta skemmtunar á Hótel Islandi og fullkomna ferðina með dvöl á fyrsta flokks hóteli. Láttu þetta eftir þér, þú átt það skilið. Pantanasími 688999. Grænt símanúmer 996099 H Ó T E L ÍSLAND Ármúli 9, 108 Reykjavík. 3 ÚTSÖLUNNI lýkur á morgun. Allt að 70%af sláttur HAGKAUP s4i£t í cámc £end

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.